þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Hætt við að verða móðir

Uppeldið á börnunum gengur það illa að það gengur bara ekki neitt. Get engan vegin fengið Tímon jr. og Púmba til þess ða hætta að standa í matnum sínum og róta honum öllum upp úr, svo komst ég að því að þær borða bara eina tegund af korni í matnum og eru semsagt að leita að meira, og svo troða þær svo bara kornunum öllum í kinnarnar og fela svo fyrir hinni einhversstaðar í búrinu, allavegana er glætan að svona pínku lítil dýr séu að éta heilan hnefa af korni á dag! þar sem þær eru bara svona.... c.a. 2 puttar að stærð!
En allavegana, hef hætt við að verða móðir svona í náinni framtíð því að ég fattaði það að lítil smábörn skilja álíka jafn vel hvað ég er að segja við þau eins og þegar ég er að reyna að segja þessum varðhundum mínum að hætta að rusla út ;)
Sjáum samt til hvernig þetta gengur í næstu viku

Aðal frétt vikunnar er sú að ég get orðið farið að leggja fyrir neðan gluggann minn aftur eftir laaaanga bið. Það er semsagt komin heil gata þarna fram hjá og því hægt að keyra í Stubbaselið ofan frá og neðan :) Höggborar og fleyar eru semsagt með öllu horfnir en eitt stykki lítil grafa hefur dagað uppi þarna ásamt 2 sætum strákum sem eru að leggja hellur ennþá. Ekki væri nú samt leiðinlegt ef það kæmi allt í einu 20 stiga hiti! hehe.

Er algerlega að fara að tapa mér úr stressi fyrir alla þessa fyrirlestra sem ég þarf að fara að flyta núna næstu 3 vikur og svo er ég að fara að gera heimasíðu um Birgittu Halldórsdóttur. Býð fram snúða fyrir hvern þann sem getur hjálpað mér við að setja hana upp á mannsæmilegan hátt, þetta er nefnilega lokaverkefni í íslensku 3736 (Glæpasagnaáfangi) *blikk blikk*

Vinna í kvöld og svo hópverkefna vinna.
Það fer nú að verða sniðugt að fara að kaupa jólagjafir....?





SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig