þriðjudagur, 16. október 2007

Tiltekt...

búin að vera að taka íbúðina smátt og smátt í gegn síðan á sunnudaginn og er núna búin að þrífa baðherbergið, þurrka af íbúðinni, ryksuga og skúra, þvo dúkinn af borðstofuborðinu og setja annan á í staðinn, setja ný kerti í ljósakórónuna fyrir ofan borðið, og svo tók ég nú til í baðskápunum og skúffunum til að leita að nefdropum um daginn...

Willi er að koma á fimmtudaginn !!! :) ... jih mi hlakkar til :)
þið sem vitið ekki hver hann er þá var hann kokkur á Höfðabrekku í 3 sumur og vann ég með honum í eitt sumar af þeim. ótrúlega fínn gaur og hef ég farið 2svar til Berlín að heimsækja hann. Loksins er hann að koma í heimsókn og verður hjá mér á fim og föst, fer svo austur og kemur aftur á þri og verður fram á fim.

kvefið mitt er alveg að gefast upp á mér og hefur hafið undirbúning á aðskilnaði okkar sem fer fram með snýtingum af og til ... mikið er ég fegin... Fór á milli snýtinga kóræfingu í kvöld, hitaði upp röddina og hæsin er svei mér þá að fara líka. Jólin virðast vera á næsta leyti þar sem að við sungum jólalög.. oh, ég elska að vera í kór! þá fær maður alltaf að taka gott forskot á jólalagasæluna !!

mig hlakkar ogguponsu til á morgun líka... en ég segi ekki af hverju ;)

best að halda áfram að lesa undir verklega tímann í sár og sárameðferðum ...

"Ef um graftarkýli (abcess) er að ræða má líka draga gröft upp í sprautu og senda þannig á sýkladeild. Þannig næst betur í loftfælnar bakteríur sem hugsanlega eru í sárinu."

lov it !
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig