föstudagur, 25. desember 2009

Jólablogg

VÁ... jólin hafa verið rosaleg. gjafirnar beyond crazy og góður matur.
jólamaturinn klikkaði ekki hjá mömmu í gærkvöldi. Hamborgarhryggur og rjúpur (þær voru BARA fyrir Viðar)  og svo auðvitað Sjérrýrjómarönd í eftirmat
gjafirnar voru heldur ekki verri. ég samt réði mér varla fyrir spenning frekar en fyrri ár !

það helsta var

Marimekko viskustykki x2 og pottaleppur
púsluspil
sílíkon mót fyrir pönnukökur og egg x2
Rosendahl kökudiskur
fondue pottur
Matvinnsluvél
2x Damansk og bómullarsatín rúmföt
Aurum hringur (agla)
Konan sem lék sér að eldinum
Svörtuloft
Skunk anansie Greatest hits
Náttföt
Legghlífar
Turistas dvd
Glerengill
Laufabrauðs útskurðarhnífur
20 þús inneignarkort hjá Kaupþingi/Arion
5000 kr í pening
Servéttur
Jólaskraut
Ljósahund
Vettlinga

oh já ég veit !

Matarboð á Hunkubökkum í dag og "smá" kökuboð hérna heima á morgun.. Reykjavík og vinna og svo áramót... Ræktin VERÐUR að komast fyrir einhverntíman þar á milli ...

until next time ..
.
ciao
SHARE:

fimmtudagur, 17. desember 2009

BrauðBlogg

Jæja

ég hef í svolítinn tíma ætlað að segja ykkur frá bók sem ég pantaði frá Bandaríkjunum um daginn. Ég hef satt að segja geymt það af því að ég veit að það tekur mig langan tíma að segja allt sem ég vil segja um þessa bók ! :)

Það var einhverja andvökunótt í nóvember sem ég ákvað loksins að panta hana og beið spennt fram í miðjan desember eftir henni! (biðin virtist lengri en hún örugglega var)

Bókin heitir The Bread Baker's Apprentice - Mastering the art of extraordinary bread eftir Peter Reinhart.
Peter Reinhart er alveg rosalegur brauðáhugamaður og meira til. Hann kennir nefnilega brauðgerð í Johnson og Wales University (stærsta matargerðarskóla í heimi)  og lifir því og hrærist í brauði so to speak. Í bókinni segir hann manni margt um brauðgerð, vísindum bakvið hana  og vill ólmur kenna manni eins og hann kennir nemendum sínum og gera mann að Artisan Braðgerðarmanni! (artisan: a worker in a skilled trade, esp one that involves making things by hand) ég er til !!! :) 

Þetta er ekki einföld uppskriftabók. óóó nei. um 1/3 af bókinni er skrifaður af Peter og talar hann um vísindi bak við hveiti, hvernig hveiti byggist upp, sögu brauða, ger, ýmsar aðferðir við brauðgerð, hvernig eigi að baka brauð og hvernig eigi að mæla hráefni.
Samkvæmt því sem hann segir þá byggist gott brauð að mestu leiti uppá hlutfalli (í prósentum) raka á móti annarra þurra efna. já. seriously ! og manni er kennt að reikna þetta út, spennandi, þó að ég held að ég fari bara frekar eftir nákvæmum uppskriftum hans en búi ekki til mínar eigin.

Ég hef alltaf verið ótrúlega góð í að búa til brauð og einhver hefur sagt að ég "hafi þetta í mér". Eftir að hafa lesið það þá held ég að það sé ekki alveg þannig þar sem að þetta eru heljarinnar vísindi. Málið er að fara EFTIR UPPSKRIFTUNUM !  Svo er það að búa til gott eða frábært brauð ekki það að hræra einhverju saman með sleif og síðan skella því í form og inní ofn. Nei. Peter Reinhart segir brauðgerð vera í 12 stigum. uuu já. þetta er ekkert sem maður á að gera á korteri. :-O ekki til að búa til brauð af þeim gæðum sem Peter vill að maður geri. Ég hef mikið lesið af uppskriftum og bókum um ýmsar matargerðir en aldrei hef ég áður heyrt af "poolish" eða "biga"

Hvorugtveggja er for-gerjun á gerinu. Með því að að nota svona "deig" út í deig segir Peter að þannig verði til "superior" brauð.

Í bókinni má síðan finna hvernig maður gerir sitt eigið súrdeig (one day I'll make my own!) og fjöldinn allur af klassískum uppskriftum er þarna eins og Baguette, Ciabatta, snúðar, hátíðarbrauð, Focaccia, Stollen, Keiser bollur, Pantonette og og og !!!
Ég veit að það eru ekki allir til í að fara ofan í svona mikil vísindi við það eitt að kunna að baka góð, bakarís brauð. en það er ég og ég get ekki beðið eftir að prufa mig áfram með uppskrifir úr bókinni
Fyrsta uppskriftin var prófuð í dag, var búin að ákveða að það yrði fyrsta brauðið svona fyrst það eru alveg að koma jól.. svo að í dag eyddi ég næstum 5 tímum í að búa til 2 stk af Stollen  og líður svo vel með útkomuna að Gestgjafinn má dauðskammast sín fyrir Stollen brauðið sem þau sýna í síðustu útgáfu sinni! ;)

Ég fjalla um hvernig það fór fram síðar ;)

Það sem Amazon hefur að segja um bókina er:

"A bread baker, like any true artisan or craftsman, must have the power to control outcomes," says Peter Reinhart, author of The Bread Baker's Apprentice. "Mastery comes with practice." As in many arts, you must know and understand the rules before you can break them. Reinhart encourages you to learn the science of bread making, but to never forget that vision and experimentation, not formulas, make transcendent loaves. The Bread Baker's Apprentice is broken into three sections. The first is an amusing tale of Reinhart's visit to France and his discovery of pain à l'ancienne, a cold-fermented baguette. The second section comprises a tutorial of bread-making basics and Reinhart's "Twelve Stages of Bread." And finally, the recipes: Ciabatta, Pane Siciliano, Potato Rosemary Bread, New York Deli Rye, Kaiser Rolls, and Brioche, to name a few. All recipes include bread profiles and ingredient percentages. Reimagined for modern bakers, these mouthwatering classic recipes are bound to inspire. --Dana Van Nest

kv
Ragna
SHARE:

mánudagur, 30. nóvember 2009

Foodblogs

Ég er með óstjórnandi áhuga á matarbloggum eða foodblogs...
Það er orðið þannig að ef ég fæ hugmynd að einhverju sem mig langar til að baka eða elda þá leita ég á matarbloggum að uppskriftum og les svo í gegnum hvernig matarbloggaranum gekk að elda, hvaða trix hann notaði, hvað hann ætlar að gera öðruvisi ef hann eldar eða bakar þetta aftur og enn frekast hvernig honum líkaði við loka afurðina. Með svona bloggum tengist maður matnum betur og ég fæ ennþá meira út úr því að elda hann og baka...

Ég hef örugglega deilt með ykkur uppáhalds matarbloggaranum mínum en það er Joy the Baker. Nýlega fann ég aðra konu sem bloggar og kallar sig Bakerella... áhugavert nafn :) þegar ég fór að skoða gamla pósta frá henni fann ég að þar var hvorki meira né minna eitt stykki bónorð á síðunni. Sjáið póstinn hérna!

lesið svo um það hérna hvernig allt umstangið fór fram í kringum bónorðið..

Næst á tilraunalistanum er að gera svona köku-sleikjóa eða cake pops... verst er að ég hef ALDREI séð sleikjópinna prik til sölu einhversstaðar... Það er annað hvort að panta þau frá US eða setja Viðari það starf að fara að borða svoldið mikið af sleikjóum...

þangað til næst

Prófstress-Ragna
SHARE:

sunnudagur, 22. nóvember 2009

oh, af hverju á maður ekki svona

Teppi með ermum ! þvílíka snilldin !

SHARE:

föstudagur, 20. nóvember 2009

jæja...

búið að stela íþróttaskónum mínum..

ætla samt ekki að væla, enda engin ástæða, ég leita að hamingju ætla að hefja upp raddir og rækta mitt geð, hætta væli og veseni neita, þá veröldin brosir og allir með :)

Þema dagsins er :


Hætt'essu væli! 


...
SHARE:

fimmtudagur, 19. nóvember 2009

Kökukeppni slysó

Ákvað að taka þátt þar sem ég hef óstjórnlega gaman af því gera kökur og tilhugsunin um að gera köku með þemað "SLYS" var afar freistandi :)

Ég braut reyndar heilann lengi um hvað ég ætti að gera þar sem það er mér ansi erfitt að baka köku sem endar sem slys og varð ég að fara aðeins meira artistic leið að útkomunni


...en niðurstaðan varð svo að lokum þessi






TADAAAAAAH ! :)



Hjúpurinn er gerður úr hvítum sykurfondant (eins og er á brúðartertum)
og þeir sem eru að velta fyrir sér hvernig kakan er undir smjörkreminu og hjúpnum þá er hún svona






enjoy
SHARE:

föstudagur, 6. nóvember 2009

mánudagur, 2. nóvember 2009

Upcoming...

Var að spá í að koma með góða afsökun fyrir bloggleysi en there isn't one

svo að ég ætla að lofa bloggi í þessari viku í staðinn. Everybody happy ? ? :)
SHARE:

þriðjudagur, 13. október 2009

Rómantísk ljóð ?


1.
My darling, my lover, my beautiful wife:
Marrying you has screwed up my life.
2.
I see your face when I am dreaming.
That's why I always wake up screaming.
3.
Kind, intelligent, loving and hot;
This describes everything you are not.
4.
Love may be beautiful, love may be bliss,
But I only slept with you 'cause I was pissed.
5.
I thought that I could love no other
-- that is until I met your brother.
6.
Roses are red, violets are blue, sugar is sweet, and so are you.
But the roses are wilting, the violets are dead, the sugar bowl's empty and so is your head.
7.
I want to feel your sweet embrace;
But don't take that paper bag off your face.
8.
I love your smile, your face, and your eyes
Damn, I'm good at telling lies!
9.
My love, you take my breath away.
What have you stepped in to smell this way?
10..
My feelings for you no words can tell,
Except for maybe 'Go to hell.'
11.
What inspired this amorous rhyme?
Two parts vodka, one part lime.
SHARE:

sunnudagur, 11. október 2009

Afmæli Jóa

smá óvænt afmæliskaffi þar sem ég bauð nokkrum sem höfðu verið að taka niður Októberfest tjaldið í kaffi í tilefni afmælisdagsins auk þess sem Dagga frænka og Siggi kíktu líka.
Fyrr um daginn hafði ég þó líka sungið í skírn í Guðríðarkirkju í afskaplega fallegri athöfn. Svo var henst heim og hellt upp á kaffi áður en hersingin kom.




Allir í afmæliskaffinu.... Pönnsur og rjómakaka... alvöru stöff !


Svo ætla ég að henda hérna inn link á Love shine a light útsetningunni okkar sem við Ljósin í Bænum sungum síðustu helgi í Kórakeppninni á Regnbogahátíðinni í Vík.
Þetta tókst alveg merkilega vel og erum alveg drullu stolt af okkur.





SHARE:

miðvikudagur, 23. september 2009

HA HA HA !!

Good times..
Hafiði séð Sveppa minn sem Sveppi gaf mér í Oxford?

Þarna eru 3 sveppar í einu stykki Fiat Punto... Það eru engar ýkjur að segja að þetta séu STÓRIR bangsar! Get ennþá glott þegar ég hugsa til okkar þar sem við gengum langan veg frá Toys'r'us með þessi flykki á háhest en ég skil það vel að Sveppi hafi ekki staðist freistinguna. 3 fyrir 2 á 60 pund ! spottprís alveg ! :)




SHARE:

Styrktarsala!!!!

Þá er komið að því að ég ætla að bjóða ykkur vörur til sölu til styrktar útskriftarferð Hjúkrunarfræðideildar vorið 2010. Metnaðurinn hjá okkur er mikill og markið sett hátt og á að reyna að fara til Taílands þrátt fyrir litla peninga í hversmanns vösum og dýru flugi. Þess vegna væri ég mjög þakklát ef þið spöruðuð ykkur ferðirnar í Bónus að kaupa klósettpappír næstu mánuðina og kaupið af mér í staðinn ódýrari pappír í magnpakkningum. :) 
Frí heimsending er á öllum þessum vörum! :)  
Pantanir fara fram í gegnum póstinn minn eða með skilaboðum á Facebook.  


WC pappír hvítur, tveggja laga. Rúllan er 200 blaða, 24 metrar að lengd og í ballanum eru 48 rúllur (8x6)
2500 kr


WC MAXI hvítur, tveggja laga. Rúllan er 380 blaða, 44 metrar að lengd og 40 rúllur eru í balla (8x5)


3500 kr


Lúxus WC pappír hvítur, þriggja laga hágæða pappír. Rúllan er 250 blaða, 30 metrar að lengd og 36 rúllur eru í balla (6x6)
3500 kr




Eldhúspappír hvítur. Rúllan er rúmlega 11 metra löng og 24 rúllur eru í balla
2500 kr


Bílaþrennan: hreinsiklútar fyrir bílinn að innan og utan. Pakkinn inniheldur þrjá bauka. Einn er fyrir bílinn að utan, annar fyrir bílinn að innan og sá þriðji er fyrir gler og spegla. Góðir pakkar í bílinn og endist vel.

2500 kr





BIG WIPES: (1 stk) Þrífur og sótthreinsar hendur, verkfæri og yfirborð. Bakteríudrepandi og því hentugar til þrifa. Sótthreinsa betur en flest fljótandi hreinsiefni. Ekki þarf að nota sápu eða vatn. Þurrkurnar eru frábærar á mælaborðið í bílnum og skilja eftir ferska lykt. Þær eru handhægar á verkstæðinu eða í bílskúrnum. Taka burt erfiða bletti eftir olíu, málningu o.fl. Stærð 20x30 cm og 1 stk dunkur 80 þurrkur eru í honum. Lokið bauknum eftir notkun.
2000 kr


Lakkrís 500 gr, mjúkur og bragðmikill Appollolakkrís frá Góu.
1000 kr



Heimilispakki: Uppþvottabursti, Uppþvottalögur, Uppþvottahanskar Afþurrkunarklútar, Töfrasvampar  

2200 kr


Fínt væri ef sem flestar pantanir berist fyrir 25. september þar sem að þann dag munu vörurnar verða pantaðar svo að þið mynduð fá þetta sem fyrst. Pantanir verða þó af og til fram á vor svo þið eigið sjálfsagt eftir að fá önnur mail með áminningum :)




Kveðja
Ragna Björg


SHARE:

mánudagur, 21. september 2009

Skjöldur, forvarnarfélag Hjúkrunarnema HÍ



Æsispennandi, æðisleg, fræðandi, fjörug og upplýsandi ferð var haldin á vegum Skjaldar, forvarnarfélags Hjúkrunarfræðinema við HÍ um síðustu helgi.
Forsaga ferðarinnar er sú að í byrjun annar kom Brynja Örlygsdóttir kennari okkar með meðlimum Skjaldar í tíma og kynnti okkur þá hugmynd að við sem 4. árs nemar gætum tekið þátt í forvarnarverkefninu og það yrði metið inn sem 4 einingar eða kæmi inn sem Valáfangi á 4. ári. Þáttaka okkar í verkefninu yrði að fara í vinnubúðir í eina helgi sem færi fram 18.-20. september í Brekkuskógi, gist yrði í sumarbústöðum og alla helgina færu fram fyrirlestrar, hugmyndavinna, æfingar og kennsla. Að lokum yrði afraksturinn notaður í forvarnarfræðslu í 2 framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu, MH og Kvennó þar sem 2-3 nemar færu inn í tíma hjá 1. annar nemum í Lífsleikni og okkar umræðuefni væri Sjálfsmynd, hvað hún væri, hverju hún tengdist, hvað hefði áhrif á hana og á hvað jákvæð sjálfsmynd hefði áhrif á.

32 nemar skráðu sig til leiks ásamt 4 kennurum við Hjúkrunarfræðideildina sem í hugsjón gáfu alla sína vinnu.

Strax á föstudagskvöldinu fór  fram fyrsta hópvinnan okkar þar sem við töluðum saman um styrkleika okkar og fyrirmyndir og bjuggum til grunninn að umræðum helgarinnar.

Allir bústaðirnir voru með heitan pott sér við hlið svo að að sjálfsögðu var okkar prufaður strax um kvöldið með köldum bjór í hönd og var farið frekar seint að sofa þar sem ég, Eva og Harpa kjöftuðum frá okkur nóttina til kl 04. Þrátt fyrir að Óli Lokbrá hafi verið seint á ferð var ræs (í boði Lóu) kl 07 og eftir morgunmat var skyldumæting í Sóleyjaræfingar fyrir utan miðstöðina með aðstoð Þóreyjar. Hressandi í kuldanum og sólinni og kom blóðinu á hreyfingu og ekki veitti af... ! allan daginn vorum við þurrausin af hugmyndum og þurftum að tjá okkur alveg frá innstu hjartarrótum í æfingum og pælingum á meðan uppbyggileg fræðsla átti sér stað. Dagurinn endaði á kennslufræðifyrirlestri og hvernig  við sæjum fyrir okkur að byggja kennslustundina upp.

Ég skráði mig svo í  7 manna hópinn sem kemur að því að "skrifa" grind og uppskrift af fræðslunni sem verður svo kynnt og æfð fyrir restina af hópnum.

Grill var tendrað fyrir hópinn og örlítil kvöldvaka haldin áður en farið var í bústaðarpartý og pottapartý og farið enn seinna að sofa en kvöldið áður (ég, Harpa og Kolla amk).

Vegna lítils svefns var ansi þreytt lið á sunnudagsmorgninum sem mætti til leiks kl 09 og allir meira og minna eftir sig eftir daginn mikla deginum áður.

Dagskrá var lokið kl 12 og fóru allir í sína bústaði, gengu frá og fóru heim á leið.

ALVEG ROSALEGA góð helgi að baki, mikið hlegið, grafið í tilfinningum, lært nýja hluti, spennandi nýsköpun í fullum gangi og frábært fólk með í för.

Hér eru nokkrar myndir sem þið getið skoðað en restina má finna á nýju SMUGMUG síðunni minni sem má finna HÉR

Mánudagurinn var víst svipaður hjá flestum... Hef það eftir heimildum að ANSI margir hafi verið það eftir sig eftir helgina að mæting var fremur dræm í tíma dagsins og kúrðu margir fram eftir morgni og höfðu það að orði að þeir muni ekki eftir því hvenær þeir hefðu orðið svona þreyttir síðast!







Nú hlakkar öllum til að fara og vera með fræðsluna fyrir unglingana :)
SHARE:

miðvikudagur, 16. september 2009

Söngur og bústaður

Nóg að gera þessa dagana í söng og félagslífi.

Söfnun til styrktar Taílandsferð útskriftarárgangs Hjúkrunarfræðideildar árið 2010 er að fara í gang von bráðar og verið því tilbúin að þurfa að láta dynja á ykkur tilboðum um ódýran klósettpappír, nammi og fleira ! :)

Í kvöld er ferðinni heitið á Selfoss þar sem kóræfing verður haldin fyrir kórakeppnina sem haldin verður 3. október og atriðin okkar eru FRÁBÆR!!! (mikið leyndarmál er hvaða kórar keppa og hvaða lög verða valin svo að þið verðið að mæta í íþróttahúsið í Vík 3. okt)

fimmtudag og föstudag byrjar svo Complete vocal technique hjá Heru Björk og vikan verður svo toppuð með Bústaðarferð með 35 öðrum hjúkkunemum á 4. ári þar sem farið verður í vinnubúðir og fræðslu í tengslum við SKJÖLD forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema. Þessi ferð, ásamt einhverri fræðslu í framhaldsskólum mun svo hala okkur inn 4 einingum.
Bjór og sundföt verða að sjálfsögðu tekin með í ferðina ;)

Að lokum langar mig að mæla með Basil&Lime á Klapparstíg. Ótrúlega góður matur, fer ALDREI aftur á Hornið. Svo knúsaði ég auðvitað Viðar fyrir að bjóða mér út að borða á svona góðan stað... :)
SHARE:

mánudagur, 14. september 2009

Sushi night !!!

Loksins loksins... Þorði ég að gera sushi sjálf. Skil ekki af hverju ég dró þetta svona lengi. Þetta tókst geðveikt vel, grjónin voru mjög "sticky" og allt límdist vel saman og rúllurnar voru mjög þéttar. Þakka samt youtube fyrir hjálpina 








SHARE:

föstudagur, 11. september 2009

í trylltum transa

Hlustaði á nýjasta disk Muse í dag... já eða í allan dag eftir að ég kom heim úr Kringluferð með Þorbjörgu og eitt verð ég að segja. FJÁRI ERU ÞEIR GÓÐIR ! 


tvö uppáhalds lögin mín so far eru 
Unnatural selection : minnir mig skemmtilega á köflum á Stockholm syndrome og svei mér þá ef það er ekki örlítill System of a down hljómur í þeim stundum 


I belong to you 
snilldar lag og tvinnað er inní það eldgömlu frönsku lagi (Mon Coeur S'ouvre A Ta Voix) sem vanalega er sungið sem ópera. 

SHARE:

þriðjudagur, 8. september 2009

Öldrunarhúmor

Já ég mun seint viðurkenna að öldrunarhjúkrun sé ALVEG my thing þó að hún sé ekkert alslæm en þessir brandarar eru my thing þrátt  fyrir það ! 

(já hvað finnur maður ekki við heimildarleit! ? )


Minnkuð heyrn
Maður á sjötugsaldri var að ræða við Lárus heimilislækni sinn um eitt og annað sem tengdist heilsu farinu. Áður en maðurinn bjó sig til brottfarar sagði hann: "Lárus, ég held að konan mín sé að verða heyrnarlaus."

"Það ætti ekki að verða neitt stórmál að komast að því," sagði Lárus læknir. "Þú gætir prófað heyrnina hennar með því að standa í nokkurri fjarlægð og spyrja hana að einhverju. Ef hún svarar ekki færir þú þig ögn nær henni og endurtekur spurninguna. Haltu þessu svo áfram alveg þangað til hún svarar og þannig getur þú áttað þig nokkurn veginn á því hvað hún heyrir illa."

Þegar heim var komið ákvað maðurinn að láta reyna á snjallræði læknisins. Hann opnar dyrnar og segir: "Hvað er í matinn, elskan mín?" Hann heyrir ekkert svar og færir sig nær. "Hvað er í matinn, elskan mín?" Ekkert svar í það skiptið heldur. Hann endurtekur þetta nokkrum sinnum þar til hann stendur örfá skref frá henni. Þá loks heyrir hann hana segja: "Í ellefta skipti, það eru kjötbollur í matinn."

Mikill asi
Kona æddi inn, gekk rakleitt að miðaldra manni og sagði: "Læknir, það er eitthvað að mér en ég veit ekki hvað það er."

Maðurinn renndi höndunum niður í vasann á tweedjakkanum og virti konuna fyrir sér. "Fyrir það fyrsta ertu vel í holdum. Í öðru lagi notarðu alltof sterkan augnskugga og svo ertu með sláandi andremmu. Og eitt enn "

"Hvað þá?" spurði konan agndofa.

"Og sennilega er eitthvað að sjóninni hjá þér því þú ert stödd í bókabúð."

Versnandi heilsa
Ung kona hringdi í lækninn. "Góðan daginn, ég hringi út af Óskari frænda. Hann heldur að hann sé veikur."

"Sólveig mín, hafðu ekki áhyggjur af Óskari frænda þínum. Ég skoðaði hann í gær og get fullvissað þig um að það er allt í lagi með hann."

Daginn eftir hringdi konan á ný. "Það er Óskar frændi aftur," sagði hún.

"Heldur hann kannski ennþá að hann sé veikur?" spurði læknirinn.

"Nei, nú heldur hann að hann sé dauður."

Einn tregur
Læknirinn sagði við Lalla: "Þú átt að taka þrjár fullar teskeiðar af þessu lyfi eftir hverja máltíð."

"En ég á bara tvær teskeiðar," sagði Lalli.

"Allt í lagi," sagði læknirinn. "Við skulum reyna annað í staðinn. Ég læt þig frekar hafa kröftug hylki. Taktu eitt hylki þrisvar á dag."

"Allt í lagi," sagði Lalli, "en hvernig get ég tekið hylkið oftar en einu sinni?"

Heimahjúkrun
Það var sumar og Sumarliði hafði ekki tölu á öllum hjúkrunarfræðingunum sem höfðu vitjað hans frá því hann kom af sjúkrahúsinu, enda sumarafleysingar í fullum gangi. Hjúkrunarfræðingarnir komu til hans á hverjum degi til að skipta um umbúðir á sárum sem hann var með á mjöðm og bringu. Um sex vikum eftir heimkomuna birtist enn ein ný manneskja á tröppunum með möppu í hendi og axlartösku. "Gjörðu svo vel og komdu inn fyrir," kallaði maðurinn. Síðan staulaðist hann á fætur og gekk við hækjur inn í svefnherbergið þar sem hann bjó sig undir enn ein umbúðaskiptin. Hann leysti niður um sig buxurnar í augsýn konunnar og sagði:

"Hvort viltu byrja á mjöðminni eða bringunni?"

Manninum til nokkurrar undrunar svaraði konan engu. Þegar hann leit upp sá hann augu hennar standa á stilkum og hún stamaði: "Ég ætlaði nú bara að athuga hvort það mætti ekki bjóða þér að kaupa heimilistryggingu."

Morgunverkin
Benjamín gamli mætti á stofuna til Lúðvíks læknis, en þeir höfðu þekkst í áratugi. "Hvernig líður þér að vera níutíu ára gamall?" spurði læknirinn.

"Ekki sem verst, ekki sem verst," sagði Benjamín, "og ég þakka það ákveðnu lífsmunstri sem ég hef tileinkað mér á hverjum morgni."

"Segðu mér aðeins meira því það gæti hugsanlega gagnast einhverjum hinna sjúklinganna minna," sagði Lúðvík læknir.

"Þegar ég vakna á morgnana kemur heimilis hjálpin með svart kaffi og Moggann til mín í rúmið. Ég drekk kaffið meðan ég les blaðið. Og síðan," sagði gamli maðurinn, "ef ég sé ekki nafnið mitt í dánartilkynningunum, fer ég á fætur."
SHARE:

mánudagur, 7. september 2009

Réttarhelgin



feðgar að hjálpast að 


réttarkaffi


Loksins komu réttir. 

Réttirnar sem ég fer í árlega eru nokkurnvegin hliðina á Hunkubökkum, sveitinni minni og árlega safnast þarna saman ótrúlegur fjöldi fólks og nokkurskonar ættarmót fer fram.  Ég hafði í tíma tryggt mér gestaherbergið hjá ömmu og afa eins og síðustu árin svo að það var vitað mál að það færi vel um okkur um helgina. Þetta árið komu Viðar og Arnar Smári með, báðir mjög spenntir yfir þessu öllu saman enda hvorugir kinda/smölunar/rétta -vanir og hafði ég gaman af því að reyna að útskýra þetta fyrir þeim. Viðar var nú ekki að trúa að þarna yrðu þúsundir kinda. Ég veit eiginlega ekki hvort að hann sé nokkuð farinn að trúa því ennþá. 

Föstudaginn byrjaði ég jú á skóla eins og vanalega, fór svo á fiskmarkaðinn í hádeginu og fékk mér Sushi (þetta sushi craving gæti endað með ósköpum bráðum) og svo fór ég í langþráða Vísindaferð. oh alltaf jafn gaman :)
Við komust ekki austur fyrr en mjög seint á föstudeginum og vorum ekki komin til ömmu og afa fyrr en rétt fyrir miðnætti, rétt til þess að fá okkur smá mjólk og kökur fyrir svefninn (úps) og svo var lagt sig fyrir réttir.
Réttirnar byrjuðu um 8 en við vorum komin rétt fyrir 9 og það rigndi nú svoldið mikið á okkur sem var synd, það er svo rosalega gaman ef það er gott veður. 

Mamma tók sig til og fór með strákana hring um réttina og sýndi þeim hvernig ætti að fara og smala inn og hvaða mörk við ættum að finna til að draga kindur. Viðari fannst þetta mesta fjör og dró fjöldann allan af kindum á meðan Arnar Smári fylgdist spenntur með. Ég hugsaði að Viðar væri örugglega búinn að draga minn kvóta af kindum og sleppti aumum puttum og marblettum á lærum í þetta skiptið. :)

Eftir réttir var farið í kjötsúpuveislu til Björgvins og Bjarkar þar sem ekkert dugir minna til en nota potta af stærri gerðinni. 

Arnar Smári eignaðist góðan vin þarna svo að við gamla fólkið gátum lagt okkur í nokkrar mínútur yfir daginn fyrir réttarballið sem var svo síðar um kvöldið. Vinirnir 2 fengu leyfi fyrir sleepover í fellihýsinu og voru ekki lítið spenntir. Viðar og ég fórum út í ferðaþjónustu í fyrirpartý og gítarsöng áður en haldið var á ball. Ballið var gott en hefði verið betra hefði ekki verið rukkað 2500 inn (og enginn posi). Gott og vel fyrir sálar- eða papaball en fyrir hljómsveit sem á ekki lög á topplistum eða söluháar plötur, tjah, eða plötur yfir höfuð þá finnst mér 2500 of mikið og 1500 nóg.

Sunnudagurinn var afskaplega góður. Morgunmatur í boði ömmu og afa og svo rennt í bæinn. Strákurinn flaug norður seinni partinn og við áttum æðislegt kvöld skötuhjúin... :) kúrað og knúsað, eldaður geðveikur matur og enduðum svo kvöldið á Inglorious Basterds. 

allt í allt...

nokkuð góð helgi bara :) 
SHARE:

miðvikudagur, 2. september 2009

mistery solved !


í vinstri hendinni er ég ekki með þessa týpísku hjartalínu og hina línuna sem ég man nú ekki hvað heitir... neibb. ég er með eina línu sem liggur þvert yfir. Oft hef ég spáð í hvaða fötlun þetta sé nú og lærði þetta loksins í gær.

þetta heitir SIMIAN LINE  ! jabb... í alvöru, þetta heitir eitthvað. 

skv Wikipedia er þetta

"The presence of a single transverse palmar crease can be, but is not always, a symptom associated with abnormal medical conditions, such as Fetal alcohol syndrome, or with genetic chromosomal abnormalities, including Down syndrome (chromosome 21), cri du chat syndrome (chromosome 5),Noonan syndrome (chromosome 12), Patau syndrome (chromosome 13), Edward's syndrome (chromosome 18), and Aarskog-Scott syndrome (X-linked recessive). Bilateral or unilateral single palmar creases are also associated with aberrations on chromosome 9[4]. Also sometimes found on hand of affected side of patients with Poland Syndrome.

Males are twice as likely as females to have this condition, and it tends to run in families. In its non-symptomatic form, it is more common among Asians and native Americans than among other populations, and in some families there is a tendency to inherit the condition unilaterally, that is, on one hand only."


Aðallega er þetta tengt við Down's. Já, ég hef nú oft verið talin mongólítaleg ! :) En ég veit nú ekki um neina litningagalla í mér . . . væri nú gaman að fara að fara að komast að því svona mjög bráðlega ef svo er :) 


lófalesturinn fyrir simian line er líka skemmtilegur


"The simian line may be visualized as an agent responsible for sudden and radical adjustments in an individual’s attitudes, behavior, lifestyle, values, goals, ambitions, and, indeed, identity. Similarly, these radical adjustments may become manifest as new careers in areas these people may never before have considered. The individual, in this instance, may renounce a sound, secure, and long-standing career to devote himself, or herself, to a lifestyle which may be virtually a planet apart from anything hitherto associated with this person. Leaving everything familiar behind them these people may have felt compelled to fit themselves into their new skins, as it were. It is nothing which must necessarily respond to reason or logic inasmuch as this person would invariably attempt, and with much seeming conviction, to prove otherwise. As noted earlier, however, these dramatic developments do not always transpire. They would best be regarded as the exception rather than the rule... as a possibility and not as an inevitable expression of the simian line. Again, it is the “pressure” manifest as chronic, if low-keyed, unrest and general psychical discomfort which would best be the focus of the therapist’s attentions."

SHARE:

þriðjudagur, 18. ágúst 2009

Söngur

Stundum er EKKERT að gera hjá mér í söngnum og svo aðra stundina er helling að gera. Ekki kannski á tónlistarmannakvarða en sem áhugamanni þá er stundum svoldið að gera. 

Næst á dagskrá er 1. kóræfing fyrir kórakeppni sem verður haldin 4. eða 5. október í Vík. Þemað verður Eurovisionlög og það verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að koma út. Stífar æfingar verða þangað til, í Vík, Selfossi og Reykjavík.

Eftir það þá er stefnan að syngja í veislunni í brúðkaupi Ingvars og Eygló (jeij) og Ég og Hjördís syngjum saman lagið Lucky sem verið er að spila á Bylgjunni og Rás 2 þessa dagana undir fyrsta dansinum þeirra.

ef þið munið ekki hvaða lag þetta er þá er það þetta 
Fúsi spilar svo (að sjálfsögðu) undir

Ég varð svo því miður að afþakka boð um að spila gigg 5. september en þá eru einmitt RÉTTIR í sveitinni með tilheyrandi réttarballi þó að það sé nú ekki ákveðið að fara á það ennþá. 

Það stærsta sem er samt að fara í gang er að ég hef LOKSINS ákveðið að tíma því að fjárfesta aðeins í röddinni minni og ætla að fara á 3ja mánaða námskeið í Complete vocal tækninni hjá Heru Björk og hefst það í lok september. Hlakka ekkert SMÁ til þess :)

Vika í að skólinn byrjar aftur og ég er ekkert farin að hugsa um bækur enda nýbúin að ganga frá skólagögnum síðustu annar.  Síðasti dagur sumarvinnunnar var í dag og mér þakkað fyrir gott starf. Ég verð þó ekki lengi frá þar sem ég verð þarna áfram í 20% vinnu, aðra hverja helgi. 

nóg af mér í dag

kv
Ragna
SHARE:

föstudagur, 14. ágúst 2009

9 mánuðir !!!!

já, það eru 9 mánuðir í einu af þessum stundum lífs míns sem eiga eftir að skipta mig miklu máli. 

Ég ætla að vona að ég útskrifist sem hjúkrunarfræðingur næsta júní og eftir það þá mun ég ekki kynna mig sem "Ragna hjúkrunarfræðinemi". Það er farið að verða svoldið leiðinlegt, sérstaklega þegar það er orðið svona stutt í endann :). Sjúklingar gera sér ekki grein fyrir (auðvitað) á hvaða ári maður er og yfirlýsingar eins og "það er mjög erfitt að stinga mig" koma ósjaldan. Hrósið er líka mikið þegar maður tekur blóðprufur með annarri með NaCl í hinni. "Ég fann bara eiginlega ekkert fyrir þessu" kemur þá.  Ég svara nú stunudum að ég hafi gert þetta nokkrum sinnum kannski 7x þennan dag. 

Lokaverkefnahöfuðverkurinn kemur örugglega bráðum en ég er búin að finna nemanda til að skrifa með mér  verkefnið. Það verður 12 þúsund orð sem gerir 12 eininga verkefni. 
Eina hugmyndin sem er komin að verkefninu er að það verði eitthvað Bráðamiðað.

kveðja
Ragna
SHARE:

mánudagur, 10. ágúst 2009

BAGGU!!

Just love them




flottir pokar

skoðið síðuna (þið verðið eiginlega að kíkja, það eru til svo margar tegundir)  www.baggubag.com

Tekið af síðunni þeirra : 

ABOUT THE COMPANY
BAGGU is a small team of designers, and entrepreneurs, founded on the principle that good design should be functional, beautiful and affordable. Our goal is to make basic products that fill lots of uses, not just one, so you can own less stuff. 

We believe in bright colors, high style, quality materials, and economy of use. 
We love BAGGU, and hope you will too.

ABOUT THE BAG
Based on the form of the iconic plastic grocery bag, a BAGGU does the same job without harming the environment.

Because reusable bags only reduce waste when you use them, we made BAGGU light weight, so it's easy to keep with you for an unexpected errand, and so beautiful you’ll actually want to carry it. Using one BAGGU for one year replaces 300 to 700 disposable bags.

Changing our own shopping habits is one small thing we can do to make a difference. 
Be Good and Reuse.
SHARE:

bloggþörf...

já, hún er komin aftur, amk þessa stundina. 

Það er margt í fréttum. Slysólífið er mest megnis fjör og stundum aðeins og mikið fjör. :) en einn daginn verð ég orðin stór og dugleg slysóhjúkka með pacemakerinn, lyfjakokteila, arteríulínur, hraðdæluna og fleira upp á 110%

Ég er búin að ferðast helling í sumar. Síðast í gær var ég að koma af Fiskideginum Mikla á Dalvík sem var alveg ótrúlega gaman í alla staði. 
Viðar átti afmæli síðastliðinn fimmtudag og fyllti þá orðið þrjá tugi. Hann fagnaði áfanganum með því að bjóða nokkrum hérna í Rvk í mat á miðvikudeginum og svo var aðal afmælið á laugardaginn þar sem hann bauð fullt af fólki í grill á Dalvík. Mamma og Pabbi voru svo yndisleg að koma og hjálpa til og grilluðu þau ofan í allt liðið og sáu um að henda upp lýsingu, hiturum og hella uppá kaffi í liðið. 

Ég gaf Viðari sérmerkta LEEDS treyju, pantaða frá UK, season '09-'10 auk þess sem að ég gaf honum framhaldsnámskeið í golfi. 
Viðar fékk svo stærsta drauminn í afmælisgjöf. Hann fékk fullt af peningum sem hann er búinn að ganga frá í umslag og ætlar  að fara fyrir þá á fótboltaleik í Englandi. Það alveg ískrar í honum þegar hann talar um hvað honum hlakki til svo að ég þakka ykkur fyrir að hjálpa til með að láta hann fá þessa gjöf sem var svo sannarlega aðeins of stór fyrir mig að gefa. Hann fer þó amk brosandi í LEEDS treyjunni sinni :)


myndir eru á facebook

Jú við fórum víst líka á Flúðir um versló og færðum okkur svo yfir til Úthlíðar á laugardeginum þar sem við fengum nóg af mold og roki á Flúðum. Mattý og Egill voru með okkur auk vina Egils sem voru bara með á föstudeginum. Helgin var í heildina litið alveg rosalega góð og sérstaklega laugardagskvöldið þar sem sátum og spiluðum í tjaldinu þeirra Mattýar og Egils í hita og drukkum bjór. Við komumst ekki einu sinni á Dalton ballið sem var ofar í brekkunni þrátt fyrir að vera á gestalista. Það var kannski alveg ágætt. við (Ég) tókum vel á því á ÁMS balli í útlaganum á föstudeginum.

Annars er lítið að frétta, mér líður rosalega vel og er hamingjusöm kona :) Þó svo að Viðar minn sé orðinn 30 ára þá skiptir það ekki máli :D hann er minn !! :)
SHARE:

mánudagur, 27. júlí 2009

fimmtudagur, 23. júlí 2009

heeeey

Helsta iðja mín þessa dagana er að hnerra og sjúga upp í nefið. Ekki er það ofnæmi. Neibb. Fyrsta kvefið síðan þarsíðasta vetur. haha. já og jahérna, ég er hissa sjálf. 

Ekki er þetta svínaflensa þó að það hafi hvarflað að mér að fara á slysó með 2ja vikna sögu um slappleika, hálsbólgu og kvef og halda því fram að ég hafi heilsað útlendingi og sé pottþétt komin með svínaflensuna... hahaha.. (múhaha) gott að hafa smá húmor fyrir þessari svínaflensu sem annar hver maður á eftir að fá hvort eð er. Trúlega best að fá hana sem fyrst þá. 

Ég er búin að hvolfa sólarhringnum við enda er frekar erfitt að snúa sólarhringnum yfir á næturtíma og svo aftur á dagtíma 5x á 2 vikum. Verð á næturvöktum um helgina á Slysó, fæ svo 2 daga í frí og svo aftur á næturvaktir. 8 næturvaktir í röð á 3 vikum. sjitt. 

þakka guði fyrir bjartar nætur á sumrin (þó svo að það sé farið að skyggja svoldið óhugnanlega frá 1-3)

Fer ekki á þjóðhátíð. og viðar nennir ekki að hlusta á snöktið í mér þegar ég heyri eyjalög. 
Nýjasta hugmyndin fyrir Versló (og alls ekki sú versta) er að fara á Flúðir. Tjah, já af hverju ekki bara ! :)
Býð bara eftir almennilegri dagskrá en veit að þar verður traktóratorfæra og furðubátakeppni

hver er með ? 


SHARE:

föstudagur, 10. júlí 2009

blogg...

ég ætla að hamra eitthvað hérna inn áður en það fer að líða vandræðalega langt á milli blogga. 

Síðustu helgi þaut ég á Akranes og eyddi helginni á Írskum dögum. Alger snilld. Byrjaði föstudaginn með götugrilli þar sem snæddur var humar í forrétt og síðar kjúklingur og enn síðar slatti af bjór. Ég og Katrín fór um á Mörkina sem er ennþá eini aðal pöbbinn á Akranesi og skemmtum okkur alveg skemmtilega vel við að dansa við DJ Swingmaster (haha) 

Þó svo að það hafi verið smá bjór í hægri hluta heilahvels meiri hluta laugardagsins höfðum við okkur útí göngutúr og kíktum á mannlífið og markaðinn í íþróttahúsinu með Mömmu katrínar, Ásídsi og Þóri Ísak brosbolta. 
Sem betur fer lögðum við okkur aaaðeins áður en haldið var í grillveislu nr 2 um helgina en hún var haldið heima hjá Sibbu, vinkonu hennar Katrínar og var veislan ekkert  síðri en frá kvöldinu áður. Seint og síðar meir eftir skot,hvítvín og bjór var blandað í flöskur og farið á Lopapeysuna sem er ball sem er haldið í RISAstórri skemmu og flest allir mæta í lopapeysum. Utan um húsið er vel stórt afgirt svæði með bar-tjöldum og einu uppblásnu tjaldi/kúlu með DJ sem spilaði allan tímann. Á ballinu sjálfu komu svo fram Ego, Raggi Bjarna og að lokum Sálin. Húsið var troðið en ekki samt "troðið" og allir skemmtu sér vel langt fram á morgun :) 

þessi helgi fer í næturvaktir á Slysó. vona ég af öllu hjarta að ég eigi ekki eftir að sjá ykkur þar ;)
SHARE:

mánudagur, 29. júní 2009

Bíldudals Grænar

Látrabjarg


Á leið á kvöldskemmtunina á laugardeginum



Feðgar á kvöldskemmtun...


jæja

Förinni þessa helgina var heitið Vestur á firði þar sem bæjarhátíðin Bíldudals Grænar var haldin (auðvitað á Bíldudal).
Við lögðum af stað í fyrra fallinu á fimmtudeginum, sem betur fer, þar sem að það er löng ferð að keyra til Bíldudals... (úff)! Vegagerðin hefur ekki komist með malbikunarvélarnar sínar á nema hluta vegakaflanna frá Búðardal svo að förin var farin eftir holóttum vegum og í ryki. Rétt norðan við Búðardal hittum við á Mömmu og Pabba sem voru búin að vera á viku ferðalagi og við ætluðum öll á Bíldudal. Ég á engin sérstök tengsl við Bíldudal nema þá að langafi minn er grafinn þarna og bjó þarna í einhver á með seinni konu sinni. Fyrir ferðina höfðum við verið stressuð um veðrið þar sem að allar veðurspár sýndu 20°hita um allt land nema á Vestfjörðum þar sem spáði Rigningu á laugardeginum og sunnudeginum. Á fimmtudeginum leit veðurspáin samt betur út en alla vikuna og við ákváðum að slá á það og taka áhættuna. Mamma og pabbi væru þá með fellihýsi ef of blautt yrði á okkur. 

Við vorum ekki komin á Bíldudal fyrr en upp úr 8 á fimmtudagskvöldinu og við reyndum að finna okkur tjaldstæði. Ákváðum að lokum að tjalda hjá íþróttahúsinu og hituðum pulsur í kvöldmatinn. Sólin skein fallega á fjörðinn og fjöllin á móti okkur en bærinn sjálfur var kominn í skugga. 

Föstudagurinn vakti okkur með heitu tjaldi og við skriðum út og borðuðum morgunmat í sólinni. Dagurinn fór síðan í sólböð og stutta göngutúra um svæðið. Laugardagurinn var svosem svipaður þar sem við eyddum deginum á Bíldudal, tókum þátt í hátíðarhöldunum og lágum í sólbaði inná milli. Heim á leið keyrðum við svo á sunnudeginum, mjög ánægð með frábæra helgi og "renndum" við á Látrabjargi á heimleiðinni. 
Leiðir skildu svo á Búðardal þar sem ég fór með foreldrunum til Reykjavíkur og aftur til vinnu á meðan Arnar og Viðar fóru norður í seinni vikuna þeirra í sumarfríi saman. 

Eitt fannst okkur svoldið merkilegt um helgina og örlítið pirrandi. Þjónustuviðleitni Vestfirðinga var ekki að fá háa einkunn hjá okkur. í fyrsta lagi var leiðinlegasta kerling veraldar sem vann í íþróttahúsinu sem rukkaði 320 krónur fyrir að fara í sturtu og hún afhausaði þá sem fóru óvart inn á skónum. Fyrir utan íþróttahúsið var svo heitur pottur sem sturtugestum var frjálst að nota en þessi pottur var svo heilagur í augum starfsfólksins að í hvert sinn sem einhver fór uppúr pottinum var rokið til og breitt yfir hann dúk (eins og er settur yfir sundlaugar á næturnar). Mér finnst það nú afskaplega mikill óþarfi þegar það er 20°C hiti úti... ;) Kerlingin leiðinlega var samt örugglega montnasta skuringarkona í heimi og hún átti þarna svo merkilega stöðu sem klefavörður og rukkari að hún sat með uppásnúið trýni allan daginn og skipaði fólki að gera hitt og þetta með fýlusvip og hortugheita tón og það var ekki sjéns að semja við kellinguna.. óóó nei. 

Fyrst var öllum á tjaldstæðinu bannað að nota klósettið innan íþróttahússins og var eina klósettaðstaðan á tjaldstæðinu því plastkamrar og hvergi var rennandi vatn. Eftir að margir höfðu talað við kerlinguna fengu gestir tjaldstæðisins að nota klósettið. en svarið var samt fyrst "þetta er ekki SKIPULAGT(!) tjaldstæði og kamrarnir eru það eina sem þið fáið að nota" Þarna kom fyrsti punkturinn í ruglinu. Við erum á bæjarhátíð, tjöldum hliðina á skilti sem segir "Tjaldvagnar/fellihýsi" og við fáum ekki vatn. Jæja, það voru 40 lítrar af vatni í fellihýsinu svo að við komumst í það að bursta tennurnar og þvo hendurnar úr öðru en vatni úr plastkamrinum... :) 

annað áfall fékk ég þegar ég fór í EINU Sjoppuna í bænum. Vissuð þið að það er engin búð/kaupfélag/sjoppa á Búðardal? ? ? (!) nóp.. ekki ein! allir í bænum keyra hálftíma leið til Patreksfjarðar til að kaupa nauðsynjar. Í fyrstu fannst okkur það ekki hræðileg tilhugsun en þegar við keyrðum svo veginn á sunnudaginn þá liggur hann yfir 2 heiðar, snarbrattur og í beygjum og bugðum ÞÓ SVO að Bílddælingar lofsami það að vegurinn sé malbikaður... haha.. well... það ættu líka flestir vegir að vera það finnst mér.

Til þess að mæta neyðaruppákomum selur Café Vegamót, smá kaffihús þarna mjólk og jógúrt svo að enginn sveltu heilu hungri á Bíldudal. En áfallið já... ég fékk 10 klaka í poka og einn "Stínubjór" fyrir bjórinn borgaði ég 650 kr sem mér fannst ágætt verð en fyrir klakana borgaði ég 150 kr. eftir að hafa labbað í burtu frá Vegamótum snéri ég við og spurði stelpuna hvort að henni fyndist nú ekki helst til mikið að rukka 150 krónur fyrir 10 klaka!! ég fékk þá 100 kall til baka (victory) og flipp flappaði í sandölunum aftur í tjaldið og sá fyrir mér kalt hvítvín :) 

síðasta þjónustuólundin varð uppvís á Patreksfirði þegar við vorum á leiðinni heim. á skilti hjá bensíndælunum var auglýstur ostborgari, sósa, franskar og kók á 1090. Ég pantaði 2 tilboð og benti á skiltið auk einnar pulsu. Fyrir þetta borgaði ég og hélt að ég fengi kókið með borgurunum. Sé ég svo að viðar er að kaupa kók því að kellan sagði að það fylgdi ekki kók með. Hann gafst of fljótt upp við að pexa við konuna og keypti sér kók þó svo að hann hefði bent henni á tilboðið úti á stétt en hún sagði að það væri ekki lengur í gildi. Ég fór því og talaði við konuna og benti henni á að ef að tilboðið hangi ennþá uppi þá sé það ennþá í gildi og hún með snúð á svip sagði okkur að taka kók úr kælinum sjálf. Eftir það þá sást konan rogast með níðþungt skiltið úr augsýn.. :) haha 

Annars vorum við ekki þau einu sem lentum í þessari þjónustuólund Vestfirðinga svo að ég held að þetta sé ekki einsdæmi :) Bíldudalur þarf einfaldlega að læra að taka á móti gestum og læra að umgangast þá :) Og patró amk að læra að auglýsa ekki útrunnin tilboð :)

Veðrið á sunnudeginum var best yfir alla dagana og ég verð að viðurkenna að ég væri svosem til í að hafa smá sól í Rvk í dag. Sumarfríið mitt er búið og ég fer að vinna á morgun :)  
SHARE:

föstudagur, 26. júní 2009

miðvikudagur, 24. júní 2009

such a nice week

Eyddi síðustu helgi með frændfólki Viðars á Húnavöllum (rétt hjá Blönduósi) og ég var svo sannarlega tekin vel inní ættina. Alveg flemmi gaman og við sváfum í hvalnum mínum (tjaldinu) þó svo að það hafi verið svoldið kalt á föstudeginum en til eru góðir svefnpokar og sofið var þétt... 

Alla þessa viku (+ síðustu helgi) og næstu er Viðar með Arnar Smára sinn og erum við búin að bralla saman helling og þeir 2 enn meira... í dag fórum við t.d. og prufuðum nýju sundlaugina á Álftanesinu og voru þeir frændurnir Arnar Smári og Stefán Örn titrandi af spenning yfir að fara í STÆRSTU rennibraut á ÍSLANDI. Öldulaugin var alveg rosaleg ! :)

kl 6 keyrðum við í Elliðarárdalinn, nánar tiltekið Indíánagil þar sem Leikhópurinn Lotta  var að sýna leikritið "Rauðhetta". Við sátum þarna 4 á pikknikk teppi, borðuðum smá nesti og kúrðum okkur inní annað teppi í sólinni og góða veðrinu og hlógum af vitleysingjunum Grísunum, Rebba og fleirum. 

Á morgun er ferðinni heitið á Vestfirði og hitta mömmu og pabba sem við ætlum að eyða helginni með og kíkja á fjölskylduhátíðina "Bíldudals Grænar" á Bíldudal og jafnvel kíkja á langa-lang-afa ?


SHARE:
Blog Design Created by pipdig