Nú þegar líður að vori fara margir að hugsa um megrun fyrir sumarfríið.
Vandamálið með flesta megrunarkúra er að þú færð ekki nóg að borða (svelti
kúrinn), fæðið er of einhæft (bananakúrinn) eða þú ferð á hausinn
(nautalundakúrinn). Þetta hefur þær afleiðingar að fólk svindlar í
megruninni eða hættir eftir 3 daga. En nú hafa amerískir sérfræðingar
komið fram með smábarnakúrinn og íslenskir starfsbræður þeirra aðlagað'ann
okkar aðstæðum. Þú hefur tekið eftir því að öll tveggja ára börn eru
grönn. Nú er lykillinn að velgengni þeirra á þessu sviði öllum
aðgengilegur. Hafðu samband við lækni áður en þú byrjar á þessum kúr,
annars þarftu að fara til læknis að honum loknum. Gangi þér vel.
1. dagur.
Morgunmatur: Eitt hrært egg, ristuð brauðsneið með appelsínumarmelaði.
Borðaðu tvo bita af egginu, notaðu ekki gaffal, hentu restinni af egginu
á gólfið. Taktu einn bita af brauði, smyrðu síðan marmelaðinu yfir
andlitið og fötin þín.
Hádegi. Fjórir vaxlitir (hvaða litur sem er), handfylli af kartöfluflögum
og eitt mjólkurglas, drekktu 3 mjólkursopa og helltu restinni niður.
Kvöldmatur. Nagaðu blýantsstubb, gleyptu tvær krónur og gyllta tölu. 4
sopar af flötu Sprite.
Kvöldsnarl. Hentu ristaðri brauðsneið á eldhúsgólfið.
2. dagur.
Morgunmatur. Taktu brauðsneiðina frá því í gærkvöldi upp af
eldhúsgólfinu. Drekktu úr einu vanilludropaglasi og borðaðu eina túpu
af grænmetiskrafti.
Hádegi. Hálfur varalitur ?Pulsating Pink? og lófafylli af Purina hundamat
(valfrjálst bragð). Einn ísmola eftir vali.
Eftirmiðdagur. Sleiktu stóran sleikjó þar til hann verður klístraður,
farðu með hann út og misstu hann í drulluna. Taktu hann upp og sleiktu
hann þar til hann er hreinn aftur. Taktu hann þá inn aftur og misstu
hann á góða ullarmottu.
Kvöldmatur. Troddu litlum stein eða baun upp í vinstri nösina á þér.
Helltu applsínu-Svala yfir kartöflumús og borðaðu með skeið.
3. dagur
Morgun-matur: Tvær pönnu-kökur með miklu sýrópi, borðaðu aðra með
fingrunum, klesstu síðan fingrunum í há-rið á þér. Mjólkur-glas,
drekktu helminginn, settu hina pönnu-kökuna ofan í glasið. Eftir
morgun-mat skaltu taka sleikjóinn upp af ullarmottunninni, sleikja af
kuskið og setja síðan sleikjóinn á setuna á góðum hæginda-stól.
Hádegi. Þrjár eldspýtur, hnetusmjörs- og sultusamloka. Hræktu nokkrum
bitum af henni á gólfið. Helltu mjólkurglasi á borðið og sötraðu það
upp.
Kvöldmatur. Taktu upp brauð-sneiðina frá því í gærkvöldi og fáðu þér einn
bita. Full skál af ís, lófafylli af kartöfluflögum, dálítið af rauðu
púnsi. Reyndu að láta eitthvað af púnsinu frussast út um nasirnar á
þér.
4. dagur.
Morgunmatur. Fjórðungur af tannkremstúpu, gerðin skiptir ekki máli, biti
af handsápu, ein ólífa. Helltu mjólkurglasi yfir kornflöguskál og
hálfan bolla af sykri. Þegar korn-flögurnar eru gegnumblautar, drekktu
þá mjólkina og gefðu hundinum kornflögurnar.
Hádegi. Borðaðu brauðmola af eldhús- og borðstofugólfinu. Finndu
sleikjóinn og kláraðu hann.
Kvöldmatur. Glas af spaghetti og kakómalti. Skildu kjötbolluna eftir á
diskinum. Smávegis augnbrúnalitur í eftirrétt.
>>ÞETTA KLIKKAR EKKI EF ÞÚ FYLGIR FYRIRMÆLUM KÚRSINS.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)