þriðjudagur, 6. desember 2005

heyrðu! Allir pakkarnir eru merktir STRUMPUR!

Ef að fólk er eitthvað að horfa á mig á leiðinni frá skólanum eftir að hafa skilað krökkunum á sína staði, þá er alveg skelfilegt skítaglott mér :)
ástæðan er allavegana sú að ég er að hlusta á Strumpajól diskinn á ipodinum mínum sem er að bjarga geðheilsu minni hérna, er alltaf að labba hingað og þangað.
Þessi lög eru svoo fyndin :)
lag dagsins í dag er
"skyld'það vera Strumpahjól?"

Er að syngja á jólatónleikum á eftir ... hvernig gerðist það nú eiginlega?!
það er góð spurning?
langaði svo að syngja jólalög og var eitthvað að suða í mrs Wilcox um að fá að syngja jólalög í söngtímunum, hún benti mér þá á að mæta kannski á kóræfingu á þriðjudaginn síðasta og fá þá að syngja með.
Ég er hálf fegin að koma svona inní "kórinn" svona langt kominn inn á æfingarferlinu enda kunna þær ekkert að lesa nótur og geta ekki raddað ! :D
mér finnst þetta nebbla gaman af því að ég get lesið nóturnar og fæ að leika mér að radda það sem ég kann.
Mrs. Wilcox sagði að ég yrði nú eiginlega að mæta á tónleikana, ef að tónleika skal kalla, en við erum að syngja fyrir eitthvað gamalt fólk... hentar vel enda eru þetta allt kellingar og ein sem er örugglega 103 ára! jarmið sem hún getur framleitt er alveg svakalegt !
fer semsagt í söng kl 11 og æfingu kl 14 þar sem við förum yfir eitthvað af lögunum og svo fæ ég nokkur lög sem ég hef ekki séð fyrr en ég mæti á tónleikana kl 16. hljómar allt svona gríðar spennandi ! :D
Mary Ellen og Rory tóku þessu svaka vel og Rory sækir krakkana svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.

that's all folks
C YA !
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig