Eftir að Rachel Ray var í Skjá einum hvern einasta virkan dag í töluvert langan tíma hefur mig langað til þess að á íslandi fengist kjúklingahakk. Eftir að ég fékk matvinnsluvélina í jólagjöf síðustu jól varð mér það samt ljóst ða ég þarf ekki lengur kjúklingahakk til að gera kjúklingabollur eða borgara.
Ég klambraði þessari uppskrift saman með Saffran kjúklingaborgarana í huga. s.s. Kjúklingaborgari, naanbrauð og jógúrtsósa.
Þetta var mín tilraun
Uppskrift - Kjúklingaborgari um það bil 6 stk
650 gr kjúklingabringur
(eða ca 650 gr af kjúklinga/kalkúnahakki - ekki nota matvinnsluvél þá, saxið allt annað mjög vel)
5 vorlaukar (skilið eftir ca 2-3 cm af þessu græna efst)
1.5 msk engifer
2 stk hvítlauksrif
1.5 msk cummin
2 tsk paprikuduft
1.5 tsk sítrónusafi
ca 2 msk fersk steinselja (má sleppa)
(æðislega gott að setja kóríander í staðinn)
2 tsk salt
1/2-1 egg
1 dl brauðmylsna
dass af pipar
Allt þetta er sett í matvinnsluvél og mixað saman. Engiferið og vorlaukinn og bringurnar er skorið niður í aðeins minni bita áður.
Þetta er svo sett inn í ísskáp í hálfa-heila klst áður en þetta er mótað í litla borgara og steikt á heitri pönnu/grillpönnu
Uppskrift - Tzatziki sósa
2 dl grísk jógúrt
hálf agúrka
1-2 hvítlauksrif
1 tsk salt
1/2 msk sítrónusafi
1 msk ólívuolía
1 msk Dill (ég sleppi því)
Agúrkan er skorin langsum og fræin eru skafin úr með teskeið. Hún er svo rifin á frekar grófu rifjárni og sett út í jógúrtið. Einnig er hvítlauksrifið rifið á rifjárninu (fínni hliðinni ef það er í boði). Restinni af innihaldinu er svo hrært samanvið.
Naan brauð... Ég gerði mitt eigið naanbrauð sem ég steiki á mjög heitri pönnu. Þegar ég er búin að steikja brauðið bursta ég örlítið af hvítlauksolíu/hvítlaukssmjöri á aðra hliðina og strái pínu salti yfir brauðin. Endilega leitið að ykkar uppskrift á netinu (e. Naan bread recipe). eða nota þessa sem ég hef bloggað um hér
Samsetning :
Naan brauð, sósa, nokkur lauf af spínati, kjúklingaborgari, rauðlaukshringir, smá sósa aftur og að lokum naanbrauð aftur
Rosalega gott, nýtt og hollt
enjoy