þriðjudagur, 21. september 2004

Ósigur

Haldið var alveg magnað stelpukvöld. Sent var út fjölda sms sem var svarað á nó tæm og það flykktust hingað þær Þorbjörg, Gulla, Katrín, Ásrún og Hildur og skelltum við okkur í rjúkandi heitt kakó og Trivial Pursuit. Við skulum ekkert tala um hver vann þetta spil.
Horfðum líka á dáleiðslu á Audda í 70 mín... Ekkert SMÁ fyndið!!!!!

En verð nú samt að segja hvað ég var voðalega dugleg.... Var með pasta í kvöldmatinn með nýbökuðu brauði og gerði svo alveg snilldar eftirrétt sem ég bjó til og hannaði alllllveg sjálf!
Getið séð mynd af honum á mBloginu mínu ....

Skóli á morgun.
Nýjustu fréttir eru að ég er að fá stóra sendingu af eyrnatöppum frá Noregi svo að ég geti reynt að læra hérna heima þar sem and.....****** *** **** fleygurinn er mættur aftur fyrir neðan gluggann minn!!!

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig