þriðjudagur, 28. desember 2010

Arininn kominm uppá vegg :)

Falleg birta frá honum og yndislegur varmi
SHARE:

laugardagur, 25. desember 2010

Jólin 2010 í myndum

Ég og Viðar  
það þarf klárlega að endurskoða stærð jólatrésins... pakkarnir komust ekki undir

og aðrir pakkar voru settir hinumegin við hurðina

jólaborðið

jólahundurinn



safaríki og bragðgóði jólamaturinn

Familían 

Hundurinn sem fær líklega hjartabilun á næstunni af saltáti

Þráinn og Karen að opna stóra pakkann

ég opnaði sjálfvirka kaffivél og þráinn og karen dáðust að risa grillinu sínu

sátt! 



Mamma og pabbi fengu matvinnsluvél 

Erum enn í Vík en það verður humar í kvöldmatinn og brunum við svo aftur í bæinn. Næturvakt í nótt hjá hjúkkunni. 
SHARE:

föstudagur, 24. desember 2010

Önnur jólagjöf

Í Stubbaselinu verdur alltaf heitt á könnunni hédan frá :)
SHARE:

Verid ad prufa eina jólagjöfina

SHARE:

Jól 2010

Gleðileg jól kæru lesendur

Þakka árið sem fer senn að líða og hlakka til að halda áfram að blogga á næsa ári. 



Jólakveðja
Ragna Björg




SHARE:

miðvikudagur, 22. desember 2010

Jólablogg

Næsta matarblogg mun vera um ofneldaðan hamborgarahrygg...

Hef ætlað mér að hanga á öxlinni á mömmu og sjá hvernig hún gerir þetta....
Þó að ég hafi nú gert þetta sjálf og tókst jafnvel upp og henni, þá get ég örugglega lært eitthvað af kokknum :)
SHARE:

mánudagur, 20. desember 2010

Lakkrístoppar

Eða Lakkrískurlkökur
eða Kurlkökur
eða Lakkríssmákökur
eða Lakkrístoppar
eða Lakkrísbitasmákökur

Það er nú meira hvað hægt er að kalla sömu smákökurnar mörgum nöfnum :)


Ég hef því ákveðið að henda inn uppskriftinni minni að lakkrístoppum og smá leiðbeiningum með fyrir þá sem eru kannski að fara að gera þessar kökur í fyrsta sinn.

Það eru eflaust til fjöldinn allur af uppskriftum fyrir þessar kökur en hér er ein sem hefur aldrei klikkað (ef hún er gerð svona eins og ég sýni ykkur á eftir).

Mér finnast lakkrístoppar eiga að vera litlar, með grófri áferð (ekki sléttar og kúptar), crunchy að bíta í en aðeins mjúkar inní. Þessi uppskrift er með ljósum púðursykri sem heldur í karamellubragðið eins og í púðursykursmarengs í en liturinn á kökunum helst hvítur



3 eggjahvítur.
Mér finnst best að velta eggjarauðunni á milli skurna og láta eggjahvítuna falla í skál.
Ef ég þarf að skilja í sundur mörg egg þá brýt ég nokkur egg í einu í skál og veiði svo rauðurnar uppúr með puttunum. 

Hráefnið er nú ekki mikið. Allt gífurlega "heilsusamlegt" samt.
Endilega gerið bara kökurnar litlar ! :)

Þeytingin skiptir miklu máli. Ég þeyti eggin+ljósa púðursykurinn í tæpar 10 mínútur í handþeytaranum
já. . . seriously. ég á ekki hrærivél 

þetta á að vera stíft. Vel á að mótast í marengsinn eftir þeytarann og koma fallegur toppur á marengsinn þar sem þú tekur þeytarana uppúr 

Saxa súkkulaði... ekki crucial thing hvernig það er gert. Svona geri ég það.
Gott að setja blauta tusku undir skurðarbrettið og ekki strjúka súkkulaðið af hnífnum of oft þó að það festist aðeins við. Annars fáið þið kámuga og klístruga súkkulaðiputta 

Lakkrísbitum og súkkulaði skellt ofan í marengsinn 

Mjög mikilvægt að leggja þeytaranum þegar þessu er blandað saman.
Notið sleikju eða sleif og veltið þessu hægt og rólega saman

vel blandað... þá er bara að.. ? 

....búa til litlar smákökur.
Ég geri minar frekar litlar með 2 matskeiðum. Þær eru ca 2-3 cm í þvermál, eða rétt  um munnbiti.
Hægt er að hafa þær MJÖG þétt á plötunni þar sem þær þenjast lítið sem ekkert út og halda lögun sinni vel í ofninum

eftir korter í ofni sem stilltur er á 150°
.. taka þær út og bíða í smá stund með að taka þær af pappírnum, Þær losna auðveldlega þegar þær hafa kólnað aðeins.
(bíddu, er búið að bíta í eina ?!)
Uppskrift:


3 stk eggjahvítur
200 gr. ljós púðursykur
150gr. súkkulaði saxað
1 poki lakksískurl

Eggjahvítur og púðursykur þeytt vel, lakkrískurlið og súkkulaði blandað varlega saman. 
Bakað við 150°c í 15 mín (ég nota alltaf blástur og set þetta á 2 plötur) 
(athugið að ef kökurnar eru stærri, þá lengist að sjálfsögðu bökunartíminn)


Gerir ~70-75 stk

EF kökurnar eru harðar, með hörðum lakkrís eða fletjast út í ofninum. Geta ástæður fyrir því verið gamall lakkrís, of mikið bakaðar og/eða of lítið þeyttar eggjahvítur

gjörið svo vel :)
SHARE:

Vinningshafi

Dró út einn heppinn lesanda sem kommentaði á síðustu færslu

númeraði öll kommentin og notaði svo randomizer.org til að velja eina random tölu.

Sú heppna var Helena Smáradóttir og á hún núna email frá mér með frekari upplýsingum

til hamingju Helena :)

SHARE:

fimmtudagur, 16. desember 2010

Gjafaleikur - Giveaway

Jæja

Ég er í jólaskapi og hef því ákveðið að gefa einum heppnum lesanda jólagjöf.

Jólagjöfin er frábrugðin öðrum jólagjöfum þar sem það getur vel verið að ég þekki EKKERT þann sem vinnur gjöfina og þið fáið að vita hvað verður í pakkanum

Heildsalan Serica gefur þennan fallega kökudisk. En þessir diskur fást í Hverablómi, Hveragerði og Gallerý Nýblóm í Mosfellsbæ og kostar aðeins í kringum 4000 kr sem er ansi lítið fyrir kökudisk á fæti skal ég segja ykkur


Hér stendur annar samskonar en minni diskur ofan á


Til að taka þátt þá þurfið þið aðeins að skrifa í kommentin hver er ykkar uppáhalds jólasmákökutegund og kvitta undir nafni og með emaili svo ég geti haft samband við ykkur. 

Ég mun svo draga út rosalega heppinn lesanda af handahófi á mánudagskvöld, hafa samband við ykkurog senda ykkur pakkann í pósti. 


Látið berast !!  :) 

Kv
Ragna Björg 




SHARE:

Jólagjöf til lesenda - Giveaway!!




Ég hef ákveðið að gefa einum sem fylgist með blogginu gjöf í tilefni jólanna :) 

Fylgist með á fimmtudaginn. 

Ég mun þá segja hvað þið þurfið að gera til að taka þátt og hver gjöfin mun vera :) 


(það þarf samt alveg pottþétt ekki að gera "like" á facebook, ég lofa því) 


SHARE:

miðvikudagur, 15. desember 2010

Jólabakstur

Ég hef nú ekki gert mikið í því núþegar að baka fyrir jólin.
Ég og Ingibjörg Rósa hittumst hins vegar hér í Stubbaselinu um daginn gerðum breskar Mince pies sem eru litlar bökur fylltar með fyllingu sem samanstendur af sætum þurrkuðum ávöxtum, hnetum, möndlum og smá áfengi.
Alveg skugglega gott og minnir okkur báðar á tímann sem áttum í Bretlandi þó að það hafi verið um 10 ár á milli þess sem hún var í UK og svo þegar ég var þar ...

Vignir, frændi viðars kom svo og hjálpaði Viðari við piparkökubaksturinn og á meðan gerðum við Ingibjörg einnig sörur (fyrsta skiptið hjá mér, og tókst snilldar vel  ! )

Við sátum svo öll og skreyttum piparkökurnar saman.
ég vil koma með eina sniðuga ábendingu.

Ekki nota glassúr á piparkökurnar. Gerið frekar krem sem heitir "Royal Icing"
Það litast mun fallegra heldur en glassúrið og gerir kökurnar ekki svona skelfilega linar eins og glassúrið gerir.

Gaman er að setja krem í sprautupoka líka og sprauta þá útlínurnar og nota þynnra krem í sama lit til að fylla uppí eyðurnar. eins og hér :


eða hér:




Skoðið svo SignatureSweetShoppe youtube síðuna og dáist að fallegu jólakökunum sem hún skreytir ! :)

Royal Icing kýs ég að gera með meringue powder (fæst í Húsasmiðjunni)
uppskriftin er hér: Royal Icing 


Nú orðið fæst orðið meira og meira af skrauti, lituðum sykri, matarlitum (ég mæli eingöngu með gel-matarlitum, þeir koma einfaldlega fallegast út í hvert skipti og þynna ekki kremin), skrauti og spreyi.
Enn sakna ég margs sem ég sé á erlendum síðum en þetta er allt að koma.
Helsti draumurinn væri ef einhver búð myndi bjóða upp á allt vöruúrval Wilton og þá yrði ég hamingjusöm ! (Búðir sem selja Wilton vörur á íslandi eru t.d. Húsasmiðjan, Byko og Partýbúðin)

samvinnan var gríðarleg

ótrúlega góðar saman

mincemeat að fara bollana

lokið sett á 



tilbúin !!!! 

girnlilegar. gylltar, heitar sætar, crunchy...



málarateamið

nauðsynlegt að halda einbeitingu !

Arnar Smári duglegur

nauðsynlegt að hafa málara í svona verk :) 


jæja folks !
þið sem eruð ekki búin að gera piparkökur.. go for it !
SHARE:

mánudagur, 13. desember 2010

Eplaskífur

Gleymi alltaf að gera blogg um eplaskífurnar mínar .... 

þarf að fara að gera það við tækifæri

er það ekki annars? :)





SHARE:

fimmtudagur, 9. desember 2010

Súkkulaði cupcakes með karamellu



Svo simple og svo gott ! 
Notið uppskriftina að súkkulaði cupcakes sem þið finnið hér

Setjið svo hálfa karamellutöggu eða einhverssskonar harða karamellu ofan á deigið þegar það er komið í formin í muffinsmótinu. Bakið kökurnar eins og venjulega og kakan mun svo gleypa karamelluna :) 



mmmm karamella ! 

Til þess að toppa þetta setti ég Smucker's karamellu topping ofan á kökurnar líka!  (fæst í hagkaup)
Margar aðrar gerðir af karamellusósu koma til greina


Enjoy !!! :)
SHARE:

þriðjudagur, 7. desember 2010

Saltfiskur undir spænskum áhrifum





Ég elska saltfisk... Ég fæ mér frekar saltfisk á veitingastöðum frekar en nautasteik og ég er ekkert að skrökva.
Á veitingastöðum er saltfiskur oftast borinn fram með tómatasósu og ég hef prufað nokkrum sinnum að gera eitthvað hérna heima sem hefur tekist ansi vel til.
Núna ákvað ég að vigta allt og mæla og til að deila með ykkur og eins og þið kannski takið eftir ef þið hafið skoðað uppskriftirnar mínar þá er uppskriftin keimlík uppskriftinni minni af ofnbakaða fiskréttinum en er kannski aðeins flóknari en hún þó svo að sumir grunnþættir séu eins

byrja á að undirbúa allt fyrir fiskinn, setja bygg í eldfast mót. hveiti í e-ð ílát og hér er ég að vigta fiskinn fyrir ykkur

Fiskurinn þakinn í hveiti og smá svartur pipar mulinn yfir, hér þarf að sjálfsögðu ekki að salta :)
fiskurinn er svo steiktur í olíu þar til rétt gullinn og lagður ofaná bygggrjónin

Laukur, hvítlaukur, beikon og ólífur steikt saman a pönnu í 2 mín ca, ekki á hæsta hita

tómatsósum bætt útí

soðið í 10 mínútur þar til að það þykkist aðeins, saltað með herbamare salti og piprað að vild + púðursykur (tekur aðeins tóninn niður í tómatbragðinu). Hér er chilli piparinn settur ef þið leggið í hann (verður svoldið sterkt)

rétt áður en þið hellið tómatasósunni yfir fiskinn, bætið steinselju við 


Fisknum raðað í mót og sósunni hellt yfir

Það þarf í sjálfu sér ekkert ost.. þetta er gott og girnilegt eins og þetta er svona ! 

En hver vill ekki smá ost?
Bakað í ofni þar til osturinn verður aðeins gullinn

Uppskrift:

600-700 gr beinhreinsaður saltfiskur skorinn í stykki
0.3 dl matarolía
3 dl hveiti
Pipar

5 dl soðið bygg, perlubygg eða hrísgrjón

Sósa:
1/2 laukur saxaður
2 hvítlauksrif
2 beikonsneiðar, skornar í strimla
1 dl ólífur,  sneiðar, heilar, svartar eða grænar
1/2 tsk chilipiparfræ (má sleppa)
1 dós hakkaðir/saxaðir tómatar
2 dl tómat passata
3 msk fersk steinselja eða basilíka
Herbamare salt
pipar
1 tsk púðursykur





nú er um að gera að prufa að gera saltfiskrétt í stað soðins saltfisks :) 


SHARE:
Blog Design Created by pipdig