laugardagur, 2. júní 2018
Kartöflugratín
Kartöflur, hvítlaukssósa, ostur!
Ég veit alveg hvaða kartöflurétt þið ættuð að gera með steikinni um helgina.
Þennan.
Kartöflugratín
fyrir u.þ.b. 6
4 bökunarkartöflur
3,75 dl rjómi
1,25 dl mjólk
2 msk hveiti
4 hvítlauksrif (rifin, kramin eða söxuð smátt)
1 tsk salt
nýmalaður svartur pipar eftir smekk (gott að hafa svoldinn slatta!)
1-2 bollar rifinn ostur
(einnig gott að setja ferskt saxað rósmarín eða timian)
Já. æðislegheitin eru ekki flókin.
Samsetningin er líka auðveld.
Takið bökunarkartöflurnar (skrælið ef þið viljið) og skerið þær í sneiðar og svo í minni bita, (eins og pizzusneiðar).
Blandið rjóma, mjólk, hveiti, hvítlauk, salti og pipar saman í skál hrærið saman.
Setið helminginn af kartöflunum í eldfast mót og hellið helmingnum af rjóma,hvítlauksblöndunni yfir. Skellið svo (varlega! ) restinni af kartöflunum útí og hellið yfir restinni af rjómblöndunni yfir.
Setjið álpappír yfir mótið og inn í ofn á 200°C
Ath að þetta gratín tekur langan tíma, þarf sjálfsagt að byrja á því töluvert á undan aðalréttinum í matnum þ.e.a.s. ef það stendur ekki til að gera lambalæri eða annað slíkt).
Eftir 50 mínútur takið þá álpappírinn af og setjið eins mikinn ost yfir og þið viljið (ég: mikinn), látið brúnast áfram í 10-15 mín
Ekki fá panic kast ef ykkur finnst þetta of þunnt þegar þið takið þetta útúr ofninum. Þetta þykknar aðeins við að standa og það er í raun nauðsynlegt að láta þetta standa í ca 10-15 mín áður. annars er þetta bara OF heitt !
Njótið :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
©
Ragna.is