þriðjudagur, 31. janúar 2012

Tiramisu

Ó hvað þetta er yndislega, undaðslegur, æðislegur og bragðgóður eftirréttur ! ! 

(við skulum gleyma í smástund að hann er skelfilega óhollur... munið bara að borða minna í hádeginu og fara í ræktina!)
Það eru aðallega 3 atriði sem hafa stoppað mig í að gera tiramisu hingað til.
nr 1 - Þetta er flókið
nr 2 - Þetta er dýrt 
nr 3 - Það eru til góðar tegundir af tilbúnu tilbúnu tiramisu útí búð 
þessi þrjú atriði hafa samt hins vegar breyst í:
nr 1 - þetta er mun auðveldara en þið munið halda og frábært að geta gert þetta daginn áður en gestir munu koma til að minnka vesenið. 
nr 2 - Þetta er ekkert afburðadýr réttur. Mascarpone osturinn kostar um 700 kr samtals og eggin, tja, þau eru ekki dýr... 10 egg kosta um 400 kr og þarna notarðu 6 egg. Ekki má gleyma því að þessi réttur er stór og er fyrir 12 manns. Það kostar einnig sitt að gera eina marengs-ávaxtaköku eða heitan rétt :)
nr 3 - Þetta er BETRA en tiramisu útí  búð...

Jú, uppskriftin er stór en þegar maður er að þessu á annað borð, af hverju ekki gera bara alla uppskriftina og mæta svo með restina í vinnuna eða bjóða vinum í kaffi seinna í vikunni. Þetta endist vel í ískáp (4-5 daga).

Í mörgum uppskriftum sem ég skoðaði voru eggjahvíturnar nýttar með. Ég stóðst samt ekki mátið þegar ég las uppskrit frá kokki sem sagði að hands down þá væri þetta LANG besta tiramisu sem hann hafði gert um ævina og væri það sem hann teldi að kæmist næst því sem hafði bragðað á Ítalíu. 
Það var því engin spurning hvort ég ætti að gera þessa uppskrift eða ekki, og ó hvað ég var ekki vonsvikin.

Saumaklúbburinn og samstarfsfólk á Slysó var einnig mjög ánægt með afraksturinn :)

Fyrsti hlutinn er svoldið tímafrekur..

Setja þarf egg og sykur yfir heitt vatnsbað (vatnið við það að sjóða) og "elda" eggin+sykur í 10 mínútur... Það verður að hræra stanslaust á meðan 

Blandan breytir um lit og verður ljósari 


Síðan þarf að þeyta upp blönduna þar til hún verður pastel gul á litinnmascarpone osturinn er hrærður uppí öskjunni og þeyttur samanvið 

því næst er þeytta rjómanum blandað saman við, leggið hér frá ykkur þeytarann og notið sleif

hér er óhætt að smakka.. nokkrum sinnum ! 
hellið upp á 4faldan espresso, eða sterkt kaffi sem fyllir upp í ca 3/4 bolla 

áður en samsetningin hefst ladyfingers er snögglega dýft ofan i kaffið og lagt í botninn

mascarponeblandan er sett ofaná, annað lag af ladyfingers þar ofaná og endað á mascarponelagi 

geymist inní ískáp í amk 4 klst áður en borið fram, stráið kakó yfir með sigti rétt áður en borið er fram Uppskrift (fyrir 10-15, fer eftir öðru meðlæti)


6 eggjarauður
1 bolli sykur (250ml)
2 öskjur af mascarpone osti 
1 3/4 bolli rjómi (óþeyttur)
1 pakki (320-350 gr) Ladyfingers 
1/2 bolli espresso eða sterkt kaffi
1/4 bolli sterkt áfengi (Dökkt romm, Amaretto, Kaluha eða Brandý) - Sé áfengi sleppt, bætið þá við 1/4 bolla af kaffi við í staðinn
kakó 

Aðferð: 

-Blandið saman eggjum og sykri í skál yfir sjóðandi vatni. Hrærið stanslaust í blöndunni í 10 mínútur. 
-Þeytið upp eggjablönduna þar til hún verður pastel-gul á litinn
-Takið mascarpone ostinn, hrærið hann aðeins upp í öskjunum og bætið svo útí eggin. Þeytið vel saman
-Rjóminn er stífþeyttur og blandað saman við ostablönduna. Ath að hér er þeytaranum lagt og notuð sleif tl að blanda saman
-Ladyfingers er rétt svo dýft ofan í kaffið (eða kaffi + líkjör). Það þarf EKKI að láta kökurnar blotna í gegn, heldur bara að báðar hliðar komi í snertingu við kaffið. 
-Tiramisuinu er raðað upp þannig. Ladifingers - Mascarponeblanda - Ladyfingers - Mascarponeblanda. 
-Látið bíða í ísskáp þar til það er borið á borð. Rétt áður en rétturinn er borinn á borð er kakói stráð yfir í gegnum sigti svo að það þeki réttinn. 

ENJOY ! :)


SHARE:

föstudagur, 27. janúar 2012

Heit pizzaídýfa

Hugmyndin er einföld og afraksturinn er góður :) 
Það eru sjálfsagt allir búnir að smakka rjómaosts-salsa ídýfuna sem flestir hafa verið að gera í saumaklúbbum og partýum síðustu ár. 
Þessi ídýfa er kannski meiri elíta enda þarf aðeins fleiri hluti til að setja hana saman heldur en salsaídýfuna (sem fær alveg gullorðu fyrir einfaldleika). Að sjálfsögðu er það ykkar val hvaða álegg þið setjið á pizzaídýfuna svo að það þurfa ekki að vera jafn margar tegundir og ég kaus að setja. 


Rjómaostablöndu er smurt í botninn og pizzasósunni dreyft yfir í smá slettum og svo varlega strokin út yfir rjómaostblönduna þannig að þetta verður í 2 fallegum lögum. Setjið svo álegg að eigin vali yfir pizzasósuna
Stráið einnig smá af uppáhalds ítalska/pizza kryddinu ykkar yfir áleggið áður en þið setjið ostinn.  

stráið ost og parmesan yfir og bakið í ofni þar til að osturinn er bubblandi og brúnn í könntunum berið fram með ritzkexi, niðursneiddu baguette eða tortilla snakki. Best er að hafa skeið í ídýfunni svo að fólk geti skammtað sér beint á disk eða mokað upp á kexið/brauðið/snakkið

Uppskrift: (fyrir um 6-8) 


1/3 askja rjómaostur
1/2 bolli sýrður rjómi
1/2 bolli rifinn mozzarella ostur
1/4 bolli rifinn parmesan ostur (má sleppa)
1 bolli pizzasósa 
smá pipar og salt

álegg: 
Skerið allt niður í litla ferninga og reiknið með 4 msk af hverju
pepperoni
laukur 
skinka 
sveppir
ítalskt krydd

annað:
ólífur
paprika
hvítlaukur (ekki 4 msk þó!)

Yfir:
1 bolli mozzarella
1/4 bolli parmesan (má sleppa)

Aðferð: 

-Hrærið upp í rjómaostinu í skál til að mýkja hann. Hrærið einnig aðeins upp í sýrða rjómanum áður en þið blandið honum saman við rjómaostinn. Bætið við mozzarellaosti og parmesan, saltið og piprið aðeins blönduna (þarf meiri pipar en salt). Dreifið úr blöndunni í eldfast mót. 
-Dreifið úr pizzasósunni yfir rjómaostablönduna.
-Stráið jafnt yfir álegginu sem þið kjósið að nota, þekið áleggið með mozzarellaosti og parmesan og skreytið svo réttinn með nokkrum pepperonisneiðum
-Bakist við 180°C í um 20 mínútur eða þar til ídýfan er fallega brún í könntum og bubblandi heit 

enjoy ! 

SHARE:

þriðjudagur, 24. janúar 2012

Næsta blogg


TiramisuHeit pizzaídýfa


Hvor þessara rétta verður í næsta bloggi?
Þið fáið að ráða! :)

Farið á facebook síðu Ragna.is og kjósið SHARE:

sunnudagur, 22. janúar 2012

Sunnudagur og vöfflukaffi

Kom heim úr vinnunni í dag og bakaði vöfflur fyrir óvæntan gest + familíuna.

Set þó ekki uppskriftina inn að þessu sinni þar sem my ultimate quest að bestu vöfflu-uppskriftinni er enn í fullum gangi :)


SHARE:

föstudagur, 20. janúar 2012

þriðjudagur, 17. janúar 2012

sunnudagur, 15. janúar 2012

Kjúklinga Cordon Bleu - Fyllt kjúklingabringa


Þó svo að þessi réttur heiti vanalega Cordon Bleu má alls ekki rugla honum saman við hinn þekkta matreiðsluskóla Cordon Bleu :) 
Hægt er að kaupa svipaðar útfærslur af þessum fylltu kjúklingabringum í búðum, bæði frosið og í kjötkælinum en þetta er auðveld og góð leið til að gera góðan mat fyrir miðja viku. 
Fyrirhöfnin er í raun minni en hún virðist vera og afskaplega bragðgóð. 

Ég mæli með að þið prufið þetta ! :) Hér notaði ég höfðingja og hvítlauksost búið að loka bringunum 

endurtaka ferlið 1x 
Uppskrift: 


3-4 kjúklingabringur 
  • skornir vasar inní með beittum hníf.

skinka að eigin vali
  • ég nota silkiskorna hunangsskinku

ostur:
  • skera af oststykkinu inní ísskáp
  • nota rifinn mozzarella
  • ferskur mozzarella
  • camembert eða annar hvítmygluostur
  • Gruyere Raspur: 

2.5 dl raspur úr pakka
svo sitt lítið af hvoru eftir smekk
paprikuduft
laukduft
hvítlauksduft
ítalskt krydd
pipar
salt 
Parmesan ostur (má sleppa)

Munið að nota hugmyndaflugið og ef þið eigið ekki allt þá annað hvort finnið þið eitthvað annað í staðinn eða jafnvel sleppið því. Það mikilvægasta er salt og pipar :) 


1 egg
1 dl mjólk


Aðferð: 

-Takið skinkuna (1-3 sneiðar eftir tegund), leggið hana á borð og leggið ofan á hana ostinum sem þið eigið til (athugið að það er alveg tilvalið að nota camembertinn/höfðingjann/gullostinn/hvítlauksostinn sem þið eigið inní ísskáp eftir jólin og er kannski alveg á síðasta snúningi)
-Vefjið skinkunni utan um ostinn. 
-Skerið inní hverja bringu smá vasa með litlum, beittum hníf, svo að skinkupakkinn komist inní bringuna. Ef ykkur finnst þörf á, stingið tannstönglum í brúnirnar á bringunum svo að þær lokist betur.
-Dífið bringunni í eggja- og mjólkurblönduna og svo í raspinn, endur takið þetta 1x í viðbót. 
-Þegar búið er að þekja allar bringurnar vel af raspi er þeim raðað á grind í ofni. Athugið að það er nauðsynlegt að hafa plötu (klædda álpappír sem gerir þrifin auðveld) undir grindinni því að það gæti einhver ostur lekið út þegar þetta eldast í ofninum og það er ekkert gaman að fá ostinn í botninn á ofninum :). Ástæðan fyrir því að það er betra að hafa þetta á grind er að þá soðnar ekki hliðin sem snýr niður, heldur verður bringan krispí allan hringinn. 
-Það tekur um 30 (uppí 40) mínútur að elda bringurnar við 190°C hita. 

Tilvalið meðlæti er sulta/hvítlaukssósa úr sýrðum rjóma, gufusoðið grænmeti og kartöflumús eða hrísgrjón. 


Athugið, að bringurnar er einnig hægt að steikja á pönnu en þá þarf að vera amk 2 cm lag af olíu á pönnunni og passa hitastigið. Það er að sjálfsögðu mun hollara að ofnbaka þær :) 

Enjoy ! SHARE:

laugardagur, 14. janúar 2012

sunnudagur, 8. janúar 2012

Frönsk lauksúpa

Til þess að þessi súpa verði sem best þarf að brúna laukinn í olíu og smjöri hægt og rólega við vægan hita í langan tíma. Eftir að því hefur verið náð þarf að sjóða laukinn í töluverðan tíma í soði til þess að bragðið dreyfi sér og súpan verði falleg og koparlituð

Uppskriftin er tekin uppúr bók sem gefin var út fyrir rúmum 50 árum af Juliu Child (US) sem fluttist til Frakklands, lærði þar að elda franskan mat og gaf svo út bók til þess að kenna Bandaríkjamönnum að elda franskan mat.

Ég mæli svo auðvitað með að allir horfi á myndina Julie and Julia 


En aftur að uppskriftinni að hinni frönsku lauksúpu ! 

nr 1
Gerið ráð fyrir 2 og hálfum tíma í eldunartíma ! 


Súpan er svoldið skýjuð. Ég keypti tilbúið soð í Kosti (eina fernu og notaði svo vatn og teninga sem hinn líterinn sem til þurfti) Soðið í fernunni er aðeins skýjað, en mjög gott 
NAMM! Uppskrift og aðferð: 

Fyrir 4-6 (fer algerlega eftir skammtastærð hvers og eins. Ég myndi jafnvel gera þessa súpu fyrir 3)

5 bollar fínt niðursneiddir laukar eða um 680 gr 
3 msk smjör 
1 msk matarolía 

- Eldið laukinn við vægan hita í smjörinu og olíunni í 15 mínútur með lokið Á ! 

1 tsk salt 
1/4 tsk sykur 

-Talið lokið af, hækkið hitann á hellunni upp í miðlungs hita og eldið laukinn í 30-40 mínútur, hrærið oft í, þar til að laukurinn er orðinn fallega karamellu brúnn

3 msk hveiti 

-Stráið yfir og hrærið í 3 mínútur (hér þurfti ég að bæta smá smjöri við, þetta var annars of þurrt)

2 L af nautasoði 
(hér er hægt að kaupa soð tilbúið í fernum, nota vatn og nautakraftstening (2 teningar í hvern líter af vatni) eða nota sitt eigið heimatilbúna soð)

1/2 bolli hvítvín (ég sleppti þessu)

- hellið soði og víni útí pottinn og kryddið með salt og pipar. 
-Sjóðið við vægan hita með pottinn hálf lokaðan í 30-40 mínútur 

Eftir þann tíma, bætið við salti og pipar eftir þörfum og setjið í skálar með þurrkuðum baguette sneiðum yfir + ost. 
Setjið undir grillið í ofninum þar til osturinn er gullinn og bráðinn

Þurrkað Baguette: 

Skerið baguette í 2.5-3 cm sneiðar. Setjið inní ofn á 160°C í 20-30 mínútur, þar til brauðið er orðið hart og örlítið brúnað 
Ath:
nei ég á ekki svona skál: 


Svona skál má fara inní ofn og undir grillið

Ég tók samt áhættu með mínar skálar, kveikti á grillinu í ofninum, lét það verða mjög heitt og stakk svo skálunum undir en hafði ofninn opinn til þess að hitinn sem myndi umkringja skálarnar yrði sem minnstur.  Það er allt í lagi með mínar skálar og ég mun örugglega halda áfram að gera þetta svona. Ég nenni ekki að fylla skápana enn meir af einhverju dóti sem er aðeins ætlað í einn hlut (úff ég á nóg af því). 
En ég ætla ekki að mæla með þessu ;) 

SHARE:

þriðjudagur, 3. janúar 2012

Jólapakkaleikurinn

Vinningshafinn í ár var enginn sem ég þekki og var það svoldið gaman :)


í pakkanum var þessi fallegi 2ja hæða kökudiskur frá heildsölunni Sericu. 
Hann fæst í blómabúðinni Dalíu í Glæsibæ ásamt fjöldann allan af fallegum vörum frá Sericu. 

Til hamingju Þórdís 

SHARE:
Blog Design Created by pipdig