já,, hvert var ég komin.
Ég var held ég búin að finna sjúkrabílastöðina í síðasta pósti. Strákarnir voru mjög fínir og reyndar stelpurnar (konurnar) 2 sem vinna þarna líka.
Fyrstu 2 dagana gerði ég lítið nema að veltast með og leið samt strax betur á þriðjudaginn. Var eiginlega alveg ákveðin í að vera allan tímann þarna. Internetleysið var samt alveg rosalega leiðinlegt :( Ég var basically alveg ein á kvöldin og enn meiri ástæða til að reyna að finna mér eitthvað að gera seinnipartinn þar sem að það var annað hvort að gera eitthvað eða stara út í loftið frá 5-11 á kvöldin þar sem ekkert internet var, engir stólar í herberginu til að sitja við borð og ég bara með 4 kvikmyndir inná tölvunni og þær mætti ég ekki horfa á á einu kvöldi.
Ég var búin að reyna að spurja marga hvort að einhver af þeim stundaði ís-böð eða Winter-bathing.
Endilega lesið um það hér því að ég ætla ekki að fara að útskýra það ;) Eftir að hafa spurt alla sem ég hitti þá fann ég eina konu sem kennir við háskólann sem fer og hún var tilbúin að fara með mig á svæðið á þriðjudaginn og leiða mig í gegnum þetta.
Trikkið er að fara í sánu, dýfa sér svo ofan í ískaldan sjóinn og endurtaka þetta svo 2x í viðbót en enda á því að fara ekki aftur í saununa heldur klæða sig og fara heim. Við þetta á maður að finna mikla endorfín losun og hita... en já
andskotinn ég nefnilega lét mig hafa það að skella mér ofaní !!! og FJÁRI var þetta kalt !
Hérna er staðurinn sem ég fór á. (ef þið klikkuðuð á wikipedia linkinn hér fyrir ofan þá er skemtilegt að sjá að ég fór á sama stað og myndin frá þeim link sýnir)
og ég fór ofaní... í ALVÖRU
Það þýddi ekkert annað en að skella sér. . . þetta var það eina sanna finnska sem mér datt í hug að gera í Vasa. ég efaðist samt stórlega um hve gáfuleg þessi hugmynd hefði verið þegar ég stóð efst í stiganum í -11°frosti og vitandi það að vatnið var 0.5° heitt (kalt?). Ég endurtók þetta 3x og endaði á að fara ekki í sánuna og leið bara vel. Svaf að minnsta kosti vel fyrstu nóttina síðan ég kom út.
á miðvikudaginn var ég búin að ákveða að vera 8-20 á vaktinni á stöðinni. Ég gat nefnilega allt eins hangið á stöðinni eins og að vera heima að horfa á silfurskotturnar (yes, we had a little problem). Þessi dagur var rólegri en margir vildu meina að væri eðlilegt og á þessum 12 tímum kom einn flutningur ! (hár sykur upp á 16.3 hjá sykursjúkri konu... þið sem þekkið eitthvað til sjáið kannski kaldhæðnina í akút flutningi með sjúkrabíl). Ég labbaði samt heim eftir vaktina og tók það ekki meira en 40 mín. Ansi þæginlegt í blanka logni og -12° frosti (66°north... aaamen!).
Fimmtudagur..
Ég var búin að segja einni konu á stöðinni á miðvikudeginum (Camilla) frá hvernig dvöl mín hefði verið í Finnlandi og að ég gæti eiginelga ekki beðið eftir að fara heim. Hún trúði eiginlega ekki að ég væri með tutor sem hefði ekki tíma til að hitta mig, væri ekki frá Vasa og hennar plön voru oftast að spurja mig "hvað vilt þú gera" þegar við hittumst... seriously, ég veit ekkert hvað maður gerir í Finnlandi eða í Vasa. Sanna var heldur ekki með bíl og það gerði hlutina enn erfiðari þar sem að.. jú, strætóarnir eru eins og þeir eru þarna.
Camillu fannst mjög leiðinlegt hvernig ég hefði upplifað ferðina og að mér hefði ekki liðið vel þarna. Eftir spjallið á miðvikudaginn hvarf hún í símann í smá tíma og þegar hún kom til baka spurði hún mig hvort að ég gæti ekki fengið að fara fyrr á fimmtudaginn. Ég sagðist bara gera það ef ég þyrfti og hún sagðist ætla ða koma og sækja mig um hálf 3 og fara í rúnt um svæðið og sýna mér eitthvað í Vasa. Ég var mikið til í það og kom vel klædd og í gönguskóm á fimmudaginn.
Gönguskórnir komu sér reyndar vel þar sem við lentum í útkalli út í skóg að ná í skíðagöngumann sem var obs lux mjöðm og klofuðum við snjóinn upp í klof með bakbretti og töskur til að komast á staðinn. Aðstæður til að flytja manninn voru mjög erfiðar og var því kallað í slökkviliðið til að flytja hann á sleða aftan í beltabíl í sjúkrabílinn... mjög skemmtilegt ! en já.. það hefði verið slæmt að vera í Puma skóm þarna.
Þegar Camilla sótti mig kl hálf 3 var farið að snjóa. (oh, ekki meiri snjó!). Hún sótti mömmu sína og við keyrðum eitthvað lengst í burtu og fórum meðal annars yfir lengstu brú í finnlandi
Eftir að hafa keyrt í gegnum 3 eyjar stöðvuðum við bílinn í 10 mín labb fjarlægð frá stórum útsýnisturni sem átti að opna laugardaginn næsta og Camilla vippaði út 2 innkaupapokum og snjóþotu úr skottinu á bílnum og við héldum á leið í átt að turninum
Við kíktum þar upp en sáum ekki mikið þar sem að það var hellings snjókoma eins og sést hér
Ennþá vorum við að ganga um með snjóþotuna og pokana 2 sem ég vissi eignlega ekki hvað við ætluðum að gera við en svo komum við að beygju í veginum og mér skyldist á mæðgunum að við ætluðum í sumarhús mömmu Camillu... Við klofuðum því snjóinn (ég í annað sinn þennan daginn) í korter þangað til að við komum að litlum kofa sem stendur við vatn.
sumarhúsið var lítið og einfalt en finnar eyða víst meiri hluta sumarfría sinna í svona húsum út um allt finnland... fæst husanna eru með rennandi vatn eða hita eða klósetts.. en flest með sánu (auðvitað!)
Þetta var því ekta finnskt! :) sem reyndist svo vera þema kvöldsins.
Þegar í husið var komið var kveikt upp í arninum, enda var -6° frost og hafist handa við að taka það upp sem var í pokunum. Þar kom hver finnski rétturinn upp á eftir hverjum öðrum! Ég smakkaði svo allt sem hægt var að smakka og drakk finnskan bjór með.
Oh, æði.. þetta var toppurinn á finnlandi ! Þvílíkt gull þessi kona að gera fyrir mig. Ég átti ekki orð!
ég er auðvitað buin að bjóða henni til Íslands til að reyna að launa henni þetta.
Þarna má sjá
-finnska pylsu sem var grilluð á eldi
- Bondost (mjög stinnur mjólkurostur sem borðaður er með sultu og rjóma)
- elg sem mamma Camillu eldaði fyrir ferðina
-smjör með eggjum sem sett er ofan á
-havtorn-súpu (búin til úr Havtorn berjum)
-finnskan bjór
-finnskt brauð úr rúgi
og eitthvað fleira.
Eftir langan dag var ég komin heim um 8. Þreif herbergið (með koddaveri... -löng saga) og pakkaði niður í töskurnar. Ég var nefnilega að fara til Stokkhólms daginn eftir! jehí!
Föstudagur..
ágætur dagur á stöðinni, hlakkaði bara alveg óendanlega til að fara heim! kl 20 sótti Camilla mig svo í íbúðina og skutlaði mér út á völl (sparaði mér sjálfsagt 7000 kall í leigubílakostnað) og ég lenti í svíþjóð um 22 og tapaði einni klukkustund á ferðinni.
í dag er laugardagur og er ég í Stokkhólmi hjá Kristínu frænku Viðars og eiginmanni hennar. Dagurinn var tekinn frekar seint eftir mjúka nótt í almennilegu rúmi (LOKSINS) og svo far farið í markað í miðbæ stokkhólms sem er frá 1888. Þar má ALLT finna... guð minn. ég var í himnaríki.
skoðið bara myndirnar
hér eða í myndaalbúminu mínu. Þar borðuðum við á veitingastað og ég fékk mér humar... Já. ALVÖRU humar með haus, klóm og öllu. nammi nammi namm! og svo fékk ég mér ostrur. Ég var ekki alveg jafn hrifin af þeim en held að maður þurfi að læra að borða þær.
er þetta ekki girnilegt ! :)
Ég tölti svo á
Skansen og eyddi restinni af deginum þar. Þið sem ekkert vitið hvað það er þá er það eyja sem er svoldið eins og fjölskyldu og húsdýragarðurinn og árbæjarsafn samansett og svo margfaldað með 5, já eða 10. Mjög gaman :)
tók bát yfir fjörðinn og labbaði heim til Kristína..
aaah, góður dagur
eldaður var góður matur sem var keyptur í markaðnum í dag og núna er setið og spilað. Fullkomið!
hlakka samt til að koma heim á morgun :)
svo má ekki gleyma að ég er búin að setja flestallar myndir inná Smugmugsíðuna mína sem þið getið skoðað með því að klikka
HÉR
kv
Ragna heimfari