mánudagur, 24. desember 2007

Jólin 2007


Gleðileg jól allir saman og þakka ykkur fyrir allt ! ! ! 

er búin að opna jólagjafirnar eins og "lög" gera ráð fyrir ...

Fékk :
66° Norður dúnúplu
Andrea - Cintamani Peysu
Iphone ( ó já ! ég VEIT ! ) 
Rúmföt
Cintamani flísbuxur
Húðdekurvörur 
Hárteygjur
Rautt Naglalakk
Make up store glimmereyeliner
Make up store highlighter
svartan bol
Silfur eyrnalokka með steinum
Gullhúðað bókamerki
Body shop sturtusápu með jarðaberja lykt 
Svartan smart-casual Bol
Eyeliner yddara

úff já
þetta er allt komið.
Er svo þakklát fyrir ALLAR þessar frááábæru gjafir ! 

Verð samt að viðurkenna að Svenni fór svoldið illa með mig og ég hljóp ALL SVAKALEGA á mig með að verða fúl þegar ég opnaði pakkann frá honum " Þú ert það sem þú hugsar eftir Guðjón Bergman" - sjálfshjálparbók..
Á endanum komst Svenni samt að, að segja mér að opna bókina - sem var endurpökkuð inn í plast. og ég fann þar iphone ! ó guð... How much can I say thank u ... ? 
já og þið hin fyrir jólakortin, kveðjurnar og pakkana...


smútshj! 

SHARE:

laugardagur, 22. desember 2007

korter í jól

prófin búin... ó guð ég er fegin. 
Þessi háskólapróf fara alveg með mann. Magnið af efninu er yfirþyrmandi, smáatriðin sem maður þarf að muna eru óendanleg og skilgreiningar sem við þurfum að kunna næstum upp á staf aaalllt of margar.  Ætla ekki að hugsa mikið meir um þetta í bili. Ein
kunnirnar koma örugglega seint eins og alltaf í þessari deild svo að þarf ekki að hugsa of mikið um þær á jólunum þó svo að það sé gott að fá allt á hreint sem fyrst. Vona svo að ég hafi náð öllu, og allavegana ef ég fell í einhverju, að falla bara í einu en ekki tvemur svo að ég fái einhver námslán..
Hræðilegt að líta á teljarana á þessum helstu síðum og sjá 2 dagar til jóla ! ég er bara ekki komin í jólaskap, svo einfalt er það. Guð, jólin eru ekki á morgun heldur hinn!!
jólagjafirnar eru flestar tilbúnar og ég er búin að skila einhverjum af mér. 
Fór á jólaballið með Páli óskari á Nasa í  gær með fullt af hjúkkum. ó ég skemmti mér svoooo vel. Hitti fullt af skemmtilegu fólki og marga sem ég hef ekki séð lengi. Dansaði líka 
endalaust mikið í troðningnum á dansgólfinu. Var samt alveg uppgefin fyrir djammið en þrjóskaðist við og fór samt á djammið en var þar af leiðandi ko
min heim um 4, ansi sybbin. 
Byrjaði daginn svo kl hálf 2 að skella mér í klippingu og litun til Hrundar sem var virkileg þörf á. En hverjum er ekki sama með að líta illa út í prófum? :)
hér eru 3 myndir frá gærkvöldinu

Svo er náttla alveg öruggt að það verða engin jólakort í ár. Sorrý...

Og já, minni á áramótaballið á Kaffinu 

SHARE:

fimmtudagur, 20. desember 2007

Neih skoh


Það er næstum merkilegt hvað sléttujárn, maskari og eyeliner geta bjargað deginum?

ég er ekki að meika að læra undir þetta próf btw :( 

SHARE:

Lubbi litli


já, hver haldiði að hafi kíkt til mín í morgunmat annar en Jobbi :) alveg kolvitlaus af óþægni og sá fær sko að læra eitthvað í jólafríinu... eins og almenna mannasiði ! 

Vil benda ykkur á jólatónleika sem verða á nýja Háskólatorginu kl hálf 1 í dag. Kvennakór Háskólans og Háskólakórinn ætla að syngja nokkur skemmtileg jólalög og koma öllum í alvöru jólaskap ! :) 


SHARE:

miðvikudagur, 19. desember 2007

síðasti spretturinn...

er núna með sjálfa mig í hugrænni atferlismeðferð...
ég er að reyna ða minna mig á að þegar maður keppir í hlaupi þá slakar maður ekki á þegar maður sér orðið endamarkið og skokkar í gegn... heldur hleypur maður af öllum krafti, yfir endalínuna og skokkar svo...
þetta er það sem maður á og verður að hugsa í prófum. Ekki fara að slaka á fyrir síðasta prófið þegar þú sérð loksins fyrir endann á törninni og sérð framá að þú fáir að sofa heilan svefn bráðum.

Er heima í dag að læra í ónæmis og meinafræðinni. Meinafræðin er fáránelega líka örveru og sýklafræðinni sem ég tók próf í á þriðjudaginn og hefði kannski hjálpað að vera búin í þessu prófi fyrir það próf. t.d. veit ég núna hvað Chemotaxis er... man ekki hvort að ég hafi giskað á rétt í prófinu en mig minnti allavegana að Taxis væri einhverskonar færsla á einhverju... eiginlega bara af því að ég velti því svo mikið fyrir mér þegar svenni var að læra flug að það heitir að taxera þegar þú keyrir flugvélina (úff, nú vona ég að ég muni þetta rétt) 
en jæja

mynd dagsins hefur ekki komið í einhverntíma.
þið verðið að afsaka hárgreiðsluna (sem er engin) 
sængin og kaffið eru þarna til að halda core hitastiginu ca réttu :) 



SHARE:

þriðjudagur, 18. desember 2007

fréttir..

prófið í dag... nenni ekki að tala um það. ÞAÐ VAR ÓGEÐSLEGA erfitt...
ansk.. hélt á tímabili að mig hafi vantað hellings glósur og námsefni ... kannaðist ekki við helling!
jæja
það tekur heldur ekki að spá í því úr þessu.. eitt próf er víst ennþá eftir og ætla ég ekki að láta pöddufræðina skemma fyrir því.
3 dagar í prófalok og djamm á nasa með öllum krökkunum. Held meira að segja að Árún ætli að koma ! :D veeeeei ! 

jæja.. Eitt gekk þó upp, jafnvel þó að mér hafi fundist síðustu 3 vikur allt ganga illa og allt vera svona hálfpartinn á móti mér. Þið skiljið þetta sem vitið..
allavegana

Einsi hringdi í mig í dag og var svona líka hress og spurði hvort að við myndum ekki vilja leyfa honum að vera með að spila um áramótin ef það gengi í gegn. 
Var að tala við hann í símann á meðan ég þrammaði um Hagkaup að leita að 1500 kr gjöf handa einni hjúkkunni, við nebbla drógum miða með einu nafni og kaupum eina gjöf til að gefa í kvöld, bara svona til að hrista aðeins upp í okkur og gera smá gaman þó svo að við séum að reyna að lesa yfir okkur :)
en já.
á meðan ég talaði við einsa haldiði ekki bara að ég spotti Pétur á kaffihúsinu hinu megin í Hagkaup ! :)
ég kvaddi því Einsa bráðlega og elti uppi kallinn og við vorum ráðin á staðnum eftir að ég var búin að útskýra fyrir honum nauðsyn í að hafa ball um áramótin og hve margir myndu mæta. (já þið 170 stk sem skoðið síðuna á hverjum degi verðið ÖLL að mæta) 

Það verður semsagt heljarinnar áramótaball á kaffinu, Ragna, Fúsi og Einsi og kannski bætist einn annar í hópinn með píanó sem myndi auðvitað gera þetta að algerri snilld ! ! ! ! :)
samningaviðræður við hann eru samt ekki formlegar hafnar ennþá...

Það stefnir semsagt í að þessi áramót verði aðeins fjörugri en í fyrra þrátt fyrir að partýið heima hafi verið ansi gott (hósthóst) ég er ennþá hálf fegin að hafa verið að vinna kl 4 í bænum á 1. og ekki þurft að taka til. Ég hef bara aldrei séð jafn marga heima eins og þá. Enda var þetta aðal partýið í allri Víkinni ;) 

Látið nú berast þetta með ballið elskurnar og sjáumst svo á kaffinu um áramótin ;) 
SHARE:

mánudagur, 17. desember 2007

Áramótin ? hvað er að ske?

Fólk hefur verið að spurja mig æ oftar þegar nær dregur að áramótunum hvort að það sé virkilega ekkert að gerast á kaffihúsinu  ! 

Satt að segja vorum við Fúsi ekkert farin að spá neitt allt of mikið í þetta þar sem að einhversstaðar vonuðum við að við myndum verða "hinum megin" við hljóðfærin heldur en bakvið þau og skemmta okkur. Enginn virðist samt hafa fengið hugmyndina sem við vonuðumst eftir og þess vegna hafði ég samband við Pétur á kaffihúsinu og lagði fram þá hugmynd að við myndum spila um áramótin. Það hefur semsagt  verið tekið í nefnd og bíðum við nú eftir svari með hvort hann vilji hafa gigg um ármótin! það VERÐUR eitthvað að vera að gerast um áramótin, ef ekki þetta þá held ég bara aftur risa partý eins og í fyrra.! 

Er strax komin með góðar hugmyndir að gigginu... Eins og Hattaþema (áramótahattaþema) og svo eitt annað sem ég þarf aðeins að fixa ef það á að ganga upp. 
krossleggjum svo bara fingurnar með það að það verði ógeðslega skemmtilegt ball um áramótin á Halldórskaffi ! ;) 
Við vorum líka búin að æfa fullt af nýjum lögum fyrir jólahlaðborðið sem féll niður sem við þurfum eiginlega að fá að spila við tækifæri ;)

óver and out ! 

(hver mætir?)
SHARE:

sunnudagur, 16. desember 2007

Síminn vs Nova

Mánaðargjöld í áskrift
Síminn: 990 kr á mánuði (Betri leið - góður)
--20 frí sms, 35 mín. símtöl 3MB--

Nova: 0 kr (lágmarksnotkun símans er 1000 kr á mánuði)
--0 kr. Nova í Nova, 1.000 min. símtöl/myndsímtöl og 500 sms / mms í mán.-- 

Að vera með 3G
Síminn:  150 MB á mánuði (3G áskrift) : 1500 kr á mánuði 
Nova:  100 MB á mánuði: 990 kr á mán (ath, frítt til 1. mars 2008)

Umframnotkun 1 MB
Síminn: 50 kr 
Nova: 25 kr 

Hringt í heimasíma  /  önnur kerfi  /  (Nova)
Síminn:  15  /  22  / (28) kr mín
Nova : 15 kr mín

Hringt innan kerfis
Síminn : 11 kr mín
Nova : 0 kr mín

Myndsímtal innan kerfis / utan kerfis
Síminn: 29 / 39 mín 
Nova: 15 kr mín 

Sms
Síminn: 10 kr 
Nova: 10 kr 

Mms
Síminn: 29 kr
Nova: 15 kr 

Eigum við eitthvað að ræða þetta eða?



-þakka símanum fyrir ónotendavæna verðskrá sem þarf að linka sig áfram í endalaust... 


SHARE:

föstudagur, 14. desember 2007

lyfjafræðiprófið...


jámms
..
er svo sannarlega búið. Svoldið mikil keyrsla fyrir það próf enda var síðasta próf á þriðjudaginn.

Svaf lítið en tók þó prófið og það var druuuulllluerfitt og eru flestir sammála um það. Vorum að vona að prófið í þessu í ár væri aðeins auðveldara en í fyrra þar sem 40% féllu þá og það var kært. Við kærum þá bara aftur ;)
einhverjir eru búnir að ákveða að taka ekki eitthvað af jólaprófunum og taka þau þess í stað í sumar. Ég veit ekki... þetta er ógeðsleg törn, erfiðir áfangar og mikil vinna en ég ætla allavegana að reyna við þetta allt saman upp og von og óvon og ekki gefast upp... Í versta falli tek ég hvort sem er sumarpróf, þ.e. ef ég fell í einhverju. 

Næsta próf er Örveru og sýklafræði og eins og nafnið segir þá er þetta um allar helvítis pöddur og sýkla í heiminum!  helvíti spennandi og maður verður hálf furðulegur og paranojaður af því að lesa um þetta allt. 

Verður aðeins meiri tími til undirbúnings fyrir þetta próf, sem er eins gott, þar sem að þetta eru heilar 4 einingar af 18 einingunum sem við tökum á þessari önn.
En eftir allt saman, þá er ég hálfnuð og nkl vika þangað til að ég verð á NASA að dilla mér við Pál Óskar ! - korteri í jól, ekki búin að kaupa jólagjafir og alveg sama ! 


SHARE:

þriðjudagur, 11. desember 2007

lífeðlisfræðipróf

... gekk vonum framar, en gekk samt alveg ágætlega.. er einhversstaðar fyrir ofan eða neðan fimmuna og gvuuuuuð ég vona að ég sé fyrir ofan fimm því að tilhugsunin fyrir sumarpróf í þessu er alger dauði ! Yfirferðin fyrir þetta fag er alveg fáránleg og þó svo maður hefði (ó ef maður bara hefði) byrjað snemma að lesa (eins og fyrir svona 2 mánuðum eða svo) þá hefði maður samt ekki verið búinn að læra allt. gasalega margar bls og skemmtilegar flækjur... 

hef alveg lúmskan áhuga á þessu fagi og leiðinlegt að þetta sé svona illa kennt og glósurnar séu svona lélegar. 

lífið hérna uppí Eirberg er aftur að detta í sama farið og panic ástandið sem var í gær er að mestu liðið hjá. Eva er farin að segja klámbrandara og Jónsi farinn að segja mér að þegja :) ó já, þetta er aftur orðið eins og það var !  Kaffidrykkjan fer samt ekkert minnkandi og erum við komin í harðari efni (orkudrykki) þ.e.a.s þessir allra syfjuðustu. 

á  föstudaginn er lyfjafræðin



SHARE:

mánudagur, 10. desember 2007

próf nr 1

er á morgun, panic, panic, panic, PANIC!!!!
helvítis lífeðlisfræðin! URRRGH 
skemmtilegt efni og allt það, en fuck, þetta er svoldið mikið til að kunna utan að...
prófið byrjar kl 9, fyrir ykkur sem ætlið (skulið) kveikja á kerti ;)

en jæja..
Eva er aftur gestur á mynd dagsins... 
SHARE:

sunnudagur, 9. desember 2007

1000 !!!!!!!!!

sá það þegar ég loggaði mig inn á bloggar að ég var komin með 999 blogg !!!
sem þýðir að þetta er blogg nr 1000 !! 
Skrambinn sjálfur, það er ekkert lítið ;) 

mynd dagsins var tekin fyrir 3 mínútum síðan og fékk Eva verðugt aukahlutverk á myndinni, en hvar er Kolla, sér hana einhver ? ;)  



SHARE:

laugardagur, 8. desember 2007

Jólagjafalistinn 2007

verð að henda þessu inn fyrr eða síðar og bloggið hjá Ingibjörgu minnti mig á það, auk ömmu síðustu helgi :)

-Flugmiða
-66 norður úlpu (Þórsmörk)
-Andlitshreinsun - já takk ! 
-rúmföt, stílhrein, klassísk, gott efni, ekki með doppum
-rúmteppi
-Fatalé maskara frá lancomé
-augnblýant, svartan, ekki úber mjúkan
-flotta eyrnalokka - úr alvöru efnum
-flísbuxur frá Cintamani
-inneign í einhverja fatabúð - mig vantar föööööt
-jarðaberja sturtusápu frá bodyshop...
-armband

þetta er ekki í röð eftir því sem mig langar mest í og ekki heilagt...
held að ég lesi aðeins áður en ég fer að sofa. 
cya ;)

SHARE:

this is what I call home ;)
SHARE:

komin helgi

en hér á bæ er sko engin helgi, heldur er maður að læra, og ekkert að slaka á ! :) 
verður að reyna sitt besta að ná þessu :$$%/&% prófi !!!!
veðrið er gott en rosalega kalt, sem eiginlega bjargar málunum ;) 



ég og besti vinur minn... - sem stoppaði mig samt ekki þegar ég sofnaði fram á borðið áðan- helvítið !
SHARE:

föstudagur, 7. desember 2007

einfalda lífið mitt...

já...
ég kláraði ekki fyrr en  ca hálf 1 að læra upp í skóla og lak á heim, komin á vetrardekk þökk sé pabba mínum, sem er nú kannski ekki verra þar sem fyrsta hálkan og snjórinn eru mætt í höfuðborgina. Reif mig á fætur svo aftur kl hálf 8 í morgun eins og síðustu daga og lak aftur í skólann.. Gleymdi símanum og veskinu mínu þar í gær, en var lítið að kippa mér upp við það þar sem ég var síðasta manneskjan úr húsi í gær og með-þeim-fyrstu í morgun.. Sæli húsvörður ávalt mættur snemma ;) 

núna er ég heima, uppí rúmi, ekki að leggja mig,heldur að lesa ! ... pirringur dagsins er sá að ég get ekki séð á bókina ef ég er ekki með gleraugun, og ef ég er með gleraugun þá þarf ég að vera í asnalegri stellingu svo að ég horfi ekki undir þau. Linsurnar gera mig þreytta og þurra í augunum þegar ég les... (sem minnir mig á að kaupa augndropana sem voru kynntir fyrir okkur í Vistor vísíndaferðinni) 
Harðsperrur eru allstaðar í kroppinum í dag, I'm not telling a lie..!  átsjh. Kálfar, læri, rass, magi, brjóstvöðvar, handleggir, upphandleggir, bak... lærin og rassinn án efa verst. vill einhver koma og nudda :) 

jæja
back to reading ! 

er að spá í að kíkja í Storm í kvöld á sleðasýningu, svona til að komast aðeins á meðal fólks. 
SHARE:

fimmtudagur, 6. desember 2007

Eirberg

Eftir 13 1/2 tíma 



SHARE:

miðvikudagur, 5. desember 2007

Dagur 4

jább...
bara nokkuð hress :) 
SHARE:

þriðjudagur, 4. desember 2007

Örveru- og sýklafræði


vissuð þið að á 16 sekúndu fresti deyr einhver vegna niðurgangs.?

Vissuð þið á 8 sekúndu fresti deyr einhver vegna öndunarfærasýkingu?

Flestir þeirra sem deyja eru börn í fátækustu löndum heims og flestar sýkingarnar hefði verið hægt að forðast með hreinlæti, sýklalyfjum og reglulegum bólusetningum. 


(S. Ragnar. Norrby, forseti ESCMID)

This makes u think...

að deyja vegna kvefs eða niðurgangs ?  :/
SHARE:

leiðindapúki

VÁ ! 
bloggið hérna fyrir neðan er leiðinlegt !!!

ég biðst forláts
hahahaha

Hér koma nokkrir málshættir, eða með öðrum orðum. Útúrsnúningar og spaug:

  • Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
  • Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
  • Léttara er að sóla sig en skó.
  • Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
  • Ekki er aðfangadagur án jóla
  • Blankur er snauður maður.
  • Lengi lifa gamlar hræður.
  • Betra er langlífi en harðlífi.
  • Sá hlær oft sem víða hlær.
  • Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
  • Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
  • Margur hefur farið flatt á hálum ís
  • Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
  • Heima er best í hófi.
  • Betri eru læti en ranglæti
  • Betri er uppgangur en niðurgangur.
  • Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
  • Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
  • Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
  • Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
  • Oft er grafinn maður dáinn.
  • Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
  • Oft er bankalán ólán í láni.
  • Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
  • Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
  • Enginn verður óbarinn boxari.
  • Oft er dvergurinn í lægð.
  • Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
  • Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
  • Illu er best ólokið.
  • Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
  • Ekki dugar að drepast.
  • Eitt sinn skal hver fæðast.
  • Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
  • Blindur er sjónlaus maður.
  • Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
  • Eftir höfðinu dansar limurinn.
  • Flasa er skalla næst.
  • Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
  • Margur geispar golunni í blankalogni.
  • Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
  • Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
  • Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
  • Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
  • Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
  • Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
  • Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
  • Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
  • Betra er að hlaupa í spik en kekki.
  • Nakinn er klæðalaus maður.
  • Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
  • Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
  • Minkar eru bestu skinn.
  • Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
  • Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
  • Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
  • Margur leggur "mat" á disk.
  • Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
  • Betra er að vera eltur en úreltur.
  • Oft kemst magur maður í feitt.
  • Oft eru lík fremur líkleg.
  • Betra er áfengi en áfangi.
  • Ei var hátíð fátíð í þátíð.
  • Margur boxarinn á undir högg að sækja.
  • Betri eru kynórar en tenórar.
  • Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
  • Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
  • Til þess eru vítin að skora úr þeim.
  • Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
  • Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
  • Oft fara hommar á bak við menn.
  • Oft eru dáin hjón lík.
  • Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
  • Betra er að fara á kostum en taugum.
  • Greidd skuld, glatað fé.
  • Margri nunnu er "ábótavant".
  • Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
  • Oft hrekkur bruggarinn í kút.
  • Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
  • Oft er lag engu lagi líkt.
  • Oft svarar bakarinn snúðugt.
  • Betri er utanför en útför.
  • Margur fær sig fullsaddan af hungri.
  • Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
  • Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
  • Oft fara bændur út um þúfur.
  • Víða er þvottur brotinn.
  • Oft fer presturinn út í aðra sálma.
  • Betra er að teyga sopann en teygja lopann
  • Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.
SHARE:

Dagur 3


Sofnaði loksins rúmlega 4 og vaknaði því ekki fyrr en kl 10 í morgun.
Kannski ég nái að sofna á skikkanlegum tíma í kvöld og vera komin hingað kl 8, það er svo þæginlegt þegar það tekst, þá er maður aleinn og lærir vel. 
SHARE:

er það nokkuð...

.... mikið greinilegt að ég er andvaka ?

:(

síðan fékk allavegana smá breytingu...
er ekki alveg viss með hana samt svo að ég breyti henni kannski aftur. Eða hvað?

well
það verður örugglega í jólafríinu þá ! ( sem byrjar ekki fyrr en seinni partinn 21. des!)
SHARE:

mánudagur, 3. desember 2007

dagur 2

í jólaprófum...
í dag  verður tekið fyrir lyfjafræði sem er mjög furðulegt fag to say the least...
er svona að átta mig á því að ég verð að sofa ein í rúminu mínu sem mér fannst vera skuggalega stórt og kalt í nótt. Ég hef þó alla vini mína hérna með mér í skólanum og þar ætla ég bara að vera ! 



Hérna er mynd dagsins með Evu og Jónsa í aukahlutverki 
SHARE:

sunnudagur, 2. desember 2007

jólapróf


jæja... þá er komið að því...
blessuðu jólaprófin ! 
verð að viðurkenna að ég er aðeins minna stressuð fyrir þessi jólapróf heldur en klásus-jólaprófin í fyrra. en það er kannski bara af því að ég er orðin aðeins "sjóaðri" í að taka próf í háskóla og veit svona ca hvað ég á í vændum, sem eru eins og ég hef hingað til komist að, skítleg, löng próf ! (nei ég ætla ekki að reyna að vera jákvæð) 
en ég ætla ða tækla þetta og læra mikið og vel næstu 3 vikurnar og ná prófunum. 
var á hótel Rangá í gær í boði Framrásar og Svenni var með mér... síðasta nóttin okkar ...
hann er núna farinn og kemur ekki aftur í bráð... veit ekki hvað ég á af mér að gera, svona satt best að segja. allt voðalega tómlegt hérna og samt ekki 6 tímar síðan að hann fór. Verð að reyna að muna að einbeita mér að prófunum en ekki að hann sé farinn héðan. 
ætla að byrja aftur á því sem ég gerði í vorprófunum... 

hér er læri-mynd dagsins 
SHARE:
Blog Design Created by pipdig