mánudagur, 14. nóvember 2005

Arachnophobia!

já, ég er alveg skelfilega hrædd við kóngulær...
það er minnst fyndið í heiminum, ég er alveg rosalega hrædd við þær.

Hef verið að velta því svoldið fyrir mér hvað ég á að gera hérna úti ef að ein verður á vegi mínum...
Hugmyndin er að þjálfa Molly í að éta þær... verst er að ég þarf að reyna að kenna henni það einhvernveginn, og þá þarf ég líklega að vera í nánd við þessar ógeðslegu skepnur. :/

í alvöru, ég græt bara ef að það er ein á rúminu mínu!

allavegna...

ég er að komast að því sem ég ætla að segja.

sá eitt stk dordingul koma í james bond stellingum og í sigi fram af gleraugunum mínum eftir göngutúrinn í morgun með Molly.
Þessi flinki James Bond var á fullu steam-i niður enda brjóst í sjónmáli.. ég vissi að ég væri bara ein heima og hundurinn í tómu tjóni blaut úti, eitthvað varð ég að gera. svo að ég í fullu kúli.. labba að eldhúsvaskinum...
tek af mér gleraugun og skolaði james bond wannabe-inu niður í vaskinn og gekk glottandi í burtu, hugsandi.. múhaha.. loooser

Ragna er samt ennþá hrædd við kóngulær :(

Rokkgellan varð svo að fara beinustu leið í sturtu því að mér fannst vera 200 AÐRIR james bondar í hárinu á mér... allir á leiðinni í áheyrnarprufu fyrir næstu mynd....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig