þriðjudagur, 30. mars 2004

.
.
.
.
Panic dagsins:

Vera voða bissí og nenna ekki á klósettið að pissa, halda frekar í sér aaaaðeins lengur. Svo þegar sprengurinn er orðinn alvarlega mikill að fatta þegar á hólminn er komið að það er rembihnútur á bandinu sem halda buxunum uppi um mann...
mjééén.
Ekki gott mál.
.
.
.
.
.

SHARE:
jæja, muniði eftir árshátíðinni sem ég fór á um daginn... með Pítunni?
Já, rétt er það.
en það eru komnar inn myndir hjá einni pítugellu á heimasíðuna hennar... undir árshátíð 2004
Já, ég veit að ég virðist vera ofurölvi á myndunum sem ég er á...
en myndirnar ljúga!!! :)
SHARE:

mánudagur, 29. mars 2004

Wild seas of Iceland: Verið að taka viðtöl við sjómenn um hvernig þetta líf er og blabla. en þeir tala alltaf íslensku og þetta er ekkert textað. Samt talar þulurinn ensku... en segir aldrei hvað íslendingarnir eru að segja. Rétt kannski aðalatriðin stundum. Þetta er semsagt bara áhugavert fyrir forvitna íslendinga :)
SHARE:
Var að flakka yfir sjónbartsstöðvarnar, rakst á þátt um ísland á Discovery Channel, un fiskveiðar á íslandi. Heavy cool. Verið að fara yfir sjóskaða og daglega rútínu sjómanna. Gert ekkert smá spennandi!

Ætla að horfa á þetta...

SHARE:
Helgin....

Var ekkert að flýta mér austur þar sem ekkert lá á. Mamma var samt í bænum og ákvað ég að flýta för minni aðeins af stað til að ná henni í litlu kaffistofunni til að fá pjéning fyrir bensíni svo að ég myndi ekki verða bensínlaus á leiðinni vegna fátæktar ungs iðjusams námsmanns :) Stoppaði ég svo í Vera-Hvergi og tók bensín ... ;) náði svo kellu á endanum og varð svo um 30 mín á undan henni til Víkur. Ég keyrði samt EKKI hratt!!! :) Sollu Davíðs fannst það samt eitthvað þegar ég reyndi að fara fram úr henni og lentum við í smá kappakstri þarna, en auðvitað vann Trausti, enda ekki vanur að lúffa þegar ég er undir stýri.
Flöskudagurinn var as usual án nokkurrar tilbreytni. Fór á hljómsveitaræfingu, í heimsókn til Guðrúnar og svo heim að sofa.
Varð að fara að sofa snemma enda var körfubolti allan daginn eftir og þurfti mar að safna kröftum til að hvetja strákana :)

Um Morguninn á laugardaginn nennti ég svo ekkert út í íþróttahús :) langaði gífurlega upp á jökul en enginn vildi taka mi með :( í eirðarleysi mínu og niðurdregni rúntaði ég bala í hringi þangað til að ég var komin út á sand... Tók þar þá gífurlegu ákvörðun að ég ætti ekki að láta aðra stoppa mig í að geta gert eitthvað og labbaði því upp á Hjörleifshöfða í góða veðrinu. Já, alein :) var gaman og brjálað útsýni!
Reyndar var þessi "fjallganga" mín aðeins of fljótt ákveðin enda var ég í hvítum kvartbuxum og hálfgerðum söndulum. Var öll rykug og drulluskítug þegar ég kom niður, því að í hvert skipti sem ég steig niður löpp myndaðist stórt moldarský undan ilinni :) Þvílík bjartsýni yfir höfuð að Ragna geti átt ljósar buxur! :)

Þegar ég var komin heim eftir úrsýnisferðina var ekkert annað í boði nema að fara í sturtu og skola brúnkunni af mér (skítnum).... Fékk ég lítinn frið þar, því að Fúsi og Fríða komu von bráðar og drógu mig á körfuboltaleik. og ég hálf nakin. rétt tókst að klæða mig í buxurnar áður en mér var vippað út!
Drangur vann síðan leikinn. auðvitað :)

Planið var þegar ég fór austur að detta í það... en það endaði ekki þannig svo að ég var bara driver. 1 bjór var það eina sem ég afrekaði um helgina. og hana nú! Alki hvað?!

Lenti í nokkrum skemmtilegum atvikum á barnum sem verða ekki talin upp hér en margar sögur fengu að fljúga og á tímapunkti mátti sjá hnefa á lofti ásamt borðum á flegi ferð. Enginn stórslasaður var þó eftir þau átök.


Sunnudagurinn var helgaður körfubolta, hljómsveitaræfingu, tannlæknapínu og körfubolta. Inn á dagskrá sunnudagsins hafði samt verið Aðalfundur- Bjsv Víkverja kl 20.30 en honum var frestað vegna góðrar frammistöðu körfuboltaliðsins okkar, Drangs sem vann 2. deild í körfubolta!!!
Til hamingju strákar
Verður nú ekkert mál fyrir þá að vinna 1. deild á næsta ári miðað við þessa frammistöðu núna :))

Var komin heim um hálf 11 og hófst þá stærðfræðipróflesturinn mikli.is :(((


Lítið slakað á.

þangað til næst :)

bæbbz

SHARE:

föstudagur, 26. mars 2004

ég legg nú ekki meira á nokkra menn! það er kominn bylur hér í höfuðborginni!!

ætli maður verði þá aftur að leggja pilsunum sem ég var búin að draga fram í sólina hér fyrr í vikunni? :(
SHARE:

fimmtudagur, 25. mars 2004

Keypti mér tvennar buxur í dag! Jibbí jei.
En svo kom babb í bátinn. Einhver óprúttinn (",) reyndi að komast í buxurnar mínar, þegar ég var ennþá í þeim (hann var kannski að reyna að koma mér úr þeim? )
og hvað haldiði....
Það spratt upp þessi fallega saumspretta á þeim á eiginlega versta stað!!
Ragna gerðist því voða húsmóðurleg og dró upp saumakassann sinn, sem by the way er keyptur í IKEA með öllu þessu nauðsynlegasta og þar á meðal fann ég svartan tvinna og nál, með oddi, því miður. Er nú komin í buxurnar aftur með engri saumsprettu, en frekar skökkum saum :)
......
og 2 göt á putta.
Æfingin skapar meistarann og ætla ég mér að fara að æfa mig í að sauma, einhverntimann allavegana... eða kannski bara í ellinni...
eða æ veit ekki
en verð allavegana að gera það ef fólk kann ekki að klæða mig úr buxunum þegar þannig stendur á :)
SHARE:
Hæ hó jibbí jei!
það er eyða. þá er ekkert betra en að blogga og búa sér til tælenskan núðlurétt :)
í gær.... var vooooða rólegt... lá náttla bala í rúminu og gat mig eiginlega með engu góðu móti hreyft. fór samt í sund með Jóni og það átti að virka, en hvah! auðvitað virkaði það eiginlega ekkert ! kannski svona til lengri tíma litið því að ég er muuun skárri í dag. ÞEgar við komum heim átum við kvöldmat (mmmm Pizza) og fórum í varalitaslag. hehe.
Ég á nebbla svona helvíti flottan varalit sem er ljósgulur, en það er kannski ekki það töffaðasta, því að þegar hann kemst í snertingu við húð verður húðin skærbleik!!!
hehe.
Jón sá það aðeins of seint. :)
hahaha
fauk aðeins í drenginn! :) en hey! hver var það sem setti koppafeiti undir alla hurðaopnara á bílnum mínum og á rúðurnar..?
nú enginn annar en Jón (ásamt fleirum sem munu bíða hefnda!) :)
svo að jón á ennþá inni kvóta í píningum :))))
SHARE:

miðvikudagur, 24. mars 2004

vaknaði í morgun. men!!! ætlaði í leikfimi. meira men!!! ÞAð er einhver rembihnútur í bakinu á mér. get eiginlega engan veginn gert neitt. staðið kyrr jú og legið á bakinu... :(
fínt að hafa svona þráðlaust takkaborð. getur skriðið með það upp í rúm....
Þarf að finna mér mann bráðum, ekki til neins brúks svosem, bara til að nudda mig.
ég auglýsi hér með eftir einu stykki!
ætla í sund á eftir til að reyna að laga pelastikk hnútinn....
heyrst hefur að stefnan skuli tekin austur um helgina og skella sér á eitt gott djamm! JIBBÍ. svo er úrslitakeppnin í körfubolta í vík um helgina svo að það er aldrei að vita hvort að það verði rútuferðið um víkina á rúntinum til að skoða gripina (körfuboltatöffarana :) )
þangað til næst.

sjáumst hress sem fyrst.

Kveðja
Ragna
SHARE:

mánudagur, 22. mars 2004

Veðrið í Reykjavík 22. mars 2004 samkvæmt veður.is er 1° C og 1 m/s. Þrátt fyrir láa vind-tölu er því miður hita-talan aðeins of lá fyrir gallapilsið sem ég er komin í :) Ætla að bíða í smá stund og safna kjarki :)))
SHARE:
Halló hæ... líffræðikennari kennarinn er veikur so að ég er bara heima. Út um gluggan sé ég bláan himin og sólina skína, en miðað við gluggaveðrið í gær þá nenni ég ekki út til að frjósa so úr kulda.
Ákvað að fá mé hádegismat. Hljómar kjúklingasúpa, ristað brauð með osti og skinku ásamt appelsínusafa. hljómar alveg ágætlega er það ekki? :) MMmmmm
Gerði ekkert í gær... fór með Jóa upp í Lexuxumboðið að skoða einhverja sýningu í tilefni 4 ára veru Lexus hérna á klakanum. Eftir bílaþvott og KFC var hentugt að taka út síðdegislúrinn...
Um kvöldið var mér boðið í Tortillas hjá Döggu frænku og sótti þar ammilisgjöfina mína :) Vodkaflaska og öklaband. Nauðsyn fyrir sumarið!
SHARE:

sunnudagur, 21. mars 2004

ég veit, ég veit. hef verið ekkert smá löt að skrifa....
Jói bauð mér á Ask steikhús í hádeginu í gær, mmm hvað það er góður matur þar. EFtir að við tróðum okkur út af súpu, saltati kjúlla og svíni var farinn þessi venjulegi bílasölurúntur sem endaði á því að ég plataði Jóa á smáhundasýningu í Garðheimum :))))
En í gærkvöldi var haldin árleg árshátíð Pítunnar....
Byrjuðum við á að fara til Sollu í fordrykk (sem var auðvitað bjór á íslenska vísu) og upp úr 8 var svo haldið niðrá Kaffi Viktor þar sem ætlunin var að hitta hina sem komu ekki til sollu áður en haldið var á Tapas.... Á tapas var andrúmsloftið skemmtilegt og mikið drukkið og hlegið... :) Maturinn var nú svosem allt í lagi en mikið af hrámeti og alls ekkert mikið af mat samt í heildina... Ýmsir fóru með vinning heim úr leikjum og happdrætti. Auðvitað vann ég ekki neitt :( búhú...
Farið var meðal annars í limbó... Jiminn. hvað það eru mörg ár síðan ég tók þátt í voleiðis. var samt alveg voða góð!! :) var 6. síðasta til að detta út... og það var svona á milli 20-30 sem tóku þátt!! :) *Ragna hneigir sig fyrir trylltum múgnum sem fagnar* Gat ekki "limbóast" undir hæð sem var undir mitti... :) Eftir mat og söng lá leið okkar á Gaukinn þar sem við fengum kostakjör inn og dönsuðum hress únd kát til 5 um morguninn við undirleik Skímó.. :) Var þarna í algjörum Eyja 2003 fíling enda hefur prógrammið lítið breyst síðan þá hjá þeim :)
Þegar allir voru komnir með leið á "ertu þá farin" ákváðum við að fara. Beina leið á Celtic Cross. Mikið djöfull var kalt að labba þangað! Alls ekkert göngutúraveður! Svo dönsuðum við smá þar, við undirleik Bubbalaga sem trúbadorarnir voru alveg með á hreinu og svo endaði það eins og alltaf.... Þeir hættu að spila og við ákváðum að hverfa á braut áður en okkur yrði hent út.
þegar við vorum orðin alveg uppiskroppa með að komast einhversstaðar inn bauð ég öllum í smá eftirpartý til mín... Já ég veit :) reyyyyndar var Jói frændi í heimsókn og lét ég hann þó vita áður en við komum að við ætluðum að kíkja svoað hann gat flúið inn í herbergið hans Þráins :) hehe
Við tóku lítil rólegheit (grey Jói) Enda var farið í þann alls svæsnasta fatapóker sem sögur fara af og verða engin orð höfð um hann hérna!!! En mikið verður gaman að horfa framan í vinnufélagana á morgun :/!!!!!
Um 8 skreyddust svo allir heim á leið og ég klifraði upp í rúm og sofnaði á mínu græna.
SHARE:

mánudagur, 15. mars 2004

ég nenni bara engan veginn að skrifa...
fór austur um helgina og gerði heiðarlega tilraun til að bjarga skipinu, en ég er víst enginn kapteinn ofurbrók....
Ætlaði líka ða fá nokkur hestöfl gefins frá ofur dráttarskipinu sem er um 23000 hestöfl. en þyrlumennirnir vildu ekki leyfa mér að fá far..
kom svo í bæinn í gær í blíðskaparveðri og fór þingvallaleiðina þar sem að ég var ekkkert að falla á tíma.
Þegar ég kom í bæinn fór ég og keypti mér humarsúpu og fór síðan á leiksýningu í Austurbæjarbíói sem heitir Lifi Rokkið.
Hjördís Ásta er að leika í því. Stórskemmtileg sýning!!!!
SHARE:

fimmtudagur, 11. mars 2004

Jæja...
Haldiði ekki bara að gula fíflið sé að gægjast hérna framundan skýjunum, ég hvet þess vegna alla þá sem verða vitni að þessum furðulega og sjaldgæfa atburði að fara út og láta skína smá á sig.

íslendingar búa nú þegar við skorti af sólarljósi (eiginlega allan ársins hring) og þess vegna verðum við að fara út í sólina þegar hún kemur á annað borð.

Við þurftum D-vítamín!! sem við líkaminn(húðin þá aðallega) framleiðir við sólarljós og síðast en ekki síst eykst framleiðsla dópamíns sem lætur manni líða vel. Enda ekki skrítið hvers vegna 90% íslendinga eru þunglyndir 9 mánuði á ári.....
ÞAÐ ER ENGIN SÓL!!!!!

En svona vel á minnst.....
Hvað er ég þá að gera inni núna?!
Er farin út að líta á þennan sjaldgæfa atburð.
Bless kex og ekkert rex, við sjáumst svo hress á nýju ári, megi guð geyma ykkur, góða helgi, góða nótt, gleðileg jól og allt það...
SHARE:
Um að gera að stelast á bloggið í þýsku..... :)
SHARE:
Haldiðið ekki bara að það séu stórvirkar vinnuvélar mættar niðrí fjöru hjá strandskipinu Baldri ? :)
Voða gaman að heyra vélarnar hans pabba kallaðar "stórvirkar vinnuvélar" :)
Jón Hilmar, Tobbi og Atli þustu austur í gær til þess að vera mættir á skipavaktina núna kl 8... Það er annað en hún Ragna, hún var bara að vinna í gær... Fékk það loksins stúlkan eftir að hafa grenjað í 3 tíma í Binna í vinnunni, fékk nebbla frí á þriðjudaginn og varð að fá að vinna það upp! Strákurinn varð reyndar hálf feginn að ég vildi vinna þar sem aðhann er að fara að taka þátt í músíktilraunum
Gó Binni

Sá brot úr leikririnu sem að Biggi er að leika í í ísland í bítið áðan! ég held að það sér engin spurning um neitt annað en að skella sér! Það heitir Lúbarinn og er um einhvern bar sem á að fara að opna... mjög skemmtilegt eflaust. Kílum áð'a bara

Djöfull er Leoncie klikkuð! hún var einmittt líka í ísland í bítið og er án gríns alger klikkhaus! Hún er alveg að tapa sér, farin að vera með ásakanir á hina og þessa, algerlega staðhæfulaust. Eða kannski ekki staðhæfulaust þar sem að hún er svo raunveruleika firrt að hún heldur að allir séu á móti sér. Það heldur auðvitað enginn með henni þegar hún lætur svona. Fór svo að segja í BEINNI að Jón Ólafsson (píanóleikari) hafi berað sig í steggjateitinu hans sem hún var fengin í til að láta hlæja að sér. Halló! maður fer nú ekki að trúa því, en hvað í helvítinu er hún að blaðra því í sjónbartinu, í beinni. ÞAð kom svoldið á þáttastjórnenduna, því að þeir urðu einhvernveginn að stoppa þetta kolbilaða kvendi sem var þarna hálf nakið í bleikum búning eins máluð eins og vændiskona með hárkollu og teiknaðar augabrúnir. Og já, by the way, Hver getur tekið þannig skrautfugl alvarlega?
(Nú verður allt brjálað eflaust! ég boða Leoncie í slag ef hún verður með eitthvað uppsteyt og kíli hana kalda, kannski að hún vitkist! )
SHARE:

miðvikudagur, 10. mars 2004

Vondar fréttir!
ég veit ekki hvað ég hef gert öllum í kringum mig!
En svo virðist vera sem að skólatöskunni minni hafi verið stolið á skólatíma í gær! Þetta er ömurlegt!!!!
Hve mikið er hægt að stela af manni???
Bækurnar og allt
og hvað er maður búinn að vera gera ALLA önnina í tímum.
Jú leysa verkefni og glósa
og nú eru glósurnar ALLAR farnar :(
Hve ömurlegt er þetta?
...
SHARE:
Jæja, Þessi Ragna getur aldrei verið á réttum stað.
Fékk útkall rauður kl 04,20 á aðfaranótt þriðjudags um að bátur væri að fara upp í Skarðsfjöru, mikið langaði mig til að rjúka í víkina.
Pabbi kom svo í bæinn og bauð mér og þráni út að borða á Stælinn þar sem smá misskilningur var. Þráinn pantaði fyrir mig Kjúklingabringur í staðinn fyrir kjúklingaborgara.... smsið með skilaboðunum "ég vil fá kjúklingab. franskar og gos" gat víst þýtt bæði.
Einhvernveginn atvikaðist það svo í framhaldi af matnum að ég fór með Jóni og Tobba í smá ferðalag. Eða alla leiðina á klaustur að sækja eitthvað mótorhjól og auðvitað kíktum við niðrí fjöru að skoða bátinn sem var þarna í flæðarmálinu.
Kom svo heim með þeim aftur rétt eftir 1. Hvernig væri að drífa sig aftur í kvöld og sjá þegar því verður bjargað! :)

SHARE:

sunnudagur, 7. mars 2004

Halelúja... rétt rúmur 1 tími eftir af "Eyða ekki neinu" helginni minni. :) og ekki búin að eyða krónu! :)
Eftir vinnuna í dag gerði ég vísindalega talningu á brunasárum því þar sem Ragna hefur stundum verið kölluð Brussu Björg kom það henni ekkert á óvart að finna 8 brunasár og í 3 þeirra myndarlegar blöðrur. Það er nú svosem ekkert merkilegt en það að hafa 2 brunasár á sköflungnum eftir 400 gráða grill staðsett uppi á borði í mittishæð ( held að ég sleppi við blöðrur þar :) ) Það er merkilegt hvernig maður getur brennt sig þar!! hehe! Það eru séraðferðir notaðar á Pítunni við að steikja hamborgara skal ég segja ykkur :)
Mikið gott verður að komast í sturtu núna eftir smá stund. Var samt frekar svekkt áðan, 2 af stelpunum sem voru að vinna með mér hringdu í kærastana og létu þá renna í bað fyrir sig. Ég skal sko geta gert það einhverntíman :) Eiga kærasta og íbúð með baði. Nú á ég hvorugt :) svo að það getur ekki versnað! hehe
Anyway
góða nótt allir saman og C ya soon
SHARE:
Hehe :) vaknaði kl 9 morgun og fór að horfa á morgunsjónbartbadnanna, bara helvíti gaman, það er eitthvað sem maður verður að gera aftur. Fullt af gömlum þáttum eins og Babar (muniði, kóngsfíllinn). Þó svo að ég myndi VILJA gera þetta aftur... Þá held ég að það verði eitthvað litlar líkur á því. :)
En...
þarf að fara í vinnuna....
Vona að ég fái svo að loka í kvöld.
SHARE:

laugardagur, 6. mars 2004

Svo þarf ég nú líka að prufa gönguskóna mína sem ég fékk í ammilisgjöf frá mömmu og pabba, var að verða búin að eyðileggja pabba sem ég fékk alltaf lánaða.
Svo keypti ég mér legghlífar fyrir peninginn frá ömmu og afa á Sunnubraut.
Ef einhver þarf að leita að mér núna þá stend ég úti á tröppum með bakpoka tilbúin í ævintýraferð, í nýju flottu gönguskónum :) og audda með legghlífarnar!
SHARE:
Hey já, er loksins búin að klára ferðasöguna miklu! Endilega lesiði. þori að veðja að ykkur langar í fjallaferð. Bara að rifja þetta upp lét mann fá fiðring í magann
SHARE:
Er í bænum... Og er í peningaeyðslubanni! :( ætla að lifa af helgina an þess að eyða KRÓNU og geri aðrir betur!!! :)
Fór samt á jammið í gær. Það var það eina sem ég gat gert á flöskudagskvöldi án þess að eyða pening. Átti mikið vín og slatta af bjór og svo er miðbærinn í göngufæri. Ég, Arnar Már og Katrín fórum niðrí bæ og drógum með okkur saklausan kópavogsbúa og vin hans. Voru svoldið hneykslaðir á okkur stundum :) Var að vinna áðan, og er að fara að vinna aftur á morgun, allan daginn :)
SHARE:

mánudagur, 1. mars 2004

ATH!!!! komnar myndir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Veltumyndir og fleira!!!!
SHARE:
Þorrablótsferð 4x3 á flugi helgina 27.-29. febrúar 2004!!!

Eins og ég sagði síðast var ég búin að finna mér far... loksins. Og fór með Dóra á ofur-willy's. Byrjað var að hittast á kaffihúsinu til að snæða síðustu kvöldmáltíðina fyrir ferð. Svo var brunað af stað inn í Hóla á 7 bílum um 9 leitið. Reyndar kom Oddi eitthvað síðar því að hann tafðist í byggð við leikmunagerð fyrir skemmtiatriðin kvöldið eftir. Ferðin upp úr gekk alveg mjög vel enda var færið fólksbílafært. Þessi smá snjór sem var var algert harðfenni og smá klaki var á veginum. Þegar stoppað var við Búland til að tappa úr þjóðvegaloftinu tóku nokkrir farþegar upp bjór kepptu í bjórleikni farþega. Sem gengur út á það að bílstjórinn keyrir eins og vitlaus maður og farþegarninr reyna að halda bjórnum í dósinni/flöskunni. Þegar komið var í kofann þótti nokkrum bílstjórum farþegarnir hafa pakkað allt of miklu niður og var farangurinn að þyngja bílinn svo rosalega að draslinu var hent inn í kofa og brunað svo inn í Eldgjá til að athuga statusinn þar. Lítið mál var að fara þar upp svo að við kíktum inn að Langasjósskilti. Dóri ákvað þar að prufa kraftinn í willis og brunaði upp háa brekku sem endaði með smá stalli. Hoppuðum við þar glæsilega upp á nema hvað, að það drapst á bílnum og hann hékk því þarna, fram á brúninni í harðfenni og fyrir framan okkur voru klakabunkar og leiðin niður var löng og brött og þar að auki var niðamyrkur. Kallaði því dóri í dyrasímann í strákana að koma með spotta strax og binda í okkur þar sem að bíllinn var að hreyfast niður á við og þangað vildum við ekki fara. Komu þeir eins og skot og bundu Gauja í okkur sem kippti í okkur. En það fór svo þannig að þegar hann kippti okkur af stað lenti hann í klaka og við sigum aðeins á afturá bak í staðinn. Vont að hafa grey Gauja bundinn við okkur ef við húrruðum fram af og var Jósi settur fyrir framan Gauja og bundinn við hann. Svo var okkur kippt þaðan af brúninni upp á slétt land. Hjartað sló aaaðein þarna... En alveg þolanlega þó :) Var ekkert stressuð fyrr en Siggi Gýmir kom og spurði hvort að það ætti ekki að reyna að læða mér út úr bílnum og vá hvað maðurinn sem var orðinn frekar blekaður var grafalvarlegur! :) Ég fór samt ekki úr bílnum, bara sat og þorði ekki að hreyfa mi.
Snerum við svo heim og var kofinn kynntu all hressilega og tók Gaui upp gítarinn. Hann hafði frétt það í vikunni áður að þar sem að það vantaði Einsa þá náttla vantaði gítarleikara og hann eyddi semsagt vikunni áður í gítaræfingar, Sæunni til mikillar skemmtunar. :) Hann stóð sig samt með prýði drengurinn og var búinn að útbúa forláta söngbók sem innihélt öll nauðsynlegustu lögin. Fólk týndist svo í bælin um hálf 2. Og svo eyddu Ragna (eins og alltaf) 2 tímum í að koma hita í tærnar á sér. Ég held að svefnpokar séu framleiddir til þess að láta mann krókna á tánum. Og svo er það sannað að maður sofnar ekki þegar manni er kalt á tánum! þetta er því lítill "svefn"poki. :) Rææææs var rúmlega 8 og var morgunverður snæddur, hoppað út í bíl og ákveðið að reyna við Landmannalaugar!! Jibbí. ég hef ekki farið þangað í möööörg ár... Og stefnir er ekki enn búinn að fara með mig þangað. :) ætlaði aldeilis að stinga tánum ofan í laugarnar þessa helgi.
Eitthvað voru árnar að stríða okkur, því að miklar ísskarir voru og falskir bakkar sumsstaðar. Festu því bílar sig í gríð og erg upp á endann ofan í lækjarsprænu einni þarna sem endaði með affelgun á einum cruiser (Ingi Már). Hef nú ekki séð jafn illan mann lengi :)))
Klukkan tifaði og áttu Jeppaleikarnir að hefjast kl 6 niðrí kofa. Því var ákveðið að reyna ekki frekar við Laugarnar :( (fer bara síðar) og stoppa þvínæst í Glaðheimum og hafa hádegismat. Þar varð Dóri að skella sér í umfelgun því að rifa hafðist opnast á dekki hjá honum og stækkaði og stækkaði þó svo að það var búið að skella nokkrum töppum þarna í. Lukkan salómon fyrir Gauja því að hann geymdi varadekk á pallinum sem við gátum fengið.

Ákveðið var að fara svo inn á Faxasundsleið frá Glaðheimum og sá maður Brodda á kettinum skjótast hingað og þangað við sjóndeildarhringinn að þræða snó til að komast leiðar sinnar, hann var einmitt ekki allsstaðar þó svo að það eigi nú að vera hávetur á miðhálendinu :) Í einhverju gili, rétt áður en komið er inn að Faxasundsleið stoppuðu svo allir eitthvað til að leika sér.... ÉG og Dóri lölluðum bara áfram, þessir andarungar hlytu nú að koma eftir smá stund, en svo leið og beið og þeir voru ekkert ða koma.... snérum því við og sáum Odda liggja hálfan á hliðinni. Þá hafði gert þvílíkt sólskin allt í einu og Oddi elti bílaröðina eins og gengur og gerist, en fór kannski alveg í hjólför hinna á undan, sá svo ekki einhvern skorning þarna hægra megin hliðina á sér vegna snjóblindu og lagðist þangað alveg á hliðina... :/ Við samt misstum af þeirri sjón því að það var búið að draga hann af hliðinni, en hallaðist þó ennþá talsvert (sjáið myndirnar). Þegar allir voru komnir á réttan kjöl var haldið af stað niðrúr enda átti snjóþotukeppnin að hefjast innan stundar.
Í brekkunna þegar komið er af Hörðubreiðarhálsi var dregið upp alskonar tæki og tól til þess að renna sér niður og haldin var rosa keppni með tímatöku. Allir byrjuðu á sama stað og renndu sér einn og einn í einu og urðu að hitta í endamark sem var tiltölulega neðar. Ef keppandi hitti ekki í endamarkið eða dreif ekki alla leið varð hann að hlaupa í mark :) Það gat verið ansi skemmtilegt að sjá þar sem keppendur voru sumir hverjir í sundbol, hawaibúning eða hlífðarbúning.. :) Þegar búið var að útlista sigurvera fóru Dóri og Oddi eina ferð saman niður þar sem að þeir voru nú aðal hausarnir í félaginu og ferðinni. Jeppaleikarnir áttu svo að hefjast um 6 og var klukkan þarna rétt að skríða í 5. Ákveðið var bara að dóla sér niðrí kofa og jafnvel kíkja inn að Ófærufossi og taka myndur af honum í sólarlaginu ef einhver hefði áhuga. Þegar við vorum alveg að komast í Eldgjá heyrðist kallað í talstöðina að Stjáni hafði verið að velta! Þegar fyrstu menn komu á staðinn var þetta svo nýskeð að þeir voru ennþá að skríða úr bílnum. Svona 2 mín til eða frá höfðu ráðið þessum atburði. Hefðum við komið aðeins fyrr hefði hann ekkert verið að fara upp Eldgjána, en maður veit aldrei... Bíllinn var gjörónýtur og dót og glerbrot út um allt eftir þessar 2 veltur niður brekkuna eftir að hafa lent á klakabunka efst í brekkunni og misst hann á hlið og svo... .rúllað stystu leið niður. Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega en Guðni greyið skarst þó aðeins í kringum annað augað og greynilega fengið ágætt högg á þann stað í leiðinni. Fínt var þarna að hafa 3 sjúkrabílsstjóra og heila björgunarsveit sem gat reddað málunum. Þegar lagt var af stað með Guðna niðrí byggð til læknis þar sem augljóst var að hann þyrfti undir saumavélina var tekist handa við að koma bílnum á 4 hjól aftur og í gang ef hægt var. Reyndar var olía inn á vélinni en þeir hreinsuðu hana út (Svo kom í ljós að það hafði verið olía inn á túrbínunni sem bíllinn svo gleypti þegar hann fór að ganga) Kvenmenn og aðrir gagnlausir fóru samt niðrí kofa þegar verið var að bardúsast við bílinn og fóru að huga að matnum. Jeppaleikarnir féllu niður og allir misstu af sólarlagi við Ófærufoss. Í kofanum var tekist handa við stórát og drykkju eins og stefnt hafði verið að en Stjáni fór niðrað Búllandi á bílnum og þar kom pápi og mútta að sækja hann hann á bílakerruna. Annállinn í boði nefndar (örugglega mestmegnis Dóra þó) var góður sem áður og voru margir sæmdir verðlaunum og viðurkenningum. ég fékk þó enga, ég er samt alveg viss um að ég er besti farþeginn :) Allavegana ekkert bílhrædd. Einsi er löngu búinn að klára þá sem var eftir, þá meina ég að pabbi er nú ekki mesti sunnudagsbílsstjóri á suðurlandinu og er ég ekkert alin upp við óveðurshræðslu og þjóðvegi, er semsagt bílvön. :)
Lítið af markverðu gerðist svo eftir það nema að Jóhanna gerðist voða þreytt og eftir langan tíma tókst mér að svæfa nýja starfsmanninn :) Eitthvað farin að fipast bogalistin við að svæfa :)))) Gekk VOÐA illa
Ragna var samt í góðum fíling framan af en þegar klukkan sló 2 og ragna sá fram á að ekkert meira merkilegt myndi gerast nema fyllerísbull og taut fór hún bara að sofa og var heitt á tánum!!! . Fékk samt ekki að sofa lengi, allt í einu hristist rúmið eitthvað furðilega... Og í þetta skipti var það enginn jarðskjálfti, enn næstum jafn ótrúlegt. Jón Hilmar, Tobbi og Þormar höfðu komið uppúr á LANCER!!!!! ég ætlaði ekki að trúa honum fyrr en hann kom með frontinn út bílnum sínum svo að ég tryði honum. :) O jú, þetta var rockford frontur
Ræs var ekki svo snemma og einhverjir höfuðverkir voru á kreik... Þegar allir voru komnir á fætur fórum við inn að Ófærufossi og sópuðum upp glerbrotin (eða einhverjir allavegana.. :) ) og héldu svo 5 bílar inn á Axlir smá rúnt og svo niðri kofa þar sem hófust skúringar og uppvask með eldgamla mátanum, sækja vatn í lækinn og hita svo. Svo var haldið heim eftir frábæra og viðburðarríka helgi með bros á vör :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig