jæja...
ég er mikið búin að spá í hvort að ég eigi að vera að opna mig eitthvað meira hérna á blogginu.
hef semsagt ákveðið að láta bara verða af því þó að þetta sé pínu skrítið ;) ég hef alltaf passað mig um hvað ég skrifa og hef kannski ekki skrifað neitt mjög mikið um þetta tiltekna mál.
ég semsagt byrjaði að hreyfa mig og borða hollar einhverntíman um miðjan janúar. Ástæðan fyrir að ég ákvað að fara að byrja í þessu öllu saman var ekki sú að ég væri á nokkurn máta óánægð með sjálfa mig, ég er nú bara ég og alltaf jafn sæt ;) En... heilbrigt líferni, það að geta gert miklu meira án svona mikillar áreynslu og vera virkari og hressari var eitthvað sem ég vildi SVO gera.
Ingimundur frændi tók mig því aðeins á teppið og lagði fyrir mig línurnar auk þess sem að ég var látin skrifa matardagbók og mæta til hans einu sinni í viku. Þetta fór ANSI hægt af stað fannst mér og ég var með krónískar harðsperrur viku eftir viku en ekki hætti ég. Slefaðist í ræktina 4-5 sinnum í viku þó svo að stundum hafi það bara verið 3svar í viku. Mataræðið var svoldið tekið í gegn og ég hætti að lifa á brauði, pasta og kartöflum, en NB, ég hef ekki tekið þetta alveg af matseðlinum. Reyni samt að borða ekkert svona á kvöldin og vel mér spelt framyfir hveiti... borða minna af þessu o.s.frv. Nammi var ALVEG tekið út af matseðlinum um áramótin og var það bara EKKERT erfitt... þetta er líka bara drullu dýrt ef ég ætla að fara út í það. Ég borða þó aðeins nammi í ferðalögum og um jól og páska. Vitiði ... ég er EKKI að fara að sleppa ÖLLU sko ;) haha... held að ég væri nú löngu búin að gefast upp líka. Ég leyfði mér þetta og sleppti þar af leiðandi út nammidögum á laugardögum.
Skyr og hafragrautur fóru að fara að vera í morgunmatinn og ógrynnin öll af ávöxtum yfir miðjan daginn. Grænmeti fór svo að sjást meirihlutamegin á diskunum mínum og ég var mætt með boozt eða heimatilbúinn safa á furðulegustu samkomur ;)
já. svona var jan-maí. Mundi reyndi alltaf að drepa mig vikulega og ég fór að styrkjast ótrúlega, þolið ekki alveg komið á góðan stað en ég gat nú ekki orðið verri svo að ég hélt áfram að svitna með bros á vör.
í sumar var ég auðvitað í Vík og var ég svolítið stressuð yfir að klúðra nú öllu. Ég var nú eftir allt að vinna í eldhúsi með allan þennan góða og óholla mat allt í kringum mig og mikið að vinna svo að ræktin yrði sjálfsagt ekki jafn mikið notuð eins og hérna í bænum.
Ég reyndi þó eins og ég gat að halda áfram matarvenjunum sem höfðu hentað mér svona vel um veturinn og fór og synti, skokkaði og gekk upp á fjall nokkrum sinnum í sumar (fór samt ekki nánda nærri eins og oft og um veturinn! ) Samviskubitið var alltaf að naga mig og satt að segja hjálpaði það nú bara svoldið ;) ég fór þó og synti og skokkaði þess vegna, jú og það var svo gott !
upp úr byrjun sumarsins fannst mér eins og það væri loksins farið að sjá á mér að ég hefði misst einhver kíló og fólk var farið að spurja mig hvað ég hefði eiginlega að gera. Hvort ég væri í megrun eða átaki?!
nei...
ég er EKKI í megrun eða átaki...
það er eitthvað tímabil sem fólk klárar og fer svo aftur til fyrra lífs (í mjög mörgum tilfellum) Ég er heldur ekki á neinum kúr eða tek einhverjar töflur til að brenna.
það eina sem ég er að gera er að lifa heilbrigðu líferni með slatta af hreyfingu.
Það er nú ekki flókið reikningsdæmi að borða minna en þú brennir (eða einhversstaðar á svipuðum nótum) og þá mun líkaminn brenna þína fitu? -svona ef það á að setja þetta upp í MJÖG einfalt dæmi.
nú er eg komin aftur í bæinn og planið byrjað aftur. Ræktin 4-5 sinnum í viku auk þess sem ég hitti Munda einu sinni í viku og lyfti. Mataræðið er að detta í gott plan og þolið fór allt í einu sinni við sér seinni part sumarsins. ég t.d. er farin að geta skokkað í 20 mínútur samfellt. haha... ekkert maraþon, en spáið í því... í mars gat ég skokkað 1 og hálfa mínútu og þá var ég komin með hlaupasting og orðin hálf blá í framan ! Þetta er ótrúlegt sko !
3 km markið er alveg að nálgast og lætur það mig skokka oftar.. ég skal !
en hvað er ég búin að missa mörg kíló ? (ég var mest að spá í hvort ég ætti að setja það hingað.)
en já
heil 20 KG ! ! ! (og vonandi ekki hætt!)
langar að setja inn "fyrir og eftir" myndir bara til að minna mig sjálfa á hvernig ástandið var...
tekin rétt fyrir jól 2006
tekin fyrir 2 vikum
og svo ein samsett.... sést enn betur
úff... mikið var skrítið að skrifa þetta...
Frábært hjá þér Ragna Björg. Áfram á þessum nótum og þú verður enn sætari.... :)
SvaraEyðaþetta er frábært hjá þér!!!
SvaraEyðaVá, ég er nú bara alveg ótrúlega stolt af þér! Þetta hljómar mjög skynsamlega og sérstaklega hlutinn "nei ég er ekki í megrun eða átaki bara nýr lífstíll" :)
SvaraEyðaDuglega duglega þú!! Ertu nú búin að velja þér D&G sólgleraugu eða verður það Dior??
SvaraEyðaÉg mæli með hvítu Versace gleraugunum sem ég er með í myndbandinu hjá snorra.. kosta aðeins 40 þus :D
En vá hvað er mikill munur á þér kona! Ef ég á að segja satt þá man ég ekki eftir þér eins og þú lítur út á jólamyndinni (fyrir)
U go girl ;)
Æðislegt! Ekkert smá mikill munur á þessum tveim myndum. Auðvitað á fólk að gera þetta að lífstíl ekki bara "megrun" eða "átaki" öðru hverju...
SvaraEyðaOhh þú getur verið endalaust stolt af þér sæta mín... og mér finnst flott hjá þér að setja þetta inn því ég er alveg viss um að það fær fleiri til að gera slíkt hið sama (miðað við allan þann fjölda sem virðist lesa síðuna þína) þ.e. að sjá að það að lifa heilbrigðu líferni er ekki svo mikið mál og hefur allt að segja... :)
SvaraEyðaHef sagt það áður og segi það enn...Til hamingju með árangurinn! :)
Frrrrábært hjá þér! :) Stórglæsilegur árangur.
SvaraEyðaÞetta er æðislegt hjá þér elsku Ragna:* Ég er ekkert smá stolt af þér!!!
SvaraEyðaVá Ragna mín! til hamingju, þú ert gangandi dæmi um það að það er allt hægt!! Þú ert svo dugleg ! þú átt hrós skilið !!!!
SvaraEyðaÞú ert svo dugleg að ég dáist að þér! Ég vildi að ég hefði næga sjálfstjórn til að hætta að borða nammi t.d...... en þú mátt vera mjög stolt því þú ert búin að standa þig vel u go girl:-D
SvaraEyðavá ekkert smá frábært, þú fékkst meira að segja tár frá mér þegar ég sá þessar myndir. Glæsilegur árangur!
SvaraEyða...looking good ;)
SvaraEyðaTil hamingju með þetta allt saman :0)
SvaraEyðaÞað meiga sko margir taka sér þig til fyrirmyndar.
Ég er einmitt búin að ákveða að eftir að piltur er fæddur verður farið að breyta aðeins lifnaðarháttunum eins og að borða "réttar" og hreyfa mig meira, bara til að líða betur :0)
Alveg innilega til hamingju með þetta. ótrúlega flott hjá þér!!væri alveg til í að geta verið svona ótrúlega hörð við mig í matarræði.... er svona að vinna i því...byrjar alltaf rólega!
SvaraEyðaÞú ert svo mikil hörkustelpa Ragna! Maður er líka búin að horfa á þig með stoltum augum.. ert ekkert smá dugleg í þessu!!
SvaraEyðaSvo er bara að halda þessu áfram og halda sínu striki.. það er allt hægt!;)
Pant koma og velja með þér verðlaun samt.. hehe
lovjús:*
Vá, það eru margir sem mættu taka þig til fyrirmyndar!! ekkert smá flott hjá þér og frábært hugarfar, fékk smá gæsahúð við að lesa hvað þú ert svakalega dugleg! :o)
SvaraEyðaTu ert svo dugleg!! ...og svo flott hja ter hugarfarid ad tu sert i liffstilbreytingu, tu ert sko dugleg, horkukvendi :) !!
SvaraEyðaEg er stolt af ter!
...Tinna
Ekkert smá flott hjá þér
SvaraEyðatil hamingju :)
kv.Gulla
Þú ert algjör hetja, ég er svo stolt af þér sæta mín.
SvaraEyðaSæta sæta
SvaraEyðaTil hamingju með árangurinn og gangi þér vel að halda líferninu áfram. Það er greinilegt hvað þér líður betur og ert orðin mikið "hraustlegri".
SvaraEyðap.s harðsperrur eru góðar ;-)
til hamingju með þetta stelpa, það þarf mikið hugrekki og mikla sjálfsstjórn í þetta!
SvaraEyða...égvildi að ég hefði þetta hvað reykingarnar varðar:/
Haltu þessu áfram!
Vá, ég veit varla hvað ég á að segja.. !
SvaraEyðaþetta lætur mig allavegana gera mitt besta í að halda áfram !
takk takk takk !
sko þig! þetta er ekkert smá flottur árangur...núna fer ég að skokka meira og svo mætumst við á miðri leið ;)
SvaraEyðaInnilega til hamingju með árangurinn. Þetta er alveg frábært hjá þér. Alltaf jafn gaman að sjá þig með bros á vör í baðhúsinu.
SvaraEyðakveðja Sonja.
Frábært hjá þér! Hamingjan skín af þér!;)
SvaraEyðaKys og kram***
Gaman að sjá hvað þú ert djöfull hörð Snillingur !!! Til hamingju. kv Stefnir
SvaraEyðaÞvílíkt inspiriation! Glæsiegur árangur. Áfram svona!
SvaraEyðaÞú ert BARA hetja !!! :D
SvaraEyðaþetta er frábært hjá þér ragna það eiga margir eftir að taka þig til fyrirmyndar ég veit það:)
SvaraEyða