miðvikudagur, 19. desember 2007

síðasti spretturinn...

er núna með sjálfa mig í hugrænni atferlismeðferð...
ég er að reyna ða minna mig á að þegar maður keppir í hlaupi þá slakar maður ekki á þegar maður sér orðið endamarkið og skokkar í gegn... heldur hleypur maður af öllum krafti, yfir endalínuna og skokkar svo...
þetta er það sem maður á og verður að hugsa í prófum. Ekki fara að slaka á fyrir síðasta prófið þegar þú sérð loksins fyrir endann á törninni og sérð framá að þú fáir að sofa heilan svefn bráðum.

Er heima í dag að læra í ónæmis og meinafræðinni. Meinafræðin er fáránelega líka örveru og sýklafræðinni sem ég tók próf í á þriðjudaginn og hefði kannski hjálpað að vera búin í þessu prófi fyrir það próf. t.d. veit ég núna hvað Chemotaxis er... man ekki hvort að ég hafi giskað á rétt í prófinu en mig minnti allavegana að Taxis væri einhverskonar færsla á einhverju... eiginlega bara af því að ég velti því svo mikið fyrir mér þegar svenni var að læra flug að það heitir að taxera þegar þú keyrir flugvélina (úff, nú vona ég að ég muni þetta rétt) 
en jæja

mynd dagsins hefur ekki komið í einhverntíma.
þið verðið að afsaka hárgreiðsluna (sem er engin) 
sængin og kaffið eru þarna til að halda core hitastiginu ca réttu :) SHARE:

4 ummæli

 1. Nafnlaus8:18 e.h.

  Var á fullu í dag á skjúkrahúsinu á Akureyri að sjá þig fyrir mér í hjúkkudjobbinu :0)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:31 e.h.

  þú ert svo duuuugleg, gangi þér vel með loka sprettin ;)

  SvaraEyða
 3. Gagngi þér vel að klára, þetta tekur fljótt enda ;-)

  SvaraEyða
 4. Gagngi þér vel að klára, þetta tekur fljótt enda ;-)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig