laugardagur, 15. september 2007

Helgin...

Kom austur seint í gærkvöldi og kíkti aðeins við á kaffið... ÞVÍLÍKAR móttökur hef ég ALDREI fengið það og ætla ég að lýsa ástandinu eins og þegar við fúsi hættum að spila kl 4 og allir tryllast, stappa niður fótum, klappa saman höndum, skella lófum á borðin og öskra "meira meira meira"
í þessu tilfelli voru þetta um 20 kvenmannslausir hjólagarpar, aleinir og yfirgefnir á kaffihúsinu og höfðu greinilega ekki séð kvenmann fyrr (þetta kvöld)
ég roðnaði eins og mest ég mátti og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér...
þegar ég var svo búin að ræða við Pétur Vert ( er sumsé að spila á Hótel Sögu, Sunnusal þann 5. okt í einkasamkvæmi) inní eldhúsi og gekk svo út úr kaffihúsinu eltu mig hvorki minna né meira en 4 karlmenn sem vildu ólmir tala við mig og bjóða mér í glas...!
ég samt afsakaði mig pent og stakk af...

í morgun vaknaði ég bara snemma og mundi það ða ég ætlaði að fara út að skokka... eitthvað fannst mér þó heyra í roki á glugganum og dró því frá... sem ég hefði betur átt að sleppa !
úti á glugganum sá ég slydduna renna niður glerið og bak við gluggann sá ég tré berjast í rokinu... Fjöllin orðin skjöldótt af slyddu og allt eitthvað voða vetrarlegt ...
hef komist að því að sundlaugin sé opin til 3 (eða 5) og fer því bara í ræktina þar.

Tunguball í kvöld... veeeeei ;)
að því tilefni ætla ég að rappa örlítið og hef ég fengið dansara mér í lið til að undirstrika textann frekar


*Í dag vil ég drekka mig fulla
og dofna í kollinum og bulla
nota allan minn mátt
í að æpa það hátt
að það er íslensk hefð að sulla*
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus1:40 e.h.

    slydda ertu ekki að grínast.. Hér fór Thea út á samfellunni og sokkabuxum!! enda alveg 17 stig :D

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig