Á endanum ákvað ég að baka klassíska sjónvarpsköku sem ég deili nú með ykkur
Uppskriftin smellpassar í skúffukökuformin með plastlokunum sem fást orðið út um allan bæ og líta meðal annars svona út :
þeytið egg og sykur saman |
sigtið þurrefnin útí |
ég klára vanalega að blanda deigið saman bara svona :) |
þykkt og fínt :) |
brætt smjör og mjólk sett útí |
þunnt og frekar skrítið ? |
Sett í form |
kókosmjölsblandan útbúin |
kakan tekin út þegar hún er tilbúin |
kókosmjölsblöndunni dreift yfir með fingrunum (ef hún er ekki of heit, annars er gott að nota hníf) |
bakað aftur |
Uppskrift:
4 egg
300 gr sykur
1 tsk vanilluextract
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjör
Aðferð:
-Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst, vanilluextract hrært saman við
-Þurrefni sigtuð saman við (nokkuð mikilvægt að vippa fram sigtinu í svona köku) og svo hrært þar til allt er blandað
-Smjör og mjólk er hitað þar til að smjörið fer að bráðna og svo hrært aðeins í svo að það leysist að lokum alveg uppí mjólkinni
-mjólkur og smjörblöndunni hellt út í deigið og hrært þar til allt er vel blandað saman.
-Hellt í vel smurt skúffukökumót (Ath, hér hugsa ég vanalega... SJITT þetta er þunnt deig, en þannig á það að vera)
-Bakað við 180°C í ca 30-40 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út og kakan er farin að losa sig frá hliðunum, hún er þá tekin út og kókosblöndandan er sett ofan á í smá skömmtm og dreift vel út um alla kökuna. Kakan er svo sett aftur inn í 5 mínútur og að lokum tekin út, látin kólna og svo étin með bestu lyst :)
Ofaná kökuna:
100 gr smjör
150 gr kókosmjöl
200 gr púðursykur
1/2 dl mjólk (þarf stundum að bæta aðeins meira við)
Aðferð:
Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 2 mínútur. Sett ofan á kökuna þegar hún er tilbúin og bökuð svo í 5 mínútur lengur
p.s.
Allir ofnar eru mismunandi. Það er því alltaf best að fylgjast vel með kökunum og taka þær frekar út þegar þær eru tilbúnar en ekki hengja sig á tímann sem sagt er að það taki að baka hana.
Að vísu eru allir óöruggir þegar þeir eru að byrja bakstursferilinn að átta sig á því hvenær kakan er tilbúin og hvenær hún þarf að vera 5-10 mín lengur inni.
Almenna reglan er þó sú að komi prjónninn hreinn út, þ.e. ekki með deigklessur á sér og kakan dúar ekki þegar þú bankar ofan á hana + að hún er farin að losa sig frá hliðunum á forminu þá er hún tilbúin.
með kveðju
Ragna