þriðjudagur, 25. apríl 2006

hvað haldiði!!

Seinna hollið af myndunum komið inn!!!

Þetta eru myndir héðan og þaðan frá íslandförminni fyrr í mánuðinum!!!!

MYNDIR MYNDIR MYNDIR
SHARE:

dullllehhh

já, ég keypti mér kort í david Lloyd's í dag!!! vúhúúú

það kostaði mig andvirði helming Trausta litla (bílinn minn á íslandi) ... bara ef hann er fullur af bensíni...

nú er bara um að gera að standa sig!! er það ekki málið?
SHARE:

mánudagur, 24. apríl 2006

haldiði ekki barasta að...

... ég sé búin að setja inn fyrsta myndahollið...
þetta eru myndir af ferðalaginu þegar Jói frændi kom í heimsókn til Englands

Myndir Myndir Myndir Myndir
SHARE:

sunnudagur, 23. apríl 2006

á sunnudögum...

í englandi er EKKERT hægt að gera.. því ða hér lokar allt kl 4... hvað er nú málið með það?
einu dagarnir sem ég vil fara út í búð kl 11 að kvöldi til er á sunnudögum því að þá dettur manni alltaf eitthvað fáránlegt því að maður er ekki tilbúinn að fara sofa eftir að hafa sofið út lau og sunnudagsmorguninn og það er sjaldnast neitt plan á sunnudagskvöldum anyway...

en já, ég á alltaf eftir að blogga um síðustu kvöldmáltíðina.
Hún var haldin í heimahúsi í þetta sinn.
Árún, Palli og litla Thea Mist buðu mér í kvöldmat fyrir að syngja í skírninni :D já ég er ekki dýr söngkona ... en það er heldur ekki sama hver eeer.
maturinn var sko ekki af verri endanum!!!
enda var það
humar með rjóma-hvítlaukssósu í forrétt
rósmarínmarineruð nautalund með chillikartöflubátum og rauðvínssósu
og í eftirrétt var ís ársins með páskaeggi :D
nnnaaammmm

ég er eila enn að smjatta...
þið megið bjóða mér anytime!

sniðug árún að finna þér mann sem kann að elda svona vel :D
ástæðan fyrir því að ég er ekki komin með mann er að ég er að læra af vinkonum mínum :D hvað ég vil og vill ekki !! :) híhí

minn maður má alveg kunna að elda, þó svo að ég geti það nú alveg líka...

Fór til London í fyrrafallinu á föstudaginn... þar hitti ég Ellý og við löbbuðum um London eins og heimsborgarar!! :D hittum svo Þóru á Garfunkel's við oxford circus og átum þar mat og eftirrétt að stakri snilld. mmm
okkur datt svo sú snilldar hugmynd að fara í bíó! jáh, ekkert svo galin hugmynd.
Við hættum samt við því að það kostaði rúmlega 12 pund að fara í bíó á leicester square þar sem við vorum. Reyndar örugglega dýrustu bíó í lonon þarna, en no way að ég borgi rúman 1700 kall til að horfa á bíómynd:/
Röltum því niðrá Covent garden, löbbuðum smá meir og enduðum inná bar og skutluðum í okkur kokteilum.
þaðan var tölt á leicester square og tókum þaðan tube-ið til waterloo og þar kvaddi Þóra okkur. Mikið gaman var að hitta hana!! :D takk fyrir daginn Þóra :*
Ellý tók lestina með mér heim og við gistum hér í gestaherberginu. familían alveg gúddí með það að hún kæmi, algert yndi hún Mary Ellen.
við vöknuðum svo eldsnemma rétt fyrir hádegi og þvílíka blíðan sem beið okkar úti!!! um 17 stiga hita og sól. loksins var ða koma sumar. við klæddum okkur því og fórum til kingston í smá window-shopping og þaðan í Hampton Court hallargarðinn í picnic með salat og jarðarber og lágum þar og sóluðum okkur í smá stund.
Ellý kvaddi svo seinnipartinn og Nína kom í súkkulaði-hvítvín-stelpumynd hingað þar sem ég var að passa eins og alla laugardaga.
...
semsagt
fín helgi!! :D


á morgun ætla ég að reyna að skrapa saman pening til að kaupa mér kort í ræktinni...
vill einhver gefa mér pening??
þarf bara 88 pund fyrir 1 mánuð!
en verð að skuldbinda mig í 3 mánuði, passar ágætlega samt þar að aðeins 3 manuðir eru eftir af dvöl minni hér...

langar einhverjum að taka við af mér sem au pair hérna í september?? anyone?
get sko alveg mælt með þessari familíu, fínt kaup, lítil vinna og allt frábært!
hafiði bara samband á ragnab@gmail.com eða hringiði í númerið hér til hægri.

Ég er búin að vera að safna upp myndum sem ég á eftir að setja á netið. þar má nefna þegar jói frændi kom til mín hingað til UK og íslandsför mín um páskana, hana hyggst ég setja bara alla í eina möppu!!

that's all folks!
SHARE:

miðvikudagur, 19. apríl 2006

Eftir...

... rúmar 2 vikur af litlu og leiðinlegu bloggi á þessari síðu hérna þá er allt á leiðinni til betra horfs. :)

sko... þá er ég bara búin að vera í heima í englandi núna í nokkra tíma og strax blogga ég eitthvað ! :)

fékk nú einhverja ábendingu að ég YRÐI að skilgreina nákvæmlega hvert ég vær eiginlega að fara þegar ég færi "heim".
því að þegar ég er að fara "heim" þá koma nokkrir staðir til greina...
Heim til Weybridge
Heim til Víkur
Heim til Reykjavíkur

ég á náttúrulega alveg rosalega auðvelt með að gera mig heimakomna og finnast mitt heimili vera bara þar sem ég bý!
ég ætti ekkert erfitt með að eiga heima í tjaldi ef því er ða skipta :p


það hefur ekki mikið breyst hér í Englandi. Ferðin frá Gatwick gekk vel, tók lest í átt að london, og skipti þar svo um lest og fór til baka í áttina heim.
hér eru öll tré að verða laufguð og vitiði hvaaa... yfirbreyðslin er farin af sundlauginni... næstu viku verður hún að hreinsa sig sjálf og við þurfum að ryksuga hana eitthvað. Svo þegar það hitnar aðeins meira, þá verður kveikt á hitunargræjunum.
vona ða það sé ekki allt of langt í það, og það spáir 17 stiga hita á laugardaginn!!!
vúúúhúú

annars átti ég frábæra tíma á íslandi! en ekki hvað
ætla að taka þetta aðeins á stikkorðunum...

-sá loksins litlu prinsessuna þeirra Árúnar og Palla
-fór til víkur og vann smá á Höfðabrekku
-söng í skírninni hjá prinsessunni sem fékk það fallega nafn Thea Mist og fúsi spilaði undir.
-datt ALL hressilega í það á kaffinu og það 2 sinnum !!!!
-........
-fór á ball á hvolsvelli.. úff...
-borðaði páskaegg ! :)
-eyddi smá tíma í æðislegu íbúðinni minni í bænum ... :)
-fór í langs sightseeing ferð með Ayu og Sveppa í kringum víkina
já ég gerði alveg helling meira, minnið er eitthvað lélegt :)

jæja. mín vegna ætla ég að fara að skrifa meira á síðuna svo ða ég hafi einhverjar niðurskrifaðar heimildir um líf mitt :D

that's all folks
SHARE:

mánudagur, 17. apríl 2006

hæj

Ætli ég hendi ekki inn einni færslu eða svo bara til að fara að liðka upp pikkputtana aftur eftir páskafríið...
Maður á náttúrulega ekki að blogga í páskafríinu!! maður er í páskaFRÍI ræt? já, fannst það líka :p

fór á ball í gær.. ég var plötuð (já Maggi, ekki segja HVERNIG ég var plötuð) skrapp til fortíðar með því að hristast í bíl blindfull alla leiðina á Hvolsvöll á ball með Eins og Hinir.. sem er, fyrir þá sem ekki vita, afsprengi af Land og synir.
ég var í ótrúlega miklu rugli má vægast segja... datt á rassinn á markarfljótsbrúnni.... í bókstaflegri merkingu... brenndi mig á vísifingri og er með blöðru því til sönnunar, missteig mig og tognaði smá ( ég lifi samt ) datt svo paa hovedet og fékk skrámur og marbletti á hnéð, krækti handleggnum á bílaloftnet á Benz og gerði næstum því gat á handlegginn og er með ansi flottan marblett eftir það líka, svo eru aðrir fylgikvillar sem fylgja svona böllum eins og aumar lappir, hálsrígur, hæsi, hausverkur, magapína og skrítin þreyta :D en !!! þetta er alltaf jafn gaman!!! :)
ég verð fersk og frísk á morgun :p

síðasti sjéns hjá ykkur aparnir mínir að hitta mig því að ég fer í bæinn á morgun og svo af landi BROTT á miðvikudagsmorguninn... þið sjáið mig svo EKKERT fyrr en í byrjun ágúst eða svo.

en spáiði í því.. er búin að vera í englandi í 5 mánuði, akkúrat á miðvikudaginn... það er alveg næstum því hálft ár! scary shit... þið þarna sem eruð ekki buin að koma í HEIMSÓKN :D það eru engar afsakanir nógu góðar fyrir því! :D og hana nú!!!

hafiði það sem allra best og vona að páskaeggin hafi nú ekki farið voðalega illa í ykkur.....

that's all folks.
SHARE:

sunnudagur, 16. apríl 2006

mikið skelfilega

... er ég orðin leiðinlegur bloggari!
því ætla ég að koma með ÞETTA :D

You Are Corona

You don't drink for the love of beer. You drink to get drunk.
You prefer a very light, very smooth beer. A beer that's hardly a beer at all.
And while you make not like the taste of beer, you like the feeling of being drunk.
You drink early and often. Sometimes with friends. Sometimes alone. All the party needs is you!

SHARE:

þriðjudagur, 11. apríl 2006

getiði gert mér greiða?

getiði gert ÞETTA fyrir mig???
SHARE:

heyrði talað um þetta á bylgjunni í dag...

Sannleikurinn um stjörnumerkin...

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

SHARE:

sunnudagur, 9. apríl 2006

hneyksluð..

já ég get varla orða bundist yfir því sem maður sér á visi.is

þetta

mér var kennt að menn eru með höfuð en dýr með haus
menn eru með fætur en dýr með lappir
menn borða og dýr éta!

á maður þá von á að sjá fréttir bráðlega sem segja "maður lappabrotnaði í bláfjöllum í dag" eða "íslendingar éta flest allir 2 páskaegg yfir páskana"

????????????????
SHARE:

þriðjudagur, 4. apríl 2006

ég er hýr og ég er rjóð...

ég er komin heim..
eða svo gott sem..
ég verð sjálfsagt komin heim þegar þú, kæri lesandi lest þetta... :)

flýg heim kl hálf 8( hálf 7 á ykkar tíma) og verð ekki ti viðtals fyrr en EFTIR heimsókn minnar til litlu fjölskyldunnar í Eskihlíðnni
get ekki beðið

auðvitað hlakka ég rosa til að hitta ykkur hin líka
luv ya all

Þarf svo að koma með langt blogg um ferðalag okkar jóa frænda saman hér í London.. en wow hvað við erum búin að gera mikið af okkur...
SHARE:
Blog Design Created by pipdig