þriðjudagur, 5. október 2004

Ferðasagan

Kl 20 mín í 5 á fimmtudagsmorgninum var ég búin að ná að slétta hárið... (þetta litla sem eftir er ) og pakka niður því sem ég átti eftir að pakka, semsagt málningadótinu, sléttujárninu og tannburstanum. Tók líka ákvörðun að stela tannkremi heimilisins fyrir þessa ævintýraferð :)

Þegar yndislegi bróðir minn var búinn að skutla mér á BSÍ leið ekki langur tími þangað til ég kynntist einhverjum því að ég arkaði inn um dyrnar með flugfreyjutöskuna mína samferða annari stelpu sem var nú annsi líklegur ferðafélagi. Hún Sagðist heita Kolla og við ákváðum að kría okkur saman meðan við biðum eftir hinum... Keyptum bara miða í rútuna og biðum.... Rétt fyrir 5 fattaði ég að ég hafði gleymt símanum mínum í rúminu heima!! SHIT! ég myndi ekki lifa af þessa ferð. Fékk því að hringja hjá Kollu og Þráinn var sendur í björgunarleiðangur... Hann var bara uppi í kringlu að RÚNTA!! hann rétt náði að koma með símann áður en ég fór.
Rútuferðin fór eiginlega mest í að kynnast fólkinu en einhverja vantaði, því að einhverjir komu
beint á flugvöllinn og einn virtist hafa sofið yfir sig, greyið...

Á flugvellinum þegar búið var að tékka alla inn var valhoppað inn í fríhöfnina og fyrstu krónum dagsins eytt.... Ákvað að kaupa mér 6 mánaða linsupakka :) og fékk mér nýja púða í gleraugun...
Hinir plöntuðu sér á barinn og fyrsti bjórinn var drukkinn... Strákarnir drukku einna hraðast svo ða þeir myndu þora að kynnast okkur stelpunum... hehe. Einn gaur vakti þó athygli mína... Hann var svo mikið eldri en hinir strákarnir! hehe. fannst hálf fyndið að hann hafði hringt inn... Svo kynnti hann sig. hann hét Guðmundur (sama nafni og Bangsinn hennar Gunnu Dísar sem hún hafði skírt þegar hún var 3 ára) svo að hann hét Gummi Bangsi það sem eftir var. Seinna kom svo í ljós að þetta var ljósmyndari frá Séð og Heyrt... Úff mar þyrfti að passa sig núna!! :)

Einhvernveginn tókst Gunnu að smala okkur öllum út í flugvél á réttum tíma og vorum við litin hornauga þegar við þrömmuðum inn í flugvélina með bros á vör og samkjaftandi. Ekki skánaði lúkkið þegar strákarnir fóru að panta bjór.
Rétt áður en við lögðum af stað frá landganginum ríkur Elli upp og fer að slá sig hér og þar... Hélt aðhann væri nú alveg aðtapa sér en svo ríkur hann inn á klósett.. hann sem var að koma af klósettinu! svo kemur hann til baka af klósettinu og svarar engum spurningum um hvað er að og rýkur því næst inn í flugmannaklefann. Já, hann hlauta að vera að ræna flugvélinni og var að leita að vasahnífnum. Var nú alveg sallaróleg því ég vissi að við vorum nú ekki komin á loft :)
Svo kemur hann loksins alvarlegur í framan og tilkynnir okkur það að hann hafi týnt passportinu!! :) haha. ótrulegur! við sýndum samt vegaabréfið rétt áður en við komum inn í vélina. Flugvélin var semsagt kyrrsett því að Elli var að fríka út og breiðleit sett á. Allavegana þangað til að Elli lítur á Eydísi og spyr " setti ég ekki vegabréfið í töskuna þína til að rýma fyrir bjórnum sem ég smyglaði inn!?" þá mundi Eydís(Bailey's) og flugvélinni var leyft að leggja af stað enda passportið komið í leitirnar.

Flugið tók endalausan tíma og það rann af lokum af strákunum. Þegar við lentum í Stansted fundum við töskurnar og keyptum okkur miða í Stansted Express sem flutti okkur til London. (enginn ennþá týndur... )




SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig