miðvikudagur, 30. júlí 2008

working the nightshift...

já ég var búin að ákveða að blogga í nótt þar sem það er svo langt síðan síðast en einhvernvegin er nóttin bara búin að líða ósköp hratt fyrir framan sjónvarpið á milli þess sem maður stússast og svarar bjöllum. Núna þar sem klukkan er að verða 6 er farið að koma að blóðprufutökum, sýklalyfjagjöfum og lífsmarkamælingum.

Síðasta helgi var æði, hreint út sagt :)
Ég flaug norður seinni partinn á fimmtudaginn, beint eftir vinnu, þar sem að ég hafði fengið alveg fruntalega gott tilboð á flugi fyrir svolitlu síðan, flugið kostaði mig bara 3800 kall.. ég meira að segja athugaði visa reikninginn til að sjá hvort að þetta hefði virkilega verið satt :)
Íris Björk vinkona kom með í flugið til að fá andlegan stuðning en hún er komin í sumarfrí og verður heima í sælunni í einhvern tíma.
Helgin hjá mér og Viðari var ansi plönuð... en ekki hvað, svona þegar ég á í hlut?
Á fimmtudeginum höfðum við það bara ansi kósí og fórum út að borða og svo fengum við okkur Brynjuís :)
Á föstudeginum var Viðar auðvitað að vinna og ég nýtti tímann í að fara í litun hjá Bryndísi(fannst þetta fyndið, sérstaklega þar sem konan var óendanlega lík mömmu) á Hárgreiðslustofu með AVEDA vörum á Akureyri og kíkti síðar til Írisar á pallinn heima hjá mömmu hennar. Veðrið var geeeðveikt og þurfti maður að anda hægt svo að maður svitnaði ekki hratt. Í hádeginu fórum við að borða á Strikinu og borðuðum úti á svölum í góða veðrinu.
Þar sem veðrið var svona gott þá urðum við að nýta sólina 100% og fórum síðar í sund með Diljá litlu hennar írisar og frænku þeirra.

Loksins þegar Viðar var búinn að vinna og allt orðið tilbúið brunuðum við austur á leið og byrjuðum á að fara á tjaldstæðið í Ásbyrgi en þar var allt troðfullt og búið að loka á fleiri farfugla svo að við færðum okkur yfir í Vesturdal sem er aðeins vestar og Hljóðaklettar eru þar. Við sáum sko alls ekki eftir þessari tilfærslu þar sem að náttúran er afar falleg þarna og svo var veðrið ólýsanlega gott. Við grilluðum ekki fyrr en upp úr 10 í kvöldkyrrðinni og hlýunni og skriðum svo í bælið sem var nú ekki alveg það mýksta.
Hitinn í tjaldinu vakti okkur rúmlega 6 morguninn eftir og gátum við lítið sofið eftir það. Enduðum á að hrökklast út úr tjaldinu með teppi og dýnu og leggjast í sólbað því að veðrið var enn betra en deginum áður, þrátt fyrir að það væri svoldið hvasst. Guði sé lof fyrir þetta rok, því að annars hefði verið ólíft. Rokið var líka útlenskt (heitt) svo að þetta var næs :)

Eftir grillun númer 2 lögðum við af stað í 1 1/2 tíma gönguferð um svæðið og skoðuðum Hljóðakletta og Rauðhóla, tókum svo saman tjaldið og rúlluðum okkur á Húsavík þar sem Arnar og Anna, vinir Viðars voru og auk þess stóðu Mærudagar yfir í bænum. Mamma Arnars var svo yndisleg að leyfa okkur að hafa afnot af sturtu og baði og við tjölduðum á túnbletti fyrir neðan húsið, á aðeins sléttara undirlendi en nóttina áður :)
Það sem eftir var af deginum fór í að labba um markaðinn á hafnarbakkanum, kíkja á (lélega) 4x4 sýningu, borða á Sölku, labba um bæinn, fara á kvöldvökuna og einhversstaðar í millibilinu lögðum við okkur (svona þar sem við sváfum ekkert of vel á hólunum nóttina áður).
Ég var voooðalega léleg í öllu djammeríi þó svo að bærinn hafi IÐAÐ af fjöri og böll voru í hverjum hjalli, kom ekki niður heilum bjór og við vorum skriðin ofan í pokana ansi snemma á djamm-mælikvarða :)
´
Á sunnudeginum var mér sópað í 1 árs afmæli hjá dóttur, vini Viðars og endaði kvöldið með því að fara út að borða, borða brynjuís (aftur... skylda) og horfa á DVD...
´
Mánudaginn hoppaði ég heim og fór svo að vinna...
:(

Ég er sem betur fer ða fara aftur norður um helgina..
ég fæ nefnilega besta verslunarmannahelgarfrí sem ég hef nokkurntíman fengið síðan ég byrjaði að vinna á sumarin. Frí föst-lau-sun-mán og kvöldvakt á þrið :) Auðvitað fer ég á eina með öllu og rifja upp gamla takta á dansgólfinu með Eurobandinu ;)
SHARE:

þriðjudagur, 22. júlí 2008

@ Work...

já og best að blogga aðeins áður en ég þarf að mæla BÞ hjá sjúkling í 15 skiptið í kvöld.



Mamma var í bænum í dag og við þræddum helstu verslanir bæði í Kringlunni og Smáralind... Eitthvað var ég ekki hress í dag frekar en í gær og fann mér EKKERT ... :(

Núna sit ég og bölva mér að hafa ekki keypt sápuna og handáburðinn í L'co.... sápubúðinni sem mig er búið að langa í síðan í síðustu viku, og ég sé líka eftir því að hafa ekki keypt nýja Coldplay diskinn.



Helgarplanið er aðeins að skýrast og er stefnan tekin á Húsavík/Ásbyrgi um helgina :) Kíkja á Mærudaga og þetta helsta sem hægt er að gera þarna fyrir norðan. Ég ætla samt ekki að keyra.. ó seisei nei. Ég ætla að taka prinsessuna á þetta og fljúga norður og til baka aftur. Reikna þó með því að við keyrum frá akureyri til Húsavíkur og gistum í tjaldi!

OK !



Ég er Semi-prinsessa :)



xxx

take care
SHARE:

Salsa? happy pill?

Ömurlegur dagur..

var pirruð, upptjúnuð, meyr og ómöguleg...

þar sem að ég er kvenmaður þá hef ég rétt til að hafa svona daga...

reyndi á endanum að redda deginum með því að draga sjálfa mig á hnakka drambinu á Salsa á Sólon (www.salsaiceland.com). svei mér þá nema a mér hafi liðið aðeins betur í smá tíma á meðan þessu stóð... 


SHARE:

laugardagur, 19. júlí 2008

í vinnunni...

á 11-G... svolítið mikið öðruvísi deild en 11-E, bjóst nú að þetta væri smá breyting en þetta er alveg hellings breyting. t.d. eru hérna næstum 10 mannst í varnareinangrun þar sem ónæmiskerfið þeirra er ekkert vegna veikinda og lyfjagjafa. Það stúss allt þekkjum við varla inná 11-E.

Núna er ég búin að segja upp á 11-E og ætla mér ekki að vera áfram með skólanum í vetur eins og ég hafði planað fyrst. aðstæður breytast og eina ástæðan sem ég get gefið er að þær eru persónulegar. Núna ætla ég aðeins að finna hvar ég ætla að verða í vetur að vinna :-)

ég fór á smá skrall í gær og endaði niðrí bæ á Celtic Cross og ellefunni, Kolla átti nebbla afmæli í fyrradag ... :)

jææja

vinna meira...

c ya
SHARE:

fimmtudagur, 17. júlí 2008

eins og fyrsti dagurinn í vinnunni...

Þar sem ég var veik á þriðjudaginn og fríi í gær þá hef ég ekkert verið í vinnnunni síðan síðasta fimmtudag. Málið er að deildirnar 11E og 11-G sameinuðust föstudaginn síðasta og verða þannig að 11-E er inná 11-G næstu 3 vikurnar. 
þetta veldur alveg heljarinnar ruglingi því að sjálfsögðu eru deildirnar ekki spegilmynd af hvor annarri, allt aðrir sjúklingar og ekkert á sama stað. Við erum því í því að rugla saman sjúklingum, finnum ekkert dót og löbbum 1/3ja af tímanum í hringi.  Þetta er svoldið eins og að fara í aðra vinnu og fá enga aðlögun. :) en þetta er bara skemtilegt þó að þetta geti verið afskaplega pirrandi...

"geturðu vigtað sjúklinginn inn á 10:2? "
"já, ekkert mál"
3 mínútum síðar
"HVAR GEYIMIÐI EIGINLEGA VIGTINA?!" 
ég er þessa stundina út á svöluim í langþráðu sólbaði, með svalandi drykk í hönd og hef það svona bara asskti fínt

Theodóra Kolbrún á svo afmæli í dag og óska ég henni til hamingju með að
:)


SHARE:
Ten reasons why you should date a nurse:

1) They can help you get over a hangover or sickness
2) Bedbaths!
3) The uniform
4) They are exposed to so many xrays, its like a form of birth control
5) You willl never need to buy condoms, paracetamol, toothbrushes or any hospital supplies
6) They know how to handle bodily fluids!
7) Nothing shocks a nurse, they have always seen smaller or indeed bigger!
8) They wont be disgusted by your toilet habits
9) They are experienced in manual evacuation when your full of crap
10)They know how to handle the human body!!!!!!!
SHARE:

miðvikudagur, 16. júlí 2008

volla!

mmmmh...
dílíshj

SHARE:

fyrir mataráhugafólk :)

það er alltaf voðalega gaman að fletta matreiðslubókum og láta sig dreyma um hvað maður ætli einhverntíman að baka eða elda... 

það er líka gaman að eyða löngum tíma í að fletta kökubókum þegar maður getur ekki valið hvað manni langar til að baka...

um daginn rakst ég á síðu sem er fullkomin fyrir fólk sem hefur gaman af þessu. 
þessi síða heitir www.tastespotting.com

þeir sem fatta ekki conceptið þá er t.d. til trainspotting og jafnvel planespotting. Þá eru fanatískir áhugamenn um lestar og flugvélar sitjandi við lestateina eða flugvelli með kíkja og fylgist með áhugamálinu sínu, taka myndir, skrifa niður hvað þeir sjá og hvaða tegundir þeir eiga eftir að sjá.. þetta eru sko alvöru nördar. Fínt og flott með það að það er til svona fyrir matarnörda. 

Þarna sendir fólk inn myndir af uppskriftum sem það hefur rekist á á netinu og þú getur síðan klikkað á myndirnar sem leiða þig að uppskriftinni af þessum tiltekna rétti. 
Leitarvélin er líka góð og hægt er að slá inn hvað þú gætir hugsað þér að gera og þá birtast margar margar myndir af girnilegum réttum ... 

oh my god ! þetta er æði ! :) 


er btw núna að baka í 2. sinn upp af þessar síðu. fyrri tilraunin heppnaðist príðarvel og núna er í ofninum sítrónu og bláberja kaka... namm ! 


SHARE:

þriðjudagur, 15. júlí 2008

Myndir frá reunioni

Eru komnar inná ragna.safn.net






SHARE:

gefið ykkur fram.. :)

Hvern þekki ég í Sviss sem skoðar síðuna mína næstum daglega ? 

Er ekki að fatta hver þetta er :D 


SHARE:

hress vs óhress...

gærdaginn tók ég með þrifum á íbúðinni, hátt og lágt og aðallega herbergið hans þráins sem beið þess ekki bætur að hafa mig þar inni í allan vetur að læra.  .  . Ég þvoði meira að segja af sænginni hans jóa og núna er allt orðið spikk og span :) 

Nýja hljómsveitarhúsnæðið er æði fyrir utan bergmálið sem er þar inni og vorum við öll meira og minna heyrnarlaus eftir æfinguna. Tek með mér tappa næst og reynum að finna út úr hvernig best er að hljóðdempa staðinn aðeins. 

skjótt skipast svo veður...
vaknaði í morgun alveg drulluslöpp eftir svefnlitla nótt þar sem á annað hvort skalf eða svitnaði og komin með hausverk og hálsbólgu dauðans... veik um sumar? jább! bingó ! 
druslaðist samt í vinnuna og vældi svo að fá að fara heim þegar ég mældi mig með 38 stiga hita og að vinna með sjúklinga í peniu... (ekkert ónæmiskerfi) 

er því heima í hreinu íbúðinni og hreyfi mig hægt.. :D

til hamingju með afmælin Hildur og Harpa Þöll :)
SHARE:

mánudagur, 14. júlí 2008

jahérna hér... mánudagur strax...

og hér er enn eitt mánudagsbloggið :/

Vikan síðasta hvarf algerlega í erfiðar næturvaktir og svefn svo að ég hef einhverjar afsakanir :) 
Ég og Viðar fórum í bíó að sjá Mamma Mía og henni mæli ég svo sannarlega með :) kannski ekki besta mynd sumarsins en með þeim skemmtilegustu. Langar að sjá þessa aftur sem og Sex and the city.

um helgina var haldið svakalegt reunion hjá '83-'85 árgöngunum í Víkurskóla og fór það fram í HELLIRIGNINGU og roki, tjah, en það er nú svo týpískt að við kipptum okkur ekkert upp við það og enduðum á að troða okkur öll í heitapottinn í sundlauginni.
Um kvöldið hittumst við svo á Ströndinni þar sem við fengum góðar pizzur, verðlaun voru veitt og næsta reunionnefnd kosin. 

Heyriði ... ein spurning
Ekki leynist einhver hérna sem vann 2ja vikna aðgang að silfursporti á Núinu? 
og vill einhver gefa mér hann ? 
Það væri vel þegið :)
sendið bara á ragna (hjá) ragna.is

myndir koma bráðum inn


í kvöld er það svo hljómsveitaræfing á Selfossi í nýja og fína æfingarhúsnæðinu okkar sem er með lazyboy, sófa og bjórkæli ! næææs

kveðja
xxx

SHARE:

mánudagur, 7. júlí 2008

Rapport...


Já, ég er komin heim úr Þórsmörk... 

Ferðin byrjaði í sundi um daginn þegar ég og Ingibjörg vorum að spjalla... hvernig væri nú að fara í stelpu-heilsuferð inn í Þórsmörk. Ég hafði alltaf ætlað að fara þangað á hverju sumri síðan-ég-veit-ekki-hvenær og aldrei farið, núna var því komið að ég hafði ekki farið þangað síðan ég var 7 ára... skömm ! Ingibjörg er auðvitað svo mikill snillingur að hún tók strax vel í þetta og stuttu seinna var það bara ákveðið! Stelpu-Heilsuferð í Þórsmörk 4.-6. júlí :) 

Þar sem við erum hvorugar á jeppum og eigum ekki jeppa-"menn" þá neyddumst við til að taka kynnisferðir uppeftir, sem var nú ekki alslæmt, það sem verra var að við vorum með leiðinlega þungt tjald og kælitösku sem við vorum varla að nenna að ganga með langar vegalengdir ef við kæmumst hjá því, sú ósk var samt frekar langsótt þar sem að rútan sem við tókum gekk bara upp í Húsadal og Bása, sem hefði ekki verið vandamál, nema að för okkar var heitið í LANGADAL... Þá var komið að því að sveifla ljósa hárinu, smjatta á tyggjóinu og blikka rútubílstjórann hann Runólf. Runólfur okkar reddaði svo málunum með því að skutla okkur 2 í Langadal með sérstöku lóðsi frá Skálaverði þar á bæ. 
Þegar við stigum út úr "Einka-rútunni" okkar gullu við mikil óp því að þá voru strákarnir Broddi og Svavar búnir að sjá hvaða prinsessur voru mættar á svæðið :) haha
Okkur var snarlega kippt inn í Kaffi/te og svo sýnt seinna hvar við ættum að tjalda. Tjaldstæðið var sérvalið og að sögn þeirra það besta í bænum, enda var útsýnið alveg frábært og inn í þykkum runnum svo að þarna var hlýtt og skjólgott. 

Á laugardaginn vöknuðum við snemma í miklum hita og eftir morgunverkin og morgunmatinn kíktum við í kaffi til skálavarðanna sem sátu og góndu á hitamælinn. 17°C kl 10 um morgun og það var skráð í sérstaka bók. Hitinn þennan daginn fór síðar í 22°C í forsælu og golu... 

Heilsuferðin þennan daginn fól í sér morgungöngu á Valahnjúk þaðan sem við fórum niður í Húsadal, skoðuðum Sönghelli og Össu, fundum ekki Sóttarhelli og flatmöguðum svo aðeins í Húsadal í sólbaði enda var veðrið alveg frábært ! Gengum við svo aftur yfir í Langadal og höfðum þá farið þennan stórfína hring. Þarna var veðrið SVO gott að við lögðumst aftur í sólbað... Við ákváðum að nýta þennan frábæra trjálund okkar til sólbaðs og afklæddumst flest öllu, en skildum þó einhverjar flíkur eftir svo að þýskir túristar, viltir í skóginum myndu ekki ásækja okkur of mikið. 
Rosalega var mikið af kóngulóm þarna !!!

þegar ég var búin að slá af mér ótal mörg stykki og rísa upp ótal sinnum hoppandi til að hrista þær af mér þá GAFST ÉG UPP... sérstaklega þegar ég stóð upp og það voru 5 kóngulær á dýnunni... nei takk ! sumt er bara too much fyrir mig.  Tókum við því dýnurnar undir hendurnar og töltum í "öllum" fötunum niður að skála skálavarðanna og lögðumst þar á pallinn, PÖDDUFRÍAR. Við biðum svo og vonuðum eftir að skálaverðirnir kæmu og myndu bera á okkur sólarvörn en það fór auðvitað eins og fyrridaginn með þessa karlmenn. Þeim er því miður ekki treystandi með að standa sig með svona hluti :) og erum við því brunnar!!
Ég meina, þarna lágu 2 sjóðandi ljóskur í sólbaði, á PALLINUM hjá þeim og þeir mæta ekki... USS!! hneyksli

en jæja
við jöfnuðum okkur á þessu og skelltum okkur í aðra göngu. Þessi ganga fór líka í hálfgerðan hring þar sem við gengum inn Litlaenda og niður Stóraenda og skoðuðum STEINBOGANN... sem tók samt smá tíma að finna. Með aumar tær og táberg fórum við aftur í tjaldið og reyndum að kveikja upp í einnotagrillinu okkar sem stóð utan á með STÓRUM stöfum "EXPRESS" ... my ass ! Það tók okkur klst að kveikja upp í skrattanum og það með mikilli vinnu, blæstri og kassa-hristi. Uppskera erfiðisins var samt 100% því að hamborgarinn var örugglega einn sá besti sem við höfum smakkað ! hann var líka 100% hollur ;) 

Brenna var síðar haldin um kvöldið sem fuðraði upp í ekki neitt og fáninn sunginn niður... Í Langadal er nefnilega GRÍÐARstór fánastöng með enn stærri fána. Fáninn er 4.0x2.8 metrar og fánastöngin litlir 20 metrar að hæð. En já.. þegar fáninn er dreginn af húni er sungið hástöfum "ísland ögrum skorið" og hann dreginn hægt niður á meðan, síðan er svakaleg athöfn að ganga frá fánanum og ég veit ekki hvað :) skemmtilegt samt

á sunnudaginn vöknuðum við í svipuðum hita og morguninn áður en ekki í sól, skýin hreinsuðu sig af þó bráðlega og gengum við frá í rólegheitum og tókum svo rútuna aftur til baka, Verst er að það tók bara smáá tíma.. úffs.. vorum ekki komin niðrá veg fyrr en að ganga 5 en við lögðum af stað kl 2. Renndum svo inn í bæinn um 7 og höfðum tekið 2 farþega með okkur úr rútunni.

FFFFRRRRRÁÁÁBÆR HELGI ! 

takk Ingibjörg fyrir að dröslast með..

"þetta var æði" 

MYNDIRNAR eru komnar inn HÉR 
SHARE:
Blog Design Created by pipdig