nenni ekki alveg að blogga strax um helgina en ÞAÐ VAR MIKIÐ GERT !
þar má nefna árshátíð hjá Víkverja og var ég "team leader" í einu skemmtiatriði þar sem ég lét 3 stráka hlýða mér í einu og öllu og þeir stóðu sig MJÖG vel ;)
hvað ég meina með "leti blogg" er að ég ætla bara að kopera textann sem við lásum hérna inn
Þegar við sem teljum okkur vera ungliða í Víkverja röltum um björgunarsveitarhúsið blasir stundum við okkur mikið ævintýraland.
Þar má nefnilega finna hluti sem við getum horft á og klórað okkur í höfðinu lengi yfir og spáð … “Hvað er þetta nú eiginlega og hefur einhver virkilega notað þetta?!”
Tækninni hefur sannarlega fleygt fram síðan við urðum að hugmyndum hjá foreldrum okkar og við erum auðvitað mun fljótari að tileinka okkur tæknina þó svo að við horfum stundum stolt á “gamla liðið” halda á gsm-símunum og velta því fyrir sér af hverju hann pípir af og til. Þau eru nú að reyna sitt besta þessi grey og flestir foreldrar okkar og Björgunarsveitarfélagar hafa haldið sér nokkuð í nútímanum hvað varðar tækninýjungar á björgunarsviðum, að ónefndum tækjum og dóti sem þeir geta fundið sér afsökun fyrir að prufa, skrúfa í og læra á.
Okkar kynslóð fer sjálfsagt ekki fjallaútkall um vetur í nema í að vea innanundir í gerviefna- og ullarblönduðu nærfötunum, goretex gallanum, flíspeysunni sem andar en er vindheld, í göngusokkunum sem eiga ekki að nudda eða láta mann svitna , í leðurgönguskónum sem eru varðir með nýjustu smyrslum svo við blotnum nú örugglega ekki í fæturnar, með vetlingana sem þú ættir ekki að kala í fyrr en í allra verstu veðrum, með gps-tækið í brjóstvasanum og tetrastöðina í hinum, auðvitað er kveikt á gsm símanum einhversstaðar í einhverjum vasanum ef ske kynni að við myndum DETTA í samband á háum punkti.
Hvernig væri hægt að fara á fjöll yfir höfuð ef við hefðum ekki allar þessar nauðsynjar ?!
Sögur herma að ekki fyrir svo löngu voru notaðir aðrir hlutir en þessar nauðsynjar sem ég nefndi hér áðan þegar farið var á fjöll og við björgunarstörf. En hvernig fór fólk að ? Hérna eru 2 ungir björgunarstrákar sem voru fengnir til þess að sýna muninn á “gamla” tímanum og “nýja” tímanum. Fá einhverjir nostalgíu?
Í skoðunarferð okkar um björgunarsveitarhúsið fundum við ýmsa hluti létu okkur komast aðeins nær fortíðinni og þá í fótspor forfeðra okkar eða mæðra.
Lítum hérna aðeins á muninn á gömlu tímunum og tímanum okkar:
Talstöðvar…
Einu sinni voru gamlar CB handstöðvar við lýði… þær er nú auðvitað ekki hægt að nota með nokkru móti… hver ætlar að finna okkur ef hann getur ekki talað við okkur nema að vera í nokkuð góðri sjónlínu ? ég meina.. ef við erum týnd þá erum við týnd og sjáum ekki nokkrun mann… þá er CB stöðin ekki að fara að bjarga okkur
VHF stöðvarnar komu svo… þær voru nú ekki alveg jafn fyrirferðamiklar og CB handstöðvarnar en þær höfðu nokkra galla líka… Þú varðst nefnilega að finna þér endurvarpa, standa upp á hól og vita nokkurnveginn hvar þú ert staddur.
Núna… er komið Tetra … við ættum nú ekki að týnast með þá stöð í vasanum… við þurfum nú samt ennþá að ganga upp á hól til að finna samband, en við getum samt talað við gaurana norðan vatnajökuls og spurt þá hvort að það sé líka farið að snjóa hjá þeim.
Það að rata er ekkert mál fyrir okkur nútímafólkið… við eigum nú flest öll GPS tæki sem segja okkur nákvæmlega hvert við erum að fara, hvernig við eigum að fara þangað og hvaðan við vorum að koma. Allt mjög nauðsynlegar upplýsingar á fjöllum.
Við eftirgrennslan um hvernig í ósköpunum fólk rataði hér áður fyrr var okkur bent á lítið tæki… við horfðum lengi á það og föttuðum svo að það var hægt að opna það.. Þar mátti á líta litla nál sem var föst í eina átt.. Það var alveg sama hvað við gerðu, snérum okkur og dönsuðum en alltaf benti nálin í eina átt. Hvað er nú það ?! Var þá lagt á ráðin og hringt í fróða menn til þess að reyna að komast að hvernig ætti nú að nota þessa græju. Eftir nokkur símtöl fundum við einn sem kannaðist við lýsingarnar og hann vildi meina að þetta væri hlutir sem kallaðist “kompáss” þetta sagði hann með sagði með miklu stolti og jafnframt mátti greina smá söknuð í röddinni.
Við kölluðum hann á okkar fund og hann mætti með tösku og týndi upp úr henni pappíra og lagði svo ofan á þá “kompássinn” heilaga… Þarna sátum við, framtíðarbörnin, öll með mesta undrunarsvip sem við gátum komist upp með og hlustuðum á manninn tala.. Hann reyndi af fremstta megni að útskýra fyrir okkur að pappírarnir væru kort af landinu og hann myndi svo nota kompássinn til þess að miða út áttir og vita hvert hann væri að fara…
Við hristum höfuðin og hugsuðum öll að þetta gæti bara ekki gengið upp… Hann hlyti að vera ruglaður og þar við sat.
Það er greinilegt að í allflestum björgunartækjum og búnaði hefur orðið mikil framför. Tæknin er orðin svo góð að við getum á allflestum stöðum komist í samband við umheiminn og látið vita af okkur. Samband er mikilvægt í björgunarstörfum. GPS auðveldar okkur líka við að rata við erfiðar aðstæður og komast heilu og höldnu heim.
Við tökum ofan af fyrir þeim sem notuðu gömlu björgunartækin sem við horfum á með forundrun og erum stollt af þeim. Við erum líka ánægð með að fólkið okkar vill læra á nýju tækin sem hjálpa okkur við björgunarstörf.
Er tæknin samt kannski að taka yfir ? Ætti hún ekki að vera orðin svo góð að ef maður er nógu vel undirbúinn fyrir ferðir þá ÆTTI Maður ekki að geta týnst og vonandi lent í sem minnstm skakkaföllum?
Jah, jú…Það er þannig svo lengi sem að við verðum ekki batterýslaus !!!
takk fyrir síðast, þetta var mjög skemmtilegt, en ég bíð enn eftir mailinum sem þú lofaðir mér:)
SvaraEyða