fimmtudagur, 29. júlí 2004

úff. langt síðan ég skrifaði

Jæja, fór inn í hóla þarna í síðustu viku og gerði voða voða lítið. Hékk bara með þeim Berglindi, Brodda og Arnari og fór með gamanmál. fékk að skoða vatnsbólið því að það voru svo margir þarna og ALLIR í sturtu að Broddi hafði einhverjar áhyggjur að þeir myndu bara KLÁRA allt vatnið. 176 hestar voru þarna í girðingum og trúlega mesti fjöldi hesta sem hefur verið þarna í einu. A miðvikudeginum afrekaði ég margt, hjálpaði Brodda að þrífa kofann, svaf yfir mig í prinsessurúminu, fór í sólbað, skrapp í góðan göngutúr og já, tókst að henda nýju myndavélinni í lækinn!!! steindrapst alveg greyið. hljóp bara beint í Brodda með myndavélina alveg rennandi blauta og hann sagði mér nú bara að róa mig og setja hana í sólbað í þurrkun, það sem eftir leið af deginum var allt ómögulegt enda þekkja örugglega allir hvernig mér leið þegar ég var alveg viss um ða ég var búin að eyðileggja dýru, fínu myndavélina!!!
Sendi hana bara svo daginn eftir í viðgerð án þess að þora að viðurkenna fyrir neinum að ég hefði klaufast til að eyðileggja hana og var í stöðugum símtölum við viðgerðarmennina sem voru allaf með nýjasta status á henni.
Helgin leið semsagt án þess að geta ekki tekið neinar heimildarmyndir en það var rosa fjör og svaka fyllerí!!

Fór í bæinn á þriðjudaginn....
Tók með mér þær Suzannah og Inger (sem eru btw danskar og vinna með mér á Höbbðabrekku) og við fórum saman í svona "túristaferð"  og gerðum allt það sem hægt er að gera

-Laugavegslabb og út að borða á Vegamótum í rosa góðu veðri og sólbaði
-Kringlan með stoppi í Ríkinu þar sem ragna náði að versla vín!!!! jibbí
-Bláalónið í sólbaði og geggjuðu veðri
-Kínverskt take-away og bjórdrykka
-Þórður og Steini boðaðir í partý heima hjá mér
-Farið á Dubliners og furðað sig á öllu þessu fulla fólki á þriðjudegi!
-Þórður hellti í okkur bjór!
-Heim í eftirpartý

-Suzannah vekur alla með  heitum pönnukökum og sýrópi, (kannski ekki beint það sem manni langar mest í eftir svona fyllerí)
-tókum seint eftir því að strákarnir sem gistu voru horfnir
-Reynt að lífga Inger við... tókst ekki!
-Perlan
-Saga Museum í perlunni, þvílík snilld!!!
-Myndavélin sótt, Allt í lagi og þeir eiginlega klóra sér í hausnum enn í BECO hvernig það getur eiginlega staðið á því. Og vatns-memori-cardið virkar og allar myndir ennþá inn á því
-Smáralindin skoðuð, þær voru voða hressar með að hafa séð stærsta typpi í heimi!
-Farið í Tívolí
-Eytt pening og verlslað hitt og þetta
-Út að borða á Burgerking og mér finnast hamborgararnir ekkert góðir ennþá
-Farið í Bíó á Shrek 2
-Heim og borðað kínverska afganga og tekið til
-brunað austur með viðkomu við Seljalandsfoss
-zzzzzz

Vil bjóða Árúnu velkomna heim svona formlega
Búin að sakna hennar alveg hjélling, nú er einhver sem getur hlustað á kjaftasögurnar mínar....

 

SHARE:

mánudagur, 19. júlí 2004

halló hæ

Frí á morgun, og á miðvikudaginn
ætla kannski inn í hóla í heimsókn til Arnars og þeirra.... :)))
sjáumst seinna
góða nótt!!!
SHARE:

sunnudagur, 18. júlí 2004

halló hæ.
voða lítið að frétta af mér... soldið sybbin samt því að ég var að vinna á barnum á halldórskaffi í gærnótt, eftir vinnu á Höfðabrekku....
Orri var eitthvað að spá í að vera lengur og hjálpa mér ef það yrði eitthvað að gera en ég sagði að ég gæti nú alveg reddað þessu ein það væru hvort sem allir í gömlu seljavallarlauginni að djamma.
Svo upp úr 1 var allt í einu balasta troðfullur salur!!!
Hringdi á hjálp í orra sem sendi Dittu mér til aðstoðar en svo mikið var að gera að þegar Orri kíkti við þá stóðum við á haus við að afgreiða bjór og óhóflega mikið af jóa spes þannig að hann setti á sig svuntu og hjálpaði til líka. samt vorum við alls ekkert aðgerðarlaus. Fólk sat orðið í gluggunum og allt að gerast.
Týpískt fyrir mig að taka að mér vinnu þegar mesta fjörið er...
En mikið er ég samt fegin að hafa verið edrú og geta verið hinum meginn við barinn að taka á móti peningum en ekki rétta peninginn yfir í gagnstæða átt eins og ég venjulega geri um helgar.
ég er í 2 daga fríi í vikunni held ég ...
jibbí
fyrsta 2 daga fríið mitt í sumar
ég verð eiginlega að gera eitthvað af viti, en verst er að það eru engir í fríi til ða gera eitthvað með mér. En ég er að plana smá og ætla ekki að láta fjarveru annara stoppa mig í að gera eitthvað í einhverfukasti!! :))))
 
SHARE:

föstudagur, 16. júlí 2004

halló hæ

Hildur átti ammili í gær.... Til hamingju með það
í tilefni þess eins og ég sagði í síðasta bloggi þá ætluðum við Þorbjörg að taka hana í smá óvissuferð.
Þorbjörg var búin að fá frí fyrir hana í vinnunni og ég búin að sansa Gústa (kærastann) .
Ég fór því kl 3 og sótti hana heim til sín þar sem hún átti að vera tilbúin svona í freekar fínum fötum og brunaði með hana í bæinn.
Eftir stutt stopp í kringlunni fórum við í Smáralind þar sem við fórum á T.G.I Friday's og átum á okkur gat af kjúlla. Konan sem þjónaði okkur spurði okkur hvort við værum að fara á Fame-sýninguna en ég og Þorbjörg sögðum bara NEI. Svo þegar búið var að borða og klukkan orðin meira en 7 fórum við og borguðum og auðvitað buðum ég og Þorbjörg Hildi upp á matinn. Þar spurði strákurinn okkur hvort við værum að fara á Fame, við auðvitað sögðum NEi þar sem við vorum sko ekkret að fara. Það var allt fullt af fólki þarna fyrir utan enda 800 og eitthvað manns að fara að skoða Fame en við þrömmuðum framhjá...
Þangað til Þorbjörg sagði "eeða ekki...." og við snérum við í þann mund sem hún gramsaði eftir Fame-miðunum sem var partur af ammilisgjöfinni.
Skemmtum við okkur mjög vel en það var samt soldið hátt stillt það sem þau sögðu, svo að skærust-rödduðu leikkonurnar smugu í gegnum merg og bein með hátalarakerfinu.
Eftir langt uppklapp og óvænta árás leikara í salinn fórum við út til að taka þátt í síðasta dagskrárlið dagsins, en það var Tívólí! :)
Tókst mér eftir nokkurt suð að draga stelpurnar í Parísarhjólið. en svo fórum við í Bollana. jibbí, þar er alltaf jafn gaman :))))
Eftir þennan frábæra dag var haldið heim
um nóttina þegar ég kom heim stóðu á borðinu 6 VODKAFLÖSKUR!! Pabbi hafði fengið þær gefinst fyrir að hjálpa einhverjum úllum.
Þið vitið semsagt hvar má finna mig á næstunni :)))
Ingvar crashaði bílnum sínum í nótt með Björgvin og Sólbjörgu og er hann ónýtur! Þvílík mildi að þau skulu ekkert hafa meitt sig en það hvellsprakk og bíllinn endastakkst út í skurð með veltu. Mesta lánið er þó að Sandra, hin dóttir Björgvins hafi ekki verið með enda hennar sæti lang verst farið.

Sólbjörg á eins árs afmæli í dag. þvílíkur dagur fyrir hana....
en enginn meiddur sem betur fer, strákarnir þó ansi stirðir. en afmælisbarnið bara ánægt og hlær á afmælisdaginn sinn.
Halla var eitthvað stressuð yfir afmæliskökunni hennar því að í skírninni þegar hún var skírð skreytti hún músaköku sem varð útlítandi eins og skrímsli og spurði hvort að ég gæti nú ekki hjálpað henni við að bjarga kökunni í þetta skipti.
ég gerði það og skemmti mér alveg konunglega!! er bara ánægð með útkomuna allavegana
tók svo mynd af afmælisbarninu og kökunni en það var eitthvað erfitt að hafa hana kyrra því að hún var alltaf að fara að tína nammið af músinni :)
 
SHARE:

miðvikudagur, 14. júlí 2004

6000

6 þúsundasti gesturinn er væntanlegur í dag eða morgun síðan talning hófst.
SHARE:

Ragna rænd af geimverum???

jæja. ég er eiginlega búin að vera horfin af yfirborði jarðar í nokkurn tíma og hef ég ansi góðar ástæður  tókst mér þó að koma inn myndunum af humarhátíð en alls ekki að klára ferðasöguna, það kemur þó væntanlega einhverntímann inn 

ég er búin að hugsa á hverjum degi að nú skyldi ég blogga þegar ég kæmi heim úr vinnunni en það er bara búið að vera svo gott veður að það að sitja inni í tölvu þegar ég hef þetta 2 tíma frí yfir miðjan daginn í staðinn fyrir að sóla sig og gera eitthvað hollara væri örugglega brot á stjórnarskránni ! svo á kvöldin er það bara koddinn.

Fréttir...
Willi kokkur fór í frí í síðustu viku. Ég og Carina fengum því það skemmtilega starf að leika kokka í 4 daga og stóðum við okkur með prýði. Héldum því fram lengi vel að við þyrftum ekkert að fá hann aftur, við værum svo helvíti góðar, enda gátum við hæglega undurbúið hlaðborð fyrir 120 manns án þess að við blésum úr nös. Við fórum reyndar að draga til baka yfirlýsingarnar um að við þyrftum ekki að fá Willi aftur því að okkur vantaði einhvern í uppvaskið!! 

Mamma og pabbi skruppu í ferðalag og keyptu sér í leiðinni nýtt fellihýsi. Með því hrundu þau af stað kaupkeðju sem var þannig að íva og grétar keyptu gamla fellihýsið (en þau áttu fyrir gamla tjaldvagninn okkar) og Inger og Sveinn keyptu tjaldvagninn af þeim. Gamlar minningar eru semsagt lagðar í bílastæðum út um allt þorp núna 

Árún er farin til ítalíu ... Búhu´

Ragna er að fara til eyja um versló!!!! jibbííííí!!
Fúsi og Jón ætla með, eða eiga allavegna miða á móti mér og nú er fúsi að reyna að bakka út úr þessu og fara í stað á unglingalandsmót!!! með kærustunni og tengdafjölskyldunni, hver fórnar eyjum fyrir unglingalandsmót, sérstaklega þar sem maður er orðinn of gamall til að keppa!! jesús minn!
Þannig að ég fér ein þó að þeir bakki báðir út úr þessu.
já og BTW, við keyptum auka miða sem er laus. svona ef einhver vill hoppa með. 3400. út á lau og til baka á mán. hver og hver og vill?

Pabbi á ammili í dag
til hamingju gamli 

Hildur á Ammili á morgun
ég og Þorbjörg erum að fara með hana í óvissuferð!!!  hehe.
(nú hugsar þú örugglega hve vitlaus Ragna er að setja þetta á netið, en Hildur veit að hún er að fara að gera eitthvað  )

Um helgina var kíkt á pöbbinn eins og venjan er og fór allt staffið og haldið var smá blesspartý fyrir Francescu sem var að fara aftur til Ítalíu, ég get ekki sagt að égeigi eftir ða sakna hennar, eða þá að einhver muni gera það....
usss, ég ætla ekki að vera vond

en vitiði af hverju ég er búin að blogga????
hehe, Ragna er svo sniðug. Hún fór með tölvuna út í sólbað þannig að nú verð ég bara að setja diskling í tölvuna og cópara þetta sem að ég er að skrifa....

Fattaði það núna um daginn að sumarið er að vera búið! arg, ég er ekki að grínast
um 5 vikur eftir eða svo þangað til að maður ferð að drulla sér aftur í bæinn og fara í skóla. og ég sem er ekki búin að gera shit! Það er samt ekkert skrítið kannski enda er ég alltaf að vinna um helgar þegar aðrir eru í fríi og fæ svo bara dag og dag á virkum dögum sem ég eyði í bull, alein þá oftast því að það eru allir að vinna! 






SHARE:

mánudagur, 5. júlí 2004

Humarhátíð

Jæja, eins og nokkrir vita þá skrapp ég á Humarhátíð á Höfn um helgina og stefnt á stanslaust stuð.
(Myndir komnar)
Var Jón eiginlega hálft í hvoru búinn að plata mig út í þetta og ég var ekki að fara með neinum sérstökum. ég læt sko enga aumingja sem nenna ekki að skemmta sér við að gera eitthvað annað en að horfa á! stöð 2 stoppa mig í að gera eitthvað skemmtilegt :) og hana nú! það er nefnilega eiginlega staðreynd að ég verð bráðum gömul og ætla ekki að fara að sjá eftir einhverri leti sem ég hefði stundað á unglingsárum.

Allavegna... var í fríi á föstudegi og laugadegi svo að eftir mikla snúninga og vesen tókst mér lokst að leggja af stað frá vík rúmlega 4. Stoppaði ég svo heima hjá Jóni til að taka með tjaldið hans sem ég ætlaði að fá lánað ef ég þyrfti á endanum að tjalda, en ég var svona eiginlega að reyna að vona að ég myndi sleppa við það helvíti, svo er líka ekkert gaman að sofa einn í tjaldi. Með þessu fornláta tjaldi fylgdu leiðbeiningarnar " sko ef þú tjaldar því, þá tekur þú það ekki niður, heldur BRENNIR það!" Það á víst að vera eitthvað myglað :)

tæplega 7 var ég komin á Höfn og verð ég eila að segja það að mér finnst ANSI mjög leiðinlegt að keyra yfir alla þessa helvítis sanda!!! Jón var vitaskuld ekki í móttökunefndinni heldur var hann liggjandi undir einhverri druslu eins og venjulega!! :) Bílskrjóð í því samhengi... Sem átti að skella vél í (bíllinn að detta í sundur samt) til að taka þátt á í Burn-out keppni á laugardeginum
Gekk ég því þarna í hringi á staðnum á meðan ég hugsaði um hvað ég ætti til bragðs að taka fyrst að Enginn sem ég þekkti var kominn og Helga og Ægir ásamt einhverjum djammfélögum ennþá á leiðinni og því ... ókomin. :p Jón benti mér þá á það að Magga Rán var komin og einhverjir á klaustri með henni. ÞEssir einhverjir voru svo Birkir, Jóna Hulda og Harpa. Mamma Möggu Rutar var´búin að leigja þarna á svæðinu eitthvað dúkkuhús sem þau öll ætluðu að gista í auk Auðar frænku og Helgu. Þau voru svo indisleg að leyfa mér að "crasha" í stofunni/Andyrinu/Eldhúsinu/forstofunni svo að íkveikja á tjaldi datt upp fyrir, þessa helgina allavegana.

Þegar ég var búin að koma draslinu inn var tekinn rúnturinn niðrí bæ og tékkað á stemmingunni. Ég og Jóna byrjuðum auðvitað á áð týna öllu liðinu sem við fórum með niðrá höfn eins og skot og fórum því bara og stálumst til að kaupa Candy-floss (minnir mann bara á tívolíið í Hveragerði! ) Eftir nokkurt labb og ágæta skemmtun fremst við sviðið ásamt öllum undir 10 ára á svæðinu að hlusta á Felixx Bergsson fundum við liðið. Þá var Birkir búinn að eyða um 20 mínútum við að velja sér einhver sólgleraugu . . . svo er talað að við kvenmennirnir séum lengi að ákveða okkur! :) Þegar við vorum líka búin að máta nokkur gleraugu var kominn bjórfílingur í liðið og hröð spor tekin á leiðinni heim!
Víkurkrakkarnir voru líka komnir og farnir að leita sér að tjaldstæði, sem var svo á endanum uppi í skógi einhversstaðar í voða "Cozy" fílíng. Veit reyndar ekki hvort að þetta hafi verið eitthvað voðalega slétt :))) Í staðinn fyrir að hanga með þessu liði fór ég í smá göngutúr til að gera tjékk á hve vel Helga og Ægir höfðu tjaldað upp fallega litaða tjaldvagninum. Helga taldi 3 hæla vera nóg til að festa hann, það gerði varla þaaað vont veður :)
Með þeim voru svo einhverjir Fáskrúðsfirðingar í alsherjar djammstuði, þau Gunni, Arna og Óli. Mikið gat maður hlegið af þeim öllum og þegar bjórinn virtist vera kominn ágætlega ofan í liðið og Óli og Gunni búnir að hampa Coleman stólunum sínum með MARMARAborðinu nóg (sem þeir keyptu þegar þeir voru sendir í þann leiðangur að kaupa gaskút!!) Planið var að fara á Víkina þar sem hljómsveitin Parket var að spila en þegar að var komið voru 3 inni og allir örugglega í fjöldskyldu söngvarans. Staujuðum við því frekar niðrá Höfn og fórum á Pakkhúsið þar sem einhverjir snillingar voru að spila og lækkuðum við meðalaldurinn talsvert með að koma þarna inn. Vorum við þar inni í smá stund en fengum okkur svo Humarsúpu í millitíðinni mmmmm, góóóóð!

(Nenni ekki að hanga inni í þessu góða veðri takk!!)
SHARE:
Blog Design Created by pipdig