miðvikudagur, 28. september 2005

náið í vasaklútana!

já, það eru semsagt bara 3 vikur þangað til að ég kveð þetta blessaða land og flyt út til Bretlands. Farið að verða frekar raunverulegt og spennandi, þó svo að þetta var um daginn pínku scary, en það er allt horfið ! :)

Hef haft fullt að gera
Ninna, vinkona mín sem ég kynntist í fyrrasumar á Höfðabrekku og ég hafði platað hana til að koma aftur í sumar.
hún var hérna semsagt alla síðustu viku og höfðum við það svooooo gott! rosalega gott að hafa einhvern hérna heima sem bíður eftir manni og heilsar manni og vill spjalla ivð mann um hvernig dagurinn var í vinnunni hjá þér. og jafnvel búin að baka!
Gæti barasta vanist þessu :) fjandinn hafi það!
Eldaði fyrir hana svaaaaka mat á fimmtudagskvöldið. rosalega gott salat, segi ekki meir! hehe og eftirmat og allt!
hvað haldiði svo að hún hafi gert morguninn eftir!
hún kom inn í herbergi til mín morgurinn eftir með NÝBAKAÐAR PÖNNUKÖKUR, þessi dúlla hafði semsagt vaknað kl 7 til að baka fyrir mig.... I'm in love :D auglýsi eftir einhverjum til að taka við fyrst að hún er farin.
Það sem við gerðum fleira af okkur saman.. var að fara í Baðstofuna í laugum. snilldar staður !
á kaffihús með Alex og Marcel ( þau gistu hérna sun og mán)
í bíó að sjá Broken Flowers... OJ! léééleg mynd!
djamm með svenna og Dodda niðrí bæ eftir smá partý heima hjá Bjögga og ellý. mjög gaman, þó svo að dansgólfið á Hressó hafi verið helst til sveitt.
á Sunnudaginn var ég svo búin að plana óvissuferð.
Svenni var ráðinn sem driver fyrir okkur stöllur og fékk því að njóta ferðarinnar með okkur.
Fyrst lá leið okkar niðrí fjöru fyrir neðan Hafið bláa í pic-nic þar sem við drukkum heitt kakó í kuldanum, nýbakaðar brauðbollur frá ninnu, smákökur og snúða, undir teppi við sjóinn. voða flott!
Fórum svo á Draugasetrið þar sem ég tókst að drepa einn drauginn úr hræðslu, tölum ekki meira um það hér.
Svo var ég búin að panta borð á Fjöruborðinu kl 19 fyrir okkur 3 þar sem við snæddum rooooosalega góðan humar ! mmmmm!!!!
grey gamla fólkið á elló sem þurfti að finna hvítlaukslyktina! :D
Doddi kom svo heim og við horfðum á BeCool. Ninna fór svo daginn eftir til DK :( en við eigum eftir að vera í bandi í framtíðinni og vonandi hittast !
skemmtileg stelpa

En ég hef verið klukkuð... jei! :D

1. Get verið yfir mig skipulög.... kl þetta geri ég þetta, og klukkan þetta mun ég svo gera þetta. o.s.frv.

2. Finnst rooosalega gaman þegar mér er komið á óvart, þó svo nema að það sé ekki nema með eplasvala með slaufu! :D

3. get alveg lifað í smá drasli... en ekki lengi, fæ samt stundum alveg nóg!!

4. er alltaf með hugmyndir í hausnum til að skemmta öðrum og gera fyrir aðra, stundum vantar mig fólk eða manneskju til að deila því með, því get ég stundum virkað sem svolítið einhverf þarsem mér dettur þessvegna alveg í hug að gera þetta bara EIN :D

5. finnst mjög gaman að leika mér í eldhúsinu, er alltaf með eitthvað í skápuum sem ég get notað í hallæri og reddað mér með ef að því kemur! :)

þá er þetta komið! :D
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig