þriðjudagur, 18. október 2016

Ofnbakaðar kartöflur

mmm... Hvítlaukur, smjör, kolvetni.
Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)






Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín 

hellið vatninu af 

hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel 

blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi 
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar 


mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! 



Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar


Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri.  (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.


Njótið! :)

SHARE:

Ofnbakaðar kartöflur

mmm... Hvítlaukur, smjör, kolvetni.
Þessa blöndu elska flestir er það ekki? :)






Hér er mín uppskrift að stökkum ofnbökuðum kartöflum sem henta með hvaða rétti sem er, hvort sem það sé áramótakalkúnninn, naut og bearnaise, kjúklingaréttur eða fiskur.
Þetta er afskaplega einföld uppskrift sem samt sem áður er sjálfsagt öðruvísi en þið eruð vön að útbúa kartöflur svo það er tilvalið að prufa þessa uppskrift sem fyrst ! :)
Sjóðið kartöflurnar í 10 mín 

hellið vatninu af 

hristið pottinn svo kartöflurnar merjist vel 

blandið saman bráðnu smjöri, olíu, hvítlauk og kryddi 
Raðið kartöflunum á plötu, stráið yfir sjávarsalti og nýmöluðum pipar 


mmmm... Krispí en samt svo flöffí ! 



Fyrir 3
3 bökunarkartöflur
30 gr smjör
2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
30 ml matarolía
1/2 tsk Seasoned Salt (t.d. frá Lawry's)
1 tsk rósmarín (2 tsk ef það er notað ferskt)
sjávarsalt
nýmalaður pipar


Aðferð:
-Skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Þið fáið alveg að ráða í hverskonar bita :)
-Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur í söltu vatni
-Á meðan, bræðið smjörið og bætið útí það olíu, seasoned salti, hvítlauk og rósmaríni
-Hellið vatninu af kartöflunum en hafið þær áfram í pottinum.
-Hristið pottinn rækilega svo að kartöflurnar merjist töluvert
-Hellið smjör/olíunni útá kartöflurnar og hristið kartöflurnar um í pottinum svo þær þekjist alveg af blöndinni
-Raðið kartöflunum á bökunarplötu á bökunarpappír, stráið yfir smá sjávarsalti, svörtum pipar og bakið í miðjum ofni í 35-45 mínútur við 220°C hita á blæstri.  (Ath ef þið setjið kartöflurnar í eldfast mót þá þarf það að vera mjög stórt svo kartöflurnar "svitni" ekki í stað þess að bakast svona
-Það þarf oftast ekki að snúa bitunum en ef þið viljið gera það þá gerið þið það þegar tíminn er hálfnaður.
-Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar karamellubrúnar á endunum og stökkar að sjá.


Njótið! :)

SHARE:

sunnudagur, 2. október 2016

Eplaskífur


Mér þykir næstum því hálf leitt að vera að setja inn uppskrift sem þar sem þú þarft að eiga sérstaka pönnu til að geta útbúið þetta :)

Svo finnst mér líka hálf leitt að vera að gefa ykkur uppskrift að EPLAskífum sem innihalda engin epli! :) Eitt sinn voru þessar eplaskífur bakaðar með eplum eða eplamús inní en það tíðkast víst ekki lengur.
Þess í stað eru eplaskífurnar vanalega bornar fram með sultu og stráð yfir þær flórsykri

Amma Ragna heitin gaf mér þessa pönnu sem ég á og ég held alltaf alveg gríðarlega upp á hana.
og svo til að gefa ykkur tips þá er alveg gríðarlega sniðugt að gefa matgæðingum sem eiga.allt.undirsólinni. svona pönnu að gjöf í jólagjöf eða við annað tækifæri


Bleik skál. Það verður allt betra úr bleikri skál 

allt sett saman í skál fyrir utan eggjahvíturnar

hrært saman og svo er þeyttum eggjahvítum hrært varlega samanvið 

muna, nota lítinn hita á pönnuna, annars verða eplaskífurnar hráar að innan og of dökkar að utan 

það getur tekið nokkrar tilraunir að læra að snúa eplaskífunum við í pönnunni, mér finnst best að setja þær fyrst upp á hlið í nokkrar sekúndur

og svo á hvolf 

ég velti þeim svo nokkrum sinnum um í pönnunni svo þær steikist jafnt og bakist í gegn 

alveg ótrúlega krúttlegt!! :) 

Bleikt mót. Allt betra í bleiku! :) 

heimagerð bláberjasulta og heimagert rifsberjahlaup. 


Uppskrift 
(gerir 24-28 stk af eplaskífum) 

130 gr nýmjólk
130 gr súrmjólk 
250 gr hveiti 
25 gr sykur
2 tsk kardimommur (ekki dropar, heldur duft) 
1/4 tsk salt 
2 tsk lyftidudt 
2 egg (hvíturnar skildar frá og þeyttar sér) 

Aðferð: 
-Setið saman í skál, mjólk, súrmjólk, þurrefni og 2 eggjarauður, hrærið saman. (EKKI fá flog ef það eru kekkir, þeir eru algerlega í lagi) 
-Stífþeytið eggjahvítur í sér skál og bætið útí deigsoppuna varlega með sleif. (ATH ef eggin eru lítil þarf að bæta meiri vökva (mjólk) í deigið).
-Deigsoppan á að renna úr ausu í eplaskífupönnuna, hún á ekki að vera of þykk. 
-Hitið pönnuna á vægum hita. Setjið örlitla doppu af smjöri í hverja holu fyrir sig og fyllið holurnar 4/5 fullt. 
-Ekki bíða of lengi með að snúa þeim við því að þá verða eplaskífurnar holar að innan. Gott er að nota grillpinna (tré eða járn) eða tannstöngul til þess að stinga í eplaskífurnar til að velta þeim við. 
-Rúllið eplaskífunum á alla hliðar í 2-3 mínútur eða þar til þær eru ekki lengur hráar í gegn. Ég mæli með að smakka eina til að vera viss! ;) (eða stinga hreinum tanstöngli í þær og sjá hvort að hann komi hreinn út) 
-Bragðast besta heitar og berist fram með flórsykri og sultu. Einnig er hægt að bera þær fram með Nutella og flórsykri til að prufa eitthvað nýtt. 

Njótið 






SHARE:
Blog Design Created by pipdig