hristist í bæinn í gær sem var nú ekki jafn slæmt og alltaf, ég var nebbla svo heppin að ég fékk símtal sem entist alla leið á selfoss svo að mér leiddist voðalega lítið. Alltaf skal umferðin samt breytast í 70-80 km/klst þegar maður er kominn frá selfossi... anda inn Ragna Björg... anda út...
Ballið var snilld, skemmti mér ógeðslega vel bara og byrjaði í fyrirpartýi hjá Gumma Vigni og Kolbrúnu. Fámennt vará balli þegar við looooksins drulluðum okkur á ball og fékk ég far með Fýrunum. upphófst dansinn um leið og inn var komið því að ekki var nú svo troðið á dansgólfinu en hljómsveitin var frekar góð og fámenni skipti litlu máli. Á einhverjum tímapunkti fannst einhverjum voðalega sniðugt að hengja Canon eos 400 vél um hálsinn á mér og datt sú hugsun inn í höfuðið á mér nokkrum sinnum hvað ÞAÐ var ekki sniðug hugmynd... manneskjan sem hafði haft 3 drykki til að drekka í einu ekki hálftíma áður en klárað þá alla áður en hún fór á ball... held þó að myndavélin hafi skilað sér heil með FULLT af myndum á minniskortinu... haha
Lúlli fékk bón í gær og heilsan mín varð eitthvað furðuleg, ég kenni kvefinu sem hefur heltekið heilann á mér um það heilsuleysi. Í gær þegar ég var að fara að sofa mundi ég að ég gleymdi að stela nefdropunum sem höfuð haldið mér á lífi í vík og fór því í leiðangur út um alla íbúð í leit að einum slíkum... Eftir að hafa tekið til í baðskápunum og baðskúffunum fann ég enga... og ég var alveg við það að kafna... engin ráð virtust duga, ég var stífluð og þetta var neyðarástand. Þegar ég hafði játað mig sigraða og ætlaði að fara með bænirnar áður en ég lagðist til svefnsins langa þar sem miklar líkur væru á því að ég myndi kafna í mínu eigin **** sá ég birta yfir kommóðunni minni, haldiði ekki bara að þar hafi útrunnir nefdropar staðið og ákallað mig, ó mig auma hvað ég var glöð. útrunnir eða ekki þá voru þetta nefdropar, komnir til að bjarga mér....!
skemmtileg lesning í morgunsárið..
kenni hafragrautnum sem ég kom með í skólann um..
oj nei það er sko ekki gott að vera illa stíflaður og enga nefdropa að finna...
SvaraEyðagott að þú fannst þá ;p
Bara kvitta fyrir komuna...
SvaraEyðaNefdropar eru lifesaver!!