miðvikudagur, 30. apríl 2008

you've got to be kidding me !!

þurfti að fletta upp í orðabók til að ath hvort að "afturbati" myndi ekki þýða nkl það sem mig minnti... þar fyrir ofan fann ég:

Afturbakapíka: ógift stúlka sem hefur eignast barn en fólk er farið að gleyma því 

hahahaha

þetta er klárlega orð dagsins ! 
SHARE:

Raularinn í kvöld...

og mikill spenningur er að byggjast upp hjá 7 Rósum... allavegana þeim sem ætla að mæta.

Ég er líka búin að reyna mitt með að draga Gullu og Katrínu með og lokka Guðný og Fúsa einnig :) þetta verður stuð..

af ómskoðuninni er að frétta að það er ekkert líf á öðrum hnöttum og hjartslátturinn minn var 100% mitt DNA... ég er bara rosalega skrítin


SHARE:

þriðjudagur, 29. apríl 2008

opinberun?



Kl 13.20 á ég tíma í ómskoðun til að skoða hjartsláttinn í maganum mínum...
SHARE:

mánudagur, 28. apríl 2008

Mánudagur...

og næstum því komin í sumarfrí... það eina sem er eftir á dagskrá áður en það verður alveg komið er að klára eitt stk 2.5 eininga ritgerð og ég verð fínítóóóó...

Vikan fer þó ekki öll í þennan gjörning (að stitja og umorða þýðingar og finna heimildir) heldur ætla ég líka að fara austur í millitíðinni þar sem að hinn árlegi Raulari mun fara fram. :) 
Spenningurinn er ágætur en ég man bara ekki hvenær ég fór síðast... örugglega 3 ár síðan og ég var edrú! já ég veit, ég er ekki stolt af þessum slaka árangri, en þannig hefur það verið síðustu 5 árin að ég hef bara alltaf verið í miðjum prófum á þessum tíma og ekki haft nokkurn tíma til að fara austur. Það munaði þó mjög litlu í fyrra að ég hefði farið og gefið skít í eitt lokaprófið en eitthvað var það sem stoppaði mig, kannski rökhugsun ? En jæja, úr þessu öllu saman verður sko bætt og ég ætla að taka dansinn á gólfinu :)

Helgin sem leið var mjööög fín. Flugfélag Íslands feikti til mín fugli frá Akureyri og reyndi miðbæjarrottan ég, að sýna fuglinum menningu bæjarins í blíðskaparveðri. Eitthvað kíktum við líka á djammið, en Jónsi (og Harpa Þöll?) voru með innflutningspartý sem við auðvitað kíktum í og varð Poolborðið sem Jónsi á  mikill icebreaker :) Kíktum smá niðrí bæ og svo varð Ragna þreytt... Bærinn er bara ekkert skemmtilegur lengur held ég. Kannski að staðreyndin að ég hafi verið þar síðasta miðvikudag sé kannski ástæðan. P.s. ég mæli alltaf með Hereford ef þið viljið góða steik ! 

sjáumst á Raularanum :))) 
SHARE:

Myndir frá verknámi

Komin í skurðstofugallann


Við stöllurnar á leið í stentísetningu í magaspeglun, gerð í svæfingu.. það er HEITT undir þessum svuntum :)

Birna og Kolla, æsilegar í grænu



Miklir spekingar á ferð


Það hefði sjálfsagt ekki þurft neinn skurðlækni með þessa spekinga inná stofunni :)
SHARE:

sunnudagur, 27. apríl 2008

Ég gleymdi alltaf að segja ykkur að ....



EUROVISIONDJAMM !!!!!


2. Snafsar verða að spila á Halldórskaffi 24. maí 
Ný lög, hresst spil, sing-a-long, dans, skot á barnum.. 
ó já.. öllu verður til tjaldað ! 

það er aðeins tvennt sem þið þurfið að gera
1. Taka daginn frá!
2. MÆTA 


SHARE:

þriðjudagur, 22. apríl 2008

Eftir erfiðan dag á skurðstofunni...
ný búin að setja hendurnar inní kviðarhols manns ...



-p.s. stelpur, hinar myndirnar vilja bara ekki fara inn.. reyni enn einu sinni síðar
SHARE:

í dag...

Hélt ég um lifandi nýra !!! 

og 

heftaði saman skurðsár !!!

og það er bara það besta :) 

Er með Sumargleðipartý heima annað kvöld... 
Grill
Bjór
Gítar
Tónlist
Söngur
Djamm
Miðbær? 

Fyrstu pulsurnar fara á grillið uppúr 9. 

frjáls mæting :)
SHARE:

sunnudagur, 20. apríl 2008

Akureyri...

Alveg ótrúlega fallegur bær!!! en. ég hef komist að einu.. þegar fólk talar um "bæinn" þá meinar það í ÖLLUM tilfellum Akureyrarmiðbæinn... þegar ég segi að ég búi í bænum og sé bara helgina á Akureyri fæ sé ég undarlegan svip á fólki... 
Pulsa er víst ekki pulsa á akureyri.. heldur er það pYYYYlsa og allar áherslur eru lagðar á Y-ið ! :)

hmm
fleira lærði ég sjálfsagt þó ég muni það ekki...

það sem ég brallaði var ótrúúúlega mikið og helgin í ALLA staði ææææðisleg ! Takk :****

með stuttri upptalningu 

-Jarðböðin við Mývatn í sumarveðri 
-Brynjuís
-út að borða á Bautanum
-óvænt "miðnæturferð" á "Fló á skinni" ( a MUST see)
-Leona Lewis
-ég fékk brenni ! ! :) (já, það heitir Victory V og ekki nánda eins sterkt og mig minnti)
-sumarveður.is
-Greifapizza
-Jólahúsið
-Rúntur um bæinn í sumarveðrinu


oooh. en þetta var svo miklu betra og skemmtilegra en ég get lýst fyrir ykkur... :) 

c ya 

xxx
SHARE:

laugardagur, 19. apríl 2008

fyrir 12 G

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins
Gerir 12 stykki


300 gr lítil bláber, frosin eða fersk. Ef notuð eru frosin skal taka þau út úr frystinum rétt áður en þau eru sett í deigið og losuð sundur með t.d. hníf því annars þiðna berin og deigið verður fjólublátt og óspennandi.
100 gr pecan hnetur, smátt saxaðar. Nota má valhnetur í staðinn
300 gr spelti
2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk heilsusalt (Herbamare)
2 stórt eða tvö lítil egg
150 gr ávaxtasykur
2 msk hreint hlynsíróp (enska: maple syrup) eða agavesíróp
110 ml undanrenna (minna ef notuð eru frosin bláber). Ekki víst að þurfi meiri vökva svo geymið alveg þangað til síðast
250 ml Hipp Organic barnamatur, blueberry and apple dessert t.d. (án viðbætts sykurs)
2 tsk vanilludropar eða vanilluduft

Ofaná til skreytingar
50 gr pecan hnetur, smátt saxaðar
1 msk (eða meira) af ávaxtasykri, pínulitlu dreift á hvern muffins

Aðferð:
Sníðið bökunarpappír (klippið út hring að stærð við undirskál) fyrir hverja möffinsholu. Sjá athugasemdir hér fyrir neðan. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki að nota bökunarpappír.
Forhitið ofninn í 200°C.
Byrjið á því að sigta saman speltið, lyftidufið og saltið í stóra skál
Í aðra skál skal blandað saman eggi, ávaxtasykrinum, hlynsírópinu, mjólk (ef þarf), vanilludropunum og bláberja/eplamaukinu.
Setjið nú þurru hráefnin saman við eggjablönduna og veltið aðeins með stórri sleif, mjög varlega þannig að ekki sé hrært of mikið. Ekki vera hissa þó blandan sé ferlega ljót, hún á að vera þannig til að muffinsarnir verið léttir.
Blandið nú bláberjunum og pecanhnetunum í blönduna, og hrærið sem allra minnst, bara rétt að velta þeim við.
Setjið nú blöndu af deiginu í hverja holu í forminu.
Fyllið ekki hverja holu meira en 2/3 upp að rönd.
Dreifið afgangnum af söxuðu pecanhnetunum og smá af ávaxtasykri á hvern muffins.
Bakið í 30 mínútur eða þangað til muffinsarnir hafa risið vel og eru gullbrúnir.
Kælið í 5 mínútur.

Þetta er frekar lítil uppskrift, ég geri hana yfirleitt tvöfalda því muffinsarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu!!!!
Ef maður notar ekki olíu eða smjör í deigið þá getur maður hvorki notað venjuleg pappírsform, né muffinsbökunarplötuna. Það fást sem sé ekki muffinspappírsform sem maður getur sett í án þess að þurfa að nota smjör eða olíu í deigið. Ég er búin að leita út um allt. Ég hef í staðinn sniðið hringi (strika með penna utan um undirskál) úr bökunarpappír og sett í hvert muffinspláss og svo deigið þar ofan í. Það er hægt að nota möffinspappírinn svo um 6 sinnum. Einnig má nota siliconform og þá þarf ekki bökunarpappír. Já svo er líka hægt að sleppa öllu veseni og spreyja venjulegu muffinsbökunarplötuna :)

Verði ykkur að góðu ;)
SHARE:

fimmtudagur, 17. apríl 2008

hæhæ...

ég ætla að blogga núna, því á eftir þá verð ég svo stressuð yfir að ég verði að vera með flotta fræðslukynningu handa hjúkrunarfræðingum á 12G tilbúna, helst í gær...

síðasti dagurinn minn í verknáminu á 12G er á morgun. Fegin að kauplausu tímabili er lokið :) en þetta er bara búið að vera svo ROSALEGA gaman að ég er búin að gleyma kaupleysinu af og til .. :) ætli ég muni ekki frekar eftir því 1./2. maí.

í tilefni síðasta dagsins ætlum við nemarnir, ég, Birna og Kolla að koma með kaffibrauð í sameigilegan flettifund sem er alltaf á föstudögum. Kolla kemur með álegg og eitthvað á brauð, Birna kemur með safaríkt og mjúkt brauð og ég er að baka bláberja-spelt muffins til að hafa með. 
Sat og glotti að mér áðan þegar ég lækkaði í útvarpstækinu til að þefa út í loftið og velta því fyrir mér hvort að muffins-ið væri tilbúið í ofninum :) 

um helgina er för minni heitið norður...  nánar tiltekið á Akureyri þar sem ég ætla að hitta mann og annan og nokkra fleiri til... ég og Kristín Halla (hjúkka) verðum samfó á einhverjum bíl (frá Brimborg?) norður og ég flýg svo sjálfsagt ein til baka á sunnudaginn. 
Það verður held ég margt brallað á Akureyri þó svo að ég viti minnst um það sjálf hvað planið er...  fyrir utan að ég er búin að suða um að fara í jólahúsið ;) 

hey já... ég sagði frá magaspegluninni sem var svo spennandi um daginn... við tókum myndir af okkur og stelpurnar geta ekki beðið eftir að sjá þær svo að ég ætla að skutla þeim hingað inn á eftir.
SHARE:

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Sæl öll...

það er EKKi að ég hafi ekki neitt að segja... það er frekar að ég hafi svoldið mikið að gera þessa dagana.. Verknámið er ÆÐI og er farin að taka ábyrgð og réttar ákvarðanir :) Lenti í dag í æsispennandi magaspeglun með stent-ísetningu og svona eru dagarnir hjá mér.

ætla að hafa þetta rooosalega stutt...

c ya ;)
SHARE:

sunnudagur, 13. apríl 2008

ég var að spegulera...

er hætt að selja brenni ? ? ?  (nammið)

veit það einhver?


SHARE:

föstudagur, 11. apríl 2008

Er ég hin fullkomna kona ?

ekki alveg kannski en nokkuð close ... ;)

A WOMAN SHOULD HAVE ...
enough money within her control to move out
and rent a place of her own,
even if she never wants to or needs to...

-Jább... það myndi reddast... þó að ég yrði að flytja út frá SJÁLFRI mér

A WOMAN SHOULD HAVE ...
something perfect to wear if the employer,
or date of her dreams wants to see her in an hour...

Já... nýju buxurnar, nýju skórnir og svarta kápan... spurning með hvaða bol samt.. kannski ég færi bara í nýja kjólnum ;)

A WOMAN SHOULD HAVE ..
a youth she's content to leave behind....

Jájá... ég er stolt af flestu sem ég hef gert

A WOMAN SHOULD HAVE ...
a past juicy enough that she's looking forward to
retelling it in her old age....

játs... ég hef sko brallað ýmislegt sem ég hef góðar sögur frá

A WOMAN SHOULD HAVE .....
a set of screwdrivers, a cordless drill, and a black lace bra...

CHECK !

A WOMAN SHOULD HAVE ....
one friend who always makes her laugh... and one who lets her cry...

á nokkur sett af hvoru tveggja

A WOMAN SHOULD HAVE ....
a good piece of furniture not previously owned by anyone else in her family...

Skenkurinn í stofunni... oh, a beauty

A WOMAN SHOULD HAVE ...
eight matching plates, wine glasses with stems,
and a recipe for a meal,
that will make her guests feel honored...

maturinn.. minnsta málið.. en ég á bara 6 stk af diskum og glösum ( Dóh )

A WOMAN SHOULD HAVE ..
a feeling of control over her destiny...

auðvitað er það ég ! (þessa stundina allavegana)

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
how to fall in love without losing herself..

uuuuuuh... need to work on that one

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
how to quit a job,
break up with a lover,
and confront a friend without;
ruining the friendship...

með flest af þessu á hreinu.. en need to work on it a bit

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
when to try harder... and WHEN TO WALK AWAY...

ég er of þrjósk... þarf að læra að ganga í burt FYRR...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
that she can't change the length of her calves,
the width of her hips, or the nature of her parents..

já.. mörg ár síðan ég sætti mig við þetta allt saman

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
that her childhood may not have been perfect...but it's over...

já.. en má maður ekki sakna sumra hluta? :)

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
what she would and wouldn't do for love or more...

weeeeelllll... hmm... ég held að ég myndi ekki gera ALLT allavegana

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
how to live alone... even if she doesn't like it...

iss piss... ekkert mál ;)

EVERY WOMAN SHOULD KNOW.. .
whom she can trust,
whom she can't,
and why she shouldn't take it personally...

já... ég treysti sko ekki öllum.. þarf þó að passa mig

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
where to go...
be it to her best friend's kitchen table..
or a charming Inn in the woods...
when her soul needs soothing...

Check...

EVERY WOMAN SHOULD KNOW...
What she can and can't accomplish in a day...
a month...and a year...

já, ég er ekkert óraunveruleikatengd þegar kemur að plönum


the perfect woman ? ? ? me ?
SHARE:

Er ég hin fullkomna kona ?

SHARE:

miðvikudagur, 9. apríl 2008

Þetta gladdi mig :)



Þemalag Strumpanna
og allir meeeeeeeð :)

[Sung by Smurfs in unison]

La la la-la la la,
Sing a happy song.
La la la-la la la,
Smurf your whole day long.

[Whistled]

La la la-la la la

[Papa Smurf speaks]

Smurf along with me!

[Whistled]

La la la-la la la

[Papa Smurf speaks]

Simple as can be.

[Sung by Smurfs in unison]

Next time you're feeling blue just let a smile begin,
Happy things will come to you...

[Smurfette speaks]

So smurf yourself a grin!

[Ominous Gargamel music]

[Gargamel speaks]

Oooooo I hate Smurfs!

[Azrael meows]

[Gargamel speaks]

I'll get you, I'll get all of you if it's the last thing I ever do! hehehehe!

[Sung by Smurfs in unison]

La la la-la la la,
Now you know the tune,

[Harmony Smurf plays the "la la la-la la la" tune (barely) on his off-key trumpet]

[Sung by Smurfs in unison, accentuated for finale]

You'll be Smurfing soon!
SHARE:
Ég vona að mig fari að hætta að dreyma svona illa... og það alltaf um sama málið... aftur og aftur og aftur...

þar sem ég vaknaði eldsnemma vegna draumsins þá hef ég haft það ansi náðugt hérna í morgun :) 
Hlírabolur og náttbuxur eru föt dagsins og er ég núna vopnuð tusku, búin að þurrka af allsstaðar og taka til.. í millitíðinni útbjó ég spagetti bolognese (skipti reyndar út spagetti fyrir spelt skeljar) í hádeginu þar sem engu var til sparað. Auðvitað bjó hagsýna Ragna til nóg svo nú get ég farið með nesti í hádegið á morgun uppá 12G OG fryst til seinni tíma... Ég nenni nú ekki að sjóða niður rauðvín og gera allt þetta á HVERJUM degi... 

ég tók líka þetta strumpapróf sem allir eru að taka þessa dagana




jáh... þetta hljómar bara eins og stjörnuspáin fyrir fiskinn svona oftast... kannski er ég meiri fiskur en ég hef viljað viðurkenna
SHARE:

mánudagur, 7. apríl 2008

haha.. what the?

það er oft góð spurning hvernig  hlutir fara að því að þróast þannig að þeir endi í furðulegum aðstæðum...


eins og þetta atvik


SHARE:

sunnudagur, 6. apríl 2008

helgarrapport

Dagurinn byrjaði á þynnku sem kom mér örlítið á óvart enda ætlaði ég EKKI að enda í fjöri niðrí bæ á föstudeginum eins og það svo endaði... og það á stöðum sem ég er ekki vanalega á... Dillon, Barinn og Kaffibarinn..?  Það var samt rosalega gaman þar og margur maðurinn sem gaf drykki hist og her svo að þannig endaði eins og fór.. Ég fór hikstandi heim ! 

Þegar heilsan skánaði aðeins þurfti ég að fara að finna mig til því að Óvissuferð Curator og vildi endilega krulla mig... Þar sem að það er ANSI erfitt að krulla hnakkann þá fékk ég hann bróður minn.. já... hann ÞRÁINN í það starf... Rosalega stóð hann sig vel, þrátt fyrir að hann hafi staðið þarna og varla trúað því að hann væri virkilega að gera þetta... Á meðan ég stóð í svimaköstum vegna heilsuleysis krullaði hann hnakkann ... :)

Jæja...
Hjúkkunemarnir hittust eins sætar og mögulegt er uppí Eirbergi og þar var haldinn aðalfundur Curator yfir fyrsta bjórnum...

Kosið var í stjórn Curator og endaði það með því þessum úrslitum..

Formaður : Eva
Varaformaður : Kolla
Ritari: Geirný
Gjaldkeri: Ragna Björg
Meðstjórnendur: Tinna Dröfn
Unnur
Ingibjörg Þuríður

Spennandi námsár í vændum þar sem að það verður ENN meira að gera en vanalega :) 
en já.. . hvað gerðum við svo...okkur var skipað í lið og um úlnliðinn fengum við marglituð pakkabönd til að skilgreina liðin. Því næst var liðunum smalað út í rútu og liðin látin sitja saman. Þar byrjaði fyrsti leikurinn...Að í hvert sinn sem "Gullvagninn" með Bó Halldórs var spilaður þá áttu liðin að skipta um sæti innbyrðis... og ekki mátti setjast í sætið sem var hliðina á manni... Sá sem síðastur var að setjast fékk 20 mL af Ópal skotið uppí sig með Sprautu. 

Eftir að hafa ruglað fyrir okkur með hvert förinni var heitið með því að keyra í hringi í höfuðborginni á meðan Gullvagninn var spilaður óspart og bjórinn látinn ganga. Fyrsta stopp var svo á Klambratúni/Miklatúni þar sem farið var í drykkjuboðhlaup... þar sem  liðin þurftu í sameiningu að drekka 4 bjóra, slatta af jello-shots og ópal í sprautu...

Jæja...
Næsta stopp var hjá hallgrímskirkju þar sem allir voru látnir klæða sig í búninga og dót, hvert lið fékk svo eitt lag til að æfa sig á á leiðinni niður til MR og á leiðinni áttu liðin að leiðast og leita að földum bjórum sem Kolla og Eva höfðu pakkað inn og földu rétt áður en við gengum af stað. Það voru því ófáar myndirnar teknar af hópunum af hissa túristum þegar við, eldspræk, gengum í halarófu, syngjandi hástöfum og hlaupandi eftir bjórum sem fundust hér og þar. . . 

Fyrir framan MR voru svo söngatriði frá hverjum hóp og tómir bjórar taldir... 
Eftir enn meiri rúnt um Reykjavík með Gullvagninn spilaðan í þriðja hverju lagi var endað í Sal niðri í Sóltúni þar sem við tók Nornaseyði og bjór... Kvikmyndagetraun var þar og úrslit kynnt úr leikjum...

Krýndur var að lokum Vísindaferðameistari 2007-8 og það var engin önnur en ÉG ... já, þvílíkur heiður 

Kvöldið endaði svo Kjartan trúbador sem ég tók lagið með, dansi og söng þarna í salnum þar til fólk týndist svo í bæinn og tvístraðist hópurinn hingað og þangað. Sjálf fór ég fyrst á Smíðaverkstæðið... svo fór ég á Celtic Cross og endaði á Apótekinu þar sem ég týndi þeim sem ég var með en fann þess í stað Boga og Halldór, stráka sem ég kynntist fyrir mörgum árum, Guðrúnu Maríu og Steinar og Katrínu og Guðrúnu... Ég var því alls ekki ein þarna þó ég væri týnd... :)

frábært kvöld

myndir eru  HÉR
SHARE:

frú gjaldkeri?

jájá, ég kom mér auðvitað í vandræðin...

ég var kosin í gær gjaldkeri hjúkrunarfræðinemafélagsins Curator og mun gegna því starfi skólaárið 2008-2009... fjööör :) 
at least it looks good on CV.. ;)

Í gær var svo óvissuferð Curator sem endaði auðvitað með miklu húllumhæi og segi ég frá því seinna enda VAR ég að vakna... :/ 

það má líka í smá gamni segja frá því að ég var valin vísindamaður Curator skólaárið 2007-2008 í gærkvöldi og var leyst út með glæsilegum vinningum...þetta tókst mér með því að fara í flestar vísindaferðir af öllum í deildinni.... geri aðrir betur ! 
(svona til að láta þetta líta aðeins betur út þá fór ég nú í nokkrar bláedrú) :)

Ég set myndir inn seinna í kvöld. . . 
SHARE:

miðvikudagur, 2. apríl 2008

ég fór í framboð..

og....

Ég  held að ég sé búin að koma mér út í SMÁ vandræði ! 
SHARE:

þriðjudagur, 1. apríl 2008

ÉG MÓTMÆLI!

já og Kolla líka
:

Ég og Kolla hjóluðum sem leið lá niðrí miðbæ til að mótmæla háu bensínverði, ég reyndar hjólaði fyrst uppá bensínstöð efst á Laugaveginum og pumpaði í dekkin. Ég hitti svo Kollu á horninu á Klambratúni og Rauðarárstíg. 
Um leið og við komum á Lækjargötu blasti við okkur ENDALAUS röð af Jeppum og Vörubílum sem flautuðu viðstöðulaust. Þessi sjón var ekkert smá flott :) Loksins standa einhverjir saman í einhverju. Mikið djöfull vona ég nú að eitthvað gerist í bensín/olíumálum, auk hvíldartíma vörubílsstjóra (hafiði skoðað þessar fáránlegu reglur ? ) 

Við lögðum svo hjólunum, fórum á kaffihús, fegnum okkur Take-away latté og kexköku og töltum niður á Austurvöll í sólinni, með sólgleraugun, settumst á bekk og fylgdumst með því sem fór fram. 



Góður sumardagur :)

-langar að setja þessa mynd af mér sem var stolist til að taka á sunnudaginn úr símanum.. finnst hún svo "ég" ;) 


xxx

love your selves  
SHARE:

To remind myself

mig langar að deila með ykkur mottóinu mínu 




Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi. Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

blogga meira í kvöld ;)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig