mánudagur, 15. nóvember 2004

Má ég biðja um óskalag ? ? ? ? !!!!!!!!! Áttu "Svartur Afgan"

Jæja. þessi líka miiikla helgi er búin. Án þess þó að ég sé eitthvað mikið fegin...
Fúsi kom svona í fyrra fallinu á föstudaginn, jah eða svona um 5 leitið. Ég var kannski ekki í allt of góðu dagsformi enda höfuðið búið að vera að kvelja mig allan daginn. Reyndi bara að hafa mig rólega, svona líka til að hlífa röddinni því að maraþon var framundan. Fórum út að borða á ELdsmiðjunni og fengum svaka fína pizzu, og við gleymdumst ekki ( Ég og Stefnir eyddum mörgum tímum þarna einu sinni ) Svo hófst bara biðin... Fáránlega skrítið bara að bíða og bíða eftir því að klukkan yrði 1 því að þá ætluðum við að mæta til vinnu :) Svoldið skrítið, héngum bara heima og gláptum á sjónbartið, ásamt því að drekka einn bjór eða svo...
Þegar Ragna var búin að eyða áætluðum tíma í að gera sig sæta og Fúsi búinn að halda því fram að hann væri rosalega sætur skutlaði Jói frændi okkur niðrá Celtic Cross þar sem við stilltum upp dótinu aftur fengum okkur einn róandi drykk. Fólk var þá þegar farið að flykkjast að og við ákváðum bara að byrja á slaginu 1. Fólk fór strax að taka undir og fólk byrjaði jafnvel að dansa fyrir 2. Óskalögin fóru að berast og það er bara gott og gaman að fá þau, en bara ef við erum með þau á prógramminu.... Það þýðir semsagt ekkert að verða illur ef við GETUM ekki spilað það...
Aðal "Hit-ið" var Svartur Afgan (HLusta á Zeppelin....) URRRGGGG Þetta kvöld vorum við látin spila það 4 eða 5 sinnum!! Gaman var að fá áheyrendur sem ég þekkti og kíkti Svenni Akerlie við í blessferð áður en hann flaug til Tælands kl 5 og með honum Eiki, Bjöggi, Sveppi, Finnur, Ármann og uuu man ekki, held að þetta sé allt. . . 2 gestaspilara fengu að spila en annar þeirra var strákur sem við "könnuðumst" við frá Selfossi og svo var hinn einhver gaur sem er að spila með barþjóninum (Fribba). Það STÓÓÓÓÓRRRMERKILEGA var það að hann er örvhenntur og spilaði á gítarinn þannig. jájá, það hefur maður oft séð... En hann spilaði á gítarinn hans Þráins! og hann er með strengjunum réttum, því að Fúsi er rétthenntur. Svo pæliði í því hvað það var fyndið að sjá hann taka öll gripin á hvolfi!!!!!!! Við störðum bara á gaurinn. er þetta hægt?????? En svo vissulega var það hægt, því að við vorum að horfa á hann...
Spiluðum og spiluðum eins og við gátum alveg þangað til að klukkan var orðin korter í 6 en þá vorum við orðin svoooldið lúin...
Fengum okkur einn kveðjubjór og töltum af stað með Valda sem félagsskap. Síðasti bjórinn var tekinn með sér og ég fann á mér á alveg ótrúlegum tíma. Ákvað að koma við í reiðhöllinni og vekja heimilisfólk, en þar var bara ó-heimilisfólk, semsagt Rúna og Inga og greip ég í tómt þeg ar ég ætlaði að skríða upp í til Gullu, Enduðum svo á vínsmakki hjá Valda og þar sat ég uppi með 2 ljóðabækur!! Áritaðar!!! hummmm. Við vorum svo komin heim rétt fyrir 8 þar sem við sofnuðum á því græna. Stein-sofnuðum.
Vorum vakin um hálf 2 og skelltum okkur í dag-fötin ;) og skunduðum í Smáralind til að fá okkur að borða og eyða deginum. Þegar við vorum búin með allt sem okkur datt í hug að gera tók ég Fúsa í óvissuferð sem endaði í Jólalandi í Garðheimum :))))) Lítið mál að gleðja mig... :) haha...
Eldaði svo pastarétt fyrir fúsa og Jóa sem var bara ekkert svo slæmur og við fórum svo í Bíó, á the Grudge.... mjééén hvað ég var hrædddddd!!!!!!!!!!!! Hef aldrei fengið gæsahúð, kaldan-heitan svita og skolfið að hræðslu!
Þegar við komum heim tók ég aftur minn tíma í að gera mig sæta og svo skutlaði jói okkur attur niðrá Celtic Cross Og þar voru strax komnir aðdáendur... haha. eða réttara sagt fólk sem við þekktum ;) Fréttum sagt af fólki sem hafði komið fyrr um kvöldið og spurt hvort að stelpan og strákurinn yrðu ekki aftur um kvöldið, ekki svo slæmt að heyra þetta.
Spileríið hófst og fólk var ofurölvi strax fyrir 2 og fólk var farið að dansa ofan í möppunni kl 2 svo ða ég þurfti að ríghalda í statívið og möppuna svo að það myndi bara ekki fara í crowdið. Urðum að taka okkur hlé kl korter í 3 því að annað er ekki hægt mar og þá hvarf fólkið alveg eins og kvöldið áður, áttum gott spjall við strákana sem voru að spila niðri þegar við fundum hljómsveitarherbergi niðri sem fór fram hjá okkur kvöldinu áður ;) Svo var það bara spileríið sem hélt áfram ásamt óþolandi mörgum óskum um svartan afgan og Dolly Parton lög ( það síðarnefnda erum við t.d. EKKI með, og ekki heldur með undir Bláhimni) Siggi, Jói og fleiri kíktu við og tóku vel undir í fjöldasöngnum. Rosalega gaman að þagna í miðju erindi og heyra sönginn frá fólkinu glymja í efri hæðinni. Hættum að spila aðeins fyrr en kvöldið áður, eða svona um 05,15 því að við vorum eiginlega alveg búin á því, ég í röddinni og fúsi kominn með marða putta og engan g-streng :)
Fólkinu var svo öllu smalað í eftirpartý í reiðhöllina sem stóð til tæplega 8 og það var ansi skemmtilegt að horfa á morgunsjónbart badnanna með kókómjólk við hönd. ÉG náði að sofa alveg til hálf 3 en fúsi eitthvað styttra, fórum og fengum okkur að éta á KFC og svo að sækja hljóðkerfið (Hanna Celtic eigandi sagði okkur þar að einhver hefði migið á barinn og fólk hefði ælt út um allt, semsagt, sögulegt fyllerí! ) og skutla því í Garðabæ þar sem Jón Þór tók á móti því.
Skellti mér svo með sjálfri mér í leikhús og sá Héri Hérason og þótti það nokkuð gott. ÞEGar´eg kom út... brrrrr, búið að snjóa og snjóa og ég á bandaskóm með snjó upp á ökla að skafa Trausta litla ....
Klifraði svo beint upp í rúm og sofnaði á mínum græna.
Hæsin sem ég var komin með eftir þennan maraþon söng er farinn og er til í slagið aftur :)
Spilafíklarnir niðri sögðu að það væri nú rosalegt að vera að spila 3 kvöld í röð, og þegar þeir segja það vera mikið, þá hlýtur maður að verða að trúa þeim.

Anyway,
ÞAð er aldrei að vita nema að við séum að spila eitthvað aftur þarna. en tíminn leiðir það betur í ljós :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig