þriðjudagur, 25. september 2007

árangursblogg

25. september, 2007

Ég er þakklát fyrir öll kommentin frá ykkur.. nafnlaus eða ekki.
Ég fór kannski að átta mig aðeins meira á að þetta er kannski aðeins meiri árangur en ég var búin að gera mér í hugarlund (að missa 20 kg... alveg sjálf og bara með hreyfingu og mataræðisbreytingum) ...
ég horfði allavegana ekki þannig á þetta sem eitthvað svakalegt of merkilegan árangur enda er ég búin að vera að þessu í 9 mánuði... misdugleg þó verð ég að viðurkenna, en aldrei hætt !
þá er komið að því að segja það sem ég ætlaði að segja hérna núna...
muniði eftir blogginu hérna fyrir neðan með fyrir og eftir myndunum?
þar talaði ég um að markmiðið væri að skokka 3 km..

hvað haldiði..

í kvöld var þetta brilliant veður og ég fór ekki í einkatíma til munda í dag, ég varð því að hreyfa mig eitthvað, plús ða ég var búin að sitja allan daginn yfir bókunum ... já ... hreyfing alveg nauðsynleg!

ég var búin að fara til Ingibjargar Rósu og fá lánaðan Garmin skokk-úr... það getur sko allan andskotan skal ég segja ykkur...
en jæja...
ég byrjaði á að skokka í kringum klambratúnið, skokkaði svo þaðan niður snorrabrautina, niður að sæbraut og skokkaði svo meðfram sjónum, fór upp krinlumýrarbrautina, út af henni á milli borgartúns og laugarvegar og skokkaði svo upp heim hliðina á snælandsvideoi ... og vitiði hvað...

5 KM !!!
... 5 km af stanslausu skokki og engu stoppi.... 38 mínútur af stanslausri hreyfingu! *brosallanhringinn*

ég gat þetta, ég gat þetta, ég gat þetta...

ég vona að vigtin fari að taka við sér aðeins... hún hefur eitthvað takmarkað færst niður síðan í þarsíðustu viku þrátt fyrir margar ferðir í ræktina og gott mataræði... ætli það sé komið að stoppinu sem alltaf kemur og maður má ekki gefast upp á ? ? ?
fjárinn... ef svo er þá þýðir það bara meiri hörku þangað til allt fer af stað aftur... Ekki er það verra að þolið sé ALLT á uppleið...

ég er ósigrandi ... ( upp að mínum markmiðum allavegana... )

Ragna glaða... *með tár í augunum*
SHARE:

8 ummæli

  1. Nafnlaus10:26 e.h.

    Vá hvað þú mátt vera stolt af þér, 5 km!!
    Enginn smá árangur sem þú ert búin að ná sem hlýtur að vera mjög hvetjandi:) Endar er árangur oftast ástæðan fyrir því að fólk heldur svona hlutum áfram:D
    Segi bara gangi þér vel í áframhaldinu!!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:37 e.h.

    Djöfull er ég ánægð með þig stelpa !! Innilega til hamingju með að ná markmiðinu og gott betur en það !! :*

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:38 e.h.

    Ég ætla bara að segja aftur hvað mér finnst þú ógeðslega dugleg.... ég er að reyna að taka þig mér til fyrirmyndar... en það gengur eitthvað hægar á þessum bænum:-S.... baráttukveðjur áfram Ragna :-D

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus1:33 f.h.

    Þetta er bara byrjunin Ragna mín.. áður en við vitum af ferðu að koma skokkandi í skólann á morgnanna með bláberjahafragrautinn handa Hörpu sín!! ;)
    Þú ert flottust.. duglegust og bestust! Ert að gera góða hluti allsstaðar.. hvar endar þetta?;)

    lövjús

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:04 f.h.

    váá, þú ert ekkert smá dugleg að hafa orku í þetta allt saman, skólinn, vinna, hreyfingin og holla mataræðið..!! geri aðrir betur segi ég bara.. þú mátt sko bara vera þvílík stolt af þer!! Ert gangandi dæmi um hvernig á að gera þetta! Lítur ekkert smá vel út og bara já go girl!!! ;o) u can do it!!

    Bogga

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus2:23 e.h.

    Þú ert bara snillingur:) Bravó bravó elskan :* P.s. ég get varla hlaupið upp stigan hjá mér...:P
    Kossar og kveðjur
    Helga Reynis

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus8:13 e.h.

    þú ert alveg ótrúlega mögnuð:)
    aftur til hamingju með magnaðan árangur:)
    Gulla

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus12:53 e.h.

    Vá frábært til hamingju með þennan árangur!!!! Það er bara herða upp hugan og hugsa um hvað þetta er skemmtilegt að finna fyrir árangri þá verður þetta stopp ekkert mál, því ekkert er skemmtilegra en að missa kíló og tala nú ekki um ummál :D Baráttukveðjur frá Jónínu sem stendur í því sama:D

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig