mánudagur, 30. janúar 2006

vísbending nr 1

Ég lofaði víst að koma með vísbendinu á mánudaginn.. og viti menn... hann hefur læðst upp að mér !


vísbending nr 1

Þetta felur í sér ferðalag innan London. Hingað og þangað neðanjarðar, undir London.


Var að koma heim, Var að passa hjá finnskri fjölskyldu hérna í næsta bæ við.
Strákurinn Eero er 6 ára og í sama bekk og Maddie.
Skrapp svona 8 ár aftur í tímann... að sitja og "passa" krakka, með dvd, snakk og gos við höndina í ókunnugu húsi.
Kaupið ekkert húrra... 600 kall á tímann. En ekki erfitt starf.
Hringdi kona í mig í dag, vill að ég passi 10 mánaða son sinn, Arthur (argh hvað nöfn hérna eru svo týpísk ensk!) allavegana. passa hann 2 tíma hvern miðvikudags morgun, rétt eftir smá lúr, já og kellingin býðst til að borga mér 4 pund á tímann!! sem gerir nákvæmlega 440 krónur!!!!

díí

og 10 mánaða krakki!

Rokkgellan er nú dýrara vinnuafl en þetta fyrir þessa vinnu!
ætla að hringja á miðvikudaginn og segjast ekki gera þetta nema að fá 600 kall á tíman eða 5.5 pund

Við heimtum aukavinnu.. trallalla


ætla að byrja aftur með vissirðu að...


Vissirðu að.....
... það að vera ógiftur getur stytt ævi manns um 10 ár????

who would have thought??
SHARE:

sunnudagur, 29. janúar 2006

sunnudagur/

já, ég er að breytast í sunnudagsbloggara...

Helgin var fín.
Fór til Oxford í fámennt en góðmennt innflutningspartý í Fernhill Close. nánar tiltekið til Bjögga og Ellý.
fórum út að borða á ítölskum stað, svaka gasa rosa góður matur þar!
fórum svo á The Bridge og helltum í okkur hinum ýmsustu kokteilum... ég get svo svarið það, að hér er áfengið ekki jafn áfengt og á íslandi..
Ég og Ellý skemmtum okkur MJÖG vel við að gera grín að ensku kvenfólki..
það halda of margar stelpur að það að "geta rennt upp rennilásnum" þá passi flíkin.. ha??? nei???
hafði það mjög fínt, og alltaf janf gaman að tala íslensku annarsstaðar en bara í síma eða á webcam.

Gerði smá djók á árúnu á föstudaginn... undirbúningur hófst nú á fimmtudeginum.
Hún var nebbla EKKI ENNÞÁ búin að kaupa sér mic við tölvuna svo við gætum talað saman á Skype, já, algert hneyksli.
:)
Svo að ég panntaði á netinu og fékk jólasvein til að færa henni pakkann. headphone með mic. svo að við erum svakalega tæknivæddar og vona ég að við getum talað oftar saman :)
þið hin sem eruð með skype, endilega skráið mig, Leitið bara að nafninu mínu.

í gær gerði ég ekkert.
Var að passa...

já. og hey!

eftir smá puð setti ég á netið smá myndband frá Berlínarferðinni minni núna í jan (já 2006 ekki 2005)
Ekki fullkomið. :D enda var ég bara að prufa

endilega skoðið það hér!
SHARE:

fimmtudagur, 26. janúar 2006

ég hér...

hef ekkert að segja... akkúrat ekkert...
byrjuð að vinna á fimmtudögum í 2 tíma.
Er að passa á mánudaginn, skólafélaga Maddie.
Er kannski að fara að passa 11 mánaða krakka einu sinni í viku, 3 tíma í senn...

Svo er ég með smá leyndó í gangi... :) einhverjir vita það þó.
SHARE:

sunnudagur, 22. janúar 2006

Auglýsing

auglýsi eftir vinum....
Held að þeir séu þarna einhversstaðar..
En ég auglýsi eftir vinum sem vilja koma i heimsókn vikuna/helgina/helgarnar/ 10. - 19. feb.
Ég verð alein heima þar sem að fjölskyldan er að fara á skíði til Sviss.
já, verð ein á 21 árs afmælinu mínu, sniff

ætlar ekki einhver að aumkast yfir mér og kíkja??

húsnæði í boði :)
SHARE:

laugardagur, 21. janúar 2006

þegar palli var einn í heiminum


Vona að þið hafið átt góðan dag í dag.
og að dagurinn á morgun verði mun betri! :D
Sunnudagar eru ekkert svo slæmir...
það eina slæma við þá er að eftir sunnudaga
koma mánudagar!!! :////


skrapp á pöbbinn í gær, á Vine í Walton on Thames til að vera nákvæm..
Var alveg pakkað samkvæmt enskum sið, já, hér lokar mest allt kl 11.
Fór svona i fyrralaginu út...
Það var nefnilega dyravörður þarna sem lét mig ekki í friði!!!!
í fyrsta lagi var 21 inn... og þeir spurja alla um skilríki.
ég er ekki 21, en ég lét hann fá ökuskírteinið mitt og þar með komst hann að því að ég væri íslensk.
þar með var friðurinn úti....
hann vissi mikið um íslenskar stelpur... of mikið to tell you the truth og var hann alltaf að koma á borðið til mín og vaidu og sat alveg oooofan í mér...
Strákar, það er ekki leiðin með mig að segjast líka vel við mig!!
ég trúi ykkur ekki!!
var orðin freeeekar þreytt á gaurnum og fór því bara heim.

Vaknaði snemma í morgun... eða kl 10, stökk í sturtu og fór til London... ein. :(
mikið rosalega er það sorglegt... fannst ég vera svo sorgleg að ég hafði það ekki einu sinni í mér að sitja ein og borða.
en ég verslaði mér smá...
eyddi stórum fjárhæðum í MAC snyrtivörur... Alltaf bætist meira og meira við. Hef þó ekki keypt neitt frá þeim lengi.
Auk þess keypti ég tvennar buxur, einn bol, og einn brjóstahaldara..
Eitt veit ég.
Það er örugglega miklu betra að versla á sumrin, þá er maður ekki í svona mörgum fötum sem maður þarf alltaf að klæða sig úr.


já og eitt annað

Hefur enginn annar en ég tekið eftir því að í þeim H&M búðum sem þið hafið farið í er alltaf við suðumark hitastigið þarna inni!!!??

maður allavegana reynir að drulla sér út úr mátunarklefanum á MET tíma... :D
svo að þetta virðist vera að virka.
En í london má taka með 10 flíkur inn í mátunarklefann. vúhúúú

á morgun er ansi lítið planað hjá mér.
Alls ekkert annað, kannski ég skreppi í göngutúr á aðrar slóðir en þær sem ég tek Molly alltaf á.


Hefur einhver horft á prison break þættina??
Ég er alvegað farast úr ást á aðal gaurnum...
shit..
það er bara eitthvað við hann!!!
og hann minnir mig á einhvern sem ég þekki, kem því bara ekki alveg fyrir mig.
getur einhver hjálpað mér?

já, og eitt enn!
það er búið að jafna met Sverris Rögnu jr. !!!
semsagt hefur annar náð 100 í spurningakeppninni!
getur einhver annar???
Reyndu, og klikkaðu HÉR



bææææ :0)

kommentið elskurnar svo að mér finnist ég ekki vera svona ein hérna.
SHARE:

fimmtudagur, 19. janúar 2006

jiiii....

Your Birthdate: February 19

You are resilient, and no doubt your resilience has already been tested.
You've had some difficult experiences in your life, but you are wise from them.
Having had to grow up quickly, you tend to discount the advice of others.
You tend to be a loner, having learned that the only person you can depend on is yourself.

Your strength: Well developed stability and confidence

Your weakness: Suspicion of others

Your power color: Eggplant

Your power symbol: Spade

Your power month: October



Sérstaklega síðasta línan....
SHARE:

fór í skóla...

jæja fór í fyrsta tímann í intermediate söngnámskeiðinu mínu...
Var næstum alveg búin að gefast upp á að reyna að finna þetta.
En... Lagði svo bara bílnum og labbði þangað til að ég fann þetta!

Shit hvað þetta er cool skóli!!!
náttla pop og rokk skóli, svo að allt er voða flott og diskóljós í loftinu, neon hér og þar og svo eru herbergi út um allt þar sem kennsla fer fram í.
kíkti inn í eitt herbergi og þar voru um 20 trommusett og einn kennari fyrir framan að kenna.
svo sá ég annað herbergi og þar voru ógeðslega margir gítarmagnarar fyrir hópgítarkennslu..
ég er í hópkennslu líka
veit nú ekki aaalveg hvað við verðum að gera þessar 10 vikur, en miðað við það sem var í gær þá er það bara að þjálfa okkur í að læra lög fljótt og örugglega, taka eftir öllu sem er í laginu og svo fullkomna framkomu og söng.

fékk mjög góð komment frá kennaranum og hef það alveg greinilega framm yfir hina að hafa verið svona lengi í kór, helmingurinn af tímanum fer líka í bakraddakennslu og ég á svo lítið mál með að radda.

sungum í gær Suddenly I see með KT Tunstall.. flott lag.

Hlakka til að fara aftur :p
SHARE:

miðvikudagur, 18. janúar 2006

myndir myndir myndir...

búin að setja inn myndir frá Þrettándagleðinni í Vík! :D


Skoðið þær HÉR


Hvernig gengur í spurningarkeppninni???
Svo virðist sem að Sverrir Ragna jr. hafi vinninginn eins og stendur....
Getur enginn jafnað? :)
SHARE:

þriðjudagur, 17. janúar 2006

svo þið þykist þekkja mig?? :D







Gangi ykkur vel...

og þið verðið ÖLL að taka hana!! þetta tekur bara örskotsstund...

(p.s. hún er smá erfið..)
SHARE:

að fara í skóla....

Búin að skrá mig á námskeið... 10 vikna námskeið sem er 2 tímar í senn á hverju miðvikudagskvöldi

Segi ykkur frá því á morgun hvernig var :)
SHARE:

Komin heim frá Berlín


Komin heim og hef það fínt :D

Maturinn var æði... urðum allt of södd. Chili súpa í forrétt og svo eitthvað kjöt með káli og beikoni bakaði í ofni. voða gott. svo slógum við met í hvítvínsdrykku... 4 hvítvín og þegar það var búið var það bjór og þegar hann var búinn réðumst við á rauðvínsflösku eina eða 2.

Vaknaði kl 6 að íslenskum tíma, gekk frá herberginu og pakkaði niður. Kyssti svo strákana bless og skundaði af stað út í -10°C frost með töskuna í eftirdragi.
Minnið mig á að taka með mér vettlinga og húfu næst þegar ég fer til Berlínar.... brrr
tók U-bahn sömu leið til baka og ´ég hafði komið á föstudaginn. Þurfti að bíða eftir strætó eftir að ég var komin með undergroundinu. ekkert mál að bíða eftir strætó, en að biða í 10 mín í -10°C... jakks!
ég er á móti strætóum!!!!

Alveg ógeðslega mikið security á Schonefeld... fáránlega mikil!!!!
mætir manni brynvarinn bíll og svo þarf maður 2 sinnum að renna farangrinum í gegn um gengnumlýsingarskrímslið.
Svo kemur kona og káfar á manni... ussussuss...
það eru allir gay í berlín...
en allir fengu sömu meðferð..
hjúkk

flugið var fínt...
lenti í Englandi aðeins á undan áætlun og tók rútu upp á bílastæði og gaman gaman... það var sprungið á bílnum!
bretti því upp ermarnar og skipti um dekk á mettíma, og án nokkurra vandræða.
svo vildi ég nú ekki fara að keyra heim á þessu varadekki (max 80 km hraði) ógeðslega langa leið heim og það á hraðbraut!

ætlaði þvi bara að finna einhvern stað þarna hjá og láta laga hitt.. fékk einhverjar leiðbeiningar og villtist!! mjén
endaði einhversstaðar upp í rassgati, og ég á heima einhversstaðar niðrí rassgati.
Þar þurfti ég að bíða í 1 tíma eftir að fá afgreiðslu. Ég ógeðslega svöng og því meira pirruð... Var mikið að spá í að ryðjast inn á verkstæðið og segjast bara ætla að gera þetta sjálf!
En þetta hafðist og ég komst heim á endanum. svona 3 tímum á eftir áætlun :s




Já, og það eru komnar inn myndir !!!!!!!


Klikkið Hérna til að skoða þær
SHARE:

sunnudagur, 15. janúar 2006

Ragna writing from Berlin

jaeja... vorum ad koma heim rétt í tessu.

í gaer var planid ad skella sér ßut ad borda og kíkja pínu á pöbbarölt.
Tókum vid lest í annan hluta borgarinnar sem er tekktur fyrir ad vera fullur af frekar speeees fólki.
Vid endudum á tví ad fara á indverskan veitingastad tar sem ad var tekid roooosalega vel á móti okkur, og tjónustan aedi. Strákarnir sögdu samt ad tad vaeri nú bara út af mér tví ad tjónninn var alltaf ad koma og tala vid okkur og hafdi ekki augun af mér allan tíman.
Fengum líka fullt af snidugum réttum ad smakka ádur en vid fengum svo okkar mat.

Vid völdum okkur öll mjög ólíka rétti, Martin lék hetjuna og fékk sér rétt med 3 Chili vid, ég fékk mér rétt med 2 chili vid (segir til um sterkleikann) og Willi fékk sér med engan Chili vid.
Maturinn kom og sátum vid Martin sveitt vid ad borda okkar, og tó sérstaklega hann... Enda maturinn hans alveg óóógeeeedslega sterkur.
Eftir matinn maetti tjónninn hinn hressasti med drykki í bodi hússins og vid pöntudum okkur kokkteila.
Má segja tad ad vid ultum bókstaflega tarna út tetta var svo gott og vid bordudum allt of mikid.

Eftir tad fórum vid á gay-bar sem var barasta ekkert skemmtilegur. Fór samt án efa á ógedslegasta klósett tar sem ég hef komid inná og tad var ekkert aetlast til tess ad haegt vaeri ad loka hurdinni fram og laesa, og innri hurdin var úr skýjudu plexígleri! Fékk tví willa til ad koma og passa mig í tessari haetturför minni á klósett inná gaybar! spiludum smá ping pong of fórum tví naest á annan gay bar sem var ekkert smá töff!! allir veggirnir voru lodnir! tá meina ég... klaeddir med svona lodnu efni (birgittu Haukdal legghlífaefni) og tad var skaer bleikt! hehe, ekkert smá töff.
Strákarnir reyndu ad kenna mér ad sjá út hver var hommi og hver ekki... ég er alls ekki nógu gód í tessu, en teir voru alltaf med tetta á hreinu og alveg sammála um hvern og einn einasta. tetta lítur nú allt eins út fyrir mér nema tegar teir eru ad klaeda sig upp eins og konur eda eitthvad tadan af álíka.

tadan fórum vid svo á mjöööög skuggalegan bar... já... frekar ógaefulegt lid tar inni. EN hann var STRAIGHT (barinn tá)!
:)

vorum komin heim aftur um 1 leitid um nóttina , opnudum hvßitvßin og hlustudum á tónlist.
Martin skreid upp í rúm um 2 og ég á willi fórum ad sofa rétt á eftir.
Tíminn flaug víst samt adeins frá okkur og vorum vid tví ekki farin ad sofa fyrr en rúmlega 4 !
Vöknudum snemma í dag (eda rétt fyrir 12 ) og fengum okkur morgunmat.

skundudum vid tví naest í dýragard... teir eru 2 hérna! en... borgin var nú líka í 2 hlutum einu sinni. Vid f´rum í vestari-hluta gardinn.

ég var ekkert smá spennt fyrir ad sjá loksins fíla! jiiii hvad teir eru saetir!!! og svo var einn ungi. algert krútt!
Hann fékk svo ad fara í bad og tad sem hann gat verid mikill klaufi, datt ofaní badid og busladi og busladi.
umsjónamennirnir voru svo ad tvo stóru fílunum og sprautudu á tá. teim fannst tad svooo gaman, voru alltaf ad reyna ad stela slöngunni af honum, og ef hann snéri sér ad einhverjum ödrum tá potadi fíllinn í hann med rananum tangad til ad hann gafst upp og fór aftur ad sprauta á hann.

ísbirnirnir voru alger letidýr, en teir eru víst tunglyndir. for real :D
tad var mjög kalt í dag. -5°C .... BRRRRRRrrrr
mörg dýranna tví bara inni sem var nú fínt, tví ad vid hlýjudum okkur tar bara líka.
margar margar margar tegundir af öpum tarna... ég held ad teir myndu ekkert taka eftir tví tó ad tad vantadi einn... Mission naeturinnar er ad fara aftur og taka einn lítinn og saetan med mér til baka :D

erum komin heim núna og erum ad aftýda puttana og kinnarnar.

Martin eldar svo svaka fínan mat í kvöld og aetli vid verdum ekki full enn eina ferdina.

Lendi í englandi á morgun um 11. og fer beint heim eftir tad.

C ya
SHARE:

laugardagur, 14. janúar 2006

hiiii

jaeja...
er komin til berlínar...
allt gekk ad óskum í gaer. eeeeenn ekki hvad ??
hehe

fór ekkert ad sofa, reyndi ad leggja mig en tad gekk freeeekar illa... held ad ég hafi kannski dormad eitthvad frá 1 til 2... en vard ta ad fara á faetur og var komin ut a Stansted flugvöll rétt fyrir 4. Tar lagdi ég bílnum og tók rútu tadan á flugvöllinn.

Flugid gekk mjööööög vel verd ég ad segja, Ryan air er med svona "fyrstir koma, fyrstir fá" og ef ad tú varst snemma kominn, fékkstu ad fara fyrr inn í flugvélina og velja tér saeti. fékk gluggasaeti og heila röd tannig ad ég gat dreift úr mér og gat setid a hlidinni svo ad ég steinsofnadi!!! og tad alveg bara tegar flugfreyjurnar voru ad sýna öryggisdraslid allt. Vaknadi ekki fyrr en ein flugfreyjan vakti mig og bad mig um ad setja saetisarminn nidur, og í framhaldi af tví sagdi flugstjórinn ad tad vaeru 10 mín til lendingar. flugid var samt ekki svaka langt, bara 1 og halfur timi.

Var bara med handfarangur svo ad tad var ansi audvelt og fljótlegt ad komast úr flustodinni. tar vard ég ad finna rútustod og finna straeto nr 171 og fara med honum a Rudow, tar vard ég ad svipast um eftir Underground station eda U-Bahn og fara med tví til Kleitspark, og tangad kom Willi og sótti mig, stutt labb tadan heim til teirra. Var komin tetta allt saman um hálf 11.
Tar snaeddum vid morgunmat og spjölludum.

Forum ut ad borda i gaer med Robert, homma í naesta húsi og fengum okkur GEEEEDVEIKAN Taílenskan mat.... MMMMMMmmmmmm bordadi hann ofur haegt bara svo ao bragdid myndi endast.

Var ekkert skömmud af hommunum... Lenti nefnilega í tví í fyrra af verda mér til skammar med tví ad fara ekki reglulega í handsnyrtingu, tví passadi ég mig ofur vel núna ad vera búin ad naglalakka frech-manicure á neglurnar og snyrta taer ooofur vel :)
tókst tad vel ad teir höfdu ord a tví og hve vel égvaeri málud og augabrúnirnar fínar. EF teir bara vissu ad ég var sérstaklega ad vanda mig vid tetta allt saman :) hehehe
Eftir matinn fórum vid öll á bar og rétt nádum happy-hour... Fékk mér tann súrasta Mojito sem ég hef á aevi minni hef smakkad :s

tegar vid komum heim drukkum vid 3 hvítvínsflöskur og spjölludum...
Martin er ad Selja Guinot vörur... ( voda voda voda dínar franskar snyrtivörur) og hann gaf mér krem og hreinsigel sem ég á ad prufa á húdina á mér og sjá hvernig virkar. já og líka svaka fínan maskara. sagdi örugglega túsund sinnum takk og aetla sko sannarlega ad standa mig.

Í dag var svo sofid út og willi turfti ad vinna fyrripartinn af deginum.
Fékk tetta líka fína prinsessurúm eins og í fyrra og svaf eins og engill alveg til 12, enda átti ég inni adeins svefn held ég. :/
Tegar ég vaknadi var Martin, tessi ELSKA búinn ad fara í bakarí, búa til aedislegt morgunverdarhladbord og hella upp á kaffi. namm... how nice????
fórum eftir tad út á markad og löbbudum um í Berlin, m.a. fórum vid í hid fraega KA DE WE shopping mall...
Eftir tad settumst vid inn á Gay-kaffihús og hittum Willa.
Tá var komid ad tví... Ad fá sér Kurry-wurst :D djúpsteikt týsk pylsa med karrýkryddblöndu og tómatsósu, já tetta er alveg svakalega gott :D

Martin hjóladi svo heim á leid og ég og Martin fórum ad versla í kvölmatinn á morgun.

Tetta er svoooo mikd menningarsjokk ad vera hérna, tid mundud ALDREI trúa tví!!!
getsvo svarid tad ad tjódverjar eru 10 árum á eftir í öllu.
húsin eru öll í ´70`s litum, og tó ný málud. Fólk gengur í fötum sem vaeru flott á ´85 ballinu í MH og sér-týskar snyrtivörur lykta eins og tad sem tý fiktadir med heima hjá ömmu tinni!!!
já... furduleg borg.
Hef nú samt verid hérna ádur, en vard ekki svona mikid var vid tetta tá. mikid af graffiti á öllum veggjum hérna, sama hvert madur fer.

í kvöld aetlum vid út ad borda aftur og kíkja svo eitthvad út á lífid. Veit ekki hvort ad tad verdur gay stadur eda ekki. vid sjáum bara til med tad :)

Svo er planid ad kíkja í dýragardinn ! VEI!! teir segja ad tar séu fílar og ég get ekki bedid eftir ad sjá loksins fíl :)


Hver í ósköpunum nennti ad lesa tetta allt? kvittid fyrir tví sskurnar


óóóóver end át
SHARE:

fimmtudagur, 12. janúar 2006

mikið að gera...

já, who would have thought???

kom til englands á sunnudagskvöldið... eftir ekkert skemmtilegt flug.
í fyrsta lagi hafði ég skellt mér á djammið á laugardagskvöldið. hélt smá get-to-gether heim og brunuðum svo niðrí bæ nokkur okkar.... byrjuðum á ara, og komumst ekkert þaðan aftur. ekki fyrr en kl var 6. Þá stakk Siggi vals upp á Hlölla og eftir það var ekki aftur snúið! mmmmmm. Katrín keyrði og við byrjuðum á að fara á Ingólfstorg, en þar var klikkuð röð svo að við fórum í lækjargötuna og fengum öll afgreiðslu.
Var ekki farin að sofa fyrr en rúmlega 7 og vaknði fyrir 12.. þið getið ímyndað ykkur ástandið :s
ekkert þunn samt. . . en alveg ponsu sybbin.
Hitti Döggu og Sigga ásamt mömmu og pabba á Ask og fengum okkur síðustu máltíðina. svo bara út á flugvöll kl hálf 3 og fluginu var svo seinkað um hálftíma, semsagtt við lögðum af stað kl rúmlega 5. Við tók 2 klst af hristingi og grátandi krökkum. síðasta klst var samt fín.
I luv my iPod ...

fór í bíó í gær að sjá King Kong, asssskoti góð mynd þar á ferð!
kom mikið á óvart, og er það örugglega þess vegna að allar auglýsingar eru ekki búnar að kjafta því áður hvað það er sem kemur fram í myndinni

í kvöld verður líka lítið sofið.
Er að fljúga til Berlínar kl 6.25 í fyrramálið. Þarf að reikna með um rúmlega 2 tímun til ða koma mér þangað og leggja í stæði. og vera komin einum og hálfum tíma fyrir flug.
Þarf því að leggja af stað héðan kl hálf 3 eða svo :s
já, gaaaaaman gaaaaaman...
Ef þið eruð að velta ykkur fyrir því hvað ég er að fara að gera þar. þá er ég að fara heilsa upp á Willi og Martin. Fékk nebbla miða út á 3000 kall. já, og til baka aftur ! það er EKKERT. 3000 kall fyrir eina ferð!
ætli ég kíki semsagt ekki á nokkra Gaybari. Willi og Martin fara ekkert á venjulega.
Vill einhver lána mér síðhærða hárkollu :////
held að það sé ekki vænlegt að sitja inni á gaybar með stutt hár og drekka bjór og reyna að halda fram að maður sé EKKI gay. kem sjálfsagt heim með skemmtilegar sögur :)

Blogga kannski aftur í kvöld, eða nótt. sjáum bara til
Annars kem ég ekki heim fyrr en á mánudagsmorguninn.
SHARE:

föstudagur, 6. janúar 2006

föstudagskvöld.

og samkvæmt öllum reglum er laugardagskvöld á morgun...
Það er svoldið langt síðan að íslenskar konur hafi farið til lauganna og þvegið þvottinn... í höndunum...
núna fara íslenskar konur niðrí bæ eða skola í það minnsta kosti kverkarnar með bjór eða einhverju þaðan af sterkara...

er að horfa án idol...
það er ekkert að hugga mig eitt eða neitt að hafa farið og ekki komist áfram.. ég hugsa ennþá að ég get sko sungið betur en margir þarna!
ég er kannski með eitthvað William Hung syndrome... en hann er sáttur með lífið og það er ég sko líka...


.... mig langar að syngja...
SHARE:

stutt blogg

í dag....
-varð ég sæt aftur og sé nú út...
-sá ég í fyrsta sinn sólina síðan ég kom til Íslands... við lifum víst ekki BARA í grárri og svartri tilveru...
-skrapp ég á klaustur og kom ömmu og afa á óvart og eldaði fyrir þau Rögnu pizzu...
-brunaði ég aftur til baka kl 9 til ða fara í afmæliskvöldkaffi til ömmu á sunnubraut
-fór til Sigga og sat þar ásamt strákunum að drekka bjór

á morgun
-ætla ég að sofa út... það spáir rigningu og hvað er betra en að heyra í rigningunni úti
-ætla ég að hjálpa mömmu að gera appelsínuönd
-sjá um drykkjuleik í matarboðinu sem verður heima annað kvöld.
-vera full

á laugardaginn
-ætla ég að vakna eins snemma og kvöldið áður leyfir
-pakka öllu dótinu mínu niður
-bruna í bæinn
-halda partý heima og reyna að klára tollinn... hjálp óskast!
-fara niðrí bæ

á sunnudaginn
-vakna eins snemma og laugardagskvöldið leyfir
-fara í sturtu
-fara út á flugvöll
-fljúga til englands
-sofa sunnudagsnóttina í englandi


og svo til að hafa þetta formlegt!
þá er partý heima í rvk á laugardaginn og ALLIR velkomnir...
sérstaklega þeir sem ég hef ekkert náð að sjá í fríinu mínu hérna á klakanum
heyriði í mér.... 8660781


óóóver end át!
SHARE:

þriðjudagur, 3. janúar 2006

1. blogg ársins 2006

Áramótin gengu í garð og enginn virðist getað stöðvað tímann.... stutt síðan árið 2000 kom :S

Var búin að vera óendanlega slöpp á föstudeginum og á laugardeginum.... En ákvað að rísa upp á gamlársdag og það myndi ekki skipta máli hvort ég yrði verri á sunnudeginum, fjandinn hafi það, ég kom spes til íslands til að vera hérna yfir áramótin!!!

ég var þó í flugeldasölunni frá 3-6 á föstudaginn... komu nú ekki margir en það er partur af áramótunum að komast eitthvað í flugelasölu.

loksins kom að því að gamlárskvöld ætlaði að skríða í garð og ég var reddí í fínu fötunum mínum afar spennt yfir kvikindinu sem hafði verið í ofninum held ég mestan hluta dagsins
...
Kalkúnninn sveik engan og ákvað ég að fara rólega af stað í drykkju, enda hálf furðuleg í hovedet eitthvað. afi og amma horfði því næst á ávarp forsætisráðherra og er það heilög stund! ...
Það var tendrað í brennunni kl hálf 9 og brunuðum við niður eftir og spjölluðum við fólk og hlýjuðumn okkur á nebbanum í eldinum.
Þegar heim var komið var hellt aftur í glösin og ostabakkinn og snakkbakkinn undirbúinn fyrir áramótaskaupið sem mér persónulega fannst bara fínt!
þegar klukkan var að renna í 12 fóru allir aftur í hlýju fötin og styttum okkur leið eins og önnur lög gera ráð fyrir yfir garðinn hjá málfríði og högna og fórum á Guðlaugsblett og hittum fyrir fjölda fólks sem hafði safnast þar saman til að skjóta upp flugeldum og skála.
akkúrat kl 12 hófst svo gríðarinnar flott flugeldasýning sem víkurbúar höfðu safnað saman pening í og hún var okkur víkurbúum til sóma!
Þráinn brósi og Haukur sáu um að setja hana af stað, en margir klárir hausar höfðu komið að því að undirbúa hana og setja hana saman.
Þegar sýningin var búin kysstust allir og föðmuðust og svo hélt ég heim á leið ásamt einhverju liði, en við hittumst hérna einhver slatti áður en við þrömmuðum á kaffið. við ætluðum sko að vera tímanlega í þessu ef að ske kynni að það yrði allt fullt á nó tæm! við vorum í VEEEEL góðum tíma!
Einsi, Fjalar og Fúsi voru að spila saman... með minni möppu... ég brosti bara út í annað :p nennti ekki að leiðrétta þá :D
talaði við marga drakk aðeins meira, en samt EKKI of mikið :)
Var svo að lokum kölluð upp á svið 3-4 sinnum til að taka nokkrar syrpur...
og by the way...
hefur einhver séð röddina mína?
síðast sást til hennar undir miðnætti á gamlárskvöld, en þá var hún orðin frekar veik og rám... hvarf hún alveg undir morgun og hefur varla sést síðan! :/
Var lengi að ... endaði inná lager með Guðnýju hans Fúsa að láta mig dreyma um Hlöllabát ( og hún að láta sig dreyma um Pullarann) auk þess sem að háma í mig salthnetur með liðinu þarna bakvið.
var komin heim eitthvað að ganga 7... í svona líka prýðilegu spassakasti!
já, og mig langaði í HLÖLLABÁT!
ætlaði ekki að bakka frá því, og fann frosnar pulsur og pulsubrauð í frystinum og breyttist í franskan kokk og matreiddi 2 pulsur...
mestu vonbrigði kvöldsins voru þgear ég fattaði að ég var orðin alveg stífluð og fann ekkert bragð!! :(

komnar myndir frá kvöldinu inn á ragna.safn.net


Ég og Hildur afrekuðum það, án þess að vita af því ... að mæta í frekar líkum fötum á djammið... bolirnir ekki alveg eins á litinn ... en...eins buxur. bolirnir næstum eins, grænir jakkar, belti og stígvél... :)












Ég og Brósi komin í sparifötin :) ekki líkustu systkin í heimi er það?
SHARE:
Blog Design Created by pipdig