fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Bjáluð

Ég verð nú bara að segja það að það fauk bara soldið í mig í gær þegar ég var búin að sitja í spennunni yfir America's next top model og skipti svo yfir á Oprah þar sem það var kjaftað hver vann!!!
PLIFF!!!
Það getur nú ekki verið mikið mál að setja einhvern renning á skjáinn til að vara fólk við mar, og þetta er nú oft gert.... Það eru alveg slatti af fólki brjálað sem ég hef hitt í dag.
Samkeppnin er nú ekki það hörð á milli þessara stöðva að það þarf að eyðileggja þætti fyrir áhorfendanum????

En anyway.

Var að vinna í gær og svo fór ég að vinna í þessum fjandans fyrirlestri. bjakk

Dagurinn í dag, svona fyrir utan illskuna út í Stöð 2 er búin að vera svona skííít sæmó þó svo að ég hafi ekki sofið shit í nótt. Gat ekki sofnað, og þegar ég gat sofnað þá gat ég ekki sofið, og allt þar fram eftir götunum. Vann verðlaun í íslensku 503 (Freyju Draum) af því að ég gat bent á einhverja staðreynarvillu í textanum, ég er kannski upprennandi Gettu Betur keppandi... úff. sem þýðir það að ég verð að falla á þessari önn, og næstu, svona til að geta komist í liðið næsta haust. en hvað gerir maður ekki til að koma gáfum sínum á framfæri, sérstaklega þegar þær eru metnar upp á Freyju Draum, og það Stóran Freyju Draum :)))

Eitthvað hvítt og mjög óæskilegt blasti við mér út um gluggann áðan í dönsku sem lét mig verða kalt á tánum við tilhugsunina um nánari kynni við þetta hvíta undur...

Svo er það bara vinna í kvöld. :)

sjáumst


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig