þriðjudagur, 28. september 2010

Uppskrift þessarar viku

mun birtast á miðvikudag eða fimmtudag.

Í þetta sinn mun ég skrifa um Chili con carne :)

mmmm!
SHARE:

laugardagur, 18. september 2010

Súkkulaði cupcakes með bleiku kremi


Fékk þessa uppskrift lánað hjá Mörthu Stewart, hinni einu og sönnu...
Ég er búin að panta mér cupcake bókina hennar og er hún væntanleg í byrjun október. En... ég GAT ekki beðið. Fann þessa uppskrift því á netinu.

Þessi cupcake uppskrift er tiltölulega fitulítil (aðeins 3 msk af smjöri í henni). Ég auðvitað eyðilegg það alveg með því að setja SMJÖRKREM ofan á kökurnar... en viljið þið vera eitthvað on the healthy side, þá myndi ég bara setja glassúr eða rjómaostakrem. 


Þetta  byrjar yfirleitt alltaf með skál af þurrefnum. 
En hér kemur twist...  
Setja kakó í skál


Setja smjörið útí kakóið 


og hræra?!


já, hræra og búa til svakalega leðju (skv uppskriftinni á þetta að auka kakóbragðið)


Eggi, eggjahvítu vatni og léttsúrmjólk er svo bætt útí


síðan er að vona það besta... ég átti ekki von á því að þetta myndi enda vel þegar deigið leit svona út 


En ... viti menn! smooth and nice


kakóblöndunni er hellt út í þurrefnin og ... því hrært samanBlöndunni er hellt í cupcakes form og ath, það er naaauðsynlegt að kaupa svona cupcake-pan.. 
já!
nauðsynlegt
(uppskriftin er fyrir 12 kökur, ég gerði tvöfalda)

Fyllið formin aðeins ca hálf (2 stórar msk í hvert form)


Baka í ofninum og taka út þegar þær eru bakaðar... Sjáiði þessa þarna með gatinu í ? jábbb... hún var tilbúin :)Skreyta með kremi
mmmm!!!Setja skraut ofaná 

jeeeeeiiii


Uppskrift:
gerir 12 stk

3/4 bolli hveiti
3/4 bolli sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

6 msk kakó
3 msk smjör
3 msk vatn (ekki kalt)
6 msk léttsúrmjólk (í hallæri má nota venjulega súrmjólk en þarf þá að bæta smá mjólk við)
1 stórt egg
1 stór eggjahvíta

Aðferð: 
sjá að ofan með myndum
bakist í 20 mínútur á 180°C eða þar til prjóni sem stungið er í miðju einnar kökunnar kemur hreinn út

Krem - uppskrift
fyrir 12-24 kökur
fer eftir því hvað þið notið mikið krem

3/4 bolli smjör
3 2/3 bolli flórsykur
2-3 msk mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
þeytið smjörið í 2-3 míntútur, bætið flórsykri við og þynnið aðeins með mjólk þar til þið fáið rétta þykkt.. þeytið svo fram í rauðan dauðan.. (5 mín amk!)

Ég bætti rauðum gel matarlit frá Wilton útí kremið og sprutaði svo á kökurnar með sprautupoka og stjörnustút...

Ofan á kökurnar stráði ég annars vegar lituðum (rauðum) sykri og hins vegar marglitum kúlum.

Kökurnar slógu í gegn á næturvaktinni. Meira að segja hörðustu karllæknarnir brostu yfir girnilegum, góðum og BLEIKUM cupcakes :) 

SHARE:
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0150.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0153.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0154.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0155.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0156.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0157.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0158.JPG
file:///Users/ragna/Pictures/iPhoto%20Library/Originals/2010/Sep%2010,%202010/IMG_0160.JPG
SHARE:

miðvikudagur, 15. september 2010

Kjúklinganúðlur


Þetta byrjar allt með þessu :
Hér er líka betri myndSatt best að segja er þessi uppskrift hjá mér sjaldan alveg eins. En ég lagði það á mig að mæla allt núna sem ég setti í þetta svo ég geti deilt henni með ykkur. Aðeins 2 kjúklingabringur þarf og þetta er mjög kreppuvæn máltíð! 

Fyrst byrja ég á að taka 2 kjúklingabringur og skera hana í teninga með því að skera hana í 2 bita langsum og svo taka hana í bita sem eru ca 1cm á breidd. Svo er að gera dressinguna/sósuna. 
Það er einfalt.  Sojasósa, hvítlaukur (marinn, rifinn eða saxaður fínt), sweet chili sósa, agave eða hunang og stundum engifer ef það er til. Þessu er kjúklingurinn látinn liggja í amk hálftíma. 


Eins og þið sjáið þá er ekki mikið hægt að veltisteikja þessum kjúkling (eða stir-fry). Til þess er allt of mikill vökvi. Hins vegar  verður kjúklingurinn mjög mjúkur og til verður sósa sem þekur svo allar núðlurnar. 

Þetta er grænmetið sem ég set vanalega útí. Reyndar er blaðlaukurinn þarna bara af því að ég átti hann til. Grænmetið í skálinni er einfaldlega frosið stir-fry grænmeti úr poka. Alger snilld. Það er massa mikið mál að fara að skera niður gulrætur í litla stimla, ok... það er kannski ekki MASSA mikið mál en það er .... leiðinlegt. Einnig fær maður gótt variation af grænmeti. Ég hins vegar bæti alltaf við lauk. Það er bara vegna þess að mér finnst lauku góður! :) 


Eftir að kjúklingurinn er nokkurnvegin tillbúinn (ca 4-5 mín) er honum hellt af í skál og allan vökvan með. Þar næst er grænmetið veltisteikt á pönnunni í svolítið af olíu. Út á grænmetið set ég svo 1 msk af sesamolíu (hún er nú allsstaðar til, ógeðslega góð)


Þegar grænmetið hefur linast aðeins (ekki farið að taka lit) er kjúklingnum og sósunni hellt út á og suðan látin koma upp. Þarna er sjéns að smakka dótið allt til. Bæta við sesamolíu ef þig langar til, setja smá ostrusósu, bæta við sojasósu, setja meira af sætri-chillisósu osfrv. Ef þið eruð hrædd um að þetta verði of salt (sem það vissulega getur verið fyrir suma) þá setjið þið smá vatn (1 dl max!) 

Einhverntíman í eldunarferlinu verðiði að hugsa út í núðlurnar (kjúklinga-núðlur remember). Ég nota oftast gular eggjanúðlur en stundum nota ég hrísgrjónanúðlur. Í þessa uppskrift nota ég heilan pakka.
Eldist skv leiðbeiningum á pakka (hah! þarna slapp ég við svaka útskýringar!) ;) 

Þegar allt er tilbúið og heitt og eldað og girnilegt eru núðlurnar sigtaðar, skellt í skál og öllu af pönnunni helt yfir, semsamfræjum stráð yfir og að lokum er þessu aðeins ruglað saman með töng. 
ok nei
ekki alveg að lokum

að lokum skal þetta  étast  borðast!

Sósan á ekki að liggja í botninum á skálinni heldur dreifast um allar núðlurnar. Þær verða því ekkert þurrar eða klístraðar. 

Þessi skammtur er stór... já hann er alveg  fyrir heila fjölskyldu ! 
Giska á að það náist vel 5-6 skammtar fyrir fullorðna úr þessum skammti og jafnvel fleiri ef þið eruð börn. Þennan rétt er snilld að eiga til að hita upp í vinnunni í hádeginu (ef þið eruð eins og ég, með öööömurlegt mötuneyti)


Uppskrift 
fyrir 5-6

2 stk kjúklingabringur 
6 msk sojasósa
1 msk sæt chilli-sósa
2 stk hvítlauksrif
1 msk agave síróp eða hunang
1 cm engifer, rifið eða fínt skorið (ef það er til)
Blandað saman og látið marinera kjúklinginn í ca 30 mínútur.

2-2,5 bollar Grænmeti, frosið eða ferskt að eigin vali
1-2 msk sesamolía 
3 msk sesamfræ
1 pakki gular eggjanúðlur


punktar:
 • Hægt að nota meiri kjúkling... --> Matarmeiri núður
 • Kaupa niðursoðinn bambus og setja með grænmetinu
 • Setja allt á SJÓÐANDI heita pönnu... Hita vel fyrir kjúkling, og hita hana svo aftur fyrir grænmetið
 • Neyða alla í fjölskyldunni til að borða með prjónum. Það er bara SVOOO skemmtilegt!
 • EKKI nauðsynlegt að eiga WOK pönnu
 • Nota ferskt chilli í marineringuna 
Enjoy ! SHARE:

þriðjudagur, 14. september 2010

á réttarballi


Ef fólk er eitthvað efins um hvað það er nákvæmlega sem gerir sveitaböll svona skemmtileg og ómissandi í menningu okkar þá er það nákvæmlega út af þessu. Því að hvar annarsstaðar stendur ungt fólk ásamt eldra fólki á almenningsskemmtun og syngur hástöfum gömlu lögin sem allir þekkja eins og Komdu inn í kofann minn og Að lífið sé skjálfandi..


best í heimi !
SHARE:

mánudagur, 13. september 2010

Skemmtilegar myndir

Helgin síðasta var SVO skemmtileg og ég náði mikið af mómentunum á filmu...

Ég set aðeins brotabrot af myndnum inná Facebook vegna höfundarréttar en restina af myndunum getið þið skoðað inná Smugmug síðunni minni.

Þær eru hér :

I like !

SHARE:

Matarblogg vikunnar og næstu viku...

.... má sjá hér á þessum 2 myndum

(bloggin sjálf birtast síðar)

eruði með einhverjar óskir um hvort bloggið komi á undan?

Kjúklinganúðlur:

eða 

Súkkulaði muffins með bleiku kremi 

namm !!!
SHARE:

Fallegur hringur

Rose Red Enamel Ring by Ollipop | Vintage Inspired Rings by Ollipop | Jewelry for women at The Pepper Kids


ó mig langar í
SHARE:

Sveppi...

Þeir sem hafa komið hingað heim hafa sjálfsagt ekki misst af því að sjá hann Sveppa sem situr alltaf útí horni inní stofu.

Ég eignaðist Sveppa árið 2006 í Oxford og það var einmitt Sveppi vinur minn sem gaf mér hann. Trúið mér að það var ekkert grín að flytja með hann heim til Íslands aftur, en með því að kaupa hann í frakt, setja í ruslapoka, ráðast á hann með ryksugu og skella honum í kassa komst hann til Íslands...

Það sem fæstir vita er að þeir voru ÞRÍR sem keyptir voru í einni búðarferð...


Hérna voru þeir allir á leiðinni heim í Fiat Punto bílnum mínum... Þarna inn áttu svo  4 aðrir eftir að komast.... Þetta eru engin smá flykki !og hér voru þeir allir komnir heim til Svenna og Björgvins í OxfordTöluvert stærri en 6 ára gamalt barn. Þetta er Madeleine sem ég passaði útí Bretlandi
SHARE:

þriðjudagur, 7. september 2010

Svínakótilettur í kryddjurtaraspi


Sá um daginn svínakjöt í bónus og langaði að prufa eitthvað nýtt með svínakjöti. Satt að segja finnst mér íslenskt svínakjöt ekki jafn gott og til að mynda danskt og breskt, ástæðan er sú að mér finnst vera alveg sama hvernig maður eldi það, þá verði það alltaf seigt.
Viðar fékk að velja annað hvort svínagúllas eða svínakótilettur og kótilettur urðu fyrir valinu.

Eftir smá brainstorming ákvað ég að taka alla fitu og allt það sem maður myndi hvort sem skera af þegar maður færi að borða kótiletturnar. Að lokum skar ég beinið frá.
Til að reyna ná kjötinu aðeins meyrara barði ég það með buffhamri á báðum hliðum.Því næst var að undirbúa raspinn og eggin. Ég notaði 1 egg + 3 msk af mjólk. Þessa blöndu kryddaði ég svo með salti, pipar og örlitlu steikarkryddi (ath að þetta þarf að krydda örlítið ríflega þar sem ekki mikið af blöndunni fer utan á kjötið).  Raspurinn samanstóð af brauðraspi (venjulegum) og Panko-brauðraspi (japanskur), einfaldlega af því að ég átti bara smá af panko-raspinum. Annars hefði ég líklegast bara notað þannig. En þetta kom vel út svona 50%/50%  og er líka alveg örugglega jafngott bara með venjulegum brauðraspi. út í raspinn saxaði ég ferskar kryddjurtir. Fyrir valinu var flatlaufa steinselja og timian. Séu ferskar kryddjurtir ekki við hendina myndi ég nota ítalska þurrkaða kryddblöndu. Til að setja eitthvað aðeins meira í raspinn reif ég parmesan-ost út í raspinn


Svo er bara að undirbúa og elda 

Þekja hverja sneið með eggja og mjólkurblöndunni


Þekja síðan vel með mylsnunni


Steikja á pönnu þar til vel krispí báðum megin

Sveppir steiktir í restinni af olíunni til að gera sósuna
Meðlætið var kartöflumús og Péturseyjar gulrætur


Uppskrift: 

5 stk svínakótilettur með beini 

1 stk egg 
3 msk mjólk
salt + pipar + krydd að ykkar vali

1,5 dl venjulegur brauðraspur
1,5 dl panko brauðraspur
3 msk saxaðar ferskar kryddjurtir (steinselja + timian) eða 1-2 msk þurrkaðar
3 msk rifinn parmesan ostur

aðferð:
farið eftir myndunum hér að ofan til að útbúa raspinn utan á kjötið. 
Steikið svo í matarolíu eða ólífuolíu á pönnu. Ath að það þarf mikið af olíu þar sem raspurinn drekkur olíuna alla í sig. Ég giska á að ég hafi notað um 70 ml af olíu. 

Þegar kjötið er orðið brúnt og krispí setið það þá á ofnheldan disk eða eldfast mót og hafið á 50-70°C hita inní ofni á meðan sósan er útbúin á pönnunni. Afgangsolía er nýtt til að steika sveppi, þeir eru saltaðir og pipraðir og 1.5 dl af rjóma er hellt út á ásamt 1 dl af mjólk. Þetta er soðið upp og bætt útí hálfum tenging af kjötkrafti (í mínu tilfelli notaði ég sveppakraft, um 1 msk). Sósan var þykkt aðeins með maizena sósudufti og svo borin fram með kjötinu. 

Meðlæti var kartöflumús og að sjálfsögðu var smá sætt með og var rifsberjahlaupið frá mömmu notað.

Snilldar gott og svo góð tilbreyting frá steiktum svínakótilettum að ég mun gera þetta oft aftur.

punktar: 
 • Nota kjúkling í stað svínakjöts 
 • í stað kartöflumúsar hefði einnig hefði verið gott að hafa nýjar soðnar kartöflur, kúskús eða bygg.
 • Ekki er nauðsynlegt að hafa sósu með SHARE:

mánudagur, 6. september 2010

Gourmet matarklúbbur - Erla Þóra

Ég, Erla Þóra og Brynja kynntumst í Bretlandi þegar við vorum þar allar í sitthvoru lagi sem Au-pair í kringum 2005-2006. Af einhverri ástæðu fórum við allar 3 að læra hjúkrunarfræði haustið 2006, ég í Reykjavík og þær tvær á Akureyri. Nú 4 árum síðar höldum við ennþá sambandi og hittumst af og til og alltaf er svo gaman hjá okkur þegar það gerist. Til þess að passa okkur á að missa ekki samband og njóta þess sem oftast að hittast þá kom sú hugmynd frá Erlu eða Brynju að við myndum stofna matarklúbb. Við erum allar svo miklir matgæðingar að það varð að vera mjög sérstakur matarklúbbur og var því ákveðið að það yrði að vera GOURMET matarklúbbur þar sem nýir réttir yrðu prufaðir og við yrðum svoldið creative í eldamennskunni.
Planið var sett á að hittast einu sinni í mánuði, með eða án maka og nú þegar hafa 2 kvöld verið haldin með svo rosalega miklum árangri, afveltu og skemmtun að ég hlakka mikið til þess þriðja (þar sem kemur að mér að elda).

Ég hef platað stelpurnar til að gefa mér uppskriftirnar til að setja á netið og hér kemur uppskriftin að því sem Erla bauð uppá í matarklúbbnum sínum. (Við þurfum að taka aðeins markvissara góðar myndir í næstu kvöldum til að gera þetta enn skemmtilegra ! )

Erla bauð upp á frábærlega skemmtilegan rétt sem heitir Korean Beef.
í stuttu máli er það saltatblað sem hver og einn setur hrísgrjón og kryddaða/marineraða nautakjötsstrimla inní, vefur saman og dýfir svo í dip og borðar með puttunum. Það er EKKERT jafn gaman og að borða með puttunum krakkar!

Uppskriftin kemur á ensku með smá tips og hints fyrir ykkur til að pæla aðeins í.

gjörið svo vel:

Korean beef 

Fyrir 4

2 sirloin steaks (ca. 250g each)
8 soft lettuce leafs (t.d. lambhagasalat eða bok choi)
200g jasmine rice (má alveg vera meira)
1 matskeið sesame seeds

Marinering:
2 spring onions 
2 garlic cloves, crushed
5cm knob of fresh root ginger, grated
1 teskeið sesame oil
2 matskeiðar rice wine or dry sherry (ég sleppti þessu nú reyndar)
3 matskeiðar soy sauce (I prefer the Blue Dragon one - hún er sætari og mucho góð í þetta)
1 matskeið sweet chili sauce
1/2 teskeið ground black pepper
1 matskeið sykur
Svo má líka klárlega gera meira af marineringunni því hún er svo góð.. ég gerði alveg þrefalda uppskrift fyrr okkur. Svo má klárlega smakka þetta til og adjust-a eftir smekk.

Soy chili sauce - dipping sósa:
2 matskeiðar soy sauce
2 matskeiðar sweet chili sauce • Create marinade
 • Slice beef thinly
 • Marinate beef for an hour or so
 • Wash, dry, chill lettuce leafs
 • Mix the soy chili sauce and set aside
 • Cook the rice
 • Heat a heavy fry pan, sear the beef
 • Scatter with sesame seeds
Þetta er GEÐVEIKT gott.
meðlæti getur verið hvað sem ykkur dettur í hug. t.d. stir fry grænmeti, stir-fry kjúklingur eða bara sem alger aðalréttur á eftir forrétt. 
Önnur góð hugmynd er að gera smárétti úr þessum rétti. þ.e. taka salatblöðin í litla bita, setja hrísgrjón ofan á + kjöt og dipping sósuna og raða fallega á bakka fyrir hvern og einn til að taka sér í veislu.

mana ykkur til að prufa þetta


SHARE:
Blog Design Created by pipdig