fimmtudagur, 27. janúar 2011

Gulrótarkaka - sú besta!

Þetta er uppskrift sem ég hef átt síðan 2001, hvorki meira né minna.
Þetta er líka kakan sem ég bakaði sumrin 2002 og 2003 þegar ég eiginlega allar þær kökur sem baka þurfti á Halldórskaffi. Ég veit satt að segja ekki hvort að sú uppskrift sé notuð þar ennþá. hmmm

Þetta er fool proof uppskrift, svona hérum bil en ég hef í gegnum tíðina verið aaaaðeins að prufa nýjungar og var besta breytingin sem ég hef gert að setja smjör í kremið (sjá nánar síðar)

Nýjasta nýtt  var að gera uppskriftina tvöfalda og uppskar ég alveg gríðarlega fallega og háa gulrótarköku sem var girnilegri en allur heimurinn (í kökuheiminum amk)



Uppskrift:
6 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1.5 tsk matarsódi
1 tsk salt
4 tsk kanill
2 tsk múskat
4 dl sykur
2.5 dl matarolía
6 egg
6 dl fínt rifnar gulrætur

Aðferðin er einföld!
öllu er skellt í skál og hrært með sleif þar til allt er blandað saman!
Bakað við 180 gráður í 2 formum við 180°C í 30 mínútur


Ég á smá leynivopn í pokahorninu hvað varðar flottar og háar kökur! Ég er búin að panta mér á netinu svona Bake even strips frá Wilton. Þá setur maður utan um formið áður en maður bakar kökuna og maður sleppur við að fá kúpta köku. Í staðinn rís hún beint upp og verður alveg bein! Annars var ég alltaf að skera toppinn af  til að fá sem fallegustu kökuna.
Einhversstaðar las ég um konu um daginn sem notar einfaldlega eldgamalt handklæði sem hún er búin að klippa í strimla, rennbleytir  og hnýtir svo utan um formið. Hún sagði að það myndi gera það sama og þessar Wilton lengjur.
Ef þið eigið gamalt handklæði sem má klippa eða langar að panta ykkur svona lengjur þá mæli ég með því :)

Krem:

200 gr rjómaostur
100 gr smjör
1/2 tsk vanillu extract
900 gr flórsykur
1 msk sítrónusafi

Aðferð:
Smjöri og rjómaosti og vanillu extract er þeytt saman þar til það er orðið mjög mjúkt og aðeins fluffy. Smátt og smátt er flórsykrinum þeytt saman við með þeytaranum/hrærivélinni þar til að ykkur finnst kremið vera orðið nógu þykkt. Mismunandi er hvað ég þarf að nota mikinn flórsykur. Það fer eftir hvað flórsykurinn er þurr eða hvað rjómaosturinn er blautur. Þarf oft allt upp í 2 pakka.

Þetta krem er á stóru kökuna (2 falda uppskrift í 9" mót) en ætti að vera allt í lagi að gera þetta krem á einfalda köku líka.
Restina af kreminu væri hægt að setja á súkkulaði muffins ef ykkur leiðist ekki :)

Sett á milli botnanna og ofan á kökuna. Ath, kakan þarf að vera alveg köld !



Sé eftir að hafa ekki tekið mynd í betri birtu... og þegar búið var að skera í hana ! naaaammmm1!!!

SHARE:

föstudagur, 21. janúar 2011

Purple look





Nú get ég svo sannarlega gert þetta look !

SHARE:

Sending frá Bretlandi

Ég fylgist reglulega með systrunum Nic og Sam sem búa í Norfolk í Bretlandi (áður bjuggu þær í London). 
Þær eru förðunarfræðingar og starfa við það einungis. M.a. málaði Nic módel á London fashion week og svo taka þær að sér photoshoots inná milli verkefna. 

Þær eru með afar skemmtileg youtube síðu sem ég fylgist orðið mjög reglulega með 
www.youtube.com/pixiwoo  og það má með sanni segja að þessi síða er orðin mjög fræg um heim allan. 

Á henni sýna þær hinar og þessar förðunaraðferðir ásamt því sem þær taka stundum stjörnurnar fyrir og herma eftir þeirra förðun eins og t.d. Cheryl Cole, Kim Kardashian og Pamela Anderson. 

Endilega kíkiði á síðuna :)


bloggið þeirra er svo 


Þær hafa verið með nokkra vefþætti þar sem þær nota Sleek Make-up en það er breskt merki með að þeirra sögn mjög góðum augnskuggum og gott úrval af litum og pallettum. Síðan fyrir jól hefur mig langað að panta mér frá þeim og lét loks verða af því um daginn og fékk i dag. Þvílík hamingja :) 
Þar sem ég var hvort sem er að fara að borga sendingarkostnað þá ákvað ég að panta mér 3 pallettur og einn contour skugga sem notaður er til að skerpa línur í andlitinu. 

Þessar pallettur keypti ég : 

Storm I-Divine 

Acid I-divine 


Original I-divine 


Samtals 38 augnskuggar auk Face contour sem er svona : 


og borið á svona:



Interesting !!! :)

heim komið, með sköttum og öllu var þetta 8800 kr sem er nú ekki mikið... miðað við hvað einn augnskuggi kostar í MAC eða Make up store :)


Svo gat ég auðvitað ekki BEÐIÐ Með að prufa eftir að ég kom heim 

hér er svona klassískt Rögnu make up look. Svona er ég örugglega flesta daga vikunnar meira eða minna. Þetta er samt í mesta lagi fyrir day-wear. 
Eyelinerinn er metalic brown frá Golden Rose. Uppáhalds eyelinerinn



Hér bætti ég við gulum (sem verður að lime grænum) lit við í augnkrókinn... Gerir alveg wonders fyrir þetta make-up og maður gæti skellt sér út á lífið med det samme ! :)




Ekki mætti samt gleyma gerviaugnhárunum :) 
pantaði mér 20 stk af ebay sem kostuðu hingað komin 1400 kr. Sem-er-ekki-neitt!
út á pósthúsi býður mín svo önnur sending af augnhárum.. 20 stk eining minnir mig. 
Á eftir að skoða þau og bera þau svo saman :)


Vona að þetta blogg komi ekki illa við ykkur lesendur góðir :) Lofa uppskrift af massagóðri gulrótarköku um  helgina ! :)






















SHARE:

fimmtudagur, 20. janúar 2011

laugardagur, 15. janúar 2011

Tilraunir dagsins

Rólegur laugardagur í dag eftir vel heppnaðan Gourmet matarklúbb hjá Erlu Þóru í gær. Auðvitað var Valli, spúsi hennar með auk þess sem Brynja og Valdimar mættu líka.

Komumst að skemmtilegri staðreynd að við höfum allar valið okkur menn sem byrja á V... Valdi, Viddi og Valli. merkilegt ... Einnig eru þeir oftast ekki kallaðir sínum skírnarnöfnum.. líka merkilegt

Svona voru þeir í gær...


Í dag var ég svo búin að ákveða að gera heimagerða kleinuhringi og ég gerði það...

svona var útkoman

the odd one out is ? 


komnir með gljáa. Svona eins og Krispy Kreme kleinuhringirnir 

smjatt


Að nokkru leiti ánægð með útkomuna en mun gera þá aftur og breyta aðeins uppskriftinni enn frekar. 
Fannst bragðið sjálft ekki nógu gott þó að það sé heldur ekki slæmt :) 
The quest for the perfection is on ! 
(maður má þó klárlega ekki brasa svona dót of oft... þetta er EKKERT holt ! ) 





Þetta kom svo uppúr pottunum í kvöld... Tómatpasta með steiktum kjúkling uppúr kryddbrauðmylsnu. Sehr gut ja





SHARE:

föstudagur, 14. janúar 2011

Panini

Mér finnst panini vera afskaplega gott og fæ mér það stundum á bistro veitingastöðum.
Mig hefur oft langað til að "kunna" að gera panini heima og hef núna fundið út aðferð til að gera það.

Nokkrar búðir selja hræódýrt Euroshopper forbakað Baguette brauð, 2 saman í pakka og hef ég komist að því að það er kjörið til að gera heimagert panini !



Brauðið er svo skorið í tvennt og sett það álegg á sem þú kýst.
Hér notaði ég kjúklingaskinku, ragú- tómatasósu sem ég átti inní kæli frá því í síðustu viku og smá pítusósu. Að auki setti ég smá vorlauk og auðvitað ost.

Brauðið er svo látið á grillpönnu og önnur panna sett ofaná og þrýst niður. Þetta er svo hitað svona og snúið þegar brauðið er orðið gullið og stökkt og osturinn bráðinn. Ég snéri hvoru brauði fyrir sig 4x til að brenna það ekki en samt ná að bræða ostinn



Þegar brauðið kemur af pönnunni, hella þá smá hvítlauksolíu yfir og strá grófu maldon salti yfir olíuna.

snilldar gott !!

afsakið en það var ekki fyrr en ég var búin að taka 2 bita af brauðinu og átta mig á því að ég gæti allt eins verið á veitingastað að borða þetta panini sem ég ákvað að taka mynd og blogga svo um það ... ;)
SHARE:

fimmtudagur, 13. janúar 2011

Tilraun

átti 3 banana sem stóðu orðið á grafarbakkanum og í stað þess að gera gamla góða bananabrauðið þá ákvað ég að prufa að gera eitthvað nýtt.
Ég fletti því uppí Martha Stewart cupcake- bókinni sem ég pantaði mér af Amazon í fyrra og fann þessar líka snilldar góður og fallegu bananaálfakökur (fairycakes - breskt orð yfir cupcakes og er mun fallegra en BOLLAkökur...)

Ég útbjó svo karamellusmjörkrem og setti ofaná. Það krem var reyndar ofan á öðruvísi bananaálfakökum í bókinni en þetta er fullkomið svona


namm




usss ussss... hver beit í þessa?
SHARE:

miðvikudagur, 12. janúar 2011

Kjúklingaborgarar í naan brauði

Það má ekki gleyma að uppskriftin hér fyrir neðan að naan brauðinu er fullkomin fyrir hollan kjúklingaborgara sem má finna hér: Kjúklingaborgarar í naan brauði



-Ragna


p.s. næsta blogg verður um gulrótartertu 

næst á todo listanum er að gera ALVÖRU kleinuhringi... kannski geri ég það á laugardaginn ef ég finn tíma

mmm
hver kemur þá í kaffi ? 
SHARE:

laugardagur, 8. janúar 2011

Naan brauð



Frábært naan brauð. Mjúkt, rosalega bragðgott og slær alltaf í gegn í matarboðum ! 

Frábært með ýmiskonar mat. Sérstaklega með indverskum mat auðvitað. Ég hef aðeins verið að fikta mig áfram við að gera indverskan mat frá grunni en það eru heilmikil vísindi bak við það og mjög tímafrekt. Einnig þarf að kaupa heilan helling af kryddum til að koma sér upp þessum helstu grunntegundum. 
Ég keypti í sumar útí tyrklandi fullt af kryddi og fræjum sem svo mikið er notað í indverskum réttum og hef verið að æfa mig hérna heima. So far, so good! 

í kvöld hafði ég samt ekki löngun né tíma til að standa í einhverjum stórræðum. Bakaði vöfflur með kaffinu þegar ég vaknaði eftir næturvaktina og við fengum gesti í kaffi.
Því var bara steiktur kjúklingur á pönnu, hellt Butter Chicken sósu úr krukku útá og soðin hrísgrjón með

Mesti tíminn fór sjálfsagt í að gera naan brauðið. Þ.e. það þarf að lyfta sér í ca klst. 





Uppskrift: 
fyrir um 6 þegar naan brauðið er borðað með mat. 

1 pakki þurrger
1.5 bollar volgt vatn (í heitari kantinum, en alls ekki HEITT vatn, meira vatn ef þarf) 
1/4 bolli sykur
ca 4 1/2  bollar hveiti (helst brauðhveiti, þetta Bláa frá Kornax - ekki nauðsynlegt þó)
2 tsk salt 
5 matskeiðar mjólk
1 egg 



aðferð: 
-Setjið 1 bolla volgt vatn í skál og stráið þurrgeri yfir. Látið standa i ca 10 mín þar til gerið hefur leyst upp og farið að freyða aðeins.
-Setjið öll þurrefni í skál og hellið blautefnum samanvið. Hnoðið saman í höndunum eða í hrærivél í ca 6 mínútur, notið auka hveitið (1/2 bollann)  til að ná réttri áferð á deginu. Deigið á ekki að vera mjög klístrað en alls ekki setja of mikið hveiti í. 
-deigið er látið lyfta sér í skál í ca klst og þá tekið úr skálinni, hnoðað létt og mótað í stóra rúllu á hveitistráðu borði. 
-Þegar elda-steikja á brauðið. Hitið stóra pönnu á hæsta hita þar til alveg heit. Takið þá búta af deiginu og fletjið út í flatar þunnar kökur í höndunum og steikið á pönnunni. Snúið við þegar brauðið er orðið dökkt á hliðunum. 
- Trikk !!! grillið brauðið á grillinu ykkar um sumar... Skelltið flötum kökum á mjög heitt grill og snúið þegar það verður brúnt. Ef það eru 2 brennarar á grillinu. Slökkið þá undir kökunum þegar sú fyrsta fer á og látið hinn/eða hina brennarana sjá um að hita upp grillið. Lokið grillinu á milli 
-Takið brauðið af þegar það er tilbuið og látið á bakka eða grind. 

Hægt er að borða naan brauðið svona eins og það kemur af pönnunni en ég set alltaf hvítlaukssmjör á það.

Geri hvítlaukssmjörið svona:
100 gr smjör
1 hvítlauksrif 
1/2 tsk salt 
steinselja eftir smekk, þurrkuð eða fersk
Hitað í örbylgju eða potti þar til smjörið er bráðnað og svo er því penslað yfir brauðið þegar það er nýkomið af pönnunni

mér finnst nauðsynlegt að að hita hvítlaukinn í smjörinu til að mýkja aðeins bragðið af honum.





ég mana ykkur að prufa þetta bráðum :) 


smá auka punktur:
ef ykkur finnst þetta of mikið deig og þurfið ekki að nota það allt, ekki henda því. Finnið skál, setjið aðeins matarolíu innan í hana, deigið þar ofaná, veltið uppúr matarfilmunni og setjið matarfilmu yfir. 
Geymið svo deigið inní ísskáp þar til þið viljið nota það aftur. Takið það ca 1-2 klst fyrr úr kæli til að það nái úr sér mesta kuldanum.
Tilvalið að redda sér með svona deigi og gera pizzu. Ekki hið fullkomna pizzadeig en deig altså. 
Passið ykkur á því að hafa skálina ekki of litla þar sem deigið mun halda áfram að lyfta sér í ísskápnum, svona til að forða ykkur frá því að þurfa að skafa deigið upp af hillunni í ísskápnum :) 






SHARE:

föstudagur, 7. janúar 2011

eldhússögur

Hef síðan fyrir jól verið að bralla ýmislegt sniðugt í eldhúsinu sem ég mun örugglega ekki hafa einhver sérstök matarblogg um, einfaldlega vegna þess að það eru eiginlega ekki til almennilegar uppskriftir af þeim og margt í þeim byggir á einhversskonar sérstökum smáatriðum sem ég treysti mér ekki í að fara að útlista hér nákvæmlega.

um daginn sauð ég í fyrsta sinn hangikjöt til þess að borða hér heima... Fannst það hálf skrítið að sjóða hangikjöt og vera með hangikjötsilm í húsinu, vegna þess að mér finnst það alveg rosalega "ömmulegt" eitthvað. Vitleysa í mér, ég veit... en þetta var bara gaman. Ég hef að sjálfsögðu soðið hangikjöt oft og mörgum sinnum í vinnu á Höfðabrekku (vann sem kokkur þar í 3 sumur) en aldrei heima, fyrir mig til að borða.  Ég bauð vinum okkar Viðars, Mattý og Agli til að snæða með okkur.
Að sjálfsögðu lagðist ég í ýmsa rannsóknarvinnu varðandi hvernig best er að sjóða hangikjöt og úr varð að ég setti hangikjötsrúlli sem staðið hafði úti í stofuhita frá því um morguninn í kalt vatn kl 12 á hádegi. Þegar sauð uppá sauð ég í ca 5 mín, slökkti síðan á hellunni og lét hann standa á hellunni þar til kl hálf  7 en þá kveikti ég aftur undir, skerpti aðeins á hitanum á kjötinu svo það hitnaði aðeins meir, skar það niður í sneiðar og voru þær borðaðar með heima skornu / og steiktu laufabrauðið, kartöflum og hvítum jafningi.
Hangikjötið var alger snilld ! get ekki sagt annað... Eldað í gegn, enn vel heitt í miðjunni, mjög safaríkt, braðgott og mjúkt.
oh... ég vildi að það hefði orðið eftir einhverjir  afgangar til þess að borða næstu daga á eftir.  !  :) Það litla sem eftir var setti ég í jafninginn, ásamt kartöflum og setti í nokkrar tartalettur fyrir mig og viðar og eldaði í ofni þar til heitt. Virkilega gott :)
Malt og appelsín með í öll mál! hvað annað

Eldaði kalkún um áramótin, hjá vinafólki Viðars, Matta og Guðrúnu. Hann tókst svo rosalega vel upp að ég þarf að passa mig á að hætta hugsa um að elda kalkún aftur bráðlega. Hann verður að halda sjarmanum að vera áramótamatur :) Spurning hvort ég hendi inn uppskrift af honum hingað en hún er mjög auðveld og felur ekki í sér að það þurfi að opna ofninn og ausa yfir hann einhverju bjévítans soði á hálftímafresti og þ.a.l taka af manni allt of langan tíma... sem gæti frekar farið í að gera hina fullkomnu sósu ! (hún er ekkert smáatriði í áramótamáltíðinni... ó nei).  "leyndóið" bakvið safaríka kalkúnann (eð kvikindið eins og við köllum þennan mat yfirleitt) felst í álpappír og beikoni! haha.. spennandi finnst ykkur ekki ?

aðeins búið að kroppa í þennan.
útskýringu á skornu bringunum gef ég kannski síðar. En það er allt hluti af góðu plani :)

Staðreyndin er þó sú að ég hef ekki smakkað þurrt og bragðlaust kvikindi eldað með þessari aðferð sem kokkurinn hún móðir mín hefur masterað síðustu árin.
Fyrir þessi áramót, sem ég eyddi á Akureyri (fyrstu áramótin að heiman sl 24 ár!) fékk ég sent email með hinni heilögu uppskrift af kvikindinu að ógleymdu Waldorfssalatinu sem setur punktinn yfir i-ið fyrir mig með þessum mat... Uppskriftin var fullkomin, skrifuð fyrir mig, frá mömmu og auðvitað stóð undir


kveðja 
Mamma 

Svona uppskriftir geta ekki klikkað er það ??

Annað á matseðlinum hefur verið
-pad thai núðlur (tókust semi vel, þarf að mastera frekar)
-Tom Yum súpa (minni núðlur næst, eða sleppa alveg, spurning að setja kjúkling í staðinn fyrir risa rækjur)
-Spaghetti með Ragú sósu (mmmm hana er ég löngu búin að mastera)
-Tebollur.. (æðislega bragðgóðar, auðveldar og fljótgerðar)
-Gulrótarkaka (komin með nýtt krem með secret ingredient-i... það er rosalegt... það er betra en kakan ! sem gerir þessa köku að bestu gulrótarköku í heiminum - slaka ekkert á yfirlýsingum hér !)

núna er ég með höfuðið stútfullt af hlutum sem mig langar að fara að gera
t.d.

New York times súkkulaðibitakökurnar (þessar uppskrift var kosin uppskrift af  bestu súkkulaðibitakökunum af "sérfræðingum". Hef gert hana 2x og satt má segja að þetta eru heimagerðar Subway kökur. Verst er að það tekur 2 daga að gera þær sem krefst ólýsanlegrar þolinmæði !)
osta-skúffuköku (gæti orðið spennandi)
Kefta Mkaouara ( kjötbollur í tómatsósu með eggjum yfir)
Sushi (hætti aldrei að æfa mig á að gera sushi!)
Eplaskífur
kjöt í paxó ! (long time long time !)

já og svo margt annað !

:)

En hér að ofan sagðist ég hafa eldað og bakað nokkra hluti nýverið. Er það einhver uppskrift sem þið viljir frekar fá en aðra ?


kv
Ragna
SHARE:

fimmtudagur, 6. janúar 2011

Nýtt dót

ég á ekki hesta, svo ég get ekki talað um hvaða hest mig dreymir um að kaupa
ég á heldur ekki hund til að rækta og/eða þjálfa
ég á sannarlega ekki breyttan jeppa til að státa mig af með lækkuðum hlutföllum og stórum blöðrum (dekkjum).
ég á heldur ekki barn sem var rosalega duglegt að brosa, kúka og borða í dag
og .. og .. og  ..


en ég hef alveg SVAKALEGAN eldhús-matargerðar-matar-matarlistar-áhuga

og eyði satt að segja töluverðum tíma af og til í að skoða ýmis gadget og vörur sem tengjast matareldun og matargerð. 
Um daginn fann ég einn hlut sem ég vissi að mig bæði vantaði og LANGAÐI í. (stundum langar mig bara í hlutinn og það getur valdið vandamálum).  Ég skoðaði hlutinn fram og til baka, las reviews, user comments og skoðaði meðal annars hvað kostaði að koma honum til Íslands. Eftir að hafa talið mér trú um að það yrði eiginlega of kostnaðarsamt  að kaupa hlutinn og senda hann heim þegar allt væri saman komið þá ákvað ég að NÆST þegar ég færi til útlanda þá myndi ég finnna þennan hlut og kaupa hann..

Biðin var þó ekki löng þar sem ég var að skoða nýlegar vörur á facebook síðu EPAL og rakst þá á gersemina...

sem er þetta HÉRNA 



Vitiði hvað þetta er ? ? ? 












ó já. þetta er vog! (by joseph joseph
svo rosalega stílhrein, falleg, með nákvæmum og vel upplýstum skjá, skálin veltist ekki um allan skáp og hún mælir líka í millilítrum (er ekki enn búin að finna út hvernig hun ætlar að gera það)

10.500 kr og ég hikaði ekki 2x! haha 

Fæst einnig í gráu en mér finnst botninn á gráu voginni bara vera svo rosalega ólíkur stálskálinni að ég fékk mér frekar hvíta. Hún fellur reyndar vel við hvítu og stálgráu espresso-vélina og hvítu og strálgráu soda-stream vélinni... Þetta verður enn fallegra þegar við verðum búin að taka allar flísar í eldhúsinu í burtu og setja gráar og steingráar í staðinn fyrir þessar brúnu og rauðbrúnu! (gerist núna í jan.. og I CAN'T wait ! ) :)


er að vinna næstu 8 daga svo ég veit ekki hvenær næsta matarblogg kemur, en ég amk bakaði tebollur og gulrótarköku í dag (nennti ekki að taka step by step myndir) og set kannski uppskriftirnar inn bráðlega. 

kv
Ragna Björg 


SHARE:

mánudagur, 3. janúar 2011

Ananas - hvernig skal skera

Hef ekki nennu í að blogga um einhverja uppskrift.
ég deili því með ykkur step-by-step myndum um hvernig sé best að skera ferskan ananas,

Skera fyrst endana af 

skera í 2 helminga og svo hvern helming í 3-5 báta

skera trénaða hlutann sem er i miðjunni úr

skera hýðið af

að lokum, skera í bita 

endilega geyma svo í boxum ef það á ekki að borða allan ananasinn í einu
Hann geymist í um viku í kæli


SHARE:
Blog Design Created by pipdig