mánudagur, 17. október 2005

Blesspartýið 15. okt!!!

Jæja,
erfitt að skrifa þetta enda rosalega mikið af tilfinningum sem flugu í gegnum mann um helgina, og oft flókið að koma tilfinningum í orð..

Var komin austur svona um hálf 4 leitið og hafði Hugborg fengið far með mér og við kjöftuðum frá okkur ALLT vit á leiðinni! enda langt síðan við höfum hist svona almennilega...

Rétt skaust ég inn heima og afþakkaði kökukaffi sem beið mín hálfpartinn, Fúsi beið mín úti í æfingarhúsi og tókum við síðustu æfinguna í langan tíma, rétt renndum yfir uppáhaldslögin auk þess sem að við æfðum upp "you're beautiful" sem er með James Blunt.

Krakkarnir tóku svo að týnast úr Reykjavík og hentu þau bara dótinu sínu inn í bústað og komu svo til Víkur. Bjöggi, Stebbi og Svenni komu fyrstir og komu í pulsupartý heima... Eiki, Sunneva, Sveppi og Aya komu svo aðeins seinna um kvöldið og byrjuðu þau að drekka um leið og stigið var inn úr hurðinni enda var það planið, og alls ekkert slæmt plan.
Árún og Palli duttu svo inn seinast en þau höfðu verið það sniðug að nýta sér sturtuaðstöðuna í sumarbústaðinum áður en þau komu til Víkur. Ef ég er ekki búin að nefna það þá leigði ég 2 bústaði á Völlum undir Reykjavíkurliðið, ekki gat ég látið þau fara að tjalda, og ég vildi rosalega mikið að þau kæmu svo eitthvað varð að gera.
Skemmtum okkur yfir "þetta var lagið" eða hvað nú sem þetta heitir.
Kl 10 fórum við á kaffið þar sem Fúsi og Einsi voru byrjaðir að stilla upp hljóðkerfinu, ég ákvað að skipta mér sem minnst af því þar sem ég er ekkert alveg rosa flink í þessu þó svo að ég gæti það sjálfsagt sjálf ef þyrfti. fór því frekar að blanda bolluna... eitthvað varð ég að gera við þetta vín all sem ég átti hérna út um allt. tæplega líter af vodka í 2 flöskum, og svo eitthvað meira.
Blandaði því drykk úr vodka, appelsínusafa, grenandine, ferskjusnafs og sprite, setti svo sítrónur og blóðappelsínur útí. kannist þið við uppskriftina?? :)
Bollan kláraðist fljótt og þótti góð, með góðum verkunum.

Byrjuðum að spila um hálf 12. Einsi bassasnillingur var með okkur og er það skemmtileg tilbreyting því að þetta þéttist alveg heilan helling.
fólkið tók vel undir og voru margir komnir fyrir 11. Gaman að sjá flest alla sínu bestu vini vera samankomna. Mjög mikill heiður.

Tóku allir vel undir frá byrjun. ég var líka búin að kaupa fyrir krakka dót til að leika sér með. -Svona Svamp Sveinsson tunguflautur og 2 hawaii hristur svo að helstu aðdáendur gæti tekið þátt af líf og sál. Tók ekki langan tíma þar til Svampur Sveinson var upp í mörgum kjöftum og hristurnar hristar vel allar "í takt".
Tókum hlé kl hálf 1 og reyndi ég að að tala við sem flesta og athuga statusinn. Sumir ölvaðri en aðrir og aðrir meira edrú en hinir. allt samkvæmt áætlun.

Eftir rétt um hálftíma hlé byrjaði ballið aftur og fleiri og fleiri bættust við.

Var Fritz von Blitz sett saman á nýjan leik þegar Krulli mætti með trommusettið sitt og haukur kom á hristuna. var hljómsveitin því orðin 6 manna á tímabili! Fólk dansaði og söng eins og það fengi borgað fyrir það og vissi ég ekki alveg hvernig ég átti að vera. varð hálf klökk undir endann þegar þetta var að verða búið. enda er gaman ða hugsa til þess að þetta fólk er að skemmta sér rosalega vel af því að það er saman komið í blesspartýinu mínu og ég syng !
Eftir eitt rosalegt uppklapp þar sem kofinn skalf tókum við síðasta lagið saman. Hvað er betra en að enda á að syngja : lífið er yndislegt, We are the Champions og Fram á nótt??

Semsagt, síðasta spilerí 2 snafsa er búið og vonandi, vonandi, vonandi ekki það allra síðasta. Bara það síðasta fyrir smá hlé, ég kem nú heim fyrr en varir! :)
Þið eruð sko ekkert laus við mig strax!

Ég ákvað loksins að ég myndi gista í bústaðnum líka, þar sem að ég hafði nú leigt helvítin!

fór heim strax eftir ða kaffihúsið lokaði, það tekur alveg á að syngja svona og skemmta, bæði líkamlega og andlega. ég vildi því bara fara og skilja allt eftir í rosalega góðum minningum. Verst er að halda svona skemmtilegt blesspartý, maður á eftir að sakna fyllibyttnanna svo mikið! :)
Þið verðið bara að koma í heimsókn!! :)

Kjöftuðum lengi í bústaðnum og sofnuðum vært, ég ennþá með smá bros á vörum enda alveg í skýjunum! rosalega leið mér vel.

Vorum ekki að nenna að fara á fætur á sunnudeginum og dróst það alveg endalaust.
tóks samt á endanum og Svenni, Stebbi og Bjöggi drifu sig í bæinn um hálf 4 á meðan ég, Aya, Sveppi, Eiki og Sunneva fórum í sjoppuna í langþráðan "þynnkuborgara" og fórum svo að síga á tjaldstæðinu! mjög gaman það !

Eiki og Sunneva fengu bakteríuna held ég :) og Sveppi brosti í hringi! :)

Semsagt, frábær helgi í alla staði og ég labba ennþá í skýjunum.
Vona að ég geti sett inn myndir sem fyrst, þó svo að ég eigi bara myndir að því þegar ég fór að spila, en Stebbi og Bjöggi vorum vonum framar duglegir að taka myndir á kaffihúsinu og þakka ég þeim kærlega fyrir það!!! Stel kannski nokkrum við tækifæri strákar... :)))
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig