mánudagur, 25. júní 2007

Myndir frá helginni

búin að setja inn nokkrar myndir á bloggar síðuna mína... Ragna.safn.net leyfir mér ekki að setja inn myndir þessa dagana ! :/ ( BÞ...? )

myndirnar eru því hér:

Hólaskjól og Sveinstindur


Midsummer partý frá í gær
SHARE:

sunnudagur, 24. júní 2007

GÓÐ HELGI!

fráááábær helgi að baki..

ætla að hafa þetta stutt..


föstudagur :
-vinna til 6
-verslað nesti
-keyrt upp að Ytri-Ásum
-hitti Jón Hilmar
-keyrðum uppí Hólaskjól
-Skelltum okkur í i vinnu og hjálpuðum Arnari Pál og Elvu Dögg að græja gistiaðstöðu á neðrihæðinni í Hólaskjóli, fórum svo í litla húsið þeirra og kjöftuðum aðeins fram á nóttina þangað til að ég og Jón töltum í eitt lítið hús ( sváfum ekki úti ! hjúkk) og höfðum það voðalega fínt þar ... :)

Laugardagur :
-Vaknað kl 9
-hjálpuðum Arnari og Elvu aðeins með að setja upp kojur
-Elva kom með mér og Jóni Hilmari og ætluðum við upp í Sveinstind og hún ætlaði að keyra til baka bíl sem var þar.
-Blazer bilaði aðeins og planið breyttist
-Fórum aftur niðrí Hóla og fórum á stóra Cruisernum þeirra Elvu og Arnars upp í Sveinstind og Elva skildi okkur eftir þar.
-Eftir þrekvirkjagönguna okkar keyrði ég svo til baka 100 cruiserinn í eigu göngufólks niðrí Hóla.
-Fór ég svo seinna um daginn upp í Skælinga á cruisernum og arnar á sínum og sóttum göngufólkið sem hafði gengið frá Sveinstind og í Skælinga um daginn.
-fórum aftur niðrí Hóla og þar voru grillaðar pulsur! :)
-Ekkiv ar hægt að flýja heimferð :/ svo að leiðir okkar Jóns skildu á Ytri Ásum og ég fór heim og skellti mér í djammgallann, bauð fólki á pallinn í hitalampa, teppi og útiarinn og þar var trallað þangað til að við fórum á kaffið.
-Eftirpartý var haldið heilagt aftur á pallinum og voru einhverjir að fara heim kl hálf 9 í morgun ! , ég andaðist samt kl hálf 7, enda erfiður dagur búinn og ekki var sofið út morguninn áður.

Sunnudagur
-tekið til eftir partýið (jakks)
-sofið
-slappað af
-borðað Halldórskaffispizzu

það væri ekki vitlaust að fara út að hjóla !
SHARE:

föstudagur, 22. júní 2007

burning...!!!!

andsk....

fékk sjóðandi heita súpu yfir alla vinstri hendina á mér í kvöld.. lenti í smá árekstri við eina stelpuna þegar ég var að fara með nýsoðna tómatsúpu ( þykka ! ) niður í sal fyrir fyrsta hópinn sem kom kl 7 með þeim æðislegu afleiðingum að það slettist svona glæsilega yfir alla hægri hendina , hálfa leið upp á olnboga og yfir hægri fótinn á mér.
fóturinn slapp ágætlega... lítið brunnin þar svosem, en hendin! ARGH ! er eldrauð og komin með 3 blöðrur, Hendin logsvíður alveg.
Svo voru fyrstu viðbrögðin mín auðvitað þau að reyna ða leggja frá mér pottinn eitthvert ( á gólfið) og grípa um hægri hendina með þeirri vinstri og reyna að skafa eitthvað af súpunni af, svona á leiðinni að næsta vaski. svo að ég er brennd í lófanum á þeirri vinstri, og mestum hluta af þeirri hægri fyrir utan 3 putta sem sluppu eiginlega alveg. Lófinn sjálfur er lítið brenndur. Verst er ég brunnin á úlnliðnum og handarbakinu.

það er sko ekki skemmtilegt að gefa 110 manns að borða og vera hálf handlama. Vinnan mín er líka mest í gufu, hita eða heitu vatni!

110 manns aftur á morgun og svo er ég komin í helgarfrí ! :) víiíí

ætla að flýja suðurlandið og fara upp á miðhálendi, labba á fjöll ( sjáum til hvernig það tekst til ) og sofa undir berum himni ( ég legg inn pöntun núna fyrir engum skúrum föst og lau nætur ! )

p.s.
ég myndi sýna ykkur mynd ef að hetjusárin mín næðust á filmu ;)


hey já
í kvöld fór ég svo í miðnætursund í gömlu lauginni með Terese, Tómasi, Jóhönnu, Linusi og Þráni.... já, með hendurnar upp úr auðvitað ! :)
ég var driver og fórum við á Lettnum hans þráins og komum við á bakaleiðinni út á sólheimasandi og leyfðum þeim sem ekki voru búnir að sjá, flugvélaflakið þar.

c ya !
SHARE:

þriðjudagur, 19. júní 2007

hress-ari

náði loksins að sofna aðeins í kringum hádegið og lagði mig svo aðeins seinni partinn. Ég ætti allavegana að geta sofið í nótt...
Eyrnaverkurinn er ekki jafn mikill en ég heyri í vatni þarna inni! það á bara ekkert að vera þarna... urgh. hálsbólgan er falin með verkjalyfjum og ég ætla í vinnuna á morgun.

Tinna, eigum við að útskrifa mig ? ;)
SHARE:

hvur andskotinn...

bara einfaldlega GET ekki sofið og hef nú sjúkdómsgreint mig ( jájá enda orðin 25% hjúkka ) sem VEIKA !
hálsbólga, eyrnaverkur, hausverkur (HAH, ég var semsagt ekki svona þunn á sunnudaginn og ennþá í dag .... eftir 4 bjóra ! ) - smá léttir það samt. já og svo er mér búið að vera heitt og kalt til skiptis út nóttina og ekki getað sofnað í eina mínútu þrátt fyrir öll brögð í bókinni.. deeem...ég hringdi þess vegna í Sollu þar sem hún var vöknuð í morgunmatinn á Höfðabrekku og sagði henni farir mínar ekki sléttar... ég elda líklegast lítið annað en Salómon Elías í þessu ástandi og hef líst mig formlega... VEIKA þó svo að enginn mælanlegur hiti annar en 37.5°C (ágiskun) hafi komið fram.

Ragna vökustaur ;)
SHARE:

Heim

komin heim aftur eftir hressandi Rvk ferð :)

get svo ekki sofnað akkúrat núna svo að ég var að horfa á Las Vegas á stöð 2 ...
FJÁRINN hvað( Danny ) er RUGL flottur... ég er nú ekki vön að segja eitthvað svona hérna en sjáið bara sjálf !
SHARE:

mánudagur, 18. júní 2007

RVK...

já, er komin í bæinn... don't ask why :)

hérna er smá myndband sem ég missti mig af hlátri yfir !

SHARE:

sunnudagur, 17. júní 2007

17. júní

Skrapp á klaustur í gærkvöldi og kíkti aðeins á Systrakaffi, fór svo AFTUR á klaustur í dag og eyddi 17. júní þar :) skemmileg dagskrá á sjoppuplaninu hjá Ella og Gumma og meðal annars voru þarna jeppar, sleðar og motocrosshjól til sýnis. Svo fleytti Gummi Vignir yfir Skaftá á sleðanum sínum og Rúnar gerði heiðarlega tilraun til að fara yfir Skaftá á Tus-Tus ( eldgamall traktor sem var málaður í gærnótt, blár, gulur og rauður bara fyrir þetta tilefni...) taka má fram að Tus-Tus lifði svaðilförina ekki af.
hér eru nokkrar myndir


SHARE:

þriðjudagur, 12. júní 2007

Reykjavik.is

like it...
My room, my apartment, my dear nurse-friends...

hitti hana Hildi mína í hádegismat í gær... :) ætla reyndar að hitta hana aftur á morgun og fá hjá henni Mallorca myndir og svo held ég bara að ég setji þær inn ! :D mínar, þorbjargar og Hildar. þið verðið að taka frá 2-3 tíma til þess að skoða þær.

í sambandi við háskahjólagaurana síðan á sunnudaginn, þá er ég ekki að dæma nema þá sem keyra eins og apar...
já og svo í sambandi við að vera stoppuð af löggunni... tvisvar.. þá finnst mér það bara flott :) ég hefði allt eins getað verið full í fyrra skiptið og hefði getað verið að keyra enn hraðar en ég gerði. Sýnileg lögga er eitthvað sem ég ætla að styðja.

Fyrsta góða veðrið í sumar kom loksins í dag... Ég, Íris Björk og Harpa Þöll notuðum tækifærið til þess að þramma niður og upp laugaveginn og kíkja í nokkrar búðir og enda svo á að fara á Hressó, tylla okkur út í bakgarðinn og panta okkur hvítvín (já nema Harpa sem ætlaði að vera "healthy" og keypti sér myglaðan Mojito!)

klára shopping-listann á morgun og fer svo austur annað kvöld eða á miðv. morgun.

andskotinn já. Ég varð nett brjáluð í dag þegar ég fékk símtal um að giggið sem við vorum búin að bóka á Kaffihúsinu 30. júní á hestamannaballshelginni var afbókað því að kaffið var tvíbókað ! ARGH ! !!!!!!!!!
þetta ætlar ENGAN endi að taka. eða jú, kannski var þetta endirinn.
og ég og fúsa hlökkuðum svooo til að spila :(

Ragna... over and out
SHARE:

mánudagur, 11. júní 2007

jáh!!! úff púff...

já.... leiðinlegt að þessir háskahjólagaurar hafi þurft að læra sína lexíu svona...


maður vonar samt að enginn sé alvarlega slasaður. Þetta er samt slys sem kom mér ekki á óvart þó að maður fái smá hnút í magann að þetta hafi svo gerst. . .
SHARE:

uh, ja...

þetta blogg hérna fyrir neðan er ekkert stutt...

bara svona til að vara ykkur við :)

ætla að fara að sofa, þarf að gera ýmislegt hérna í þessari ferð þó ég verði alveg fram á þriðjudag.

það er allt að gerast núna :D
þarf að hitta einn einstakling sem ég er voða skotin í, annað kvöld, svo er hljómsveitaræfing á selfossi á þriðjudagskvöld ( úúúú.... það er nebbla verið að redda hestamannaballs-helginni sko ! :)
svo er ég ennþá að hugsa hvað ég hlakka til að vera á sumarhátíð 4x4 sem haldin verður í Vík, helgina í kringum 20. júlí. 4x3 á flugi sjá um helling og þar sit ég sem fastast í framkvæmdanefnd, múhaha... :D
SHARE:

eitt stutt blogg

er komin í bæinn... home sweet home ! :))))))
ætla að njóta þess að pissa með hurðina inná klósett opna og skella hurðum seint um kvöld :D

ferðin hingað í bæinn var ansi ágæt bara og alls ekkert einhver ferð sem flokkast undir venjulega ferð á milli Víkur og Reykjavíkur.
hver er það sem afrekar það að láta lögguna stoppa sig 2 klst leið ! *pick me pick me*
jújú, ok.. ÉG ! :)
þar sem að þið eru búin að sjá nokkra broskalla í þessu bloggi getiði getið ykkur um að ég fékk ekki sekt. Í fyrra stoppinu á milli Hvolsvallar og Hellu ákvað hann að stoppa mig af því að ég keyrði undarlega á undan honum ( ég þorði ekki að viðurkenna að ég hefði verið að fara úr skónum ! ) hann hætti samt við að láta mig blása enda virtist ég vonandi vera tiltölulega eðlileg :) sexystuðull lögreglumanns : + 7 ( af 10)

svo var það annað sem kom fyrir á leiðinni... það keyrðu næstum 2 mótorhjól aftaná mig ! hólí gvakamólí ! djöfulsins rugludallar!
ég lenti fyrir aftan vörubíl með þökur og þurfti að hægja á mér og þeir komu á fullu beint á rassinn á mér og rétt náðu ða sveigja framhjá (fannst mér allavegana) og tóku svo fram úr mér og vörubílnum á blindhæð með óbrotnar línur. Þeir fengu ekki fallegar hugsanir frá mér.
Rétt eftir þetta þá mæti ég einni löggu í viðbót ( löggur út um allt í kvöld greinilega ) og ég hugsaði að hún HLYTI hafa náð að mæla þessa geðveiku menn/konur. Eitthvað hefur allavegana verið í gangi því að í fjarska þegar ég er að keyra niður Lögbergsbrekkuna sé ég 4 löggubíla með blá ljós koma og snúa svo allir við... nokkru síðar koma 2 aðrir löggubílar og taka fram úr mér og fara að elta... alveg örugglega hjólin held ég !

þegar ég var komin á rauðavatn sé ég eftir 2 sjúkrabílum keyra til vinstri á hringtorginu í átt að Breiðholti og svo sé ég 1 annan sjúkrabíl koma þangað aðeins síðar. Spurning hvort að einhverjum hafi tekist að slasa sig í þessu alle sammen ! ?

ég ætla að halda áfram að "vera við það að brjóta lög alvarlega" og láta löggur stoppa mig... just saves my day ! :)
SHARE:

miðvikudagur, 6. júní 2007

Ragna kokkur


hér stend ég við kalda borðið á hlaðborðinu sem ég mun kokka í allt sumar....
SHARE:

sólheimajökull - labbitur

fórum nokkur af Höfðabrekku í dag í göngu í mikilli rigningu upp á Sólheimajökul í boði Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.
hér eru 2 myndir því til sönnunnar..

SHARE:

þriðjudagur, 5. júní 2007

Ragna - Hjukka...

rosalega hljómar þetta vel :)

það er komið á hreint að ég náði öllum prófunum og barasta með þessa líku fínu meðaleinkunn... að mér finnst allavegana :D félagsfræðin dróg mig helvíti niður en ég ætla ekki að láta það draga mig niður :)

14 tíma vinna í dag og mæting aftur kl 10 í fyrramálið...sumarið byrjar ve! urgh.

er samt búin að komast að því að það er mun auðveldara að vinna tvöfalda vakt á hjukrunarheimili en 14 tíma í eldhúsi... allavegana í eldhúsi sem maður sest nákvæmlega ekkert niður nema til að fara á klósettið eða í hádegis og kvöldmat. fótaverkirnir hætta samt eftir 3 vaktir af fenginni reynslu síðustu ár :)

nokkuð easy dagur í vinnunni á morgun, samt hélt ég að dagurinn í dag yrði eins, helvítis óstundvísa kvikmyndafólk!
fyrir mér er "mæting í mat kl hálf 9" ekkert lík því að mæta í mat kl hálf 12...

over and out :D
SHARE:

sunnudagur, 3. júní 2007

my life...

.... er frekar auðvelt.
ég á ekki börn, hús, hund og hef engar skyldur gagnvart neinum nema þær sem ég ákveð sjálf og eru þá teknar í algeru samráði við mig :) ég ætla því að loka augunum og njóta augnabliksins !
ég ætla því að reyna að hætta að leyfa mér að hafa áhyggjur af ómerkilegum hlutum... stressa mig á aðstæðum sem ég get alveg ráðið við eða leyfa mér að sleppa hlutum bara af því að ég hef örugglega ekki tíma fyrir það, ég þarf bara aðeins að skipuleggja mig betur og þá passar þetta oft saman ! :)

það lítur allt út fyrir að ég sé orðin 25% hjúkrunarfræðingur... jibbí. ein einkunn eftir að koma, en ég er allavegana komin með 70 % námsárangur og það er það sem ég þarf líka til að fá eitthvað af þessum námslánum sem ég er búin að eyða. Hlakka til að byrja næstu önn með bankareikning í plús í staðinn fyrir 50 þús í mínus. já, ég safnaði ekki MIKLUM pening í englandi, hefði svosem getað safnað mér pening en ég var þarna til að skemmta mér, upplifa hluti og gera sem mest, og það gerir maður ekki með því að spara eins og djöfullinn ! :D ég náði líka að koma 3 sinnum heim, fara einu sinni til Berlín og einu sinni til Dublin á þessum tíma, eða 9 mánuðum réttara sagt. góður árangur það. Er mikið búin að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Á ég að sérhæfa mig eða ekki, á ég að fara í ljósmóðurina eða ekki... núna get ég ekki valið á milli - Bráða og slysahjúkrunar eða barnahjúkrunar. Svo kemur líka til greina eins og planið var alltaf - ljósmóðir. Hvernig væri að læra skurðhjúkrun kannski líka ? obbosí... :D allt komið í rugl :)

vinnan á Höfðabrekku hefst á morgun fyrir alvöru. Veit ekki hvort ég hlakka til... nei ætli það... mest vildi ég vera að vinna á sjúkrahúsi. en þar væri ég að stunda góðgerðastarfsemi fyrir ríkið.... ég ætla ða byrja með bankareikning í plús næstu önn og ekki þurfa að fá fyrirframgreiðslu frá bankanum fyrir námsláninu.

thumbs up...
SHARE:

laugardagur, 2. júní 2007


áður en við fórum að borða hjá Einstein


sundlaugargarðurinn að næturlagi


kokteilar á línuna !


verslunarleiðangurinn í Palma að hefjast


Síðasta kvöldið
SHARE:

Heima....

ég ER komin heim og ég er EKKI allt of ánægð með það ! ....

er farin að hlakka til hjálparstarfsins sem ég ætla að gera næsta sumar, hlakka til að fara til DK í heimsókn til Árúnar og Palla og Theu Mistar og hlakka til að komast til USA sem fyrst.... ég hlakka til að komast héðan aftur...
svo er ég farin að gæla við skiptinám í 1-2 annir til að prufa eitthvað ennþá meira nýtt...

ég hlakka líka til að fá hjúkkurnar mínar til mín 23. júní ! :D
SHARE:

föstudagur, 1. júní 2007

hihi :)

heimferdardagur i dag....

úff. mér er sem betur fer ekki jafn heitt í dag og mér (okkur) var í gaer.
skelltum okkur í og á sjóinn og hugborg afrekadi tad ad brenna all svakalega.... hún er tvi í útivistarbanni í dag :)
ef ekkert hefdi klikkad ta vaeri ég á flugvellinun núna ad fara ad fljuga til íslands eftir 55 mín.... en tad keyrdi einhver matarvagn á flugvélina okkar í Kanada svo ad fluginu okkar hefur verid frestad til 6 og t.a.l. rútuferdinni á flugvollinn líka.. (jess... smá meiri sólartími sem vid hofum! )

húdin mín er eitthvad ad mótmaela solinni og er ég med stingi út um allt... og litlar bólur . en tad er bara cool er tad ekki ? :p

trainn brósi á svo afmaeli í dag og er í tokkabót ad útskrifast sem sveinn í bifvélavirkjun í dag :)

kiss ! :)

á morgun verdur tetta líka svaka afmaeli heima med grilli´, bjórkút og laeti...

tangad til naest !

adios!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig