mánudagur, 17. desember 2007

Áramótin ? hvað er að ske?

Fólk hefur verið að spurja mig æ oftar þegar nær dregur að áramótunum hvort að það sé virkilega ekkert að gerast á kaffihúsinu  ! 

Satt að segja vorum við Fúsi ekkert farin að spá neitt allt of mikið í þetta þar sem að einhversstaðar vonuðum við að við myndum verða "hinum megin" við hljóðfærin heldur en bakvið þau og skemmta okkur. Enginn virðist samt hafa fengið hugmyndina sem við vonuðumst eftir og þess vegna hafði ég samband við Pétur á kaffihúsinu og lagði fram þá hugmynd að við myndum spila um áramótin. Það hefur semsagt  verið tekið í nefnd og bíðum við nú eftir svari með hvort hann vilji hafa gigg um ármótin! það VERÐUR eitthvað að vera að gerast um áramótin, ef ekki þetta þá held ég bara aftur risa partý eins og í fyrra.! 

Er strax komin með góðar hugmyndir að gigginu... Eins og Hattaþema (áramótahattaþema) og svo eitt annað sem ég þarf aðeins að fixa ef það á að ganga upp. 
krossleggjum svo bara fingurnar með það að það verði ógeðslega skemmtilegt ball um áramótin á Halldórskaffi ! ;) 
Við vorum líka búin að æfa fullt af nýjum lögum fyrir jólahlaðborðið sem féll niður sem við þurfum eiginlega að fá að spila við tækifæri ;)

óver and out ! 

(hver mætir?)
SHARE:

5 ummæli

  1. Nafnlaus11:16 f.h.

    Ég!!!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:18 e.h.

    Óóóó ég mæti.... Hélt nú að hann hefði fengið sönnun fyrir því að giggin ykkar væru að gera sig í sumar :) krossleggjum fingur...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4:02 e.h.

    það er aldrei að vita nema maður kíki smá fyrst maður ætlar að reyna að vera í Víkinni ;0)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus4:03 e.h.

    æ þetta var víst ég hehe

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus4:31 e.h.

    ég mæti pottþétt!! Eins gott fyrir hann að taka boðinu. Þú virðist ætla að bjarga áramótunum aftur, bjargaðir þeim í fyrra með því að halda partý allavega:D

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig