föstudagur, 23. desember 2005

jæja...

Hér er kominn 23. desember. og Alls ekki komin þorláksmessa, enda var engin skötulykt komin í húsið þegar ég vaknaði, þess í stað var farin fjölskylduferð til að kaupa nýjan Þurrkara.. Hinn andaðst í gær, akkúrat á besta tíma á ári!!! :)
Að vana settist ég á gólfið áðan umkringd gjöfunum og hófst handa við að pakka inn :) Það má ekki gera fyrr en 23. desember! :D


Svo er ég búin að pakka niður gjöfunum sem ég ætla með til íslands.
Ég reyndar sendi mömmu, pabba og þráni sínar í pósti svo að þau myndu ekki fara yfirum af söknuði til matargatsins sem étur allan grjónagrautinn ( Frægt atvik síðan frá nokkrum árum... Þráinn mannstu?? :) )
æ ég verð nú að segja söguna...

Man ekki alveg hvað ég var gömul, en ég var orðin langþreytt á að Jói frændi fékk alltaf mönduna í grautnum svo að ég ákvað það eitt árið að ég myndi borða ALLAN grautinn svo að ég fengi hana nú örugglega!!!
Ég borðaði nokkrar skálar ( í minningunni mjööög margar) alveg ÁKVEÐIN í að með því myndi ég sko fá möndluna.
Svo var grauturinn allt í einu bara búinn!!! og engin mandla..
við ásökuðum mömmu harðlega fyrir að hafa GLEYMT að setja hana í grautinn...
mamma sór það af sér hið snarasta og lofaði að það hefði verið mandla í möndlugrautnum...
Smá vangaveltur fóru fram um hvort að einhver hefði kannski bara ÉTIÐ möndluna!!
Þráinn varð þá skyndilega mjög hljóðlátur en spratt að lokum svo á fætur... benti á mig ( sem sat akkúrat við hinn enda borðsins) og öskraði hátt, með tárin í augunum og otaði mjóum puttanum að mér og sagði "ÞÚ HEFUR ÉTIÐ HANA MATARGATIÐ ÞITT!!!!"
ég sat á hinum endanum hálf skömmustuleg enda gat alveg verið að ég hefði étið hana, enda át ég svo mikið af graut að ég var við það að velta út af stólnum... Þegar Þráinn svo hljóp inn í herbergi grátandi yfir að systa hefði ÉTIÐ möndluna gat Jói ekki setið á sér lengur... og spítti út úr sér möndlunni, búinn að vera að éta grautinn síðustu mínúturnar með mönduna uppi í kjaftinum! Helvítið hann Jói.. :)
Þessi saga er rifjuð upp hver jól og auðvitað vinnur jói alltaf og við sökum mömmu alltaf um að hafa gleymt möndlunni...
:)

en á myndinni sjáiði pakkana komna í töskuna sem ég ætla að koma með þá heim í handfarangri... hver á nú hvaða pakka ?

Vissirðu að...
...Að risaskemmtiskipið Queen Elizabeth II brennir galloni af olíu fyrir hverjar 6 tommur sem það hreyfist? ? ?
(já þetta er ensk bók með ensku metra og mælingarkerfi.. urgh)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig