mánudagur, 27. september 2004

Helgin mikla !

jæja.... markið var sett á fimmtudagskvöldið fyrir góðri helgi og eftir vinnu á Pítunni dreif ég mig heim og reyndi að bjarga útlitinu á sem áhrifaríkasta hátt á 5 mínútum því að það átti að fara á pöbbarölt. Helga og Árún komu heim á þessum líka fína, rauða Prins Póló og við fórum niðrí bæ að hitta strákana sem biðu eftir okkur þar... úllalla. Enn þá kom babb í bátinn. hún Ragna litla komst ekki inn á Dubliners! rugl og hneysa, ég taldi dyravörðinn vera eitthvað crazy að segja að ég væri aaalllt of ung þegar ég rétti honum kortið mitt enda var BARA fimmtudagskvöld og eftir smá spurningar komst ég að því að það var víst 22 inn en ekki 18 eins og miðbær Reykjavíkur er þekktur fyrir á virkum dögum! En hey, vitiði af hverju það er svona miklu betra drekka á virkum dögum?????? ... Þeir eru svo miklu fleiri!!!! Anyway, þá lá leið okkar í staðinn á Gaukinn og svo þaðan á Glaumbar þar sem við hlýddum á 3 snillinga spila og svo þegar þeir voru búnir að pakka saman föggum sínum byrjaði þessi klassíska djammtónlist að hljóma í hátölurum staðaranis svo að eðli okkar sagði mér, Helgu og Árúnu að taka til fótanna og dansa! :))) Gerðum það með eins miklum árangri og er að vænta hjá edrú manneskjum. Kíktum reyndar svo einhverntíman á rúntinn í millitíðinni með einhverjum Óskari á þessum líka fína, fína bíl. Svo var haldið aftur á djammið og eru víst til einhverjar heimildir fyrir því eins og svo mörgu öðru. Mætingin í skólann var alveg í erfiðasta lagi svo á föstudaginn en það var nú ekki neitt sem ég vissi ekki þegar ég fór að sofa seint og síðar meir á þessu líka fína fimmtudagskvöldi. Á föstudaginn vaknaði ég (svona um 11 leitið, þó svo að ég hafði verið í skólanum í einhverja tíma þá ) með bros á vör enda fann ég á mér að þetta föstudagskvöld yrði "pretty special!" Fúsi var kominn í heimsókn og Árún á leiðinni svo é fór í sturtu og svo setti ég andlitið á Árúnu, og svo á mig, urðum alveg glimrandi fínar á nó tæm og allt að verða klárt, stútuðum því hvítvínsflösku og hófum landsmót í kappdrykkju. Jón Örn stoppaði við og við fengum svo að fljóta með honum upp í Ljósheima þar sem við fórum í annað aðeins fjölmennara partý hjá Helgu og Ægi... Þaaaðan lá svo leiðin niðrí bæ þar sem ég, Árún og Fúsi (litli) lögðum upp í mikið labb til þess að koma fúsa einhversstaðar inn en það var sama hvert við fórum, Ég og Árún löbbuðum beint inn og Fúsi var stoppaður. Við reyndum allt, að leiða Fúsa, hún og ég, hann leiddi okkur inn.. en allt kom fyrir alls ekki... Einhvernveginn enduðum við á Pravda, án ´Fúsa og ég og Árún byrjuðum á að týna öllum! en það var nú svosem ekkert svo slæmt þetta skiptið og við skemmtum okkur alveg PRÝÐAR vel!!! Tókum þá óafmeðvituðu ákvörðun svo einhverntíman þarna að passa vel upp á hvora aðra. Gerði það þannig með að vakna hliðina á henni svo að ég myndi ekki gera neitt alvarlegt af mér og hún ekki neitt alvarlegt af sér!! HEHE. allavegna var þetta alveg fáránlega eftirminninlegt kvöld og shit hvað ég er búin að hlæja mikið!!! Á aldrei eftir að gleyma þessu á minni ævi!! OH shit hvað þetta var gott djamm! Allavegana. Fúsi kom og sótti okkur hungurlúsirnar og KFC varð fyrir valinu eins og svo oft áður. Svo upphófst letidagur aldarinnar, var svo fjandi sybbin að ég dormaði allan daginn og svo gerði Árún´líka í sínum vistarverum.Tókst þó að horfa á einhverja parta af Hellboy með Fúsa, svona á inn á milli þess sem ég sobbnaði. Um kvöldið var farin fjölskylduferð út að borða á Ruby Tuesday og vá hvað það er langt síðan okkur hefur tekist það, svona allri fjölskyldunni. maturinn var alveg voða fínn, allavegana minn og toppuðum þetta með gríðargóðri ostaköku! Var eiginlega alveg viss þegar ég kom heim að annað hvort yrði ég ekkert full eða fár veik ef ég myndi drekka. en.... Andlitið var sett á, afmælisgjöfin hennar Helgu sett í poka og fékk far með föður mínum (og ef þið ætlið að segja ða ég sé crazy driver, þá veit ég af hverju það er!) Partýið gekk eitthvað hægt af stað en á endanum komu þó nokkrir og var helvíti gaman þó svo að skemmtinefndin hafi ekki staðið sig sem skyldi :))) Þegar ég var næstum búin að gúbba úr mér lifrinni eftir að árún taldi mig á að taka Captain Morgan staup með blikkgóminn upp í mér (Gat ekkert kyngt!) en það slapp allt saman :) Taxi var tekin niðrí bæ og byrjað á Hressó, þar upphófum ég og´Árún landsmótið " að týnast" og tókst það helvíti vel, Enduðum á sólon með tússpennann á lofti :) og leið enginn tími áður en fólk var farið að koma og biðja um eiginhandaráritanir ! Sveppi er bara vægt keis :) Kalli er með mitt nafn og Árúnar á spes stað :) og ég með Sveppa og árúnar ( auk eiginhandaráritun frá Scooter) á leyndum stöðum. Auðvitað gat Árún ekkert sloppið heldur og fékk sinn skamt ! hehe Týndist svo í smá stund og fór á Hverfis, en þar var nú lítið gaman. ÞEgar ég kom þangað voru Helga og Ægir á leiðinni heim og ég og Árún ekki alveg á því að fara heim aaaalveg strax svo að það voru keyptar pulsur og gefið BRA-BRA restina af pulsubrauðinu hennar árúnar :) Voru ekkert smá svangar grey brabra og greinilegt að Sveppi er búinn að vanrækja þær allt of lengi! Sunnudagurinn er búinn að vera viðburðaríkur í anda helgarinnar og byrjaði hann með sundferð í Árbæjarlaug þar sem djammfélagar næturinnar voru mættir... Sund hljómaði vel enda var kvikmyndadraumar okkar Árúnar farnir fyrir bí þar sem við sváfum yfir okkur í upptökuna sem átti að byrja kl 11. Ekki beint góð byrjun. Svo var farið úr sundi á Pizza Hut og frá Pizza Hut niðrí Faxa þar sem við Árun brilleruðum í Playstation 2. Eftir fyrstu erfiðleikana ( að opna leikinn) reyndi árún fyrir sér í Grand Theft Auto III en það gekk eitthvað illa þar sem hún gat ekki skilið af hverju hún gat ekki stytt sér leið yfir sjó og vötn á bílnum :) Sveppi sá þá í hverju vandinn lá og lét annan leik í sem við fengum tækifæri á að glýma við. Piglets Big movie leikinn ( AKA Gríslinga leikinn) Hehe, heaví gaman. Svo var farið frá Faxa og beint í bíó á The Ancherman. ALlt í læ mynd en alls ekkert svo góð sko... Góðir punktar samt. **1/2* (2 og hálf stjarna) Komin heim í fjölskyldumótið sem er hérna en það varð smá slys í fjölskyldunni og því lengdu mamma og pabbi heimsóknina til barnanna og nú er Gréta frænka hénna líka.. Ég slepp kannski bara við eldamennsku og þvott á fötum í einn dag í viðbót...ekki slæmt það Þessi helgi er búin að vera einhver skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað lengi og þarf nú ansi mikið til að toppa hana þessa :) Vil þakka Árúnu fyrir að vera mér svona mikil skemmtun og vona að mér hafi tekist að skemmta henni aaalveg jafn mikið :))))) haha!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig