fimmtudagur, 8. nóvember 2007

já fínt, já sæll

Allt að gerast...

siðasta helgi var svoldi öðruvísi en vanalega..
fór í Vísó í lyfju á föst, fór heim, fattaði að tölvan væri með bilað ljós í skjánum, bölvaði all svakalega enda átti helgin að fara í ritgerðarskrif... braust inní tölvuna hans svenna til að skrifa ritgerð í notepad. ( jakk ) mundi svo eftir handsnúnu tölvunni minni frá 2001 sem ég átti einhversstaðar, plöggaði henni samband, komst á netið og þar skrifaði ég svo ritgerðina mína alla helgina ! :) - makkinn fór í viðgerð á mán, til þess eins að láta afgreiðslumanninn opna hana og þá kviknaði ljósið og logir enn... gr8 !

fór um 11 uppí bústað til svenna, gauja og Eika þar sem systa var líka komin og enduðum þar næst í pottinum (ruglinu) þegar á leið á nóttina. !

lau fór svo algerlega í ritgerðarskrifin miklu á gömlu (handsnúnu) tölvunni og ég kláraði hana svo alveg á sunnudaginn... frábær árangur þar á ferð, sérsaklega þar sem ég á ekki að skila ritgerðinni fyrr en á morgun !

á mánudaginn tók ég verklegt próf í "aðferðum í hjúkrun II" og stóð það með prýði...
skýrsla fyrir áreynsluæfinguna sem ég var í, í síðustu viku er að verða tilbuin og förum í umræðutíma á morgun og getum vonandi klárað hana eftir það.

kóræfingar allan laugardaginn og svo önnur ritgerðarsmíð (nýrnaritgerðin) verður svo að klárast á sunnudaginn þar sem henni á að skila á mán ásamt greinargerð fyrir verknámið mitt sem byrjar á þriðjudaginn !

kræst !
nóg að gera !

Ég skutlaði inn myndum ykkur til skemmtunar á nýjasta myndaalbúmið frá Árshátíð Víkverja en þar sem ég ætla líka að vera að læra (hóst og skrifa blogg) þá tók ég ekkert til í myndunum eða skrifaði við...

hérna eru þær
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig