Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)
Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín |
hellið vatninu af |
hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel |
blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi |
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar |
mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! |
Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar
Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri. (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.
Njótið! :)