þriðjudagur, 25. október 2005

snillingur...

Jæja, það er ekkert mikið búið að vera að gera hér í dag enda Edward ekki heima og Madeliene að horfa á DVD mest megnið af deginum.
Við leiruðum þó og teiknuðum með BloPen í dag samt.
Fór á rúntinn út í banka í dag og það virðist vera sem svo að ég geti bara fengið kort sem virkar í hraðbanka fyrst um sinn. Ég þarf að fá einhverja voða voða voða sönnun á því að ég búi hér þar sem ég bý. því verð ég á "back being 14 stage" í einhvern tíma þangað til að ég fæ bankaviðskiptin mín "upgraded.." fun!!
Það ætti að vera nóg að sannfæra bankann minn í að senda Visa reikninginn minn á þetta heimilisfang. EN! kannski ekki... rugl. Ég þyrfti helst að flytja lögheimilið mitt eða eitthvað. en ég er nú bara hér í 9 mán. !

Búin að breytast í fyrirmyndar barnabarnið og búin að skrifa báðum ömmum og afa hjartnæmt bréf um hvað mér líði vel hérna svo að áhyggjurnar minnki aðeins

Það er eiginlega alveg ákveðið aðég kem heim um áramótin. örugglega þann 26. og fer aftur 1. eða 2. Ég veit bara ekki alveg hvenær krakkarnir byrja í skólanum. Það fer allt eftir því. Ekkert roooosalega spennandi að fljúga á nýársdag í hvaða-svo-ástandi-sem-ég-verð-í-þá.

En hvað haldiði!!!
er búin að klára Hróarskeldualbúmið og 3. 4. og 5. júlí komnir inn!! :) endilega kíkiði. Þið hafið hvort sem er ekkert annað betra að gera fyrst að þið eruð búin að lesa þetta langt.

the Cleaners are coming in tomorrow, that will be a strange thing to get used to... :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig