sunnudagur, 30. október 2011

Fyllt kalkúnabringa með döðlum og fetaosti

Súper einföld og alveg SVAKALEGA góð uppskrift sem Þurý vinkona stakk uppá að við myndum prufa í saumaklúbbssumarbústað í október. Alveg ótrúlegt hvað gott er að borða svona sæta fyllingu með kalkúnabringunni og alveg skemmtilegt hvað fetaostabragðið verður eiginleg ekkert, en bætir fyllingu og salti í fyllinguna.

ég vanalega butterfly'a bringuna og rúlla henni svo upp, festi hana svo saman með bómullagirni sem ég fékk í Hagkaup. Hér er gamalt blogg þar sem ég tala meira um hvernig ég butterfly-a bringuna.

fyllingin komin ofan á bringuna, osturinn að mestu bráðnaður
og döðlurnar farnar að leysast í sundur 
rúlla upp 


hnýtt saman

komin útúr ofninum .. 



ekki hægt að segja að þessi bringa hafi ekki verið safarík ! :)



Uppskrift 
fyrir eina bringu

1 krukka af fetaosti (í bláu krukkunum)
1 laukur 
1/3-1/2 poki af döðlum

já... það er ekkert fleira. 
Engar afsakanir um að þú kunnir ekki hitt eða þetta
nú þarf b ara að saxa allt frekar fínt (mátt nú sleppa því að saxa fetaostinn:) ) skella þessu í pott (ekki nauðsyn að nota nema um helming af olíunni í krukkunni)
Hrærið öllu saman við vægan hita þar til osturinn er farinn að bráðna og döðlurnar farnar að mýkjast upp og tætast niður. Setjið á útflatta kalkúnabringu (eða troðið þessu í vasa á bringunni sem þið gerið með hníf), kryddið bringuna með góðu kalkúnakryddi, bindið saman svo allt gumsið leki nú ekki út og skellið inní ofn á 190°C í eldföstu móti og munið að það er alveg gjörsamlega glórulaust að elda kalkún eða kalkúnabringu án þess að nota hitamæli. 
Hér með fjárfestið þið ykkur í svoleiðis græju (sem þarf ekki að kosta mikið), stingið í miðja bringuna (passið kannski að láta ekki pinnann enda í fyllingu) og eldið þar til að mælirinn segir 70°C og takið þá bringuna út og látið standa í 10-15 mín. 

mér finnst svo alltaf best að sneiða nokkrar sneiðar af áður en ég set bringuna a borðið. Bara af því að það er alltaf jafn  erfitt og vandræðalegt að reyna að skera þegar maður situr ! (svona fyrir utan það að allar sneiðarnar fara beint á diskinn hjá matargestum og þess vegna hentugt að vera með tilbúnar sneiðar).

Fyllingin sem vellur út úr bringunni er svo skafin uppúr mótinu ef hún er ekki brennd og borin á borð fyrir þá sem vilja enn meiri fyllingu :)

enjoy! 




SHARE:

miðvikudagur, 26. október 2011

Næsta uppskrift

og spurningin er ... Hvað í fjáranum er ég að gera? 


SHARE:

mánudagur, 24. október 2011

Sítrónu bollakökur með bláberjafyllingu

Lýsing:
Bollakökurnar eru fágaðar með skírskotun til sítrónukökunnar sem amma gerir. Þó þær séu bragðsterkar eru þær á sama máta mjög léttar og rakar. Inní miðri köku er heimagerð bláberjasulta sem kemur á óvart um leið og bitið er í kökuna. Punktinn yfir i-ið setur svo fallegt smjörkrem með örlitlu vanillubragði.
Kökurnar eru æðislegar fyrir sunnudagskaffið eða með heitum kaffibolla með góðum vinum.











Uppskrift (gerir 12 kökur):

130 gr smjör (lint)
1 bolli sykur
75 gr rjómaostur
2 egg
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1 tsk sítrónusafi
1/2 tsk vanilludropar
1/4 tsk lyftiduft
1 bolli hveiti

(1 bolli eru 2.5 dl)

Aðferð:
-Þeytið saman í handþeytara eða hrærivél smjör og sykur þar til það er létt og ljóst
-Bætið saman við smjörið og sykurinn rjómaosti og þeytið vel saman við. Að lokum, bætið við eggjum saman við einu í einu og þeytið vel á milli þeirra.
-Bætið útí blönduna vanilludropa, sítrónuberki og sítrónusafa.
-Sigtið útí hveiti og lyftidufti og hrærið varlega saman. Ath að ekki hræra um of en þá verða kökurnar seigar.
-Setjið rúma matskeið í hvert bollakökuform í bollakökubakka og bakið við 180°C í 20 mín.
-Takið kökurnar út bakkanum og látið kólna á borði áður en hafist er handa við fyllinguna og kremið

Krem:
100 gr smjör
350 gr flórsykur
2 msk rjómi
1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:
Þeytt saman í þeytara í 5 mínútúr. Bætt við rjóma eða flórsykri ef þurfa þykir


Samsetning:
-Miðja úr hverri bollaköku er tekin úr með melónukúlara. Aðeins aukalega er fjarlægt úr hverri köku. Í holurnar er sett 1 tsk af heimagerðri bláberjasultu og toppurinn settur ofan á aftur.
-Smá krem er sett ofan á hverja köku svo hún sé þakin kremi og engin kaka sést í gegn. Síðar er sprautað körfu-mynstrinu á með stút nr 47 frá Wilton.


Verði ykkur að góðu :)








SHARE:

fimmtudagur, 13. október 2011

busy

Jæja


ég hef verið svoldið busy og verið á skrítnum vöktum og lítið eldað eða bakað.
Jú ég reyndar hef gert hvorutveggja en ekkert verið að blogga neitt um það.

Síðustu helgi var ég svo að syngja í Vík og vil endilega benda ykkur á http:/vox.ragna.is sem er heimasíða sönghópsins sem ég er í

Einnig ætla ég að rifja upp með ykkur uppskrift sem ég setti inn fyrir löngu

Fiskur í tómatasósu 

svona svo ykkur leiðist ekki of mikið á meðan ég er fjarverandi matarbloggari :)
SHARE:

sunnudagur, 9. október 2011

The Rose







Flutt af tríóinu Vox á Regnbogahátíðinni, Vík í Mýrdal, október 2011

Vox var stofnað árið 2010 og tekur að sér söng í skemmtunum, brúðkaupum, skírnum og hverskyns uppákomum :)

Upplýsingar og bókanir fara fram í gegnum vox@ragna.is 




SHARE:

laugardagur, 8. október 2011

Álfar


Flutt af tríóinu Vox á Regnbogahátíðinni, Vík í Mýrdal, október 2011

Katrín Valdís
Ragna Björg
og
Ylfa

:)
njótið
SHARE:

þriðjudagur, 4. október 2011

karamellu og bananabaka !

Þessi-kaka-er-geðveik!!! (bara svo þið vitið það !) 

jæja
þá er best að byrja að segja ykkur meira frá henni. 
Uppskriftin kemur úr bókinni hans David Lebovitz  sem er ein af mínum uppáhalds köku/eftirréttabókum.

Það er einnig alltaf kostur þegar kökur þarf að gera með smá fyrirvara (þá er ekkert stress þegar það líður að matarboðinu að maður þurfi að útbúa eftirrétt á síðustu mínútu ásamt aðalrétt) og einnig er hægt að gera þessa köku deginum áður og geyma að setja rjómann þangað til síðustu mínútu (bakan geymist í 2 daga í kæli áður en rjóminn er settur á og bökuskelin sjálf ef þið kjósið að gera hana sjálf, geymist í 4 daga í kæli áður en karamellublandan er sett ofaní)

Þessi kaka er svo sannarlega með karamellubragði, en það besta er að karamellan (þó mikil sé) er ekki svakalega þung og mikil svo að það er allt í lagi að fá sér ágæta sneið af kökunni :) 
Galdurinn er að í karamellunni er mjólk en ekki margir desilítrar af rjóma. 

í heild er uppskriftin auðveld, en hana þarf þó að lesa vel til þess að gera allt rétt. Hún er nefnilega svoldið óvenjuleg. 

Hér eru eiginlega engar myndir af því hvernig ég gerði uppskriftina og eina ástæðan er sú að þetta gerðist allt svo hratt og mér fannst þetta svo spennandi að ég hafði engan tíma til að taka myndir ! ég lofa því að reyna að skrifa þetta skýrt niður fyrir ykkur 





hugmyndin af bökunni kom frá þessari bökuskel sem ég keypti í Kosti í sumar !  Vonandi fást þær ennþá, en ef ekki þá læt ég uppskritina af kexbotninum fylgja með. Auðvitað ÞARF ekki að hafa súkkilaðikexbotn ef þið finnið annarskonar bökuskel. 

bananarnir og karamellan komin í bökuskelina

sætur rjómi og súkkilaðispænir yfir 

óóóóó !!!!  
Uppskrift: 

Bökuskel 
(í 25 cm bökuform)

180 gr malað súkkulaðikex (ef það er krem á milli þá þarf að taka það af)
3 msk sykur
4 msk bráðið smjör

Aðferð:
-smyrjið formið, blandið saman súkkulaðikexinu (möluðu) sykri og smjöri og þrýstið blöndunni í botninn og upp í hliðar á bökuforminu. Kælið í 30 mínútur og bakið svo í ofni á 175°C í 10 mínútur.


Fylling: 

215 gr púðursykur
30 gr smjör
3 msk (25 gr) maizenamjöl
375 ml nýmjólk
1/2 tsk salt
3 eggjarauður
1/2 tsk vanilluextract
3 þroskaðir bananar

Aðferð:
-Bræðið smjör og blandið því saman við púðursykur, setjið í skál og setjið sigti yfir skálina, setjið þetta svo til hliðar
-í bolla, hrærið maizenamjölið útí smá af mjólkinni. Í potti, hitið restina af mjólkinni með saltinu þangað til að blandan er við suðu og hellið þá maizenamjölsblöndunni útí. Sjóðið þar til blandan þykknar.
-Hrærið eggjarauðurnar saman í skál og hellið smá af heitri mjólkurblöndunni útí eggin. Hellið svo þeirri blöndu aftur útí heita mjólkina og hrærið þar til að blandan þykknar enn frekar (þetta endar á að verða svoldið eins og hrært majones.
-Hellið blöndunni í gegnum sigtið, ofan í púðursykurblönduna, bætið vanilluextract við og hrærið vel saman. Sykurinn bráðnar (ef þið eruð hrædd við sykurkekki í blöndunni, sigtið blönduna aftur).
-Skerið bananana niður í 6 mm sneiðar og dreifið yfir kexbotninn (ég notaði aðeins rúmlega 2 banana en það fer eftir smekk). Hellið blöndunni yfir bananana, setjið plastfilmu yfir kökuna og geymið hana í kæli í amk 2 klst áður en rjóminn er settur ofan á og borin á borð.


Topping:


250 ml rjómi
1 msk sykur
1/2 tsk vanilluextract
súkkulaðispænir til skreytingar

Aðferð.
-Þeytið rjómann þar til hann fer að þykkna, bætið sykri og vanilluextract útí og þeytið rjómann til fulls.
-Dreifið yfir bökuna og skreytið með súkkulaðispænum


ENJOY



SHARE:
Blog Design Created by pipdig