miðvikudagur, 27. október 2004

Rest in peace

Grey Tímon ( hamsturinn minn) var búinn að vera voða voða voða veikur... Hættur að hlaupa í hlaupahjólinu og borðaði voða lítið...
Svo fór ég að skoða hann um daginn og fann stórann hnút í maganum á honum. vissi eiginlega ekki hvað það gat verið og svo þegar þetta var nú ekkert að lagast þó svo að ég varað reyna að hjúkra honum ákvað ég að hringja niður í dýraríki og spurja hvað þetta gæti verið... Konan þar sagði þetta gæti verið þarmateppa af því að það væri búið að gefa honum of mikið grænmeti. jújú gat alveg staðist sko.. var alveg að springa og gat varla gengið.
Fór því með hann upp á dýraspítala og þar var hann úrskurðaður með kílaveiki og ekkert hægt að gera í málinu nema að svæfa hann.
Ég fékk að eiga heiðurinn að því og hann sofnaði rólega í lófanum á mér.

Var frekar erfitt að sjá tómt búrið þegar ég kom aftur heim og ákvað því að rjúka til og kaupa bara 2 nýja. :)
Semsagt.
Litla fjölskyldan farin að stækka hérna í stúfholtinu þar sem Tómon jr. og Púmba eru komnir í hópinn og eru enn sem komið er ekki farnir að slást (voða mikið ) :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig