mánudagur, 19. desember 2005

helgar rapport

jæja, þá er ein snilldar helgin liðin..

Eins og ég skrifaði á föst þá fór ég til London..
Ég fór svo til Oxford á laugardaginn og var komin þangað um hálf 2. Strákarnir voru ennþá á einhverri skólakynningu í einhverjum kvikmyndaskóla svo að ég afrekaði það að villast rétta leið niðrí miðbæ... finna bílastæðahús og verslunargötu.. jei. þá var mér borgið.
Sveppi, svenni, stebbi og Bjöggi komu svo aðeins seinna... (hvað er málið með öll þessi s? )
við röltum bara aðeins um og strákarnir versluðu aðeins.
Gerðum svosem ekkert mikið

Fórum út að borða á einhvern steikarstað og þar var maturinn bara mjög góður, þó svo að við höfðum þurft að bíða heila mannsævi við að bíða eftir aðalréttinum, það bjargaði þó geðheilsu okkar að við fengum okkur starter og vorum því ekki að deyja úr svengd á meðan við biðum eftir matnum.
Lagði sjálfsagt í dýrasta stæði sem ég hef lagt bíl í og eyddi um 1300 kall þann daginn bara í bílastæði!
tróðum okkur öllum í Punt bílinn minn og drifum okkur heim seint og síðar meir. verð að viðurkenna að það var MJÖÖÖÖÖG troðið og grey strákarnir sátu kramdir í bílsætinu með kassa, poka og töskur ofan á sér.. en þeir lifðu þetta af með fáar skrámur, marbletti og náladofa.

Eitthvað var mórallinn slappur og lágum heima á kojufylleríi og töluðum fram eftir kvöldi og fórum svo að sofa.
Er ég nokkuð plássfrek??
neeeeeei
það þekkir það sjálfsagt ENGINN ...
í alvöru..
sef eins og engill!

Vöknuðum um hádegi og fengum okkur pulsur í háldegismat, já þið lásuð rétt.. ´pulsur...
Bjöggi kom nebbla með íslenskar ss pulsur, steiktan lauk og ss sinnep.. perfect!
drulluðumst út úr húsi eiginlega aðeins of seint en við ætluðum í Argos einhversstaðar í Oxford. fengum góðar lýsingar, en gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því hve langt það væri þangað frá bílastæðinu sem við rötuðum á.
alveg 20 mín labb...
Argos lokað og við fórum í Toys R us... snilldar búð og ekkert lítil..
Ég fékk jólagjöf frá Sveppa...
alveg æðisleg jólagjöf..
Það var tilboð á böngsum þarna.
einn stór bangsi á 2700 kall... eða svo..
það er EKKERT!!
og svo voru 3 fyrir 2 tilboð.
Svo að Sveppi keypti einn fyrir Ayu, einn fyrir mig og einn fyrir Svenna.
Jólagjöfunum VEL reddað..

Ætti kannski að lýsa böngsunum eitthvað frekar, sagði að þær væru stórir...
Þeir eru eiginelga RISA stórir!!
sjáðið bara dúllurnar þegar þeir voru sestir inn í bíl í bílbeltum og alles.
haha. já
svoldið stórir :D
verður spennandi verkefni að koma þeim heim til íslands.
Löbbuðum með þá á öxlunum alla leiðina til baka (þessar 20 mín) eins og litlir krakkar hoppandi og skoppandi á öxlunum á okkur. Held að það sé til mynd af því einhversstaðar hjá strákunum.. MArgar myndavélar með í för sko.


Fórum svo út að borða enn einu sinni og ég fór svo heim á sunnudagskvöldið...

skemmti mér vel og hlakka nú svaka til að koma heim og hita fleiri vini og fjölskyldu...
week to go !

Ekki fara strax... þið verðið að skoða myndirnar frá helginni

og svo

Vissirðu að....
... Það eru fleiri stjörnur til í alheiminum en öll sandkorn jarðarinnar samanlagt?

óver and át
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig