miðvikudagur, 22. desember 2004

Ferðasagan mikla!

14. desember:

Hildur auðvitað nennti ekki að vakna og skutla mér a´flugvöllinn svo að ég vakti Katrínu og hún blessunarlega nennti að skutla mér þessi elska :* Þó svo að hún væri nývöknuð sjálf.
Þegar ég var núkomin í flugstöðina og búina að tjékka mig inn gullu við einhver fáránleg læti og í kjölfarið á þeima fylgdu skilaboð um að eldur væri laus á fyrstu hæð og að allir ættu að yfirgefa bygginguna og fara út um næsta útgang. Allir voða rólegir töltu bara aftur niður og þar var okkkur sagt að fara baaara aftur upp´:) Týpískt samt fyrir mig hugsaði ég !
Næstu 5 mínútur héldu samt þessi skilaboð og óhljóð áfram en kaupóðir íslendingar eyddu peninugum eins og vitlausir væru.
Eftir einhverja stund kom svo tilkynning um að lögreglan væri búin að ganga úr skugga um það að það væri barasta enginn eldur laus!
Samt skemmtileg byrjun.
Fluginu seinkaði svo aðeins og var flogið kl 15:30 í stað 14:55. Alveg viðráðanleg seinkun.
Dave ætlar svo að koma sækja mig á Stansted upp úr 6. It's finally happening.!!
Nú í flugvélinni er fáranlega flott útsýni. Sólin að setjast og örmjór silfraður máni skriðinn upp. Og ég fékk gluggasæti ! jobbí
Sit svo bara og hlusta á Hárið og les Da Vinci Lykilinn... :)

London 15. des

Flugið gekk ágætlega í gær fyrir utan pirrandi gaurinn hliðina á mér og þurftu mikið að tala. . .
Dave beið mín brosandi á flugvellinum og tók vel á móti mér og eftir smáááá leit að bílnum brunuðum við heim til hans sem tók um 30 mín.
Hann var búinn að búa voða fínt um mig í rúminu SÍNU og hafði meira að segja STRAUJAÐ rúmfötin! Ég sá líka stærstu sæng sem ég hafði sofið í. Enda var hún tvöföld. Grey Dave sagðist vera búinn að búa um sig á gólfinu í næsta herbergi... humm
Bróðir Dave, Rob kom svo við og við fórum út að borða á ítalskan stað sem var voða næs og starfsfólkið allt voða spennt yfir þessum íslendingi sem var hjá þeim að borða. hehe.
Eftir saðsamann og mikinn mat fórum við á Local pub skammt hjá og drukkum nokkra bjóra.
Pöbbamenningin þarna úti er mikið ólík íslensku en þarna fer allltaf einhver einn og kaupir bjór á allt liðið og svo í næsta umgangi fer einhver annar.
Mér var samt tilkynnt það að ég ætti EKKI að kaupa. því að ég væri gestur !
Ég bað því alltaf um einn stóran bjór á meðan strákarnir svolgruðu í sig Corona, sem eru já í flösku. Steve vinur strákanna kíkti svo við og drakk okkur til samlætis. Hress gaur.
Endaði svo full um hálf 11 !
Ég, Rob og Dave fórum svo heim til Dave þar sem við stútuðum Bailey's flösku ásamt því að glamra á gítar og syngja. Bara alveg eins og á íslandi! ;)
Veit ekki hvenær Rob fór en eftir það horfðum ég og Dave á sjónbartið og stútuðum síðustu bjórum kvöldins.
Ræs var kl 8:00 og vorum við komin í neðanjarðarlest kl hálf 10.
Tókum hana í svona 20 mín og svo hófst gangan!!!!!
Fórum í China Town, Soho, Oxford Street og fengum okkur að borða á Wagamama's þar sem Ragna lærði að borða með kínapinnum! hehe. Fékk mér fáranlega góða kjúklingasúpu.
Kannski það fyndnasta við þennan stað er að það sitja allir við langborð svo að þú er raunverulega að borða með 30 manns sem þú þekkir ekkert en er samt heavy cool.
Röltum svo meira og fórum í London Eye og skoðuðum Royal Opera House og fullt af öðrum leikhúsum og sýningarsölum.
Kl 4 tókum við svo Tube aftur til baka og kíktum í Te til Rob og svo þegar við komum heim til Dave pakkaði ég niður, við Powernöppuðum og svo þurftum við að drífa okkur því að ég átti flug kl 20:15 frá London.
Flugið var stutt og mjög gaman. Sat hliðina á rooosa sætum Hokkí spilara sem talaði og talaði og þarna hafði ég ekkert á móti því. :)
Willi og Martin biðu svo skælbrosandi eftir mér við komuhliðið og fögnuðu ægilega :)
Þegar heim var komið beið þar mín prinsessurúm númer 2 og fékk ég 2 RISA kodda :)
Eftir nokkurt spjall fórum við svo að sofa enda var ég búin að labba allan daginn og búin að sofa MJÖG lítið.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig