laugardagur, 25. desember 2004

Ferðasagan mikla ( framhald )

Jæja...
Þá er að reyna að skrifa meira en þetta tekur rosalegan tíma, best samt að gera þetta sem fyrst áður en ég gleymi þessu öllu.

16. Des - Fyrsti morguninn í Berlín

Martin þurfti að fara til tannlæknis um morguninn svo að Willi ætlaði að vekja mig kl 10 þegar Martin kæmi heim og við myndum svo fara með honum í rúnt um borgina.
Willi og Martin höfðu talað um að hafa morgunmat en þegar ég heyri orðið morgunmatur dettur mér ekkert í hug sem undirbýr mann fyrir þýskan morgunmat. Búið er að leggja fínt á borð og ný bakað brauð úr bakaríinu ásamt heitu kaffi og ógrynni á áleggi. Flest allt eitthvað sem var mér framandi nema kannski spægipylsan... Willi vakti mig ekki fyrr en kl rúmlega 11 en það var fínt að fá að sofa smá til þess að ná upp svefleysi næturinnar áður og smá líkamlegri orku því að labbið var ekkert smá sem við löbbuðum í London.
Er alls ekki vön því að borða morgunmat en þetta kom maganum mínum ekkert rosalega mikið í uppnám.
Plan dagsins var að fylgja Martin í bíltúr um borgina þar sem hann þurfti að sendast borgina þvers og kruss með pappíra í styrtistofur til þess að kynna háreyðingartækið fræga. Þeim fannst því tilvalið að ég og Willi myndum fljóta með svo ég fengi að sjá borgina.
Rúnturinn tók svosem ekkert svo langan tíma en það sem kom mér mest á óvart var hve Berlin er rosalega ólík London. Miklu stærri götur og ekki jafn troðið. Umferðin var líka skiljanlegri og engin ös. London gerir mann líka alveg crazy, sérstaklega þetta með að keyra vitlausu megin á götunni.
Við keyrðum í gegnum skóg og ég hef bara aldrei séð svona stór tré á minni ævi áður og hvað þá svona mörg!! Við enduðum hjá risastóru vatni sem ég held að heiti Wannsee eða eitthvað álíka og er í útjaðri Berlínar. Þar á sumrin liggur fólk í sólbaði og syndir um í vatninu í góðaveðrinu. Við kíktum þar aðeins út og ég get alveg ímyndað mér hvað það sé indælt að vera þarna á sumrin.. mmm
Eftir vatnaskoðunina héldum við aftur inn í miðbæinn þar sem kíkt var á fyrsta jólamarkað ferðarinnar sem endaði á því að verða okkar uppáhalds markaður. Hann var hliðina á Frægustu óperu í Berlin og heitir "Jólamarkaðurinn á Óperutorginu" Rosalega kalt og við ákváðum að fá okkur eitthvað að borða og það yrði sko að vera al þýskt! Það kom því varla lítið annað til greina en að stoppa við einn af matsölubásunum þar sem fékkst grönkohl og panta 3 skamma. Bragðaðist miklu betur en á horfðist og ég held ða ég muni nú ekki afþakka annan skammt í framtíðinni. . . (mynd á myndasíðunni)
willi keypti líka handa mer og sér Gluhwein sem við skelltum okkur í okkur. Fjandi sterkt helvíti sem yljaði okkur á nó tæm. Martin lét sér nægja að fá nokkra sopa enda var hann bílandi.
Keyrðum svo aðeins meira um og þeir sýndu mér Brandenburgertohr, Weltzeituhr og Fernsehturm sem við ákváðum svo að skoða frekar síðar enda nægur tími til stefnu.
Héldum svo heim á leið þar sem að við sátum og sötruðum smá bjór og vín áður en við töltu yfir í næsta inngang á blokkarröðinni ásamt stiganágranna Willi og Martins sem hét Peter og ferðinni var heitið í mat ti lRoberts og Martis sem eru hommapar og vinir þeirra.
Martis hafði eldað helvíti góðan kjúkling sem við borðuðum.
Allt var sem fínast, voða fínt lagt á borð og okkur þjónað eins og í veislu. 5 flöskur af Prosecco voru kláraðar ásamt 2 hvítvín, það voru semsagt allir orðnir svolítið hressir og áttum við gott spjall. Ég skildi nú ekkert svo rosalega mikið í því sem þeir voru að segja en þeir voru svo rosalega indælir aðtala sem mest á Ensku svo að ég skyldi. Willi og Martin sögðu mér svo þegar heim var komið að þeir áttu ekki von á því að Martis og Robert tækju mér svona vel og myndu vera að spjalla við mig um mig og mitt líf því að þeir eru svona hommar sem hafa smá kvenfyrirlitningu og reyna svona helst ekkert að kynnast konum. komst svo síðar að því að þeim höfðu bara fundist ég vera rosalega hress og open minded. Hafa sjálfsagt oft lent í því að vera dæmdir fyrir það eitt að ver ahommar og eru svona svoldið á varðbergi.
Þeir voru svo alveg sjokkeraðir allir saman að ég hefði aldrei farið í handsnyrtingu og það var sko EKKI nóg að klippa neglurnar svona af og til. það væri hreinlega BANNAÐ að klippa þær! :) úúps, hvað er þetta?!
haha
Sæi strákana mína fyrir mér með naglaþjalir á lofti að pússa neglurnar að ofaná og að framan. HAHAHA!
Martin tók mig svo í naglasnyrtingu þegar við vorum komin heim rall full auk þess sem ða Willi og ég stútuðum síðustu 2 Lite sem hann hafði komið með sér frá Íslandi. Ef þetta væri ekki rétti tími til að drekka íslenskan lite með íslending í heimsókn þá væri hann sjálfsagt aldrei! :)

(komið nóg í bili) Stay tuned! :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig