miðvikudagur, 16. maí 2012

kryddjurtaræktun 2012

fer vel af stað í ár.
Nokkuð þröngt er orðið um plönturnar í forsáningarbakkanum og satt best að segja bjóst ég ekki við að þær yrðu svona stórar áður en ég myndi setja þær út í júní. Er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka svalapottana inn til að umpotta og prikla í þá og hafa þá inni þar til í júní þegar veðrið verður vonandi orðið stabilla og hlýrra. Eina vesenið við það að pottarnir eru stórir og fyrirferðamiklir og ekki mikið stofustáss :)

Basilikan er mjög falleg og stór og er ég farin að geta notað blöð af henni strax. Svo virðist sem að fræin sem Litla Garðbúðin er að selja séu kraftmikil og góð og upp kemur planta af hverju fræi að mér virðist :)




Mig langar einnig að benda ykkur á að pottarnir sem ég keypti í fyrra til að hengja á svalahandriðið og seldust upp á engum tíma í IKEA eru komnir aftur í IKEA. Hef ekki ennþá séð eða fundið betri útfærslu fyrir potta sem hanga framan á svölum þrátt fyrir þónokkra leit. 

Mynd frá 2011 

Það er ekki í boði fyrir mig að vera með potta inni á svölunum enda svakalega lítið pláss þar eins og þið sjáið. En þá er máli að nýta plássið vel og gera allt mjög kósí :) 




SHARE:

fimmtudagur, 10. maí 2012

Nýja græjan

Eignaðist loksins svona græju í dag eftir þónokkra bið. 

Þið eruð kannski alveg gríðarlega hissa yfir því að ég hafi ekki keypt mér Kitchenaid? 

Ástæðan er einföld :)

Ég hef unnið mikið með bæði Kenwood og Kitchenaid og mér finnst Kenwood standa framar hvað varðar umgengni við vélarnar og gæði. Helsti plúsinn er hve mun sjaldnar maður þarf að opna vélina til að skafa úr hliðunum. 




SHARE:

föstudagur, 4. maí 2012

Létt og holl súpa

Sumarleg og bragðgóð súpa :)






SHARE:

þriðjudagur, 1. maí 2012

Grilltíminn að renna í garð


Þess vegna er tími til að rifja upp hvernig maður sparar smá pening í sumar og kryddar kjötið sjálfur :)



Auðvitað notið þið ekki endilega ferskar kryddjurtir þegar ykkar kryddjurtir eru ekki komnar út eða tilbúnar til notkunar :) Þær eru alveg ágætar þurrkaðar líka :)



enjoy :)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig