þriðjudagur, 27. júlí 2010

Kjúklingaborgarar í Naanbrauði






Eftir að Rachel Ray var í Skjá einum hvern einasta virkan dag í töluvert langan tíma hefur mig langað til þess að á íslandi fengist kjúklingahakk. Eftir að ég fékk matvinnsluvélina í jólagjöf síðustu jól varð mér það samt ljóst ða ég þarf ekki lengur  kjúklingahakk til að gera kjúklingabollur eða borgara. 


Ég klambraði þessari uppskrift saman með Saffran kjúklingaborgarana í huga. s.s. Kjúklingaborgari, naanbrauð og jógúrtsósa.


Þetta var mín tilraun






Uppskrift - Kjúklingaborgari   um það bil 6 stk 


650 gr kjúklingabringur 
(eða ca 650 gr af kjúklinga/kalkúnahakki - ekki nota matvinnsluvél þá, saxið allt annað mjög vel)
5 vorlaukar (skilið eftir ca 2-3 cm af þessu græna efst)
1.5 msk engifer 
2 stk hvítlauksrif
1.5 msk cummin
2 tsk paprikuduft
1.5 tsk sítrónusafi 
ca 2 msk fersk steinselja (má sleppa)
(æðislega gott að setja kóríander í staðinn)
2 tsk salt
1/2-1 egg
1 dl brauðmylsna
dass af pipar


Allt þetta er sett í matvinnsluvél og mixað saman. Engiferið og vorlaukinn og bringurnar er skorið niður í aðeins minni bita áður. 
Þetta er svo sett inn í ísskáp í hálfa-heila klst áður en þetta er mótað í litla borgara og steikt á heitri pönnu/grillpönnu




Uppskrift - Tzatziki  sósa


2 dl grísk jógúrt
hálf agúrka
1-2 hvítlauksrif
1 tsk salt
1/2 msk sítrónusafi
1 msk ólívuolía 
1 msk Dill (ég sleppi því)


Agúrkan er skorin langsum og fræin eru skafin úr með teskeið. Hún er svo rifin á frekar grófu rifjárni og sett út í jógúrtið. Einnig er hvítlauksrifið rifið á rifjárninu (fínni hliðinni ef það er í boði). Restinni af innihaldinu er svo hrært samanvið. 








Naan brauð... Ég gerði mitt eigið naanbrauð sem ég steiki á mjög heitri pönnu. Þegar ég er búin að steikja brauðið bursta ég örlítið af hvítlauksolíu/hvítlaukssmjöri á aðra hliðina og strái pínu salti yfir brauðin. Endilega leitið að  ykkar uppskrift á netinu (e. Naan bread recipe). eða nota þessa sem ég  hef bloggað um hér






Samsetning :
Naan brauð, sósa, nokkur lauf af spínati, kjúklingaborgari, rauðlaukshringir, smá sósa aftur og að lokum naanbrauð aftur




Rosalega gott, nýtt og hollt 


enjoy
SHARE:

fimmtudagur, 22. júlí 2010

Svar við kommenti

Fékk komment um daginn þar sem einn lesandi sagðist hafa þurft að baka kökuna lengur en í 60 mínútur. Mín kaka var kannski í 63 mínútur inni þegar ég tók tímann svo að það er greinilega alltaf einhver mismunur þar á.

Einnig var spurt hvar micro rifjárn fengist en þau fást bæði í Kokku og Duka í kringlunni og jafnvel á fleiri stöðum án þess að ég viti til um. Með því járni næst rétt rúmlega 2 tsk af rifnum sítrónuberki en stærð sítrónunnar ræður einnig magninu.

Endilega kommentið með spurningar eða athugasemdir eins og ykkur lystir og ég mun svara þeim ef kommentum sem ég get.

Ástæðan fyrir bloggleysi eru 4 næturvaktir í röð beint á eftir 3ja daga útilegu.  Ég sef semsagt alla daga þessa dagana

kv
Ragna
SHARE:

þriðjudagur, 13. júlí 2010

Leiðrétting !!

Jahérna !

ég hef EITTHVAÐ ruglast! og það á mjög mikilvægu atriði !

Béarnaise sósan sem ég talaði um hér í útilegupóstinum er EKKI frá ÚRVALS... hún er bara ekki einu sinni góð...

Ég var með sósuna frá Nonna litla !

Djúsuss

ég biðst 100x afsökunar á þessu
SHARE:

sunnudagur, 11. júlí 2010

fimmtudagur, 8. júlí 2010

Fylltir sveppir




Átti 3 stóra sveppi eftir í sveppaöskju um daginn og ákvað að gera eitthvað úr þeim. Klambraði því þessu saman eitt kvöldið þegar vinur Viðars var í heimsókn. Kom svo í ljós að hann er með mestu matargikkjum sem ég hef kynnst svo að það var 1,5 sveppur á mann (Ég og Viðar).



Fyrst er að saxa laukinn, hvítlaukinn, beikon, fjarlægið stilkana úr sveppunum og saxið þetta allt mjög fínt eða eins fínt of þú nennir...


Það er svo allt steikt á pönnu í örlítilli olíu þar til það er orðið smá brúnt og mjúkt og saltað og piprað


Fyllingin er sett í sveppina og svo er parmesan rifinn með rifjárninu góða.. og það ekkert lítið magn! Honum er svo skellt ofan á fyllinguna og inní ofn sem er stilltur á 200°C 


Þetta er svo tilbúið þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir og osturnn smá gullinn


Gjörið svo vel ! ;) 

Uppskrift:
3 stórir sveppir (má vera portabello ef þú hefur efni á þeim.. :-o .. )
1/2 laukur
1 hvítlauksrif
3 beikonsneiðar
1 msk matarolía
salt og pipar eftir smekk.

nokkrir punktar:
-Breytið magni eftir því hve marga sveppi þið kjósið að nota 
-Einnig hægt að bæta rjómaosti eða gráðaosti útí blönduna 
-Hægt er að sleppa parmesanostinum og nota annan ost í staðinn eða sleppa ostinum
-setjið sveppina í álbakka og skellið þeim á grillið ! 



SHARE:

mánudagur, 5. júlí 2010

Myndir

Myndir frá útilegunni í Húsafelli frá liðinni helgi eru komnar á Smugmug. 

SHARE:

Grillað nautakjöt með meðlæti

Útilega MEÐ STÆL !



Nautalund frá Íslandsnauti sem lofar fullmeyrnuðu nautakjöti.. Hefði þó verið gott að hafa steikarhníf með (note to self). Béarnaise-sósan kemur frá Úrvals Nonna litla ! og er alveg rosalega góð... Aðeins dýrari en aðrar kaldar Béarnaise sósur í Bónus en alveg fyllilega þess virði ! Kjötið var kryddað með steikarkryddblöndu  sem heitir Burgundy beef - dry rub, frá Weber. Alger snilld... snilld snilld... Kaupið bara ókryddað lambakjöt eða nautakjöt og þurrkryddið það og pakkið í box fyrir útileguna og sparið ykkur nokkrar krónur með því að kaupa ekki fyrirfram kryddað kjöt í pakkninum. Nautakjötið kryddaði ég þó bara á staðnum en lambakjötið krydda ég fyrirfram. (Burgundy BEEF? iss.. má þess vegna vera burgundy LAMB mín vegna) 

Meðlætið var:
Grillkartafla með hvítlaukssmjéri, þarf um 40-60 mín í álpappír á beinum hita á grilli ef hún er ekki forsoðin

Grillað grænmeti á teini. Keypti mér í vor svona grillteina frá IKEA. Mjög sniðug kaup. Ekki dýrir teinar, ekkert vesen með að leggja trépinna í bleyti og kveikja svo í þeim hvort sem er og auðvelt að taka í hringinn til að snúa þeim við (í hanska eða með peysuerminni, sem var minn kostur). Grænmetið var ég búin að skera niður í bita og setja í box áður en lagt  var af stað. Sveppir, laukur, kúrbítur og spergilkál, allt í bitum, hvítlauksolíu hellt yfir og piprað smá. Þrætt á teinana við grillið og grillað þar til það er orðið mjúkt og búið að taka smá lit 

Vinstra megin í efra horninu má sjá kanilsykur í boxi. Ég blogga síðar um hvað ég gerði við hann 

þar til næst ! 

ciao
SHARE:

föstudagur, 2. júlí 2010

Sítrónuformkaka með bláberjum

jahá. Einhver villa hefur birst í uppskriftinni í fréttablaðinu í dag. Hér kemur rétt uppskrift

Ath, nú eru myndir komnar með ! 

Uppskrift
1/2 bolli smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
2 tsk rifinn sítrónubörkur
1/2 - 3/4 bolli mjólk
1,5 bolli bláber, helst frosin

yfir kökuna:
4 msk sítrónusafi
4 msk sykur

Aðferð
Smjör og sykur er þeytt vel saman

og eggjunum bætt útí einu og einu í einu og þeytt vel á milli.

Eitt egg og þeyta vel 

Og annað egg og búið að þeyta vel 


Sítrónubörkur af ca 1/2 sítrónu er rifinn af. Ég elska Micro rifjárnið mitt

Hveiti, lyftidufti, salti og sítrónuberki er blandað saman við ásamt 1/2 bolla af mjólk. Meiri mjólk er bætt í ef deigið er of þurrt.
Einn dag mun ég leggja þessum bjévítans handþeytara ! 


Bláberjum er hrært samanvið með sleif og deigið er sett í formkökumót og bakað í 50-70 mínútur á 185°C á miðhillu í ofni.
Bláberin týni ég á haustin og þau sem ég sulta ekki úr frysti ég í nokkrum boxum og nota yfir allt árið


Sykurinn og sítrónusafinn er hitað yfir vægum hita þar til sykurinn leysist upp. Þegar kakan kemur úr ofni er prjóni stungið í hana á nokkrum stöðum
ok... manni líður eins og maður sé að ráðast á kökuna 


 og safanum hellt yfir kökuna

Þessi sítrónusykurblanda gerir svo sannarlega punktinn yfir i-ið


Segi enn og aftur að ég mæli með þessari mjúku, köku sem er svo fersk og bragðgóð :)

SHARE:

Föstudagur

Jæja... Ég skoðaði Fréttablaðið með eitt auga lokað og hitt tilbúið að lokast hratt. Mynd af mér í blaðinu haldandi á einhverri einhverr ófrumlegri köku. Enda sagði ég við blaðamanninn að ég hefði engan tíma í neitt stúss en ég væri að fara að baka fyrir útilegu.

Greppitrínið á mér er því í blaðinu í dag og kenni fólki að gera sítrónuformköku með bláberjum. Fólk verður að prufa hana sko. Hún er svo góð !

Ég kem svo með lengra blogg um þessa köku eftir helgi þar sem ég tók myndir af því þegar ég gerði hana (eða þær, ég gerði 3 fyrir okkur).

Næst á dagskrá er morgunvakt og síðan bruna úr bænum ekki seinna en hálf 5 og eins og Viðar sagði í gær, það verður bara að koma í ljós hvort að hann komi þá eða seinna.. haha. Enda brjálað að gera í vinnu hjá honum. Hér er samt eiginlega allt tilbúið. Allt komið ofaní tösku og allur matur kominn í marineringu sem á að vera það og restin niðurskorin í boxum. Þarf bara að sækja rafmagnskæliboxið niður í geymslu og framkvæma það ógerlega... koma matnum fyrir í því !

eigið góða helgi
SHARE:

fimmtudagur, 1. júlí 2010

útilegubakstur

Baka og baka fyrir útilegu sem áætlað er að fara í um helgina. Það er samt spáð einhverri rigningarskömm á flestum stöðum á íslandi sem eru innan helgarferðarkeyrslufjarlægðar. . . Stefnan er SAMT sett á útilegu þar til annað kemur í ljós :)

Ef ekki þá verður Nonni brúkaður til hálendisdagsferðar því að nóg er amk til af bakkelsi ;)

Svo er ég næstum viss um að ég muni blogga eitthvað um baksturinn.. en ekki alveg strax.
SHARE:
Blog Design Created by pipdig