þriðjudagur, 30. desember 2003

hehe. ÉG er búin að gera ansi margt af mér núna.... Fór austur til ömmu og afa á föstudaginn eftir kvöldmat og sleppti þar af leiðandi því að fara á ballið á halldórskaffi... Ég, jón, Sonja, Gulli, Svenni og Hildur E. Enduðum svo heima hjá Gulla og Sonju í Mr. and Mrs. fram á nótt... :) Á laugardeginum kíkti ég svo aðeins út í Hraun á jeppakallana Svenna, Tobba og Jón þar sem þeir voru að fara að betrumbæta nýja bílinn í flotanum (Cherokee-inn hans Fjallasvenna), þegar ég svo sá fram á það að ég yrði bara fyrir og myndi drukkna í jeppapælingum flúði ég til Sonju þar sem ég horfði á Old School með henni. Ekkert smá fyndin mynd!!! hehe...
Í kvöldmatnum dekraði ég aðeins við ömmu og afa, ég bakaði handa þeim pizzu (eða migu eins og afi kallar hana alltaf) Þau verða alltaf jafn glöð. Enda er ég búin að ala þau þannig upp að nú borða þau enga pizzu nema pizzurnar mínar. Þegar líða tók að miðnótt fór ég svo upp að ásum en gerði nú voða lítið þar og dreif mig svo heim að lúlla.
Sunnudagurinn var slökun ævinnar... Lá bara og gerði ekki neitt. Ákvað það svo að drífa mig heim á leið enda átti ég að vinna á mánudeginum í bænum og í flugeldasölunni hjá Víkverja á sunnudagskvöldinu. Svo er það alltaf eins og .það er... Maður kíkti við hjá Arnari Páli upp á ásum en allir hinir voru á fjöllum og við fórum smá rúnt á sleða... bjargaði eiginlega þessum þunglynda degi. Þegar ég var búin að standa og klóra í hausinn á mér í fjósinu og Dóri búinn að segja mér að fara með tuskufötuna og þríf'ann á nautunum ( :) ) komu fjallafararnir kaldir og þreyttir og misgóðir til heilsunnar. Endaði svo þannig að ég fékk einhvern til ð vinna fyrir mig á flugeldasölunni og var hjá þeim´í jólaboði þar sem Ásta galdraði fram heilu trogin af mat og meiri mat. og svo þegar allur matur var ekki nærri búinn en allir saddir kom ís... :) Dóri gerði svo mjög heiðarlega tilraun til að kenna henni Rögnu (tregu) Vist sem er svo eftir allt ekkert voða lík félagsvist eins og ég hef vanist.... Það var nú ekki að ganga neitt voða vel. En eitt skal ég þó segja ykkur. Tungumenn eru mestu spilasvindlarar sem fyrir finnast norðan alpafjalla :) Endaði þó að ég og Dóri unnum Arnar Pál og Jón Atla. hehe... We are the champions. Heyrðið... getið svo hvað ragna nennti ekki að gera.... já, þið hafið kannski giskað á það. hún nennti engan veginn að keyra heim til víkur eftir allt átið. Því að eftir Vistina (voru 3 borð í gangi þegar mest var) dró Ásta fram Fullt af kökum og kræsingum... úff. ég pant svona búr/Eldhússkápa næst í jólagjöf. !
Hefði nú betur átt að fara heim þegar ég gat en þegar ég vaknaði á mánudaginn var það alveg crystal clear að ég var veðurteppt.is!!!! komst ekki lönd né strönd. :) En það var nú voða þægilegt þar sem að við héngum bara og slöppuðum af og höfðum það kósý þar sem að það svosem ekkert hægt að gera neitt voða margt í þessu veðri. um hálf 7 ákváðum við svo að reyna hve gáfuð/heimsk við værum og fórum í Trivial Pursuit. Það hefðum við nú varla átt að gera þó að það hafi verið mjög góð hugmynd því að eftir 4 tíma komst ég að því að ég var orðin heilaskemmd og heiladauð í kjölfarið og hafði aldrei átt séns í að vinna miðað við frammistöðu mína :) é el gleinilea ettert gáuð.... :/
í dag komst ég svo heim á kagganum (sem var reyndar ekki Trausti í þetta sinn) og Eldaði fyrir fjölskylduna....
en vitiði hvað?!!!
á morgun eru áramótin!!!!! Libby's!!!
SHARE:

fimmtudagur, 25. desember 2003

Gleðileg jól allir saman!!!!!!

úfff. jólin eru alltaf eins
maður fær allt of mikið af pökkum og borðar svo út í eitt....
en ég ætla ekki að eyða jólunum í að blogga
svo að skemmtið ykkur vel....
SHARE:

miðvikudagur, 24. desember 2003

Vaknaði snemma til að leggja af stað austur til að drífa sig á fjöll... Var mætt upp að Ásum eitthvað um 11 leytið búin að hefla sandinn og leiðina frá þjóðveginum upp að Ásum. :) Dihatsu er sko alveg eins góður og hver annar vörubíll. Það kom svo í ljós að Arnar Páll var ekki búinn að setja bensíntankinn undir (þennan nr 2 svo að hann geti eytt meira bensíni á fjöllum á þessum 8 cyletra )eða HVERNIG SEM Á AÐ SKRIFA ÞETTA ORÐ) ofurbílum sínum ) og hann var ekki heldur búinn að setja sætin afturí. En það átti nú ekki að taka neinn voða voða tíma. En Stefnir var heldur ekki kominn, hann hafði eytt nóttinni í að setja kastaragrind á krúserinn og hanna eitthvað svaka rafkerfi í kringum það með Brodda og var því ekkert búinn að sofa en var nú samt á leiðinni austur. Svo hófst bullið.... :) Þurfti að skutla hjólinu hans Jóns heim til hans og líka bílnum hans svo að ég og Elva skutluðumst á bílnum hans Jóns og Elva keyrði. Allt í einu var hann ekki í neinum gír. Jah eða hann var samt í gír. Sem þýddi að hann var bilaður!!!! bíllinn sko. blikkuðum því strákana á undan og þeir snéru við og sáu okkur þarna klóra okkur í hausnum með svakalegan englasvip. Við svosem gerðum ekkert af okkur og vorum ekki hraðar en 50...... Eitthvað var bilað en hann virkaði ef við settum hann bara í 4WD. Svo eftir mikið pauf og ves drifum ég, Arnar Páll, Elva Dögg, Svava og Jón Hilmar upp í Hólaskjól. (Og þetta var ekki fyrr en um 8-9 leytið. Komin smááá á eftir minni áætlun) Ég hafði samt aldrei áætlað að gista svo að ég var ekki einu sinni með svefnpoka og það var -10°. Arnar Páll var nú samt bara ligeglad og týndi saman einhverja poka og teppi sem við áttum að sofa með. Ég sendi samt neyðarkall til Gulla um að týna alla poka sem hann fyndi heima hjá sér og koma með þá þar sem að hann ætlaði að koma aðeins seinna með Stefni. Það var voða voða voða skrítið að keyra inn í hóla. Á veginum eiginlega alla leið kant í kant var ís! og enginn smá, var svo fáránlega þykkur að það stóðu ekki einu sinni steinar upp úr. Þetta var semsagt eins og að keyra á frosinni á með tilheyrandi hálku og slædi hér og þar :) Þegar við lögðum bílnum svo upp á einhverjum grasbala upp í Hólum þegar við vorum búin að slæda, renna, stand'ann, burra, puðra, garga, skríkja, hlæja og syngja alla leiðina. Á hlaðinu að Hólum var hálfgert stöðuvatn af svelli. Tókum okkur því rokna tillhlaup og renndum okkur þarna í slatta tíma á rassinum eða standandi eðahvernig sem var aftur og aftur. Skriðum svo inn í litla herbergi og kynntum það vel og átum hálffrosnar Mandarínur og sögðum kjaftasögur. Alveg sama hvort sem þær voru sannar eða lognar frá A-Ö :) Jón svefngengill sofnaði samt eitthvað rosalega snemma þar sem hann var eitthvað þreyttur því að hann hafði verið með Brodda og Stefni að gera við nóttina þar áður en svo fréttum við seinna og sáum á "teypi" að hann hafði svo hrotið mest allan tímann þar líka :) Stefnir og Sonja komu samt einhverntíman þarna í millitíðinni þó guð viti nú hvenær og Ætluðu Gulli og Tobbi að koma þeysandi á Willisnum fræga seinna um nóttina. Þurfti að setja einhverja gorma undir. Við fórum svo balasta að sofa. Urðum ekkert vör við Tobba og Gulla fyrr en um morguninn þegar þeir töltu inn í herbergið krumpaðir og þreyttir og höfðu sofið í stóra herberginu í 10° frosti. Þetta eru sko sannir Víkingar. Við höfðum þó gasofn :) Þakka Arnari Páli fyrir þessa fremur óskemmtilegu vakningu þarna um morguninn. Hann var örugglega hundur í fyrra lífi!!!! :)))))
Þá er komið að ferðasögu sunnudagsins!!!!

Bílar:
Trúðurinn- Driver Arnar Páll og co-drivers Elva Dögg, Ragna Björg og Sonja Kristín
Rauða hættan- Driver Stefnir og co-drivers Gulli gull og Svava Bretta-racer
Ofur-Willis- Driver- Tobbi og co-driver Jón Hilmar syfjaði

EFtir frosinn morgunmat var drifið sig á leið inn að Álftavötum og átti þar að finna einhverja brekku til að renna sér í þann daginn. Þetta byrjaði ekki vel. Það var nú freeeeeekar skrítið að við hefðum stungið Súperdúper willisinn af strax.... Eftir frekari eftirgrenslan kom í ljós að það hafði brotnað Kross að framan og hann hann var því það sem eftir var Dagsins var hann því bara á afturdrifinu.
Svo komum við að frosnum læk sem minnti kannski frekar á á. ehhhh. reyndar veit ég nú ekkert hvað þetta var. Hefði getað verið stöðuvatn mín vegna! :) hí hí. Allavegana reyndum við að fara þar yfir. Það gekk svo vel að stefnir POMPSAÐI niður um ísinn með eitt framhjólið og smá púl þurfti til að ná honum upp. Verður eiginlega að segja að MJAÐMAHNYKKIRNIR hjá okkur stelpunum hafi komið honum upp! :) Þar sem að hann var búinn að pompsa niður ákváðum við að breyta að eins um leið og fara einhverja aðra. Þegar við snérum við frá ísvökinni stoppaði Tobbi aftur. Nú var hann samt 2. í röðinni og við síðust. Í einhverju RISA stökkinu á fúll-spíd ferð hafði aftur stífa losnað með einhverjum afleiðingum, eitthvað beyglaðist stuðarinn og brotnaði smá úr afturbrettinu þegar hásingin fór til ferða. Því var samt kippt í laginn enda voru 4 bifvélavirkjar með í ferð og 5 ef við teljum Gulla hjólamann með :) Við stelpurnar sáum bara um að bora í nefið og stinga snjó inn á mann og annan til að halda á okkur hita á meðan herrarnir gerðu við bílana, nú auðvitað eins og alvöru hefðardömum sæmir :)
fórum svo yfir syðri-ófæru (yfir steinbrúna) en Þar þurfti að ýta aðeins við willis þar sem að hann var nú aðeins á afturdrifinu greyið. Flott hljóðin samt í honum. brummbrumm. heyriði ekki.... :)
Þarna stuttu eftir var svo fundin brettabrekka! var nú hörð en var löng og brött. er það ekki nóg. Mitt jafnvægi er nú yfir höfuð svo lítið ða ég skellti mér á Rassþotu sem ég "fann" á Akureyri með Árúnu í sumar sem leið og renndi mér niður. Ætlaði nú ekki alla leið þar sem þetta var ALLT of brött brekka en þegar ég rann smá af stað var ég komin á svo mikla ferð að þegar ég stakk niður hælunum til að stoppa snérist ég við og fór með hausinn á undan niður alla brekkuna án þess að sjá neitt fyrir snjó á ÞVÍLÍKRI ferð. Tók snemma þá ákvörðun að ég væri á allt of mikilli ferð til að sleppa disknum. :) Leit svo upp og sá Elvu Dögg koma í sömu sporum og ég var, að geta engan veginn stoppað en hún kom á maganum og hélt á disknum.... EH. Átti svo að gera þetta svoleiðis. Hló svo mikið að ég hélt að ég myndi pissa í mig þar sem að ´þessi sjón var ekkert smá fyndin! Hinir og þessir hófu svo að renna sér á brettum og Sonja stóð sig sem herforingi á jólagjöfinni sinni (bretti auðvitað) Gulli var nú eitthvað skrítinn enda var hann búinn að renna af sér rassinum á gallabuxunum í einni ferð niður brekkuna þar sem hann byrjaði á plastpoka en endaði á nærbuxunum. Hann fór á brettið hans Jóns sem er Freestyle bretti og bara hægt að renna sér í eina átt á því þar sem það er beint að aftan. Gulli þessí óvenjulegi maður mætti bara í gönguskónum, rétt festi við sig brettið (bara með 2 bindingum af 4) og renndi sér svo afturábak ´´a því. HEHE!! STefnir sagðist nú ekkert kunna á þessi skrapától en stóð sig svo eins og hann hefði verið að æfa sig í laumi... hummm.... Arnar Páll er fæddur á þessu eins og öllu öðru sem hann reynir að gera. ekki sanngjarnt og Svava Bretta-racer var þarna að undirbúa sig undir HM í brettabruni :) Elva og ég prufðuðum þetta svo eftir langan tíma og verð ég bara að segja að ég er ekkert voða góð. komst bara BEINT áfram og gat svo ekkert stoppað mig nema að henda mér niður og rúlla áfram restina af brekkunni :) Elva.... hún er eins og hinir fattaði tæknina mjög fljótt.... ég fór hins vegar bara aftur á diskinn. Þurfti nú ekki mikið jafnvægi í það! hehe! Hvað haldiði svo. ein bilunin enn!!! Þegar við vorum að fara að týja okkur heim var startarinn hjá Arnari bilaður. Söfnðuðust þá bifvélavirkjarnir saman í neyðarfundi og tóku sameiginlega ákvörðun að þar sem að þetta var sjálfskiptur ofurjeppi þurfti að rfa þetta skrapatól (startarann) ´´ur og gera hreinlega við hann!!!! EFtir langan, langan tíma og mikinn kulda var trúðurinn kominn aftur í gang!!! Komum við í bakaleiðinni í Álftavatnskofa og komum að honum Hrundnum.... já, við skuldum stafa þetta orð fyrir íslenskusérfræðinginn hann arna H R U N D N U M... :) einn veggurinn hafði fallið inn í kofann.... örugglega frekar ný skeð. Svo bar burrað heim á leið.... Stoppað við í hólakofa til að taka dótið okkar og svo endað heima á Ásum í skötuveislu sem var vel þegið þar sem lítð var búið að éta yfir daginn nema frosin jarðarber.Sem eru BTW ALLS EKKERT SVO SLÆM!! ...

Þetta var ekkert smá gaman. Góður fílingur og skemmtilegur hópur.
Díseltrógin sem ég ferðast alltaf á bila nú samt ekki eins mikið og bensínhákarnir :) Kuldi gerði vart við sig í ferðinni enda var trúðurinn svo gott sem miðstöðvarlaus og mjög kalt úti, svo kalt að horið í okkur fraus!!! :))
En það sem drepur mann ekki herðir mann bara...

Fór í bæinn á mánudaginn og fengu Svava og Elva að fljóta með á selfoss. Vann svo til hálf 11 og kíkti svo aðeins á Ingu... fór svo að sofa
í dag er ég búin að rúnta út um allan bæ að redda hinu og þessu fyrir þennan og hinn :))) meðal annars fór ég og hamstraði jarðarber í massavís fyrir víkurbúa sem grétu yfir jarðarberjaleysi í Kjarval... Rúntaði svo heim eftir vinnu og er komin heim í sveitasæluna núna til að undirbúa jólin sem koma eftir nokkra tíma!!!

Þangað til næst
Gleðileg jól og góða nótt....
SHARE:

laugardagur, 20. desember 2003

og það snjóaði og það snjóaði og það snjóaði.... Semsagt... í dag fór að snjóa, ég gerði svosem ekkert voða mikið í dag heldur kláraði bara jólagjafirnar og ætlaði svo að fara á hljómsveitiaræfingu en.... Þessir strákar mínir voru yfir höfuð alveg draug latir og einn stakk af til Rvk, einn kemur ekki fyrr en á morgun og svo varð Fúsi eitthvað veðurhræddur svo að hann stakk af heim til sín aftur, sem gerir hann líka tengdapabbahræddan þar sem að hann þorir ekki að gista hjá kærustunni. en jæja. Skrapp með einsa í snjóskoðunarferð áðan, fundum alveg helling, semsagt búin að fá að puðra minn skammt í dag. En vitiði hvað!
Á morgun er ég að fara austur að Ásum til þeirra þar og við erum að fara að kíkja á fjöllin háu, köldu og snjóugu. :) JIBBÍ!! ég á örugglega ekki eftir að sofa neitt í nótt!
SHARE:

föstudagur, 19. desember 2003

jæja. Keyrði ein í bæinn á sunnudagskvöldið. Það var nú FREEEKAR hált á heiðinni, og blint. Allt í lagi að það sé blint á köflum en í hvert sinn sem að ég sá ekki neitt þá náttla bremsar maður þar sem maður veit ekkert hvert maður er að fara en um leið og ég tyllti á bremsurnar þá fann ég að hann dró hjólin, og náttla þá skítur hann alltaf rassinum til og tekur aðra stefnu um leið og hann fer að draga hjól, þannig að það var bara að stýra beint og sleppa bensíngjöfinni þegar það sást ekkert út.
Lifði semsagt þessa skemmtiferð af... :)
Á mánudaginn naut ég þess að sofa út og kláraði að kaupa í jólagjafirnar og keypti líka dót til að búa til jólakortin.... Hófst síðan handa við að skrifa þessi blessuðu jólakort. Tók líka til í íbúðinni og þreif alla eldhússkápana sem og að þrífa sturtuna. Svo varð ég bara að fara að vinna. Vann til 10...
Á þriðjudaginn skrapp ég aftur til Tannsa... KL 10! jakk! en það var nú samt allt í lagi, er svo ótrúlega góð stelpa að ég er ekki með neinar skemmdir. :) liggaliggalá. Gerði svo hitt og þetta ásamt því að kaupa ammilisgjafir. Fór svo að vinna og var að vinna til 9. Ætlunin var að fara heim og klára jólahreingerninguna en það fór á einhvern annan veg en ég ætlaðist til. Fór til Jóns og við fórum eitthvað á rúntinn í Hafnafirði auk þess sem að við fórum í labbitúr í Hellisgerði (Garður í miðbæ Hafnarfjarðar) Frá Hafnarfirði fórum við svo á Krýsuvíkurleið og beygðum einhversstaðar af henni og Enduðum í Bláfjöllum. ÆÆÆ ég má ekki gleyma því að ég fór og sótti einkunnirnar mínar líka á þriðjudaginn. Féll ekki í neinu... SEM BETUR FER! hjúkket mar, var næstum dáin úr stressi yfir því, ætla nú ekki að þylja upp einkunnirnar mínar hérna en ég fékk 7,6 í meðaleinkunn, er alveg mjög sátt við það. Fékk reyndar eina 10. Er ekkert smá monntin yfir því þar sem að kennarinn sagði mér að hún hafi aldrei gefið neinum 10 áður en með mig hafi það ekki verið nein smurning! Mjög gaman að heyra þetta, JÁ þetta var í Hússtjórn by the way. eða ELDA OG BAKA áfangi... um nóttina á þriðjudeginum gat ég svo ekki sofið þannig að ég skúraði alla íbúðina og kláraði að þrífa sem ég ætlaði mér að gera.
Miðvikudagur: sofa út, borða, pakka niður, fara í sturtu, fara til Döggu, Borða þar kvöldmat, fara í hafnarfjörð og sækja Súsönnu, keyra austur og þvoði svo bílinn í grenjandi rigningu og myrkri en stakk honum svo inn á verkstæði svo að hann þornaði fyrir bóningu sem átti að framkvæma á fimmtudeginum
Fimmtudagurinn: Vaknaði til að búa til Boozt handa ömmu og afa sem voru í heimsókn. Fór svo og setti jólakortin í póst, ekki seinna vænna það... :)
bónaði bílinn voða voða fínt. Hann breyttist úr skítugasta bíl á landinu í hreinasta bíl í víkinni á einum degi :) Setti líka jólaseríuna í gluggann á honum þannig að nú er hann ekkert smá gæjalegur. Er líka búin að sjá að allir flottu bílarnir eru búnir að vera að gefa honum auga í aaaallan dag eftir að hann varð svona voða fínn. Hvað ætli það haldist nú lengi? :) hummm... ef ég þekki mig rétt verður það ekkret svo lengi. Eftir að ég var búin að ´bóna Trausta tók ég mig til og bakaði 2 sortir af smákökum, lakkrísbitakökur og salthnetukökur... mmm. Skrapp svo á hljómsveitaræfingu þar sem við byrjuðum að æfa Time is running out og tókum svo einhver gömul. Þegar ég var búin að fá minn skammt af góli fyrir þennan dag fór ég aftur heim og bakaði 2 sortir í viðbót. Bismark og súkkulaðistangir... Ég verð örugglega helvíti góð amma á þessum bakstri haldiði ekki. ?
pæliði í því. á morgun er föstudagur og bara nokkrir dagar til jóla...?!!!! HALLÓ!!! hvert fór árið eiginlega.?
SHARE:

sunnudagur, 14. desember 2003

Long time no see.....
Jæja.. bróðir minn tók tölvuna sína til Víkur svo að ég gat ekkert skrifað í bænum.
Kláraði prófin á þriðjudaginn.... vá hvað það var gaman! Fagnaði svo prófalokum með Muse tónleikum í höllinni á miðvikudaginn. Bauð svo Árúnu í mat á fimmtudaginn. Ég held að Svava sé flutt inn til mín.... Búin að vera meira og minna síðustu viku í bænum og gisti svo hjá mér eftir tónleikana... líka Sigríður.... ekkert smá gaman að hafa þær... :) Fór svo bara austur á föstudaginn og Árún kom með mér á Selfoss... Loksins þegar við lögðum af stað. Virtumst finna ALLT sem að við gátum mögulega fundið til að slugsa lengur í bænum. En þetta tókst þó. Við keyptum ammilisgjöf handa Elvu Dögg en hún varð 18 á laugardaginn! til hamingju með það! gáfum henni gítaról og 3 gítarneglur. Ég gerði svo sem ekkert voðavoðavoða mikið á flöskudaginn. Fór bara á hljómsveitaræfingu og fór svo til Guðrúnar til að horfa á Idol-upptökuna. Svo á laugardaginn var ég að vinna uppi í Leikskálum fyrir Ester og Orra í erfisdrykkju.... Komu eitthvað um 200 manns þangað. Smá hasar á tíma en allt gekk að lokum upp. Svo þegar ég og Magga vorum búnar að klára allt í Leikskálum drifum við okkur heim til okkar til að gera okkur fínar fyrir Jólahlaðborðið sem Var á kaffíhúsinu um kvöldið. Ég, Guðrún, Einsi og Stjáni Þórðar sátum saman á borði... Þegar borðhaldið var búið tók við stífari drykkja en áður og Ingvar, fyrrverandi Papameðlimur tók lagið. Einhvernveginn tókst Guðrúnu Maríu að Plata Ingvar til að leyfa mér og Fúsa að taka lagið saman. Kunnum svo ekkert þegar á reyndi en spiluðum um 3 lög við MJÖG góðar undirtektir!!! Vá hvað þetta var gaman!! Svo tók Ingvar við og ég, Fúsi og Guðrún skemmtum okkur meira og meira.... Þegar Igvar svo missti röddina alveg í endan á Ballinu og það var háfltími eftir af ballinu þá tókum ég og Fúsi aftur við og spiluðum einhver lög, ekki það að ég muni þau alveg nákvæmlega en einhver voru þau :) Fólk var þá farið að dansa og skemmta sér mikið meira. Ingvar kom svo og lét okkur vita ða við mættum spila eitt lag í viðbót og þegar við vorum búin með það þá létu allir svoooo illum látum að við værum að hætta og eftir mikið stapp í gólf, köll og klapp tókum við eina laga-syrpu í viðbót.
Eftir þetta Jamm fórum við nokkur til Guðrúnar og átum allar smákökurnar hennar og á endanum fórum við í Trivial-Pursuit eða HVERNIG sem þetta er nú eiginlega skrifað..... og svo var þetta bara búið.Einsi skutlaði mér, Hauki og Rúti heim svo um hálf 6. Sunnudagurinn fór nú ekki í mikið. fór þó til tannlæknis og boraði svo bara mest megnis í nebban :)
Er á leiðinni til Reykjavíkur á eftir...
Þarf ða vinna mánudag og þriðjudag og svo kem ég væntanlega aftur til Víkur á miðvikudag eða fimmtudag.
Þangað til næst,
Bæbbz
SHARE:

þriðjudagur, 2. desember 2003

Fimmtudagur.... Leti
Flöskudagur.... skóli og svo vinna um kveldið til 10 (síðasti skóladagur fyrir próf)
Laugardagur.... Vinna frá 11 til 6. Svo skutla jóa frænda í Ammmili... Svava og Sigríður skutust svo í bæinn og við skelltum okkur í keilu! Heavy gaman en ég var ekki alveg að meika það á köflum. Það er nú samt annað en hún Svava sem er laumu-spilari og þrykkir keilunum niður aftur og aftur. Mínar fengu nú oftast að standa sem flestar uppréttar. Var það ekki það sem þetta gekk út á? :) Hehe. Svo fórum við bara smá rúnt.. Urðum náttla að gera það þar sem Ragna var á Jeppa :) Þær ákváðu svo á endanum að gista ekki heldur drífa sig á selfoss svo að ég fór bara aftir í ammilið. Var þar að spjalla bara við Atla á klaustri og fleiri. um 12 leytið var fólk að tínast niðrí bæ svo að ég skutlaði jóa á dubliners og keyrði svo Atla og Tinnu heim í leiðinni. Sagði svo Jóa að Hann mætti bara bjalla þegar hann vildi koma heim.
Sunnudagur: Vaknaði seint og síðar meir. Fór fram og spurði jóa af hverju hann hefði ekki hringt og látið mig sækja sig. Hann sagðist nú hafa hringt í mig og talað við mig og ég tilkynnti honum það skýrt og greinilega að eg væri sofandi! :) hehe. Man ekkert eftir þessu. En síminn er samt með skráð símtal frá jóa um nóttina... ætli ég geti nokkuð mótmælt þessum rökum :) Hungrið lætur fólk oft fara á fætur og gerðum ég og jói það á endanum. Fórum á Jólahlaðborð á Shjanghæ eða einhverju álíka með forrétt hlaðborði með fullt af góðu dóti og svo enduðum á heitri eplaköku, Svona eiga sunnudagar að vera :) Fór svo heim og hugsaði mikið um það að ég þyrfti nú að FARA að byrja að læra! en neeeee. Tókst ekki, Mamma og pabbi komu svo og við fórum um kveldið að borða á KFC. Voða lítið gert þennan daginn. En eitt er víst. Helgin sem átti að fara í stífan lærdóm fór í eintóman leikaraskap og leti! urg!! ekki gaman eftir á.... :( en gaman meðan á stóð og maður var ekki að læra. :p
SHARE:
Blog Design Created by pipdig