miðvikudagur, 31. janúar 2007

hvar er eg eiginlega stödd?

Eftir að hafa setið upp í rúmi og ég verið tannburstuð, mötuð og svo að lokum skellt í fótabað og fótanudd velti ég því fyrir mér hvar ég væri eiginlega stödd... gat það verið að ég væri í kjallaranum í Eirbergi ? í Verknámi ?

eftir að hafa setið þarna og látið stjana við mig fann ég út að ég væri víst örugglega í verknáminu, því að ég átti eftir að gera allt hið sama við félagann minn...
oh well...

:)

óver and át
Ragna-tannburstari-matari-nuddari
SHARE:

þriðjudagur, 30. janúar 2007

back to business...

já, ég rembist og rembist eins og rjúpan við staurinn allan daginn.... að reyna að læra, og mér gengur ekkert ! það er á óskalistanum í afmælisgjöf ( 19. febrúar!!!!! ) að einhver gefi mér pillum við Clausus Syndrome :)

mig langar svolítið að losna við höfuðverkinn sem ég hef verið með síðan í jarðarförinni í gær, ástæðan fyrir honum er held ég sú að allar flóðgáttir opnuðust í jarðarförinni. Ég veit samt satt að segja ekki alveg af hverju þær opnuðust, ég hélt að ég væri búin að átta mig á þessu, en þetta ER BARA SVO ÓSANNGJARNT ! um leið og Lögreglukórinn byrjaði að syngja ( og svona líka rosalega fallega ) gerðist eitthvað... ég fór svo auðvitað að hugsa um það hvað ég sé eiginlega búin að koma mér út í.
Hvað er ég að vilja að læra hjúkrun þegar ég get ekki einu sinni sætt mig við dauðann.
Oft er spítalinn endastöð fyrir marga sjúklinga, og eiga ekki aftursnúið til hins "venjulega" lífs sem þeir hafa lifað í marga tugi ára, jafnvel að líf þeirra muni enda innan veggja sjúkrahússins. ( mjög margir dvelja þó á sjúkrahúsi og snúa svo til fyrra lífs... auðvitað... ) lífið endar einhversstaðar, hvar, hvenær og hvernig veit enginn fyrir hvern og einn, en ég vil læra að sættast við dauðann...
svo þurfa hjúkrunarfræðingar þurfa ekki síst að vera til staðar fyrir aðstandendur og veita sáluhjálp.

....en eins og ég og vinkona mín ræddum í gær... þá er þetta sjálfsagt eitthvað sem maður lærir að lifa við, sættir sig örugglega aldrei við, en mun búa sér til sína eigin rútínu og aðferðir til þess að díla við dauðann.

jább, ég er á góðri leið með að verða góður hjúkrunarfræðingur.... :) þarf bara að hoppa yfir einhverjar hindranir á leiðinni, já eða ganga í gegnum þær.

á morgun er tími í aðhlynningu og segir sagan að ég fái að læra að mata fólk ( fáum að læra það á hvor annarri )
og... þrífa gervitennur ! ég óska eftir einhverjum sem vill lána mér sínar ! ! ! bwhaha
nei... ég held að okkur verði skaffaðar einhverjar... eða kannski burstum á hvor annari tönnslurnar.

jæja...
panodil er málið !

c ya!
SHARE:

mánudagur, 29. janúar 2007

just thinking....

er það bara ég sem hef velt því fyrir mér hvaðan nafnið "Kolrassa krókríðandi" kom...
svona fyrir utan að hafa verið nafn á hljómsveit þegar ég var með teina og fleiri bólur en ég er með núna.

en spáiði í því...

Kol-Rassa Krók-Ríðandi . . .

þetta meikar engan sens!!!!
:)

rosalega hafa þær hlegið þegar einhver stakk upp á þessu nafni á hljómsveitinni
SHARE:

Helgarrapport

já, helgin búin og þá get ég skrifað eitthvað um hana.

Fór í vísindaferð á föstudaginn með hjúkkunum í Skógarbæ, já, eins og
þið eruð búin að lesa tvisvar eða þrisvar hérna á síðunni.
ég var samt komin snemma heim á föstudaginn, en ég vissi líka að
laugardagurinn yrði svoldið strembinn og vildi því ekki vera komin á
ruglið niðrí bæ og fara mjög seint, eða eiginlega ekkert að sofa...
Þess vegna lét ég Jóa frænda sækja mig niðrá Pravda um 12.

ég var svo komin á ról um 11 daginn eftir, fór í sturtu og dreif mig
áleiðis til Víkur. Hitti reyndar 2 myndarlega peyja á Selfossi og
fórum við og fengum okkur að borða í hádeginu.
ég var svo mætt á hljómsveitaræfingu í Vík kl 2 og var að syngja
allan þann tíma sem ég var í vík. Eftir æfingu fór ég svo beinustu
leið í bæinn aftur... GREEEAT ! , út að borða með Jóa og þar á eftir
gerði ég mig reddí á mettíma þar sem að Óli Fannar og Goggi voru að
sækja mig rétt yfir 9 til að fara í Þingborg. þar var svo sungið og
trallað frá 12 til korter í 4.

Ég get svo svarið það... að syngja í um 7 tíma á einum degi er alveg
feikinóg fyrir heila helgi ! :) en engin hæsi eða neitt bankaði uppá,
ég hélt að ég væri dottin úr formi með að syngja.
nú verð égbara að vona ( 7-9-13) að ég fái ekki hálsbólgu fyrir næstu
helgi, því að þá á ég að standa upp á sviði og syngja fyrir 450 manns
á balli með 40 laga prógramm. ( hjááálp ! :/ )

í sambandi við ballið þá var það mjög skemmtilegt. Kannski frekar
skrítið að syngja prógramm sem ÉG hef ekki búið til og er ekki sniðið
minni rödd, en það væri ekki leiðinlegt að fá að syngja meira með
þeim, þó að ég viti að tæknilega er nú engin þörf á mér í
hljómsveitinni, en ég er með skemmtilegar hugmyndir samt sem áður sem
væri hægt að útfæra og gera eitthvað sniðugt með þeim! en HEY :D mín
völd eru eitthvað lítil í þeim málum.

á Ballinu söng ég með Óla Fannari Ólsen-Ólsen, eða "svo set ég
tvistinn út" sem Lúdó og Stefán hafa gert frekar ódauðlegt... það lét
mig fá smá sting í hjartað og oggulítinn kökk í hálsinn að hugsa til
þess að ég sé að fara í jarðarför hjá Berta "frænda" sem var auðvitað
í Lúdó og Stefán. Hann reyndar söng þetta lag ekki, en ég er nú
ekkert frá því að hann hafi nú verið á bassanum eða gítarnum í laginu.
Alltént þá var það gaman að syngja þetta lag, Berti var alltaf svona
smá goðsögn í mínum augum, alltaf að spila á böllum og átti ooosalega
flottan gítar, og hann kunni sko að syngja! :)
og þarna var ég, líka í hljómsveit að syngja lag frá honum ;) ég
hefði kannski átt að vera með tópas í brjóstvasanum, svona upp á
fílinginn :) :) :)


Gærdagurinn fór í alveg endalausan slappleika. Varð þó nokkuð góð
yfir miðjan daginn og átti aftur alveg ömurlega nótt... en 4-5 tímar
eru nóg, þó að það séu 2 dagar í röð, það þýðir bara að ég á nokkra
svefntíma "inni" til að nota síðar ;)

c ya

Ragna Björg

SHARE:

sunnudagur, 28. janúar 2007

vísó á föstudaginn

já, myndirnar eru komnar inn

fegurð okkar var allsráðandi á meðan (vín)andinn sveif yfir vötnum ( okkur )


söguna má finna á hjúkkusíðunni

og myndirnar má finnar HÉR
SHARE:

studying

ég ætla að skrifa eitthvað seinna um hvernig gærdagurinn var ... ekki af því að hann var slæmur á einhvern hátt, heldur bara að ég er að reyna að læra og það mun taka einhvern tíma að rifja upp hvað gerðist í gær, svona fyrir utan allt of marga klst í bílferðir út um hvippinn og hvappinn

ég bakaði samt súkkulaðiköku áðan ( æj, ég átti það skilið! )
er ekkert allt of hress, og næstum hálf veik, var það eiginlega í morgun og nótt þó svo að heilsan hefur farið skánandi við verkjatöflur og hitalækkandi. ( ég kenni ekki þynnku um, enda er hún engin )

en jæja, Jónsi kom til mín og fékk köku og latté og við erum að reyna að læra lífeðlisfræði, vitiði... stundum er ég ekki alveg viss hvað ég er búin ða koma mér útí hérna...

reyniði að lesa ! :

The action of glutamate at a particular synapse depends on which of its receptor types occurs on the target cell.
Metabotropic ( ???) glutaminergic receptors act through GPCRs ( ??) Two iontropic glutamate receptors ( ??) are receptor channels ( ok ).
NMDA ( wtf) receptors are named for rthe glutamate afonist N-methyl-D-aspartate, and AMPA( ??) receptors are named for their agonist alpha-amino-3-hydroxy-5-methyloxazole-4-proprionic acid

ok... segiði mér að það hljóti nú að vera einhverjar óþarfa upplýsingar þarna sem MÆTTI alveg sleppa úr til að einfalda þetta :p


( Palli.... hjáááálp! :)
SHARE:



án efa eitt skemmtilegasta lag sem ég hef heyrt lengi !!!

ég sá þá flytja það live á einhverri MTV awards og hef ekki hætt að hugsa um það síðan, enda er þetta svaka brainsticker! :)
SHARE:

föstudagur, 26. janúar 2007

helgarplan

já, ég er komin í sama gírinn!!!

helgar planið er svona :

föstudagur:
skóli til 3
vísindaferð kl 6 í Skógarbæ, hjúkrunarheimili
drekka
koma heim seint og síðar meir eftir eftirdjamm á Pravda

laugardagur
vakna fyrir hádegi
fara austur til Víkur
hljómsveitaræfing kl 2
keyra í bæinn kl 5-6
sótt heim í íbúðin kl 8-9
syngja á balli í Þingborg um nóttina með Vírus, - sem gesta/ prufu söngkona

Sunnudagur
sofa- læra
SHARE:

miðvikudagur, 24. janúar 2007

fleiri myndir ? ? ?

ó já... ég jafnvel þarf að hryggja ykkur með því.... en einhver ykkar eru nú búin að biða eftir þeim...
og þær eru sko um 150 svo verði ykkur að góðu!! :)

þetta eru semsagt

áramóta myndirnar



lítið að frétta hér, nema ða ég VERÐ að fara að taka mig á í heimalærdómnum... seriously!
helgin er plönuð og svoldið geðveikislega... ég er alveg dottin í sama rugl-farið og ég á það til í að detta í, alveg óplanað.

í dag byrjaði ég svo í smá einkaþjálfun hjá Munda frænda. mjöööög góður sýnist mér og ef ykkur langar að skella ykkur þá mæli ég með honum.
maður fær sko að finna fyrir því, og hann ekki einkaþjálfari með námskeið frá World Class á skírteininu... nei ó seisei. hann er alvöru, fór til DK og lærði og lærði :)
svo að ég treysti því að ég sé í öruggum höndum ;)



SHARE:

þriðjudagur, 23. janúar 2007

fleiri myndir

Já, ég er að reyna að setja inn allar þær myndir sem ég átti eftir að setja inn....
svona þar sem að ragna.safn.net er komin í lag

þær myndir sem ég er búin að setja inn núna eru

Þrítugsafmælið hjá Sigga Gými

og

Vísindaferð í Kaupþing



ég set svo lista með 3. nýjustu albúmunum hérna til hliðar sem verður uppfærður í samræmi við ragna.safn.net

svo er ennþá von á Áramótamyndum ;)
SHARE:

mánudagur, 22. janúar 2007

Myndir af Þorrablóti í Vík!!

jæja, Ragna.safn.net er komið í gang núna með bættu lúkki og nýjum myndum

fleiri munu bætast við bráðlega enda er ég með nokkrar möppur sem þurfa að fljúga inn líka....

en...
myndirnar frá Þorrablótinu eru komnar inn!

þær eru HÉR

myndaalbúmið er nokkuð öðruvísi en það var og birtast nú nöfnin fyrir ofan hverja mynd sem er klikkað á, og með því að klikka á myndina fáiði þá næstu upp
SHARE:

Þorrablótið í Vík



já, það svíkur engan. :)
ég var búin að hlakka einhver ósköpin til eins og blogg hérna fyrir
einhverjum dögum benda til, og þess vegna var ég sko klædd og máluð
klst fyrir áætlaðan brottfarartíma !
ég tók svo poka með mér ( með stígvélum til að dansa í ef
bandaskórnir dræpu mig og smá rommdreitil ) , klæddi mig í jakkann,
sem svo skemmtilega var alveg eins og litinn og vestið sem ég
verslaði mér á 500 kall á útsölu um daginn... hehe
Þorrablótið var svo byrjað formlega eftir fordrykk, hákarl og
framtíðarhákarl og var salurinn sérstaklega vel skreyttur, ekkert OF
mikið af neinu og svip setti á salinn að það vantaði brúnu
leðurstólana sem alltaf hafa verið þarna við borðin, nú voru komnir
ansi flottir svartir stólar. kannski var þorrablótið loksins komið
til framtíðarinnar ? þó ekki nema ! :)
Maturinn var samt ennþá frá örófi alda og var hann súr og ónýtur eins
og ég persónulega tel hann vera, en ég komst þó upp með að borða
hangikjötið, rófustöppu, kartöflumús, rúgbrauð, flatköku og mikið
mikið af harðfisk! :)
skemmtiatriðin voru hnyttin á köflum en svona sjálfri fannst mér of
mikið af dagbókarfærslum í honum og minna gert út leik, en skotin
voru nokkuð mörg góð ! :)

það var opinn bar, sem kannski gerði það að verkum að ég drakk ekkert
svaklega mikið enda kostaði bjórinn alveg 500 krónur og hvað hafa
fátækir nemar eins og ég efni á því ? nei, ég rukkaði bara þá sem
voguðu sér að horfa á brjóstaskoruna mína að borga mér bjór.. ég varð
svoldið full af því!
Vírus spilaði fyrir dansi og var með skemmtilega tónlist og fólk var
mjög duglegt við það að dansa, þorrablót eru nú auðvitað
heimsmeistarakeppnin í klessubíló! :) alltaf eru það samt þeir sömu
sem klessa mest á aðra, ár eftir ár.
í hléinu steig yours trouly á svið eftir langa fjarveru ... alltaf er
jafn rooosalega gaman að heyra í sér í hátölurunum, jáh, alveg
tilvalið fyrir svona háværa manneskju eins og mig ! þetta er auðvita
toppurinn á tilverunni!!! :)
hljómsveitin hjá strákunum fékk nafnið "standpínubangsarnir" og því
kynnti ég okkur á svið sem Rögnu og Standpínubangsarnir. heh :)
renndum 9 lögum í geng og þá tóku Vírus aftur við.
Einhvernveginn æxlaðist það svo að allan seinnihlutann af ballinu
stóð ég hliðina á Óla Fannari frænda mínum sem er söngvarinn í Vírus
og söng með þeim, það var sko ekkert smá gaman enda hef ég svosem
aldrei sungið MEÐ einhverjum í hljómsveit og fékk loksins að radda og
leika mér, eins og mig hefur svo oft langað til að prufa. Gólið tókst
vel og þegar ballið var búið um hálf 4 tók við "stija á senunni og
neita að fara út" athöfnin sem er alltaf stunduð...
að sitja sem fastast þegar búið er að kveikja öll ljós og búið að
henda fólki út og verið að reyna losa puttana okkar sem eru þá orðnir
grafnir ofan í marglakkaða timbrið á senunni... og við erum þá
auðvitað að reyna að finna eftirpartý. ÞAÐ aftur á móti gekk illa en
enduðum við eftir langa leit í Hettinum út á tjaldstæði en þangað
töltum ég, Óli og Goggi ( og hann með nikkuna með sér ) í
viðbjóðslegri hálku og snjó OG kulda... sem betur fer hélt ég
jafnvæginu með því að halda fast í strákana því ég hefði annars
dottið svooooo oft á leiðinni að ég hefði örugglega endað
einhversstaðar liggjandi í kuldanum :) ég var líka fegin að vera með
stígvélin með mér því ða bandaskórnir hefðu ekki verið góð vörn fyrir
kalda snjónum :)

í hettinum tókum við svo lagið í einhverja stund og fékk ég svo aftur
traustar hendur strákanna til að labba með mér og ég labbaði svo ein
frá Gunnari Bjarka og heim, þar sem þeir gistu þar, ég stytti mér
samt leið á milli húsa, styðstu leið heim og datt BARA 2 sinnum...
haha.. ég var fegin að klukkan var orðin hálf 7 og enginn sá til
mín.. vonandi!

heilsan í dag er góð... fjúff.. smá þreyta kannski en engar
harðsperrur, ekki einu sinni eftir sleðaævintýrið mitt á laugardaginn

ég hef kannski frá skemmtilegu að segja á miðvikudaginn, þið verðið
að kíkja allavegana og ath hvort ég segi frá því ef af því verður .


c ya ! :)

SHARE:

föstudagur, 19. janúar 2007

helgarherlegheitin :)

skólinn er eins, og ég er hætt að geta sofnað á kvöldin... sounds familiar ? ? ? 
ég er búin að fara í ræktina 3 sinnum í þessari viku, þri, mið og fim, hveeeeee dugleg er ég ha? ? :) 
ég held samt að ég sé komin með skýringu fyrir þessu svefnleysi í kvöld.
nr 1. ég fór í ræktina kl 8
nr 2. ég hlakka til Þorrablótsins í Víkinni

ég var einmitt að tala við einn í dag sem sagðist líka vera yfir meðallagi spenntur. Fleiri en ég eru spenntir og ég vona þess vegna að blótið verði gott. *krossleggfingur*

það er svo skrítið að geta ekki sofnað.
hugsanir fara alveg á flug og maður fer að hugsa daginn til baka... pæla í hvað eitthvað var skemmtilegt, af hlátursköstum sem áttu sér stað hér og þar fyrr um daginn.

ég hef alveg fáránlega lítið að segja?! hvað er málið??

jú...
Harpa, Eva, Lóa og Hildur komu í gærkvöldi og kjöftuðum frá okkur allt vit, ásamt því að andast næstum úr hlátri af óförum hjá hvor annarri. 
( þið sem ekki kannist við nöfnin hér fyrir ofan, þá eru þetta hjúkkuskvísur )

morguninn í morgun byrjaði svo á langdregnu líkamsmati sem fólst í að þreifa fyrir eitlum, skoða slímhúð í nefi, hljóðhimnur og eyrnamerg í eyrum, vökvaspennu líkamans og útlit nagla svo eitthvað sé nefnt... mis mikið áhugavert, en vinninginn hafði þó skoðun á sjóntauginni í augnbotnaskoðun með því að lýsa ljósi og skoða nálægt með stækkunargleri og horfa þá í gegnum augað og á augnbotninn.

jæja, nóg af því

svo sat ég upp á Eirbergi og las, með hléum auðvitað, upp á stofu 213 sem er hér með OKKAR stofa, svo kósí og gömul að það fá engin orð líst, ég þarf bara að smella af mynd við tækifæri...

Miklir fagnaðarfundir voru hjá okkur Hörpu uppi í Eirbergi fyrir framan  klósettið á lesganginum þar sem ég var að ná mér í tissjú eftir að hafa sullað kaffi út um allt borð á lesbásnum. en já... back to the story..
ég hélt að hún hefði ætlað að mæta upp í bókhlöðu kl 8 í morgun, og þess vegna hefði hún átt að vera þar kl 11 líka. við vorum búnar að tala saman á msn og vissum ekkert af hvor annarri. mikið er ég samt fegin að hafa rekist á hana þarna enda sátum við aleinar að barma okkur yfir flóknum leslistum ( já það er ekki nóg með að námsefnið mjög flókið heldur skiljum við ekki einu sinni leslistana eða námsáætlanir! ) 
já, við fundum hvor aðra og allt varð gott :) 

skóli á morgun
vík annað kvöld
hljómsveitaræfing á föst kvöld ( úff, ég segi frá því seinna! )
hljómsveitaræfing aftur á lau
leika sér á sleðanum á lau
sturta sig fyrir blót, mála sig og preppa sig fyrir blót
drekka, borða, drekka, syngja, dansa, deyja  ... í, um og í kringum blót
sun, halda áfram síðasta ástandi... vera dáin ! 


sjáumst á mánudaginn! :)
SHARE:

mánudagur, 15. janúar 2007

manudagur

já, 3. skóladagurinn búinn...

alls ekkert merkilegur svosem, en ég er búin kl 11 á mán og byrja kl 10.45 á þriðjudögum, svosem allt í fínasta lagi bara...

Clausus syndrome er alvarlega farið að hrjá mig og skil ég núna alla þá sem eru komnir á 2.-4. ár vara mann við þessu...
ég fór annars til Orra upp á spítala í dag, var smá svekkt að hafa misst af lappaumbúðaskiptum en ég kom 10 mín of seint til þess... já svona erum við verðandi hjúkkur klikkaðar... ( allavegana ég ) .. viljum sjá svona og spá í því!

hollastan er byrjuð

mætti í ræktina með Árúnu kl rúmlega 5 að staðartíma í Baðhúsinu og við sprikluðum aðeins til að sýnast, en ég hætti samt eftir korter. enda orðið freka illt í sárunm mínum. held bara að það hafi verið vegna þess að ég fór að svitna undir umbúðunum... eða eitthvað


en jæja

c ya
SHARE:

sunnudagur, 14. janúar 2007

mynd




flott mynd sem ég tók í dag þegar ég var að sleðast...


( ath, ég vara ykkur við að klikka a litlu myndina hér fyrir neðan... þið fáið EXTREME stóra mynd af mér eldrauðri í framan með klesstar kinnar! :) en ef þið viljið... já þá megiði hlæja! )
SHARE:

harðsperrur....

..... í boði Polaris ( Bilaris )

eins gott að átakið hefjist á morgun ! svona allavegana til að losna við harðsperrurnar vegna Polaris ( Bilaris ) eftir helgina!

mér til smá skelfingar er þorrablótið í Vík næstu helgi og það fór alveg fram hjá mér, ég er samt núna skráð og meira að segja búin að ákveða fötin til að fara í . Já, allt klappað og klárt. Vínleysi hefur ekki hrjáð mig síðan ég fór að safna flöskum úr tollinum

kom með brósa í bæinn áðan í skemmtilegri hálku og miklu roki og var 80 hraðinn á okkur.

á morgun þarf ég að gera trilljón hluti, og þar á meðal skila inn númeraplötunum af Trausta.. ég er ekki frá því að ég fari mað tárin í augunum inn með þau undir höndinni.
en hann er ekki dáinn.. sei sei nei. það er bara vetur og hann fer eitthvað lítið þá, þó svo að ég hafi marg oft sannað annað reyndar.
SHARE:

laugardagur, 13. janúar 2007

Vik

jább... passar
komin heim

fór í vísindaferð í Kaupþing með hjúkruninni í gær og var þar hluti af kynbótasýningu enda flykktust skrifstofu"gæjarnir" niður til okkar því að þeir höfðu frétt af 97 hjúkrunartstelpum í vísindaferð að drekka frían bjór... þeir störðu úr sér augun, get svo svarið það!

þráinn beið svo eftir mér í rvík og fékk ég far hjá honum, alveg á perunni satt að segja og var ég ansi hissa á að hve mikið af nauðsynjum ég esetti í töskuna áður en ég lagði af stað.

Grey Orri Ö lenti svo í sleðaslysi í dag og var fluttur með þyrlu í bæinn, ekki alvarlega slasaður, en slasaður og er það nógu alvarlegt útaf fyrir sig. Ég reyni nú að kíkja á kappann ef hann verður ennþá á sygehuset á mánudaginn.

ég er alveg brjáluð yfir verknámshópnum sem ég var sett í og skrifa ekki um .að fyrr en mér hefur runnið reiðin og pirringurinn. hrumpf

eitt gerði ég af mér í dag, sem getur ekki verið talið sniðugt, enda á ég ekki að vera að gera neitt nema láta lappir upp í loft og ganga um.... Ég óhlíðnaðist all rosalega og dreif mig á sleða !!!! :) jih hvað það var gaman! saumarnir rifu samt all svakalega í þegar ég þurft að halla mér og beygja en ég held að þeir séu ennþá á sínum stað ( ekki að ég geti eitthvað séð það fyrir umbúðum)
þar sem þetta fór svona vel í gær þá er vel hugsandi að ég drífi mig bara aftur á morgun og sé hvort ég labbi jafn ósködduð frá því þá

í kvöld er það aðalfundur jeppaklúbbsins og bjór.... þetta stefnir í ágætt kvöld :D

p.s. þetta er ekki nýi útigallinn minn,.. ástand og aðstæður leyfðu ekki að ég myndi að taka með mér útifötin í gærkvöldi :D fann því þennan DRULLU skítuga framrásargalla í staðinn
SHARE:

föstudagur, 12. janúar 2007




mmm

svakalega góðar muffins

hefðu verið fullkomnar hefði þolinmæðin ekki horfið þegar kom að kreminu :D

næst bara ... *hóst*
SHARE:

fimmtudagur, 11. janúar 2007

gleymdi ...

... að skrifa inn áramótaheitin mín

ég reyni að hafa þau frekar realistic þetta árið og einhver sem ég get KANNSKI staðið við, jah, jafnvel annað allavegana :) 1 af 2 er betra en 0 af 2.

áramótaheitin voru

1) vera dugleg í ræktinni
2) hætta að reykja

já, ég ætla allavegana að reyna mitt besta :)

ætla að fara að baka...

:)
SHARE:

fyrsti skoladagurinn...

.... á 2. önn í hjúkrun var í dag

smá skrítin tilfinning að labba inn í Eirberg, ekki háskólabíó til að fara í tíma.
stofan var yfirfull en í hana komas 105 manns og við erum 105. u do the math. ( auðvitað eru alltaf kurteisissæti inn á milli sem enginn sest í )
þetta leggst allt ótrúlega vel í mig og okkur hin og byrjar þetta með vísindaferð í Kaupþing á morgun. nú er bara að vona að ég detti ekki svo að ég rífi nú enga sauma :)
þráinn ætlar svo að hinkra eftir mér og ég kem með honum austur seinna um kvöldið - full!

fór og keypti eina bók í dag. rúmur 8000 kall og hún er rúmar 1500 bls! hólí mólí!!!!

ég er svoldið að missa þolinmæðina yfir teygjusokkunum mínum og er núna í mótþróakasti og er ekki í þeim! múhahaha....

c ya!
SHARE:

miðvikudagur, 10. janúar 2007

á röngum stað ?

já, ég er ekkert frá því að ég sitji smá ringluð eftir kvöldmatinn...

í 1. lagi þá eldaði þráinn! ( stórt OMG )
í 2. lagi þá ákvað hann sjálfur hvað hann ætlaði að elda
í 3. lagi þá ákvað hann sjálfur HVERNIG hann ætlaði að elda matinn

og í matinn í kvöld voru

GRILLAÐIR HAMBORGARAR

ójá... með útigasgrilli...
og
ójá
það er snjór úti!!!

haha....

smá sumarfílingur!
SHARE:

þriðjudagur, 9. janúar 2007

hiti naeturinnar...

...var ekki óbærilegur :) heldur ansi kósí að sofa með ískaldann gust utan af götunni í hárinu.
er samt búin að taka af mér teygjuumbúðirnar og er bara með teygjusokkana núna svo að þetta verður mun betra í nótt... bara eins og einar leggings.

eitthvað eru foreldrar mínir búnir að hlæja að göngulaginu mínu í dag, en þetta togar allt svo asnalega í hægra lærið þegar ég beygi löppina að þetta er þægilegast með svona smá tilfæringum! :)
þetta er samt ekkert vont og ég verð örugglega komin í ræktina á mánudaginn eins og planið er :D
árún þurfum við ekki ða fara að kaupa okkur kortið ?! ?! ?!

ég er ennþá í skýjunum yfir að hafa komist áfram, og sérstaklega líka að hafa náð öllu. mikill léttir
efst á óskalistanum yfir afmælisgjöf núna er hjúkkuúr ! :)

ég byrja strax núna á annarri önn í verklegu námi, bæði niðrí verknámsstofu í eirbergi ásamt því að vera eitthvað upp á lansa held ég. annars kemur þetta allt saman betur í ljós á fimmtudaginn þegar ég fer í skólann

fór á köld slóð svo í bíói áðan og þetta er nokkuð góð mynd bara... engar 4 stjörnur samt en mjög góð :)
fléttan skemmtileg og ekki jafn augljós eins og Vísir.is hafði skrifað að hún væri


jæja
þetta er nóg í kvöld


xxx
SHARE:

thank god for ICEland

smá pælingar hér á ferð.... varúð

ég sef ekki í náttfötum... náttbol eða náttkjól jú... eða einhverju minna ef því er að skipta... og jú, boxer ...
ég sef ekki í náttbuxum því það er einfaldlega allt of heitt!!

hvernig á ég að sofa þegar ég er í 2 földum umbúðum á fótunum, frá il og upp í nára... þétt vafið því mun heitara...
skelliði ykkur í 2 þröngar leggings og þið fáið fílinginn! :)

sé fram á heita nótt... með sjálfri mér = einn - og einn + ..... er samt mínus! :)
þakka það samt smá að ég er ekki með 37 gráðu heitan ofn hérna undir sænginni minni til að gera þetta ennþá "heitara"
en...
það væri samt ekki slæmt að hafa einhvern til að stjana við sig þó :D
( annars á ég ekkert bágt reyndar.... þetta er bara ekkert svo vont )

glugginn er opinn og ætla ég að hleypa eitthvað af -8 gráðunum inn í herbergið mitt :)
það er studum gott að vera á Íslandi :D
SHARE:

mánudagur, 8. janúar 2007


jæja... þar sem ég sit með báðar lappir upp í loft og læt mér leiðast as I write þá fæddist eitt stk lítil heimasíða en það er heimasíða tilvonandi hjúkrunarfræðinga

:)

þakka bloggar.is kærlega fyrir *blikk*

hjúkkusíða
SHARE:

frettir, frettir frettir!!!

ÉG KOMST Í GEGNUM KLÁSUS!!!!!!

hvað haldiði að stelpan sé klár! :) með 6,9 í meðaleinkunn og einkunnirnar röðuðust niður svona

lífefnafræði = 6.0 ( ath 52 % fall! )
líffærafræði = 6.0 ( 41 % fall )
félagsfræði = 7.0
sálfarfræði = 8
heimskepileg forspjallsvísindi = 7.5

var svo númer 43 inn af 105 og nokkuð mikið ánægð þessa stundina

þetta eru svo kúrsarnir sem ég tek eftir áramót frá og með fimmtudeginum, það sem ég hlakka til !!! :)


Félagsfræði II

Fjallað um félagslega dreifingu valinna heilbrigðisvandamála. Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði (health), sjúkdómur (disease), veikindi (illness) og sjúklingur. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra. Athuguð er notkun heilbrigðisþjónustu og raktar ólíkar skýringar á mismunandi þjónustunotkun einstaklinga og hópa. Loks er fjallað um skipulags-, mannafla- og starfsþætti heilbrigðiskerfisins og tengsl þeirra við kostnað, aðgengi og gæði þjónustunnar.


Almenn hjúkrunarfræði

þessu námskeiði eru undirstöðuþættir hjúkrunarstarfsins kenndir. Fjallað er um grunnþætti aðhlynningar með áherslu á umönnun skjólstæðinga með skerta sjálfsbjargargetu. Fræðilegar forsendur tjáskipta og tengslamyndunar í hjúkrun eru kynntar og leitast er við að aðstoða nemandann í að þróa færni á því sviði.


Fóstufræði

Meginatriðum fósturþroska er fylgt frá frjóvgaðri frumu til fullbúins barns. Gerð og myndun kynfrumna, æxlunarfæri karls og konu, tíðahringur, frjóvgun, bólfesta í eða utan legs. Myndun fósturbelgja og þriggja laga fósturskjaldar, afdrif laganna þriggja. Myndun og þroskun taugakerfisins. Myndun brjósthols, kviðarhols og þindar. Mótun öndunar- og meltingarvegs, þvagrásar og kynfæra. Hjarta og blóðrás. Höfuð og háls, bolur og útlimir. Þroskun og hlutverk fylgju. Fleirburar. Aðferðir til að meta ástand fósturs. Helstu orsakir vansköpunar.

lífeðlisfræði I og frumulíffræði

Frumur, bygging og störf. Frumuskipting. Frumuhimnur og efnaflutningur. Taugavefir, vöðvavefir, stoðvefir og þekjuvefir. Boðflutningur tauga og samdráttur vöðva. Samskipti frumna, himnuspenna, boðspenna, boðefni, innri boðkerfi. Innra umhverfi, samvægi (homeostasis). Stýrikerfi. Starfsemi taugakerfa. Starfsemi vöðva, stjórn hreyfinga. Skynjun. Sársauki. Innkirtlastarfsemi. Verklegar æfingar: 1) Vefjafræði. 2) Vöðvar. 3) Vöðvarafrit (EMG) & viðbragðsbogar. Hjartarafrit (EKG) í samvinnu við 11.11.44 Heilbrigðismat. Kennsla er á formi fyrirlestra, umræðufunda og verklegra æfinga. Skylt er að mæta í allar verklegar æfingar og skila fullnægjandi skýrslum.

Aðferðir í hjúkrun I

sýnikennsla í verknámsstofu (Heilbrigðismat) 15 st. sýnikennsla í verknámsstofu (Almenn hjúkrunarfræði) 24 st. verklegt nám á heilbrigðisstofnunum (Almenn hjúkrunarfræði) 4 st verkleg æfing (Lífeðlisfræði - EKG).
SHARE:

komin heim

aðgerðin var alger piece of cake og allt gekk vel

þurfti svoldið að bíða til að það væri tekið á móti mér en svo var ég klædd í spítalaföt og krotað á mig með túss og ég svo sett inn á skurðstofu þar sem ég fékk æðislega sprautu.... giska að þetta hafi verið kæruleysissprauta þó svo að mér hafi ekki verið sagt það en ég get svo svarið það að loftið það hreyfðist. Það hreyfðist eins og það væri verið að ýta rúminu og allt var á fleigiferð. svo ég lá þarna með eitthvert asnalegt glott á andlitinu :) svo kom önnur sprauta og ég var over and out!
vaknaði svo við að það væri verið að taka plaststykki úr munninum á mér og reyndi að vera sem hressust og vakna bara, sem og tókst. fékk að fara í lazyboy bráðlega þegar búið var að taka af mér mæla og dót og var þar þangað til brósi kom og sótti mig og læknirinn sagði bless við mig.

er núna ansi gæjaleg, með teygjusokk og vafin ofan á það frá tám og upp í nára. Buxur eru því óþarfar því að mér er mjööööög heitt.

en jæja, ekkert svaka vont, er bara búin með eina verkjatöflu, verst er að ef ég hreyfa mig of mikið því að götin á löppunum rífa svoldið í :)

en ég vona að þetta hljómi ekki eins og væl og grenj :) þið eruð samt boðin í heimsókn! ég hef ekkert betra að gera en að taka á móti ykkur
SHARE:

hi there

er enn og aftur hætt að vinna í Holtsbúð :)
er að fara í aðgerð í fyrramálið.
engar áhyggjur, engin major aðgerð en felur þó í sér svæfingu og nokkur óþægindi sem fylgja einhverja daga á eftir.
ég stefni samt á að mæta í skólann á fimmtudaginn ;)
-nei, ég er ekki búin að fá að vita hvort ég komist áfram í klásus

c ya :)
SHARE:

fimmtudagur, 4. janúar 2007

ja og eitt enn.

bara svona smá hint hint :) að þú sem ætlar alltaf að koma í köku til mín þegar þú ert í bænum......
( já þú veist hver þú ert :) )
þú misstir af þessu... :)
SHARE:

dugleg

verð bara aðeins að setja inn bökunartölur :)

ég prufaði pönnukökupönnuna og gerði skonsur :)
þær eru bara góðar en lenti í smá ævitýrum þegar ég ákvað að vera með einhver sirkusatriði og snúa skonsunum við með því að sveifla pönnunni, sú fyrsta fór nokkuð vel og lenti bara smá hluti á kantinum. seinni skonsan sem fékk að fljúga fékk að fljúga, já... og beint á helluna! á hvolf! skemmtleg brunalykt sem fylgdi því,

ætla að æfa mig aðeins meira með fullbökuðum skonsum áður en ég skutla fleiri hálfbökuðum :)

svo bakaði ég chocolate-chip cookies, mjöööööög góðar en aðeins í dekkri kanntinum undir, ekki brunnar en hefðu verið fullkomnar annars

svo var ég að prufa ansi furðulega köku.

í deginu var engin fita og engin egg???? how does that work?
4 msk af smjöri eru reyndar brædd í forminu í ofni og svo deiginu helt yfir það.
en jæja..
blackberries ( Palli hvað var aftur íslenska nafnið á þessu?! ) var sett ofaná deigið í forminu og svo slatti af púðursykri yfir! namminamm...
kakan kom furðanlega vel út en botninn er svoldið klessulegur í miðjunni, berin voru nú frosin (afþýdd) og mikið vatn í þeim. er að smjatta kökunni með rjóma núna ! :)

svo er ég að fara í blesspartý hjá SVeppa á sólon núna og svo næturvakt

c ya
SHARE:

soooooo wrong :)

á einhverjum tímapunkti hvarflaði að mér að ég yrði bókað kölluð út í morgun til að vinna.
sá "draumur" rættist svo klukkan 8 í morgun þegar það var hringt í mig og ég spurð hvort ég myndi nenna að koma og vinna til eitt. jú auðvitað gerði ég það. drullusybbin ... :)
æði ða hitta einhvern sem maður þekkir þegar maður hleypur út í bíl svona snemma morguns og myglaður á við 3 grýlur. ég vona að Bjarna hafi ekki orðið meint af ;)

baksturinn er samt ennþa á dagskrá, ég er bara ekki alveg búin að ákveða mig hvað það verður.
kannski tek með mér smá köku í vinnuna kl 11 :)
SHARE:

myndir...

nei... ekki komnar inn myndir :/

er að reyna að halda mér aðeins vakandi svo að ég sofi út, og geti vakað næstu nótt. er nebbla að taka næturvakt í Holtsbúð á morgun. Fyrsta næturvinna sem ég hef tekið edrú... fyrir utan steranóttina á Celtic Cross í hitteðfyrra

ég og Árún ætlum að fara og kaupa okkur kort í baðhúsið, bara 15.900 og gildir til 4. maí. hver fer hvort sem er í ræktina a sumrin ?! hah, ekki ég ! og prófin byrja á svipuðum tíma hvort sem er svo að það væri sóun að eiga kort í maí. jihminn... sjáiði hvernig ég er farin að tala ... eins og það sé öruggt að ég komist inn á næstu önn ? :/ :/ :/
ég sit bara og bíð nú sem aldrei fyrr því að skrifstofan opnaði í dag eftir jólafrí svo að tíminn frá í dag fram að 10. jan eru dagarnir sem listinn mun einhverntíman birtast á.
ég er samt svoldið bjartsýn og hætt að plana hvað gerist ef ég kemst ekki inn, vona að ég sé ekki að svekkja mig með þessu en ... samt er engin ástæða til að stressa sig yfir þessu. þetta er alveg komið úr mínum höndum. ég reyndi samt mitt besta

ætla að baka á morgun ! og vááá hvað ég hlakka til ! :)

síðasti bakstur fyrir skóla :p
SHARE:

þriðjudagur, 2. janúar 2007

ofvirkni...

já, en ég er ekkert ofvirk, ég er bara eitthvað klikk :D

ég skrifa seinna um partýið sem var í gærkvöldi en þegar mest var taldi ég 42 þarna inni ( heima í Vik) síðustu gestirir fór usvo um 6 og ég var ræs end shæn kl hálf 12 til ða bruna í bæinn og fara að vinna frá 3-11 í Holtsbúð.
mig vantar smááá pening sko! ... öll framlög vel þegin :p

á morgun lofaði ég mér i einhverri klikkun tvöfaldri vakt sem er frá 8am-11pm. en after all. þá er peningurinn vel þeginnþ... ekki eins og ég hafi eitthvað annað að gera en að vinna :)

myndirnar sem ég tók eru MARGAR og bíð ég eftir að ragna.safn.net komi í fullt stand þangað til að þær komi allar inn ásamt myndum frá þrítugsafmæli sigga Gýmis um daginn


c ya!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig