sunnudagur, 22. febrúar 2009

Sat í gær og söng þetta... og hugsaði "já, þetta er einmitt eins og mér líður"

Það liggur svo makalaust ljómandi'á mér,

mér líkar svo vel, hvernig heimurinn er,

mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að segja svo dæmalaust margt.

:,: Hæ dúllía! dúllía! dúllía! dei! :,:

mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að segja svo dæmalaust margt.



Það skilst varla hjá mér eitt einasta orð,

mér sýnist allt hringsnúast; stólar og borð.

Minn hattur er týndur og horfið mitt úr.

Ég held ég sé kominn á sjóðandi túr.

:,: Hæ! dúllía! dúllía! dúllía! dei! :,:

Minn hattur er týndur og horfið úr.

Ég held ég sé kominn á sjóðandi túr.



Samt líð ég hér áfram í indælisró,

í "algleymis" dillandi "löngunarfró".

Já, þetta er nú "algleymi", ef "algleymi" er til,

því ekkert ég man eða veit eða skil.

:,: Hæ! dúllía! dúllía! dúllía! dei! :,:

Já, þetta er nú "algleymi", ef "algleymi" er til,

því ekkert ég man eða veit eða skil.
SHARE:

laugardagur, 21. febrúar 2009

Bollur skal éta á bolludaginn.
Baunir og saltkjöt á sprengidaginn.
En iðrast hann má,
maðurinn sá,
sem át konuna sína á konudaginn.
SHARE:
Bollur skal éta á bolludaginn.
Baunir og saltkjöt á sprengidaginn.
En iðrast hann má,
maðurinn sá,
sem át konuna sína á konudaginn.
SHARE:

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

slapp út af deild 15...

Verknám á lokuðu deildinni á Kleppi (þar sem enginn vistast nema sjálfræðissviptur) byrjaði í dag.
Asskoti rólegur dagur og áttum ég og Rannveig ansi erfitt með að halda augunum opnum. Reyndar vorum við hvorugar í góðu dagsformi þar sem hún sat með magaverki og ég tannholdsverki. Highlight dagsins var ÁN EFA það að fá hádegismat frá 11.30 til 13.00 sem við nýttum okkur í Kringluferð og vöknuðu vönkuðu nemarnir aðeins við það. 

Ég þarf víst að fara að gera 3 verkefni í vikunni þó svo að ég hafi eiginlega engan tíma í það... holy, ég veit ekki hvernig ég að redda því...

ég á svo afmæli eftir 2 daga... hver ætlar að gefa mér köku  ? 
SHARE:

laugardagur, 14. febrúar 2009

Helgin komin..

jííh :)

Fór á tónleika í gær þar sem Viggó og Víóletta sungu söngleikjalög.. um kvöldið (eftir klikkað gott pasta) kíkti ég til Víðis, bróður Hildar, þar sem Hildur og Gústi voru að horfa á Idol... Hef nú ekki mikla skoðun á þessu en var að þessu sinni alveg sammála dómrunum..

Viðar kom svo seint og síðar meir og ég var gjörsamlega búin á því. . . Var með miklar yfirlýsingar um að það sem ég ætlaði að gera á morgun ( í dag ) væri að sofa út, og svo leggja mig, sofna svo eftir það og leggja mig svo...
Við tolldum samt ekki sofandi lengur en til 10 og fórum þá frammúr til að gera Eplakskífur ( skrítnu danir... það eru engin helv. epli í þeim samt). Viðar stóð sig svaka vel í undirbúningi og þeytir eggjahvítur alveg fruntuvel og blandar saman deigið... hann er hér með ráðinn ! :)
Nú er greyið hlaupinn út til að reyna að kaupa afmælisgjöf handa mér... whaha.... "greyið"

í kvöld er síðan afmæli hjá Jónsa.. víhí
SHARE:

fimmtudagur, 12. febrúar 2009

bakstur..

er að baka girnilega sítrónu og bláberja köku til að taka með á síðasta daginn í verknámi.. í næstu viku fer ég á Klepp í verknám og verð þar á deild 15 sem er "lokaða deildin", sumsé, enginn er þar nema sviptur sjálfræði og hlakka ég þokkalega mikið til að sjá hvernig fólk er þar inni... Eins og er þá hef ég ekki séð mörg einkenni geðsjúkdóma en börnin á BUGL eru algert æði. Hélt ekki að ég gæti tengst þeim á einhvern hátt á þessum stutta tíma en mér finnst eiginlega hálf leiðinlegt að geta ekki fylgt þeim eftir áfram.

Spurning er hvort að það verði eins mikið um fundi á Kleppi og er á BUGL en ég hef verið að fara frá 2 uppí 6 fundi á einum degi. Fyrstu 2 dagana var ég líka svo þreytt allan daginn að ég setti persónulegt met í kaffidrykkju, bæði vegna þess að ég hélt ekki athyglinni og það var þreytandi að sitja og segja ekki orð, fund eftir fund (ólíkt mér) og að mér er krónískt kalt á að sitja svona kyrr.

Plan helgarinnar er að ég er jafnvel að fara út að borða annað kvöld og svo er afmæli hjá Jónsa sem verður með BLEIKU þema..
spurningin er, á ég að fara í bleikum kjól og vera bleikari en allt eða kaupa mér bleika plast-perluhálsmen? hmm....

á sunnudaginn ætla ég að fara austur (læt Viðar um aksturinn... LOFA) og það eldsnemma fyrir hádegi og hann ætlar að flísaleggja þvottahúsið hjemme på og verðum við f austan örugglega fram á mán/þrið.

hressandi líf mar og endalaust mikið að gera (makes life worth it) :-)

heyrið í mér ef þið ætlið niðrí bæ á laugardaginn
SHARE:

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

mánudagur, 9. febrúar 2009

myndbandið frá atriðinu á árshátiðinni






myndbandið er komið inn á facebook...

þið sem eruð ekki með facebook ... þá get ég víst lítið gert en hér er linkur að myndbandinu






SHARE:

sunnudagur, 8. febrúar 2009

atriðið...


þetta er samt atriðið þegar við tókum það aftur... enda var fögnuðurinn svo mikill í fyrra skiptið...

við erum sumsé ekki í búningunum nema ofur danspíurnar okkar ;)
SHARE:

föstudagur, 6. febrúar 2009

Jæja..

ég verð að viðurkenna að það fer bráðum að styttast í annan endan með það að ég nái að halda aftur af mér að blogga um aðrar manneskjur hérna ... úff

þrátt fyrir (viðbúna) uppákomu ætla ég ekki (ég ætla allavegana að reyna) að láta neitt skemma flottu árshátíðina okkar í hjúkkunni á morgun.

Ég, Helga Reynis og Elva ætlum aldeilis að troða upp og alger snilld að geta hóað saman (já eða Helga sá um hó-ið) svona flottum söngskvísum.
Það eru heldur ekki til alvöru söngskvísur nema að hafa dansara. Og þeir hæfustu í hlutverkið voru valdnir eftir langar og strangar prufur sem tók heldur betur á taugarnar hjá umsækjendum. Skvísurnar tóku sér síðan 4 vikur til að fara yfir myndbönd og CV's og voru valdnar þær hæfustu í starfið sem eru Harpa Þöll og Hildur Björk.

sjáumst á morgun
SHARE:

þriðjudagur, 3. febrúar 2009

Ný myndavél...


oooh, loksins loksins...

myndavélaleysið var að gera mig hálf þunglynda.

ég keypti mér auðvitað Canon Ixus einu sinni enn, en þetta er þá 4. ixus vélin mín.
1. vélin var APS -filmuvél sem ég á ennþá
2. vélin var Ixus 450 minnir mig ;)
3. vélin var Ixus 960
4. vélin (sem ég á núna) er Ixus 970

ógeðslega flott ,.. og með insane zoom (5 x optical sko .. ;) og 20x með digital zoom-inu bætt við)

kostar fokking 69.900 á Nýherja.is

ég var ekki tekin í þurrt r****** og sit sátt með 30 þúsund krónur í "plús" eftir kaupin :p og meira til, þar sem ég fékk líka 4 GB kort á spottprís

það er bannað að stela þessari ! jú underrstend?!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig