föstudagur, 25. desember 2009
Jólablogg
jólamaturinn klikkaði ekki hjá mömmu í gærkvöldi. Hamborgarhryggur og rjúpur (þær voru BARA fyrir Viðar) og svo auðvitað Sjérrýrjómarönd í eftirmat
gjafirnar voru heldur ekki verri. ég samt réði mér varla fyrir spenning frekar en fyrri ár !
það helsta var
Marimekko viskustykki x2 og pottaleppur
púsluspil
sílíkon mót fyrir pönnukökur og egg x2
Rosendahl kökudiskur
fondue pottur
Matvinnsluvél
2x Damansk og bómullarsatín rúmföt
Aurum hringur (agla)
Konan sem lék sér að eldinum
Svörtuloft
Skunk anansie Greatest hits
Náttföt
Legghlífar
Turistas dvd
Glerengill
Laufabrauðs útskurðarhnífur
20 þús inneignarkort hjá Kaupþingi/Arion
5000 kr í pening
Servéttur
Jólaskraut
Ljósahund
Vettlinga
oh já ég veit !
Matarboð á Hunkubökkum í dag og "smá" kökuboð hérna heima á morgun.. Reykjavík og vinna og svo áramót... Ræktin VERÐUR að komast fyrir einhverntíman þar á milli ...
until next time ..
.
ciao
fimmtudagur, 17. desember 2009
BrauðBlogg
ég hef í svolítinn tíma ætlað að segja ykkur frá bók sem ég pantaði frá Bandaríkjunum um daginn. Ég hef satt að segja geymt það af því að ég veit að það tekur mig langan tíma að segja allt sem ég vil segja um þessa bók ! :)
Það var einhverja andvökunótt í nóvember sem ég ákvað loksins að panta hana og beið spennt fram í miðjan desember eftir henni! (biðin virtist lengri en hún örugglega var)
Bókin heitir The Bread Baker's Apprentice - Mastering the art of extraordinary bread eftir Peter Reinhart.
Peter Reinhart er alveg rosalegur brauðáhugamaður og meira til. Hann kennir nefnilega brauðgerð í Johnson og Wales University (stærsta matargerðarskóla í heimi) og lifir því og hrærist í brauði so to speak. Í bókinni segir hann manni margt um brauðgerð, vísindum bakvið hana og vill ólmur kenna manni eins og hann kennir nemendum sínum og gera mann að Artisan Braðgerðarmanni! (artisan: a worker in a skilled trade, esp one that involves making things by hand) ég er til !!! :)
Þetta er ekki einföld uppskriftabók. óóó nei. um 1/3 af bókinni er skrifaður af Peter og talar hann um vísindi bak við hveiti, hvernig hveiti byggist upp, sögu brauða, ger, ýmsar aðferðir við brauðgerð, hvernig eigi að baka brauð og hvernig eigi að mæla hráefni.
Samkvæmt því sem hann segir þá byggist gott brauð að mestu leiti uppá hlutfalli (í prósentum) raka á móti annarra þurra efna. já. seriously ! og manni er kennt að reikna þetta út, spennandi, þó að ég held að ég fari bara frekar eftir nákvæmum uppskriftum hans en búi ekki til mínar eigin.
Ég hef alltaf verið ótrúlega góð í að búa til brauð og einhver hefur sagt að ég "hafi þetta í mér". Eftir að hafa lesið það þá held ég að það sé ekki alveg þannig þar sem að þetta eru heljarinnar vísindi. Málið er að fara EFTIR UPPSKRIFTUNUM ! Svo er það að búa til gott eða frábært brauð ekki það að hræra einhverju saman með sleif og síðan skella því í form og inní ofn. Nei. Peter Reinhart segir brauðgerð vera í 12 stigum. uuu já. þetta er ekkert sem maður á að gera á korteri. :-O ekki til að búa til brauð af þeim gæðum sem Peter vill að maður geri. Ég hef mikið lesið af uppskriftum og bókum um ýmsar matargerðir en aldrei hef ég áður heyrt af "poolish" eða "biga"
Hvorugtveggja er for-gerjun á gerinu. Með því að að nota svona "deig" út í deig segir Peter að þannig verði til "superior" brauð.
Í bókinni má síðan finna hvernig maður gerir sitt eigið súrdeig (one day I'll make my own!) og fjöldinn allur af klassískum uppskriftum er þarna eins og Baguette, Ciabatta, snúðar, hátíðarbrauð, Focaccia, Stollen, Keiser bollur, Pantonette og og og !!!
Ég veit að það eru ekki allir til í að fara ofan í svona mikil vísindi við það eitt að kunna að baka góð, bakarís brauð. en það er ég og ég get ekki beðið eftir að prufa mig áfram með uppskrifir úr bókinni
Fyrsta uppskriftin var prófuð í dag, var búin að ákveða að það yrði fyrsta brauðið svona fyrst það eru alveg að koma jól.. svo að í dag eyddi ég næstum 5 tímum í að búa til 2 stk af Stollen og líður svo vel með útkomuna að Gestgjafinn má dauðskammast sín fyrir Stollen brauðið sem þau sýna í síðustu útgáfu sinni! ;)
Ég fjalla um hvernig það fór fram síðar ;)
Það sem Amazon hefur að segja um bókina er:
kv
Ragna
mánudagur, 30. nóvember 2009
Foodblogs
Það er orðið þannig að ef ég fæ hugmynd að einhverju sem mig langar til að baka eða elda þá leita ég á matarbloggum að uppskriftum og les svo í gegnum hvernig matarbloggaranum gekk að elda, hvaða trix hann notaði, hvað hann ætlar að gera öðruvisi ef hann eldar eða bakar þetta aftur og enn frekast hvernig honum líkaði við loka afurðina. Með svona bloggum tengist maður matnum betur og ég fæ ennþá meira út úr því að elda hann og baka...
Ég hef örugglega deilt með ykkur uppáhalds matarbloggaranum mínum en það er Joy the Baker. Nýlega fann ég aðra konu sem bloggar og kallar sig Bakerella... áhugavert nafn :) þegar ég fór að skoða gamla pósta frá henni fann ég að þar var hvorki meira né minna eitt stykki bónorð á síðunni. Sjáið póstinn hérna!
lesið svo um það hérna hvernig allt umstangið fór fram í kringum bónorðið..
Næst á tilraunalistanum er að gera svona köku-sleikjóa eða cake pops... verst er að ég hef ALDREI séð sleikjópinna prik til sölu einhversstaðar... Það er annað hvort að panta þau frá US eða setja Viðari það starf að fara að borða svoldið mikið af sleikjóum...
þangað til næst
Prófstress-Ragna
föstudagur, 20. nóvember 2009
jæja...
ætla samt ekki að væla, enda engin ástæða, ég leita að hamingju ætla að hefja upp raddir og rækta mitt geð, hætta væli og veseni neita, þá veröldin brosir og allir með :)
Þema dagsins er :
Hætt'essu væli!
...
fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Kökukeppni slysó
...en niðurstaðan varð svo að lokum þessi
föstudagur, 6. nóvember 2009
mánudagur, 2. nóvember 2009
Upcoming...
svo að ég ætla að lofa bloggi í þessari viku í staðinn. Everybody happy ? ? :)
þriðjudagur, 13. október 2009
Rómantísk ljóð ?
sunnudagur, 11. október 2009
Afmæli Jóa
Fyrr um daginn hafði ég þó líka sungið í skírn í Guðríðarkirkju í afskaplega fallegri athöfn. Svo var henst heim og hellt upp á kaffi áður en hersingin kom.
miðvikudagur, 23. september 2009
HA HA HA !!
Styrktarsala!!!!
Frí heimsending er á öllum þessum vörum! :)
Pantanir fara fram í gegnum póstinn minn eða með skilaboðum á Facebook.
WC pappír hvítur, tveggja laga. Rúllan er 200 blaða, 24 metrar að lengd og í ballanum eru 48 rúllur (8x6)
WC MAXI hvítur, tveggja laga. Rúllan er 380 blaða, 44 metrar að lengd og 40 rúllur eru í balla (8x5)
Lúxus WC pappír hvítur, þriggja laga hágæða pappír. Rúllan er 250 blaða, 30 metrar að lengd og 36 rúllur eru í balla (6x6)
Eldhúspappír hvítur. Rúllan er rúmlega 11 metra löng og 24 rúllur eru í balla
Bílaþrennan: hreinsiklútar fyrir bílinn að innan og utan. Pakkinn inniheldur þrjá bauka. Einn er fyrir bílinn að utan, annar fyrir bílinn að innan og sá þriðji er fyrir gler og spegla. Góðir pakkar í bílinn og endist vel.
BIG WIPES: (1 stk) Þrífur og sótthreinsar hendur, verkfæri og yfirborð. Bakteríudrepandi og því hentugar til þrifa. Sótthreinsa betur en flest fljótandi hreinsiefni. Ekki þarf að nota sápu eða vatn. Þurrkurnar eru frábærar á mælaborðið í bílnum og skilja eftir ferska lykt. Þær eru handhægar á verkstæðinu eða í bílskúrnum. Taka burt erfiða bletti eftir olíu, málningu o.fl. Stærð 20x30 cm og 1 stk dunkur 80 þurrkur eru í honum. Lokið bauknum eftir notkun.
Lakkrís 500 gr, mjúkur og bragðmikill Appollolakkrís frá Góu.
Heimilispakki: Uppþvottabursti, Uppþvottalögur, Uppþvottahanskar Afþurrkunarklútar, Töfrasvampar
Kveðja
Ragna Björg
mánudagur, 21. september 2009
Skjöldur, forvarnarfélag Hjúkrunarnema HÍ
miðvikudagur, 16. september 2009
Söngur og bústaður
mánudagur, 14. september 2009
Sushi night !!!
föstudagur, 11. september 2009
í trylltum transa
þriðjudagur, 8. september 2009
Öldrunarhúmor
Minnkuð heyrn
Maður á sjötugsaldri var að ræða við Lárus heimilislækni sinn um eitt og annað sem tengdist heilsu farinu. Áður en maðurinn bjó sig til brottfarar sagði hann: "Lárus, ég held að konan mín sé að verða heyrnarlaus."
"Það ætti ekki að verða neitt stórmál að komast að því," sagði Lárus læknir. "Þú gætir prófað heyrnina hennar með því að standa í nokkurri fjarlægð og spyrja hana að einhverju. Ef hún svarar ekki færir þú þig ögn nær henni og endurtekur spurninguna. Haltu þessu svo áfram alveg þangað til hún svarar og þannig getur þú áttað þig nokkurn veginn á því hvað hún heyrir illa."
Þegar heim var komið ákvað maðurinn að láta reyna á snjallræði læknisins. Hann opnar dyrnar og segir: "Hvað er í matinn, elskan mín?" Hann heyrir ekkert svar og færir sig nær. "Hvað er í matinn, elskan mín?" Ekkert svar í það skiptið heldur. Hann endurtekur þetta nokkrum sinnum þar til hann stendur örfá skref frá henni. Þá loks heyrir hann hana segja: "Í ellefta skipti, það eru kjötbollur í matinn."
Mikill asi
Kona æddi inn, gekk rakleitt að miðaldra manni og sagði: "Læknir, það er eitthvað að mér en ég veit ekki hvað það er."
Maðurinn renndi höndunum niður í vasann á tweedjakkanum og virti konuna fyrir sér. "Fyrir það fyrsta ertu vel í holdum. Í öðru lagi notarðu alltof sterkan augnskugga og svo ertu með sláandi andremmu. Og eitt enn "
"Hvað þá?" spurði konan agndofa.
"Og sennilega er eitthvað að sjóninni hjá þér því þú ert stödd í bókabúð."
Versnandi heilsa
Ung kona hringdi í lækninn. "Góðan daginn, ég hringi út af Óskari frænda. Hann heldur að hann sé veikur."
"Sólveig mín, hafðu ekki áhyggjur af Óskari frænda þínum. Ég skoðaði hann í gær og get fullvissað þig um að það er allt í lagi með hann."
Daginn eftir hringdi konan á ný. "Það er Óskar frændi aftur," sagði hún.
"Heldur hann kannski ennþá að hann sé veikur?" spurði læknirinn.
"Nei, nú heldur hann að hann sé dauður."
Einn tregur
Læknirinn sagði við Lalla: "Þú átt að taka þrjár fullar teskeiðar af þessu lyfi eftir hverja máltíð."
"En ég á bara tvær teskeiðar," sagði Lalli.
"Allt í lagi," sagði læknirinn. "Við skulum reyna annað í staðinn. Ég læt þig frekar hafa kröftug hylki. Taktu eitt hylki þrisvar á dag."
"Allt í lagi," sagði Lalli, "en hvernig get ég tekið hylkið oftar en einu sinni?"
Heimahjúkrun
Það var sumar og Sumarliði hafði ekki tölu á öllum hjúkrunarfræðingunum sem höfðu vitjað hans frá því hann kom af sjúkrahúsinu, enda sumarafleysingar í fullum gangi. Hjúkrunarfræðingarnir komu til hans á hverjum degi til að skipta um umbúðir á sárum sem hann var með á mjöðm og bringu. Um sex vikum eftir heimkomuna birtist enn ein ný manneskja á tröppunum með möppu í hendi og axlartösku. "Gjörðu svo vel og komdu inn fyrir," kallaði maðurinn. Síðan staulaðist hann á fætur og gekk við hækjur inn í svefnherbergið þar sem hann bjó sig undir enn ein umbúðaskiptin. Hann leysti niður um sig buxurnar í augsýn konunnar og sagði:
"Hvort viltu byrja á mjöðminni eða bringunni?"
Manninum til nokkurrar undrunar svaraði konan engu. Þegar hann leit upp sá hann augu hennar standa á stilkum og hún stamaði: "Ég ætlaði nú bara að athuga hvort það mætti ekki bjóða þér að kaupa heimilistryggingu."
Morgunverkin
Benjamín gamli mætti á stofuna til Lúðvíks læknis, en þeir höfðu þekkst í áratugi. "Hvernig líður þér að vera níutíu ára gamall?" spurði læknirinn.
"Ekki sem verst, ekki sem verst," sagði Benjamín, "og ég þakka það ákveðnu lífsmunstri sem ég hef tileinkað mér á hverjum morgni."
"Segðu mér aðeins meira því það gæti hugsanlega gagnast einhverjum hinna sjúklinganna minna," sagði Lúðvík læknir.
"Þegar ég vakna á morgnana kemur heimilis hjálpin með svart kaffi og Moggann til mín í rúmið. Ég drekk kaffið meðan ég les blaðið. Og síðan," sagði gamli maðurinn, "ef ég sé ekki nafnið mitt í dánartilkynningunum, fer ég á fætur."
mánudagur, 7. september 2009
Réttarhelgin
Loksins komu réttir.
miðvikudagur, 2. september 2009
mistery solved !
"The presence of a single transverse palmar crease can be, but is not always, a symptom associated with abnormal medical conditions, such as Fetal alcohol syndrome, or with genetic chromosomal abnormalities, including Down syndrome (chromosome 21), cri du chat syndrome (chromosome 5),Noonan syndrome (chromosome 12), Patau syndrome (chromosome 13), Edward's syndrome (chromosome 18), and Aarskog-Scott syndrome (X-linked recessive). Bilateral or unilateral single palmar creases are also associated with aberrations on chromosome 9[4]. Also sometimes found on hand of affected side of patients with Poland Syndrome.
Males are twice as likely as females to have this condition, and it tends to run in families. In its non-symptomatic form, it is more common among Asians and native Americans than among other populations, and in some families there is a tendency to inherit the condition unilaterally, that is, on one hand only."
Aðallega er þetta tengt við Down's. Já, ég hef nú oft verið talin mongólítaleg ! :) En ég veit nú ekki um neina litningagalla í mér . . . væri nú gaman að fara að fara að komast að því svona mjög bráðlega ef svo er :)
lófalesturinn fyrir simian line er líka skemmtilegur
"The simian line may be visualized as an agent responsible for sudden and radical adjustments in an individual’s attitudes, behavior, lifestyle, values, goals, ambitions, and, indeed, identity. Similarly, these radical adjustments may become manifest as new careers in areas these people may never before have considered. The individual, in this instance, may renounce a sound, secure, and long-standing career to devote himself, or herself, to a lifestyle which may be virtually a planet apart from anything hitherto associated with this person. Leaving everything familiar behind them these people may have felt compelled to fit themselves into their new skins, as it were. It is nothing which must necessarily respond to reason or logic inasmuch as this person would invariably attempt, and with much seeming conviction, to prove otherwise. As noted earlier, however, these dramatic developments do not always transpire. They would best be regarded as the exception rather than the rule... as a possibility and not as an inevitable expression of the simian line. Again, it is the “pressure” manifest as chronic, if low-keyed, unrest and general psychical discomfort which would best be the focus of the therapist’s attentions."
þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Söngur
föstudagur, 14. ágúst 2009
9 mánuðir !!!!
mánudagur, 10. ágúst 2009
BAGGU!!
flottir pokar