sunnudagur, 7. nóvember 2004

Soooofa. mmmm

Jæja. helgina var pökkuð af viðburðum og ég ákvað að reyna að komast á þá flesta bara því allt hljómaði vel og ég gat engan veginn valið eða hafnað. ok planið var svona...

1. Búin í skólanum, fór svo heim og pakkaði niður, ákvað að skella mér í kringluna svo og keypti mér hálsmen sem passaði við skyrtuna sem ég keypti fyrir síðustu helgi. Datt þetta bara svona í hug hálf 5 en átti að sækja Ingibjörgu kl 5. Þetta var samt fjandi mikil bjartsýni í þessari rooosalegu umferð hérna í bænum, og eiginlega enginn séns að finna stæði. En sem betur fer er ég aldrei lengi að ákveða mig og náði þessu og var mætt heim til Ingibjargar hress og kát alveg á næstum réttum tíma ;) Þegar ég var búin að troða Ingubjörgu inn í bílinn þreysti ég niðrá Freyjugötu, og sótti Jónu Sólveigu. Pakkaði henni saman og tróð henni líka í bílinn og hún mætti með M&M sem við byrjuðum strax á að ráðast á. enda var þetta í poka á stærð við ruslapoka og greinilegt að þetta yrði verðugt viðfangsefni næstu 2 klukkutímana. Á selfossi var keyptur matur handa Trausta og haldið áfram að rífast við Kára sem vildi ekki hafa Trausta á veginum, en hann er seigur kappinn og lætur ekki undir stjórn nema hjá eigandanum :) vel upp alinn ;)

2. Skilaði stelpunum heim til sín og fór svo á kaffihúsið þar sem ég borðaði með Curtis og Mike áhættuleikurum voða góða pizzu sem tók kanski ansi langan tíma að gera en var samt góð þegar hún loksins kom, enda var ég eiginlega ekkert búin að borða um daginn og M&Mið var skammgóður vermir.

3. Rúntaði svo út á Höfðabrekku og spjallaði í nokkurn tíma við Sólveigu og Höllu Rós og það var ákveðið að ég myndi mæta í vinnu kl 10 morguninn eftir.

4. Hljómsveitaræfing var haldin heilög en ég var ákveðin í því að halda mér rólegri vegna mikilla anna daginn eftir en það fór samt þannig að ég skrölti á kaffihúsið með Fúsa mér við hlið um 12 og áhættugaurarnir létu mig drekka bjór í skiptum fyrir að ég, Fúsi og Palli eitruðum fyrir þeim með íslensku neftóbaki og snuffi, því fylgdi ansi mikill hlátur hjá okkur íslendingunum en nokkur tár hjá "hörðu" köllunum sem hafa dagvinnu við að láta kveikja í sér og henda sér fram af björgum :) hehe.

5. Þegar klukkan var farin að nálgast 2 stakk Jóhanna upp á því að við skyldum fara á settið sem var út í Höfðabrekku og sjá síðasta Wrapið. Carina skutlaði okkur, okkur vitandi að við vissum ekkert hvernig að við fengjum far heim en það skipti nú engu máli, það reddast allaf og líka um 40 manns að vinna þarna svo að hlyti nú að reddast hvernig sem færi. Dave tók mig undir verndarvæng sinn og sýndi mér allt þarna, einnig fékk ég að horfa á Rick breytast í Gerry Butler því að hann er stuntmaðurinn fyrir hann. Eftir það horfði ég á síðasta skotið og veit því endirinn á myndinni.... en ekkert annað ;) allavegana ekki nema svona aaaðalatriðin. Svo rétt fyrir 5 kom Elsa og sótti okkur og ég klifraði upp í rúm heima en gat engan veginn sofnað, var einhvernvegin so í skýjunum því að þetta hafði verið svo cool, búið að gera tjörn inni í hellinum, meira að segja foss og læti, búinn til af slökkviliðinu í Vík. hehe. Svar Spencer orðinn að einhverju kvenkyns sjávarskrímsli með brjóst og sítt hár! hehe.

6. Fór að vinna og var ein til kl 2 en þá kom Willi, ég svona reyndi að muna hvernig þetta var sem við gerðum þetta í sumar, hehe, tók semsagt um 15 mínútur þegar ég var að skræla allar helvítis kartöflurnar EIN fyrir kartöflusalatið hvenig í ósköpunum það var sem við gerðum kjúklingasalatið en það rifjaðist upp þegar ég horfði á karrýið í hillunni. kl hálf 4 skrölti ég heim og komst að því að rauðvínið í hvítu skyrtunni hefði farið úr í þvotti. knúsaði kisa og dreif mig af stað i bæinn.

7. Svona á leiðinni til Reykjavíkur datt mér í hug að koma kannksi bara við í Úthlíð í heimsókn til Atla og krakkanna sem voru þar, og ég var búin að afboða komu mína til. Var nú svoldið skrítinn svipurinn á liðinu þegar ég þeysti í hlað færandi hendi með pakka handa afmælisbarninu. voða fín 4 járnstaup í leðurhulstri, hentaði vel því að hann var líka búinn að fá Jameson í afmælisgjöf líka, síðustu fréttir frá partýinu voru þær að einhver lítil nýting hafi orðið í matnum því að mestu matmennirnir skiluðu honum ÖLLUM :) hehe

8. Fékk mér hádegis/kvöldmat heima og varð Subway fyrir valinu og vááá hvað ég var orðin svöng, Gulla gull var mætt á svæðið og þurfti að horfa upp á mig að borða því að hún ætlaði svo að skutla mér upp í Grafarvog í partý nr 1. Eftir vel heppnaða tilraun til að reisa við "hanakambútáhlið" lúkkið og skella á mér 6 tegundum af augnskuggum þá leit ég bara helvíti sæmilega út og dreif mig í Ríjúníonið til Ella, þar voru bara Guðný ósk og Elli á svæðinu og sambýlingur Ella í sambýlinu. Þegar fólk fór svo að mæta blandaði elli frábæran drykk ofan í okkur stelpurnar en svo rétt fyrir 11 skutlaði Guðný Ósk mér niðrá Celtic Cross þar sem blesspartýið hjá Svenna var og eitthvað rólegt var enn yfir liðinu þar og árangur drykkjuleiksins ekki kominn í ljós, ég ákvað því að skella mér yfir í Þjóðleikhúskjallarann þar sem Dave beið mín, en ætlaði ekki að vera lengi, þar var hins vegar opinn bar og Spencer var duglegur að fara á barinn enda er hann með það stórar hendur að það rúmast í þeim 5 stórir bjórar, og þegar hann fór að ná sér í einn náði hann alltaf bara í 4 auka og slammaði þeim á borðið, ég taldi einhverntíman og þá voru 16 fullir bjórar! og fullt af fullu fólki! það var farið að dansa en Dean ákvað að skella sér að Prikið og þangað hef ég bara komist einu sinni inn áður, en þá var ég svo sannarlega ekki í fylgd stórra og stæðilegra manna sem skelltu sér V.I.P leiðina alls staðar inn. meira að segja líka á Hverfis. össh!

Ég sagði skilið við þá þar og labbaði yfir á Sólon þar sem Arnar Már, Svenni, Atli, Hildur, Sonja, Tobbi og Siggi voru. Þegar þau fóru út (eða gerðu sig þess líkleg til þess) ákvað ég að skrölta bara heim en á leiðinni hitti ég gaur út kvikmyndatíminu sem ég veit bara ekkert hvað heitir og hann spurði hvort ég væri virkilega að fara heim! hann dró mig inn á 22 en þar átti að rukka okkur til að fara inn, gaurinn reddaði því með því að hringja í einhvern sem lét hleypa honum inn sem vin og ég sem kærustu hans ! uuuu. óóóóóókey....
Þar voru svo einhverjir af liðinu líka inni og einhver slatti var dansaður! I believe in a thing called love sló algerlega í gegn á gólfinu....
Þegar leiðinlegt lag kom ákvað ég að halda áfram för minni heim og munaði minnstu með að ég sæti upp með einhverja Camerustráka en náði að hverfa áður en þeir föttuðu að ég var að hverfa á braut.
Á leiðinni var það svo einhver gaur sem ákvað að fylgja mér heim alla leið upp að dyrum ! URGH!!! tókst loksins að losa mig við hann!

Heima reyndi ég að ala upp börnin mín sem hafa verið að gera það að leik að róta öllum matnum upp úr dallinum, draga bómulinn úr húsinu sínu og dreifa honum út um allt, og stríða hvorri annarri!! össh! held að ég geti ekki meikað þetta. þær eru alveg bandvitlausar báðar tvær.

Það getur svo vel verið að 2 snafsar séu að spila á Celtic Cross núna næsta, eða þarnæsta fimmtudag svo takiði bara báða dagana frá til öryggis og ég mun segja ykkur frá því hvernig þetta mun fara.

þangað til næst.
Bæbbz ;)


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig