þriðjudagur, 29. mars 2011

Sjónvarpskaka

Langaði að baka eitthvað í gærkvöldi og var lengi að ákveða hvað ég skyldi baka




Á endanum ákvað ég að baka klassíska sjónvarpsköku sem ég deili nú með ykkur


Uppskriftin smellpassar í skúffukökuformin með plastlokunum sem fást orðið út um allan bæ og líta meðal annars svona út :


þeytið egg og sykur saman


sigtið þurrefnin útí 


ég klára vanalega að blanda deigið saman bara svona :) 

þykkt og fínt :) 

brætt smjör og mjólk sett útí 


þunnt og frekar skrítið ? 

Sett í form 

kókosmjölsblandan útbúin

kakan tekin út þegar hún er tilbúin

kókosmjölsblöndunni dreift yfir með fingrunum (ef hún er ekki of heit, annars er gott að nota hníf)

bakað aftur


Uppskrift:

4 egg 
300 gr sykur
1 tsk vanilluextract 
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjör 

Aðferð:

-Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst, vanilluextract hrært saman við 
-Þurrefni sigtuð saman við (nokkuð mikilvægt að vippa fram sigtinu í svona köku) og svo hrært þar til allt er blandað
-Smjör og mjólk er hitað þar til að smjörið fer að bráðna og svo hrært aðeins í svo að það leysist að lokum alveg uppí mjólkinni
-mjólkur og smjörblöndunni hellt út í deigið og hrært þar til allt er vel blandað saman.
-Hellt í vel smurt skúffukökumót (Ath, hér hugsa ég vanalega... SJITT þetta er þunnt deig, en þannig á það að vera)
-Bakað við 180°C í ca 30-40 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út og kakan er farin að losa sig frá hliðunum, hún er þá tekin út og kókosblöndandan er sett ofan á í smá skömmtm og dreift vel út um alla kökuna. Kakan er svo sett aftur inn í 5 mínútur og að lokum tekin út, látin kólna og svo étin með bestu lyst :) 

Ofaná kökuna:

100 gr smjör
150 gr kókosmjöl
200 gr púðursykur
1/2 dl mjólk (þarf stundum að bæta aðeins meira við) 

Aðferð:

Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 2 mínútur. Sett ofan á kökuna þegar hún er tilbúin og bökuð svo í 5 mínútur lengur 

p.s. 
Allir ofnar eru mismunandi. Það er því alltaf best að fylgjast vel með kökunum og taka þær frekar út þegar þær eru tilbúnar en ekki hengja sig á tímann sem sagt er að það taki að baka hana. 
Að vísu eru allir óöruggir þegar þeir eru að byrja bakstursferilinn að átta sig á því hvenær kakan er tilbúin og hvenær hún þarf að vera 5-10 mín lengur inni. 
Almenna reglan er þó sú að komi prjónninn hreinn út, þ.e. ekki með deigklessur á sér og kakan dúar ekki þegar þú bankar ofan á hana + að hún er farin að losa sig frá hliðunum á forminu þá er hún tilbúin. 

með kveðju

Ragna 

SHARE:

fimmtudagur, 24. mars 2011

Pekanhnetu snúningur - geðveik uppskrift

Ég elska þegar ég uppgötva nýjar uppskriftir, nýtt bragð og nýja snilld!

Hér er uppskrift sem uppfyllir allt þetta



Ég hef sagt ykkur að ég skoða uppskriftir líklega á hverjum degi. Ég er með nokkrar síður í rss feedi í Safari og fylgist með þeim þannig og svo skoða ég www.tastespotting.com og www.foodgawker.com mjög reglulega

Þessa uppskrift fann ég á tastespotting í síðustu viku og gat ekki beðið með að prufa hana lengur en í 1 dag! Oftast er ég að deila með ykkur uppskriftum sem ég hef gert margoft en í þetta sinn var ég bara of spennt fyrir væntanlegri útkomu þegar ég var búin að skella þurrefnunum í skálina að ég stökk niður í bíl og sótti myndavélina til að taka skref-fyrir-skref myndir

Uppskriftin af sæta brauðdeiginu er eins og klassísk gersnúðauppskrift og nýtist alveg örugglega sem slík ef þið viljið.
Galdurinn er hins vegar fyllginin sem gerir útkomuna ekkert gersnúðalega, heldur er fyllingin samansett af púðursykri, hlynsýrópi og pekanhnetum..

Like it now???


og nú hefst fjörið! :

í skálinni hægra megin er mjólk og bráðið smjör sem var brætt saman í örbylgjunni. Setti svo semi-kalt vatn útí svo að blandan var volg... út í þetta henti ég gerinu og lét það do it's magic í 10 mínútur.
Eftir það hefur myndast froða ofan á blöndunni

í skálinni vinstra megin eru öll þurrefni. 

þegar gerið var uppleyst og freyðandi bætti ég þeirri blöndu + eggi útí hveitið og blandaði því aman með skeið þangað til ég gat farið að hnoða. 

og svona hnoðar maður ...




Deigið á að hnoða í 5-8 mínútur í höndum eða í hrærivél með deigkrók (bannað að svindla) og látið hefa sig í skál við stofuhita í 1 klst 

eftir 1 klst ef deigið er svo flatt útí 50x50 cm ferning 

ofaná ferninginn þarf að smyrja smá smjöri svo að allt festist við according to plan og ég gerði það satt að segja bara með höndunum. Það hefði kannski verið betra og hreinlegra að nota sleif en ég hafði bara ekki nokkra þolinmæði í það, þar sem ég þurfti að setja næsta galdur ofaná smjörið og gat ekki beðið...


hér má sjá pekanhnetur (mjög smátt saxaðar), púðursykur sykur og slatta af hlynsýrópi

dreyfið úr pekanhnetu blöndunni yfir ferninginn..


næst ætla ég að gera 1 og hálfa uppskrift af pekanhnetudraumnum.... 

rúllið upp eins og þið séuð að fara að gera snúða

skerið deigið langsum með beittum hníf

snúið helmingana saman

festið endana saman með því að klípa þá aðeins saman og myndið þ.a.l. hring.
Bakað á plötu í 30-40 mínútur

gullið skrímsli .... ekki deyja ...! 
hella hlynsýrópsglassúrinu yfir

ó mæ 

ekki bíða of lengi með að prufa góðgætið 

so soft, so tasty 

hvað get ég sagt?


Uppskrift 

deig:

1 bolli mjólk
55 gr smjör
1/4 bolli vatn
1 bréf ger

4-5 bollar hveiti (ég setti 4 og notaði svo þann 5. til nota til að að bæta útí deigið ef það vantaði hveiti, endaði á að nota ca 1/3 af 5. bollanum)
1/4 bolli sykur
1 tsk salt
1 egg 

Aðferð:
-Hitið mjólk og smjör í örbylgju þar til smjörið fer að bráðna aðeins. Ekki hita að suðu því þess þarf ekki.
Bætið vatni útí í því hitastigi sem þarf til að blandan verði volg, ekki köld og ekki það heit að gerið drepist. 
Hellið gerinu útí vökvann og bíðið í 10-15 mínútur eða þar til froða hefur myndast ofan á 
-Setjið þurrefnin í skál og bætið blautefnum útí + eggi. Hnoðið saman og notið 5. bollann af hveitinu til þess að ná fram réttri áferð á deiginu. Það á ekki að klístrast við hendurnar en þarf þó að vera frekar blautt og teygjanlegt.
-hnoðið í 5-8 mínútur með höndum eða í vél 
-látið hefast í klst við stofuhita
-Fletjið deigið út í 50x50 cm ferning 

ofan á deigið:

50 gr mjúkt smjör

1/2 bolli fínt saxaðar pekanhnetur
1/4 bolli sykur
1/4 bolli púðursykur
4 msk hlynsýróp 

Aðferð:
-Smyrjið mjúku smjöri ofan á deigferninginn og hellið pekanhnetu-sykursblöndunni yfir og dreyfið jafnt úr

Aðferð við að forma snúning + hring
-sjá myndir hér fyrir ofan

Eftir að þið eruð búin að búa til hringinn úr snúningnum látið þetta lyfta sér í 30 mínútur (p.s. ef þið nennið því engan veginn, sleppið því þá bara :) )

Bakstur:
í uppskriftinni sem ég notaði stóð að baka ætti þetta við 180°C í miðjum ofni í 35-40 mínútur.  Ég hins vegar hafði minn snúning aðeins inni í 30 mínútur svo ég ætla að segja ykkur að þetta eigi að vera inní ofni í 30-40 mínútur :) 

Glassúr:
1.5 bolli flórsykur
1/4 tsk vanillu extract
2 tsk hlynsýróp
+ vatn eftir þörfum til að ná réttri þykkt á glassúrinn

Aðferð:
-Hrært saman og hellt yfir heitan snúninginn þegar hann kemur úr ofninum

Fært yfir á disk (ok það var smá vesen að lyfta honum enda mjög mjúkur. Hafðist þó stórslysalaust með aðstoð pönnukökuspaða)


Merkilegt nokk þá var snúningurinn enn góður 3 dögum síðar og ekki alveg grjótharður og þurr. Ég myndi því segja að þetta geymist vel

hvernig gekk ykkur að búa þetta til og hvað fannst ykkur ?

kv
Ragna Björg



SHARE:

Chanel meikin

Þið sem kíktuð ofan í snyrtiskúffuna mína sáuð kannski 2 Chanel meik (Chanel Vitalumiere og Chanel Mat Vitalumiere)
Síðan þá hef ég bætt einu við en það er ekki meik sem maður notar aðeins á djamminu eða í kvöldförðun eins og hin 2 meikin. 


Það meik heitir Chanel Vitalumiere Aqua og kemur í lítilli plastflösku.






á vef Chanel segir að meikið sé:


A new-generation texture. An unprecedented sensory experience. A unique makeup result. Rapid and easy application. VITALUMIÈRE AQUA. Apply your makeup without thinking about it.

Its soft and evanescent ultra-fine fluid texture is a real surprise. Although it is exceptionally delicate and light, an incomparable “second-skin” perfecting result is achieved. The complexion appears amazingly even, fresh and energized. The skin glows with seemingly nude beauty. As if glowing from within. Bathed in light… 

Its formula, endowed with a UVB sun filter and mineral sunscreen, protects the skin from damaging sun rays (SPF 15). Its crystalline fragrance accentuates the sensation of freshness and pleasure on application.


Þó svo að svona texti sé yfirleitt frekar háfleigur og enganveginn gegnsær í lesningu þá get ég sagt ykkur að þetta meik er alger snilld. 
Hef notað bæði bursta og fingur til að bera það á og finnst best að nota fingurnar, fyrir utan að það er fljótlegra.


Ég er ein af þeim sem nota ALLTAF kanebo púðrið og hef gert sl 7-8 ár líklega. Þetta meik er ekki meik-legt og er ekki full-þekjandi eins og önnur meik eru yfirleitt. 


Áferðin sem situr eftir meikið er ótrúlega eðlileg en jafnar þó út litinn í húðinni. Ending á áferðinni og litnum eftir daginn er einnig óviðjafnanleg og er meikið alls ekki farið kl 12 á hádegi eins og Kanebo púðrið gerir yfirleitt. 


Eina er að meikið er svoldið dýrt, eða um 6800-7300 kr. Það er því um að gera að bíða eftir Tax free dögum í Hagkaupum eða öðrum afsláttum á Chanel vörum. 


Hér er review sem ég fann á netinu til að þið sjáið aðeins betur hvað ég á við 









úú :)




Hér er einnig smá fræðsla fyrir ykkur um Chanel meikin frá Pixiwoo systrum en þær eru orðnar heimsfrægar fyrir að vera make-up gurus á Youtube..


þær eru samt báðar förðunarfræðingar og vinna við það inná milli þó svo að þær eru farnar að viðurkenna að youtube hefur tekið yfir líf þeirra og öll þeirra vinna snúist nú um það sem viðkemur vörum og youtube. 









Hér er svo heimasíða Pixiwoo : www.pixiwoo.com
og hér er Youtube síðan þeirra: http://www.youtube.com/user/pixiwoo


SHARE:

mánudagur, 21. mars 2011

Pekan snúningur

Þessa uppskrift má vænta hér á síðunni næstkomandi fimmtudag :)

megið fara að láta ykkur hlakka til !



Mætti svo með hnossgætið í heimsókn til vina okkar hér næstum því í næstu götu, ennþá glóðvolgt og þetta fékk toppeinkunn...

þetta geri ég sko aftur



Þegar ég var byrjuð að baka var æsingurinn svo mikill yfir hve gott þetta myndi verða að ég hljóp niður í bíl og sótti myndavélina til þess að festa step by step aðferð á "filmu" til að deila með ykkur.

er í fríi næsta fimmtudag og klára þá að setja uppskriftina og aðferðina hér inn

kv
Ragna Björg
SHARE:

sunnudagur, 20. mars 2011

Túnfisksalat - mjög auðvelt !


Hér ætla ég að kenna ykkur að gera alveg ótrúlega auðvelt túnfisksalat. 
Sá Ágústu, skáfrænku gera svona sl sumar þegar ég var hjá þeim á Þjóðhátíð í eyjum og hef ekki gert öðruvísi túnfisksalat síðan.

Það er samt í raun ekki nema 2 ár síðan ég gat borðar túnfisksalat. Þar áður gat ég ekki fundið lyktina af því, eða niðursoðnum túnfisk í dós. . . Allt vegna þess að kötturinn sem við áttum sem lengst meðan ég ólst upp í Vík borðaði oftast Wiskas með túnfisk... Þ.a.l. tengdi ég lyktina lengi við kattarmat. 

En það er löngu hætt núna og mér finnst ritzkex með túnfisksalati alveg glimrandi gott. Hvort sem er þessu salati sem ég ætla að láta ykkur í té núna eða þessu túnfisksalati hérna sem var eitt af mínum fyrstu matarbloggum 

Það góða við þetta salat er að maður notar ekki hefðbundið majones eins og vanalega heldur Grænmetissósu frá E. Finnsson. Ágóðinn fæst kannski ekki í að túnfisksalatið sé eitthvað hollara fyrir vikið en aftur á móti sat ég alltaf uppi með hálfnotaðar majones dollur inní ískáp eftir túnfisksalatsgerð þar sem ég nota yfir höfuð ekki mikið af majonesi

Grænmetissósuna get ég á annað borð notað við ýmis tækifæri önnur en við túnfisksalatsgerð ;)

Annað sem mér finnst vera snilld við að nota grænmetissósuna er að það þarf EKKERT frekar að krydda salatið. 
Hver og einn er að vísu með sinn galdur við að krydda "sitt" túnfisksalat. T.d. setti ég alltaf smá season all, salt og aromat og veit ég að þeir sem eru ekki mjög vanir í eldhúsinu eru yfirleitt í miklum vandræðum hvað á að setja mikið af hverju.

Uppskriftin sem ég gerði hérna er tvöföld en ég ætla samt að gefa upp uppskriftina einfalda hér neðar.
2 föld uppskrift er alveg ótrúlega mikið magn svo að maður gerir ekki það mikið nema við einstök tækfæri ;) 


Hér eru öll innihaldsefnin... ekki mikið. Alls ekki 

Hellið safanum af túnfisknum og brjótið hann niður með skeið í skálinni

saxið eggin eða notið eggjaskera og blandið við túnfiskinn

Blandið grænmetissósu saman við 

tilbúið ! 


Uppskrift: 

2 egg, harðsoðin 
1/4 laukur, fínt saxaður 
1 dós túnfiskur í vatni 
Grænmetissósa frá E. Finnsson 


Aðferð:
-Sjóðið eggin aðeins áður þar til þau eru harðsoðin... (eða í ca 10-12 mínútur). Kælið og takið skurnina af. 
-Saxið laukinn fínt. Mér finnst alveg nóg að nota 1/4 lauk en aðrir sem eru hrifnir af lauk mega að sjálfsögðu nota meira. Viti ég fyrirfram hvort að fólk sem eigi að fara að borða salatið sé hrifið af lauk set ég 1/2 lauk en ef ég er að fara að mæta með salatið og margir eru að fara að snæða er vissara að vera aðeins meira hófsamur með laukinn. Sumir vilja meira að segja hafa hann grófsaxaðan og finna fyrir laukbitinum og er það alveg sjálfsagt. 
-Hellið af túnfisknum í vaskinn og setjið túnfiskinn í skál með lauknum. Hrærið því saman og brjótið um leið fiskinn niður í litla bita með sleifinni eða skeið á meðan. 
-Bætið söxuðum eggjum saman við. Ég nota 2-3 egg. Í þetta sinn notaði ég 4 stk fyrir tvöfalda uppskrift
-Látið grænmetissósu útí og hrærið saman þar til allt er vel blandað. Það þarf ekki mikið meira en 1/4 - 1/3 af sósunni svo farið varlega og sprautið ekki of miklu til að byrja með því það er erfitt að taka sósuna úr salatinu ef þið látið of mikið. 

Punktar:
Hef prufað að nota sósuna til að gera rækjusalat og það heppnaðist mjög vel.
Salatið er (vegna sósunnar, sem er þynnri en majones) þynnra en maður er kannski vanastur. Það kemur þó ekki niður á því að hægt sé að setja það á kex eða útbúa túnfisksamlokur 



SHARE:

góð kaup

Hef eignast þessa augnskuggapallettu frá The Body Shop (A la Mode) og verð að segja ykkur frá henni þar sem hún er góð kaup og hefur rosalega fallega liti, sérstaklega fyrir djammið... Sá svarti er alveg mattur og hægt að gera rosalegt smoky look með honum auk þess sem að það er hægt að nota hann sem eyeliner með mjóum bursta.  Það er vel hægt að gera dagsförðunarlook með þessum augnskugga líka en bleiki er alveg rosalega fallegur og get ég ímyndað mér að ég eigi eftir að stelast pínu til að nota hann sem kinnalit í sumar

Einnig er svoldið cool hvað litirnir eru mjúkir í áferð, þeir fara ekki í línur á augnlokunum og það er sterkur litur af þeim öllum.
Pensillinn sem fylgir með er með þeim betri sem ég hef fengið með augnskuggasettum og einnig fylgir lítill svartur blýantur með. Hann er þó ansi harður fyrir minn smekk en mjög handhægur

Litirnir eru :
Mattur svartur
perluhvítur
shimmer bleikur
metal grár

3490 kr minnir mig sem er mjög gott verð
Takmarkað magn og kemur aðeins út í vor. ;)




SHARE:

fimmtudagur, 17. mars 2011

Túlípanar

fór um helgina í Blómaval, en þar var túlípanasýning um helgina.
Hef nú engan sérstakan áhuga á túlípönum en ég kaupi þá stundum eiginlega bara af því ég á einhvern "spes" túlípanavasa. jú þeir eru alveg svoldið flottir líka

Ég vissi samt ekki að túlípanar gætu verið jafn flottir og raun bar vitni þarna í Blómaval.

Ég valdi mér 2 búnt til að taka heim og núna 4 dögum seinna eru þeir svo rosalega fallegir eins og sjá má

SHARE:

Hummus


Hummus er arabískur réttur og hans getið í bókmenntum langt aftur í aldir.

Í mið-austurlöndum er rétturinn oftast borðaður sem ídýfa eða álegg ofan á flatbrauð sem svipar til pítu. Einnig er þetta borðað með kjúkling, fisk og fleiri réttum.

Hér á íslandi eru held ég flestir vanir því að  borða þetta ofan á nýbakað brauð eða jafnvel hrökkbrauð.
Sjálfri finnst mér gott að nota þetta sem ídýfu fyrir kex eða gúrkur. Best er þetta ofan á baguette

Nokkrar leiðir er hægt að fara til að útbúa Hummus.
Vanalega hef ég lagt baunir í bleyti yfir nótt og svo soðið þær en í þetta skiptið notaði ég baunir úr dós.
Þetta er alveg skrambi ódýrt, en ein dós kostar aðeins 99 krónur

Hellið safanum af baununum, hann er notaður seinna til að þynna hummusið þegar það er í blandaranum

Öll innihaldsefnin 

Kjúklingabaunir, ólífuolía, Cummin, Hvítlaukur, salt, Tahini og paprikukrydd


ég nota lítinn blandara sem fylgir með töfrasprota-setti. þar áður notaði ég bara blenderinn minn (sem maður notar til að gera smoothies) og það tókst alltaf alveg bærilega. Það þarf þó smá meiri þolinmæði þar sem þá þarf maður að stoppa hann ansi oft og hræra uppí blöndunni. en
ÞAÐ ER SAMT HÆGT :)


Vinsamlegast leiðið hjá ykkur puttafarið
Þetta leit svona út eftir að hafa blandað þessu saman í mixernum í ca 1.5 mínútur 

Borið fram í skál, hellt ólífuolíu yfir og smá papriku til skrauts

Uppskrift:

1 dós kjúklingabaunir (400 gr ef þið sjóðið baunirnar sjálf)
1/4 bolli ólífuolía (ég notaði Extra Virgin af því ég átti ekki venjulega)
1 hvítlauksrif, aðeins kramið áður
1 tsk Cummin
1 tsk salt
1/8 tsk paprika
2 tsk tahini (fæst orðið í öllum búðum. Athugið í heilsuhornið í búðinni)
1-6 msk safi af baununum

Allt sett í mixer og blandað saman í mixer.
Það er ekkert endilega nauðsynlegt að setja safa af baununum útí mixið þegar þið eruð að mixa þetta en ég notaði í þetta skiptið 4 msk. Annars er þetta svoldið þykkt og clumpy.

setjið í skál og hellið smá ólífuolíu yfir og stráið um 1/8 tsk af papriku yfir til skrauts.

-p.s. stundum set ég steinselju útí og er það alveg optional

Enjoy ;)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig